Morgunblaðið - 02.11.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.11.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1988 31 Veiðin orðin um 57.000 tonn BÚIÐ var að tilkynna um veiðar á 57.180 tonnum af loðnu í gær, þriðjudag, en tilkynnt hafði verið um 17.845 tonna loðnuafla 31. október í fyrra. A föstudaginn tilkynnti Helga II RE um 150 tonn til Siglufjarð- ar. Á laugardaginn tilkynnti Hilmir II SU um 550 tonn til Siglufjarð- ar, Börkur ,NK 1.200 tonn til Neskaupstaðar, Skarðsvík SH 640 tonn til Siglufjarðar og Al- bert GK 650 tonn til Siglufjarðar. Á sunnudaginn tilkynnti Örn KE um 750 tonn til Krossaness, Guðrún Þorkelsdóttir SU 720 tonn til Eskifjarðar, Sunnuberg GK 640 tonn til Grindavíkur, Gullberg VE 620 tonn til Hafnar- fjarðar, Súlan EA 720 tonn til Færeyja, Höfrungur AK 650 tonn til Siglufjarðar, Keflvíkingur KE 530 tonn til Bolungarvíkur, Guð- mundur Ólafur ÓF 640 tonn til Siglufjarðar og Þórður Jónasson EA 650 tonn til Siglufjarðar. Á mánudaginn tilkynnti Kap IIVE um 650 tonn til Vestmanna- eyja, Harpa RE 550 tonn til Njarðvíkur og ísleifur VE 580 tonn til Bolungarvíkur. I gær, þriðjudag, tilkynnti Sig- hvatur Bjarnason VE um 670 tonn til Vestmannaeyja, Beitir NK 1.230 tonn til Neskaupstaðar, Jón Kjartansson SU 870 tonn til Eskifjarðar, Albert GK 720 tonn til Færeyja og Grindvíkingur GK 850 tonn til Færeyja. Viðtalstímar al- þingismanna Sjálf- stæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn hefiir lengi gengist fyrir fóstum við- talstímum borgarfulltrúa í Reykjavík og sveitarsfjórnarmenn hans og alþingismenn efiia gjarnan til viðtalstíma af þessu tagi í kjördæmum sínum um land allt. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa nú ákveðið að efna til sér- stakra viðtalstíma í nóvember- mánuði. Þingmennirnir verða til viðtals í skrifstofu Sjálfstæðis- flokksins, Valhöll, Háaleitisbraut 1, þriðjudaga, miðvikudaga og fímmtudaga, á tímum sem nánar verða auglýstir. Ætlunin með þessum viðtalstímum er að auð- velda mönnum að ná tali af ein- stökum þingmönnum Sjálfstæðis- flokksins á föstum tilteknum aug- lýstum tíma. Bæði verður hægt að koma í Valhöll og hitta þing- mennina eða hringja í síma 82900 og ná sambandi við þá þannig eða leggja fyrir þá skilaboð. Fyrst um sinn hefur verið ákveðið að hafa þessa viðtalstíma í nóvember, en þeir munu verða endurteknir með svipuðum hætti eftir áramótin. Þingmenn Sjálf- stæðisflokksins vonast til að hverjir þeir er ná þurfa sambandi við þá notfæri sér þessa við- talstíma, en auk þess er að sjálf- sögðu hægt að ná sambandi við alþingismenn Sjálfstæðisflokksins á skrifstofum þeirra í Alþingi, en síminn þar er 11560. Fyrstu viðtalstímarnir eru sem hér segir: Miðvikudag 2. nóvem- ber verða Ólafur G. Einarsson og Egill Jónsson til viðtals kl. 10.00—12.00. Fimmtudaginn 3. nóvember verða Kristinn Péturs- son og Birgir ísleifur Gunnarsson til viðtals kl. 10.00—12.00 og Friðjón Þórðarson og Salóme Þor- kelsdóttir kl. 17.00—19.00. (Fréttatilkynning) Fiskverð á uppboðsmörkuðum 1. nóvember. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 46,00 30,00 33,56 54,721 1.836.689 Undirmál 15,00 15,00 15,00 3,860 57.907 Ýsa 80,00 31,00 49,95 20,972 1.047.501 Ufsi 16,00 16,00 16,00 1,773 28.371 Karfi 15,00 15,00 15,00 0,091 1.378 Steinbítur 15,00 15,00 15,00 2,018 30.278 Lúða 285,00 170,00 228,99 0,612 140.208 Koli 52,00 52,00 52,00 0,117 6.110 Tindaskata 4,00 4,00 4,00 0,036 143 Samtals 37,39 84,204 3.148.485 Selt var aðallega úr Otri HF, Haraldi Böðvarssyni AK, frá Odda hf. á Patreksfirði og Fiskverkun Drafnar. ( dag