Morgunblaðið - 02.11.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1988
33
Hvalveiðibann rætt í neðri deild:
íslendingar þurfet að koma sjón-
armiðum sínum á framfæri
- segir Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra
Fyrstu umræðu um frumvarp
til laga um hvalveiðibann lauk í
neðri deild í gær. Fjölmargir tóku
til máls, þeirra á meðal Halldór
Ásgrímsson sjávarútvegsráð-
herra. Lagði hann áherslu á, að
íslendingar mættu ekki gefa eftir
rétt sinn til að nýta hvalina. Aðal-
heiður Bjarnfreðsdóttir sagði
hins vegar, að vegna stuðnings
almennings á Vesturlöndum við
málstað grænfriðunga væri hér
um tapað stríð að ræða.
Rektor fór út fyrir
sitt starfssvið
Matthías Bjarnason (S/Vf) sagði
það skoðun flestra íslendinga að
rétt hefði verið staðið að hvalveiðum
hér við land. Hann lagði á það
áherslu, að íslendingar ættu oft
samleið með umhverfisverndarsam-
tökum, einkum hvað varðaði vemd-
un hafsins. Hann benti á, að íslend-
ingar yrðu að koma sjónarmiðum
sínum betur á framfæri, enda væri
víða litið á þá sem ræningja, er
væru að eyðileggja lífríki sjávar.
Matthías gagnrýndi háskólarekt-
or fyrir þau ummæli hans, að íslend-
ingum bæri að hætta hvalveiðum.
„Eg tel, að það sé ekki hlutverk
æðstu menntastofnunar þjóðarinnar
að skipta sér af viðkvæmum pólitísk-
um deilumálum. Þama fór sú stofn-
un og sá ágæti maður út fyrir sitt
starfssvið."
Of mikið hlustað
á öfgaöfl
Stefán Valgeirsson (SJF/Ne)
sagðist hafa talið, að íslendingar
ættu að mótmæla hvalveiðibanni
Alþjóða hvalveiðiráðsins og væri
hann enn sömu skoðunar. „Það er
óhugsandi að við getum lifað í þessu
landi án þess að deyða dýr. Við get-
um til dæmis ekki lifað á grænmeti
allt árið.“ Stefán sagði að lokum,
að of mikið hefði verið hlustað á þau
öfgaöfl, sem hann sagði beita sér
gegn veiðunum og flutningur þess-
arar tillögu skaðaði hagsmuni ís-
lendinga.
Þetta er tapað stríð
Aðalheiður Bjamfreðsdóttir
(B/Rvk), sem er flutningsmaður
frumvarpsins ásamt Hreggviði Jóns-
syni, sagði að áróðursstaða græn-
friðunga væri sterk og almenningur
hefði samúð með málstað þeirra.
Hún sagði hvalveiðamar stofna út-
flutningstekjum þjóðarinnar í hættu
og spurði hvort ástæða væri til að
hætta 80 prósentum þeirra fyrir það
eina prósent teknanna, sem fengist
við sölu hvalaafurða. „Þetta er tapað
stríð," sagði Aðalheiður. „Ég sé enga
ástæðu til að halda þessu áfram."
Hún sagðist að lokum fagna við-
brögðum utanríkisráðherra við af-
skiptum Bandaríkjamanna af hval-
veiðum hér við land.
Mikilvægl að ljúka
rannsóknaráætluninni
Kristín Einarsdóttir (Kvl/Rvk)
benti á, að vísindaveiðarnar væm
hluti rannsóknaráætlunar og eitt ár
væri eftir af henni. Taldi hún mjög
mikilvægt, að þessari áætlun yrði
lokið. Kristín sagði að saga hval-
veiða við ísland sýndi, að ofnýting
gæti leitt til útrýmingar og því væri
nauðsynlegt að fá sem fyrst upplýs-
ingar um stærð stofna. Tillögur um
hvalveiðar þyrftu að byggja á rann-
sóknum.
Hún fjallaði ennfremur um þá
stöðu sem upp væri komin vegna
harðvítugs áróðurs grænfriðunga,
sem hvettu fyrirtæki til að hætta
viðskiptum við íslendinga. „Ég tel
ekki ástæðu til að hætta rannsókn-
um vegna hótana einstakra fyrir-
tækja," sagði hún. Kristín Einars-
dóttir sagði að lokum, að fmm-
varpið væri á misskilningi byggt og
ekki til framdráttar málstað Islend-
inga.
Stefiiunni fi*á
1983 fylgt
Ýmsir aðrir þingmenn tóku þátt
í umræðunum og m.a. tók Halldór
Ásgrímsson sjávarútvegsráð-
herra til máls. Hann þakkaði fyrir
gagnlegar umræður um málið og
sagði að af máli flestra mætti ráða,
að þeir styddu stefnuna sem mörkuð
var á Alþingi 1983. Sagðist hann
hafa fylgt þessari stefnu eftir í sam-
ráði við ríkisstjórn og utanríkismála-
nefnd. Hann sagði að frá upphafi
hefði verið reynt að beita hótunum
í þessu máli og svo yrði áfram. fs-
lendingar mættu samt ekki gefa
eftir rétt sinn til að nýta hvalina.
Halldór benti á, að í meðferð
vísindanefndar Alþjóða hvalveiði-
ráðsins hefði komið fram, að ekki
væri hægt að svara öllum spuming-
um í rannsóknaráætlun Hafrann-
sóknastofnunar nema með veiðum.
Ásakanir um að ekki hefði verið
farið eftir alþjóðasamþykktum væru
úr lausu lofti gripnar. Stofnskrá
Hvalveiðiráðsins og samþykktum
þess hefði alltaf verið fylgt en hins
vegar væru ýmis tilmæli ráðsins
óljós, og menn túlkuðu þau á mis-
munandi hátt.
Halldór sagði að íslensk stjórnvöld
teldu sig hafa á réttu að standa en
ljóst væri, að því sjónarmiði þyrfti
að koma á framfæri. Taldi hann í
því sambandi, að tímabært væri að
halda á íslandi ráðstefnu um nýtingu
á hafsvæðum og vemdun þeirra,
enda hlyti slíkt alltaf að fara saman.
Þjóðhagsáætlun:
Þjóðartekjur minnka
um 3% á næsta ári
AIÞfflGI
Þjóðhagsáætlun fyrir árið
1989 var lögð fram á Alþingi í
gær. í henni kemur meðal annars
fram, að horfur bendi til að
landsframleiðsla verði einu og
hálfu prósenti minni en í fyrra
og þjóðartekjur 2% minni. Verð-
bólga er sögð stefna í 19% á ár-
inu og viðskigtahalli í tæplega
12 milljarða. I spá fyrir næsta
ár er gert ráð fyrir 1,5% sam-
drætti landsframleiðslunnar og
að þjóðartekjur minnki um 3%.
í inngangi að þjóðhagsáætlun
segir að íslenskur þjóðarbúskapur
hafi hreppt andbyr og er bent á í
því sambandi, að horfur séu á minni
landsframleiðslu og þjóðartekjum í
ár heldur en í fyrra. Síðastliðin þijú
ár hafi hagvöxtur á mælikvarða
landsframleiðslu hins vegar aukist
að meðaltali um 5,5% á ári og þjóð-
artekjur um 6% á ári. Sagt er að
orsaka þessarar óhagstæðu þróunar
séeinkum að leita í minnkandi verð-
mæti sjávarafla, en þar séu horfur
á 2% samdrætti.
í áætluninni kemur einnig fram,
að verðbólga til ársloka stefni nú í
19%, samanborið við 26% í fyrra.
Horfur séu á 12 milljarða viðskipta-
halla, sem svari til ríflega 4,5% af
landsframleiðslu. Viðskiptahallinn í
fyrra var hins vegar 3,5% af lands-
framleiðslu.
í spá fyrir næsta ár er reiknað
með að landsframleiðsla dragist
saman um 1,5% og þjóðartekjur um
3%. Sagt er að skýringin á þessu
sé fyrst og fremst þriggja prósenta
samdráttur í framleiðslu sjávaraf-
urða. Þá er ekki gert ráð fyrir að
viðskiptakjör fari batnandi á næsta
ári.
Samkvæmt spánni minnkar
landsframleiðsla því samanlagt um
3% á árunum 1988 og 1989 og þjóð-
artekjur um 5%, en það er meiri
samdráttur þjóðartekna en verið
hefur síðan árið 1968.
Jón Sigurðsson
Neðri deild:
Frumvarp
um eignar-
leigur
Jón Sigurðsson, viðskiptaráð-
herra, lagði í gær fram frumvarp '
til laga um eignarleigustarfsemi.
í framsöguræðu kom fram, að
með frumvarpinu sé ætlunin að
setja almennar reglur um þessa
starfeemi.
í frumvarpinu segir m.a., að eign-
arleigustarfsemi skuli teljast vera sú
starfsemi að veita, hafa milligöngu
um eða bjóða fram lánveitingar og
ábyrgð á skuldum vegna fjármögn-
unar annarra aðila. Viðskiptaráð-
herra veiti eignarleigufyrirtækjum
starfsleyfi en eftirlit með starfsemi
þeirra verði í höndum bankaeftirlits
Seðlabankans.
Samkvæmt frumvarpinu verða
skilyrði fyrir veitingu starfsleyfis
meðal annars, að fyrirtækið sé hluta-
félag og innborgað hlutafé minnst
10 milljónir króna. Gert er ráð fyrir
því að meirihluti stjómar sé búsettur
hér á landi. Framkvæmdastjórinn
skal vera ríkisborgari Norðurland-
aríkis og þarf einnig að vera búsett-
ur á íslandi.
Ný þingmál:
Hver eru verst og hver
bezt stöddu frystihúsin?
Hverjir fengu að flytja inn hunda, hverjir ekki?
Staða fískvinnslufyrirtækja
Kristín Halldórsdóttir og átta
aðrir þingmenn úr flestum þing-
flokkum hafa farið þess á leit við
forsætisráðherra að hann láti Al-
þingi í té „skýrslu um stöðu 10
verst stöddu og 10 bezt stöddu fisk-
vinnslufyrirtækja í landinu", þ.e.
fyrirtækja í „hefðbundinni fryst-
hefur ráðuneytið synjað um slíkan
innflutning á hundum á sama tíma?