veröur meðal annars selt óákveðið magn af þorski og ýsu úr Stakkavík ÁR og fleiri skipum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 36,50 26,00 34,11 31,337 1.068.910 Þorskur(ósL) 35,00 30,00 31,95 0,064 2.045 Ýsa 49,00 35,00 42,69 0,106 4.525 Ýsa(óst) 80,00 52,00 72,23 0,952 68.762 Ýsa(smá) 33,00 15,00 28,50 0,112 3.192 Ufsi 12,00 12,00 12,00 0,110 1.320 Steinbítur 15,00 15,00 15,00 0,265 3.975 Lúða(smá) 160,00 160,00 160,00 0,020 3.200 Samtals 35,06 32,966 1.155.932 Selt var úr Ásbirni RE. í dag verður selt úr bátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 47,50 38,00 44,87 7,096 318.382 Ýsa 75,00 20,00 61,56 3,683 226.763 Ufsi ' 20,00 15,00 18,56 23,268 431.966 Karfi 27,50 12,00 25,49 20,380 519.401 Lúða 195,00 65,00 171,36 0,290 49.694 Blálanga 20,00 19,00 19,96 1,426 28.479 Hlýri+steinb. 15,00 15,00 15,-00 0,170 2.559 Keila 17,00 12,00 12,59 0,700 9.468 Síld 7,79 7,79 7,79 29.150 227.078 Samtals 21,05 86,309 1.816.513 Selt var aðallega úr Bergvfk KE, Guðfinni KE, Þorsteini Gisla- syni GK og Þresti KE. í dag verða meðal annars seld 45 tonn af þorski, 13 tonn af undirmálsþorski, 24 tonn af ufsa, 4 tonn af ýsu og 2 tonn af steinbít úr Aðalvík KE. Einnig verður selt óákveðiö magn af síld úr Kópi GK, Geirfugli GK og Hrungni GK. Grænmetisverð á uppboðsmörkuðuml nóvember. SÖLUFÉLAG GARÐYRKJUMANNA Gúrkur 125,00 0,385 48.125 Tómatar 127,00 3,126 560.868 Paprika(græn) 351,00 0,135 47.385 Sveppir 450,00 0,606 272.700 Steinselja 31,00 800 búnt 24.800 Gulrætur(ópk.) 89,00 0,550 48.950 Gulræturjpk.) 107,00 2,700 287.700 Kínakál 117,00 3,504 408.780 Hvítkál 66,00 6,840 453.880 Grænkál 32,00 100 búnt 3.200 Salat 63,00 0,870 54.960 Samtals 2.250.248 Söngvarar sýningarinnar, frá vinstri í fremri röð: Arnar Freyr látúnsbarki, Richard Scobie, Anna Ólafsdóttir, Hafsteinn Hafsteinsson, Shady Owens, Elín Ólafsdóttir og Bjarni Arason látúnsbarki ásamt dönsurum. Diskósýning í Broadway: „Gæjar og* glanspíur“ frumsýnt um helgina GÆJAR og glanspiur nefhist sýning, sem verið er að setja upp í veitingahúsinu Broadway, og frumsýnd verður á fostudaginn. Hún Qallar um blómaskeið diskótekanna um 1980. Hátt í þriðja tug manna koma fram í sýningunni, þar á meðal átta söngvarar og átta manna dansflokkur. í hópi söngvaranna eru látúnsbark- arnir tveir, Bjarni Arason og Arnar Freyr. Á undan sýningunni er boðið upp á kvöldverð. I fréttatilkynningu um sýning- una segir svo: „Á nokkurra ára bili sitt hvorum megin við 1980 greip um sig ógurlegt fár alls staðar þar sem pláss var fyrir tvo fætur eða fleiri til að bregða á skrautlegri og tilþrifameiri dans en lengi hafði þekkst. Ekki sakaði að lofthæð væri líka nógu mikil til að hægt væri að teygja upp armana með áhrifamiklum hætti og líkja þar með eftir frægri stell- ingu Johns nokkurs Travolta, sem sást svo í eftirlíkingum gangandi um götur og torg. Brilliantínið var dregið fram úr rykugum fylgsnum á gleymdum rakarastofum og strákamir, sem áður höfðu iðu- lega verið í algjörum aukahlut- verkum á dansgólfunum, urðu núna kóngar á kvöldin. Danskennarar upplifðu sín sfldarár. Torfur af töffúrum syntu inn í salina þeirra og sýndu svo listir sfnar á diskótekunum á kvöldin. Þau voru troðfúll jafnt virka daga sem um helgar. Diskódúndrið var í algleymingi og lögum með John Travolta og Oliviu Newton-John var þrumað út úr plötusnúðabúrunum ásamt fjöldanum öllum af svokölluðum diskólögum. Hveijir muna ekki lög eins og „He’s the greatest dancer" og „In the Navy“?“ Handrit er eftir Ásgeir Tómas- son, sviðssetningu hefur annast Sóley Jóhannsdóttir, Ástrós Gunnarsdóttir er höfundur dansa, leikmynd er eftir Jón Þórisson og hljómsveitarstjóri er Grétar Örv- arsson. Frumvarp um prestaköll og prófastsdæmi: Prestaköllum fækk- ar en prestum ekki Á KIRKJUÞINGI er nú til umfjöllunar og afgreiðslu frumvarp til laga um skipan prestakalla og prófastsdæma og neftidarálit um starfsmenn þjóðkirkju íslands. í greinargerð sem Morgunblaðinu hefur borist frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu segir, að í um- fjöllun um frumvarpið hafi gætt rangtúlkunar á einstökum atriðum og því sé rétt að greina frá nokkrum megin breytingum sem frum- varpið felur í sér. Meginatriðin í fmmvarpinu eru ellefu: 1. Prestakallaskipunin utan Reykjavíkur og Reykjaneskjör- dæmis er ákveðin með lögum eins og verið hefur. 2. í Reykjaneskjördæmi og Réykjavík er prestakallaskipanin ákveðin af ráðherra eftir tillögum biskups, safnaða og safnaðaráða. Þessi skipan hefur verið í gildi í Reykjavík. 3. Lagt er til að Reykjavíkurpróf- astsdæmi verði skipt í Reykjavíkur- prófastsdæmi og Reykjavíkurpróf- astsdæmi eystra, sem nær yfir eystri hluta Reykjavíkur, Kópavog, Mosfellsprestakall og Reynivalla- prestakall. 4. Fjöldi prófastsdæma utan Reykjavíkur og Reykjaneskjör- dæmis verður sá sami. í nokkrum tilfellum eru gerðar breytingar á mörkum prófastsdæma. 5. Gert er ráð fyrir að aðeins einn sóknarprestur starfi í hveiju prestakalli, en jafnframt er í frum- varpinu opnuð leið til þess að ráða aðstoðarpresta í prestaköll þar sem verkefni eru ofviða einum presti að sinna. 6. í frumvarpinu er opnuð heim- ild til þess að ráða farprest eða farpresta er starfi í heilum prófasts- dæmum og sinni forfallaþjónustu og aðstoðarþjónustu í víðlendum og fjölmennum prestaköllum og annist tiltekin sérverkefni. 7. Lagt er til að 7 prestaköll verði lögð niður og sameinuð öðrum og jafnframt að éitt nýtt prestakall utan Reykjavíkur og Reykjanes- svæðis verði tekið upp. Ekki er gert ráð fyrir að prestum fækki á þessu svæði, þar sem nýttar yrðu heimildir fyrir farpresta innan próf- astsdæmis, a.m.k. jafn margar og næmi fjölda niðurlagðra presta- kalla. 8. Bent er á nauðsyn þess að fjölga þurfi prestum í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi, en presta- kallaskipunin er ekki ákveðin með lögum og því eigi tilgreindur þar viðbótaifyöldi presta í frumvarpinu. 9. Lögð er áhersla á aukna prestsþjónustu á sjúkrahúsum. Jafnframt eru lýmkaðar heimildir til þess að ráða presta til sérþjón- ustu. 10. Frumvarpið gerir ráð fyrir auknu samstarfi presta innan hvers prófastsdæmis. 11. Frumvarpið gerir ráð fyrir að ráðherra sé heimilt að taka upp ný prestaköll án lagabreytinga, þar sem fólksfjölgun gerir það eðlilegt. Einnig er heimilað að leggja niður prestaköll ef íbúafjöldi í prestakalli fer niður fyrir 250 manns. Þá hefur nefnd farið yfir frum- varp til laga um starfsmenn þjóð- kirkjunnar og kannað möguleika á að samræma það frumvarpi til laga um skipan prestakalla og prófasts- dæma. Tillögur nefndarinnar gera ráð fýrir að sameina þessi tvö fram- vörp. Lagt er til að landið verði áfram eitt biskupsdæmi, en núver- andi vígslubiskupsembætti efld verulega og vígslubiskupar verði í framtíðinni staðsettir á hinum fomu biskupssetrum. Þá er í tillögum nefndarinnar gert ráð fyrir að ákvæði frumvarps til laga um starfsmenn þjóðkirkjunnar, emb- ættisgengi presta og fleiri ákvæði, m.a. um prófasta, verði tekin upp í hið nýja frumvarp. Umrætt nefndarálit og frumvörp verða afgreidd á Kirkjuþingi á morgun, fimmtudag, sem er loka- dagur Kirkjuþings.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.