Hvenær má vænta þess að komið
verði á hundasóttkví til að nota í
þessu tilefni?
Stuttar þingfréttir
Menntamálaráðherra
spurður:
Eiga upphafleg
námslánaákvæði að gilda?
„Hyggst menntamálaráð-
herra fella úr gildi breytingar
á reglugerð nr. 578/1982 um
námslán og námsstyrki, sem
gerðar voru 3. janúar og 2.
apríl 1986, þannig að þau
ákvæði, sem áður giltu um
framfærslukostnað, gildi að
nýju?“
Þessa spurningu hefur Guð-
mundur Ágústsson (B/Rvk) lagt
fyrir Svavar Gestsson, mennta-
málaráðherra. Guðmundur spyr
enn: „Ef svo er, hvenær mega
námsmenn eiga von á að þær
breytingar komi til fram-
kvæmda?" „Telur menntamála-
ráðherra að breytingar þær, sem
gerðar voru á reglugerðum um
lánasjóðinn á árinu 1986, standist
gagnvart lögum?“
Þingsályktunartillögnr
ganga til nefíida
Þegar hefiir farið fram fyrri
umræða um nokkrar tillögnr
til þingsályktunar og þær af-
greiddar til skoðunar í viðkom-
andi þingnefiidum. Meðal
þeirra eru:
* Tillags Friðjóns Þórðarsonar
um rýmri gjafsóknarreglur til að
auðvelda efnalitlu fólki að ná rétti
sínum að lögum.
* Tillaga Hjörleifs Guttormsson-
ar o.fl. um að íslenzk ríkisstjóm
beiti sér á alþjóðavettvangi fyrir
banni við geimvopnum.
* Tillaga Kristínar Halldórsdótt-
ur o.fl. um eflda og samræmda
fræðslu um umhverfismál í grunn-
og framhaldsskólum.
* Tillaga Júlíusar Sólnes o.fl. um
undirbúning að tvöföldun Reykja-
nesbrautar frá Hafnarfirði að
Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
* Tillaga Guðrúnar J. Halldórs-
dóttur o.fl. um samningu ramma-
löggjafar um sjálfseignarstofnan-
ir.
* Tillaga Hjörleifs Guttormsson-
ar, þessefnis, að ráðnir verði þrír
jafnréttisráðgjafar að félagsmála-
ráðuneytinu.
* Tillaga Árna Gunnarssonar um
að taka niður merki Kristjáns IX.
af Alþingishúsinu og koma þar
fyrir íslenzka skjaldarmerkinu.
* Tillaga Jóns Kristjánssonar o.fl.
um eflingu Menningarsjóðs fé-
lagsheimila.
ingu“.
Oskað er sundurgreindra upplýs-
inga um hvert fyrirtæki fyrir sig,
„þannig að fram komi stærð vand-
ans . . . og af hverju hann stafar.
Gerð verði grein fyrir stærð hvers
fyrirtækis og Qölda starfsmanna
og hversu stór hluti þeirra er búsett-
ur á staðnum.
Gerð verði grein fyrir hlutfalls-
legri skiptingu einstakra kostnaðar-
þátta, hráefniskaupa, launa-
greiðslna, fjármagnskostnaðar, við-
haldskostnaðar, orkukaupa, flutn-
ingskostnaðar, umbúðarkostnaðar
o.fl.“.
Þess er jafnframt óskað að nöfn
viðkomandi fyrirtækja komi ekki
fram.
Hveijir fengxi að flytja
inn hunda? Hveijir ekki?
Ingi Björn Albertsson (B/Vl)
hefur lagt fram fyrirspum til land-
búnaðarráðherra um innflutning á
hundum: 1) Hveijum hefur verið
heimilað að flytja inn hunda til
landsins síðastliðin 10 ár? Hveijum
Könnun á Vesturlandi
Friðjón Þórðarson (S/Vl) hefur
endurflutt tillögu til þingsályktun-
ar, þessefnis, að fela ríkisstjóminni
að láta fara fram samræmda könn-
un á jarðvarma, jarðsjó og fersku
vatni á Vesturlandi í samvinnu við
sveitarfélög og aðra hagsmunaað-
ila. Markmið: að safna upplýsingum
með hagnýtingu í þágu fiskeldis,
byggðar og búsetu á Vesturlandi í
huga.
Lög um eiturefíii
Fram hefur verið lagt stjórnar-
frumvarp til breytinga á gildandi
lögum um eiturefni og hættuleg
efni (nr. 52/1988). Frumvarpið
kveður á um hvernig sex manna
eiturefnanefnd skulu vera skipuð,
þ.e. eiturefnafræðingi, lyfjafræð-
ingi, efnafræðingi, efnaverkfræð-
ingi, heilsufræðingi, sérfræðingi um
notkun eiturefna og hættulegra
efna í landbúnaði, garðyrkju og til
útrýmingar meindýra.