Morgunblaðið - 02.11.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1988
25
Reuter
Á myndinni sjást fiilltrúar Sameinuðu þjóðanna (efst t.h.), írans (t.v.) og íraks í fúndarsal SÞ i Genf.
Hreinsun Persaflóa:
*
Atta ríki sameinast
um áætlun Kúvæts
Iranar og Irakar meðal þátttökuríkj anna
Kúvæt. Reuter.
ÍRAN og írak.samt sex öðrum ríkjum við Persaflóa, samþykktu í
gær tillögur Kúvæta um það hvernig eyða bæri tundurduflum og
ýmsu braki sem enn er á flóanum eftir átta ára stríð írana og ír-
aka sem nú hafa samið vopnahlé. Að sögn áætlanamálaráðherra
Kúvæts var samþykkt að fela sérstakri, Qölþjóðlegri hafverndar-
stofiiun á svæðinu, ROPME, framkvæmdina. Shatt al-Arab, hin
umdeilda vatnaleið, sem írakar hafa krafist að verði hreinsuð strax,
fellur ekki undir samkomulagið.
Fulltrúi írana, Mohammed Ali
Abdoli, sagði að írakar hefðu ekki
valdið neinum vandræðum í sam-
bandi við samkomulagið. Ríkin tvö
áttu gott samstarf innan ROPME
meðan Persaflóastríðið stóð yfir.
Er framkvæmdastjóri ROPME
var spurður hvort farið yrði fram á
aðstoð tundurduflaslæðara frá öðr-
um ríkjum svaraði hann að hvað
snerti alþjóðlegar siglingaleiðir þá
bæri alþjóðastofnunum og öðrum
þjóðum að veita hjálp en aðildarrík-
in sjálf ættu að sjá um framkvæmd-
ir í eigin landhelgi. Fulltrúi írana
sagðist mótfallinn erlendri aðstoð;
þjóðirnar við Persaflóa gætu annast
verkið sjálfar.
Bandarískir sérfræðingar telja
að allt að 200 tundurdufl séu enn
á Persaflóa þrátt fyrir sameiginlega
slæðingu á vegum sex vestrænna
ríkja sem staðið hefur í ár. Flest
eru duflin álitin vera nyrst í flóan-
um.
Perez de Cuellar, framkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í
gær að miðað hefði í samkomulag-
sátt í friðarviðræðum írana og Ir-
aka er hófust á ný eftir helgina í
Genf. De Cuellar sagði árangur
hafa náðst í viðræðum um fanga-
skipti og hann vonaði að þetta yrði
til að bijóta ísinn í viðræðum
ríkjanna.
„Innrásin frá Mars“ 50 ára:
Vekur enn skelf-
ingu meðal fólks
Braga, Portúgal. Reuter.
VERULEG skelfing greip um sig
meðal margra íbúa í portúgölsku
Olíumarkaðurinn:
Saudi-Arabar auka
framleiðsluna enn
Abu Dhabi. Reuter.
SAUDI-ARABAR settu nýtt met í olíuframleiðslu í síðustu viku októb-
ermánaðar þegar þeir framleiddu 7 milljónir fata á dag. Að sögn
heimiida innan olíuiðnaðarins gera þeir það til að neyða OPEC-ríkin
til að sættast á nýjan framleiðslukvóta rikjanna.
Meðaltalsframleiðsla Saudi- tið. Dagsframleiðsla OPEC-ríkj-
anna er nú 21 milljón föt og er það
tveimur milljónum fata meiri fram-
leiðsla en eftirspumin er.
Að sögn heimildarmanna er af-
staða Irana meginástæða þess að
ekki hefur tekist samkomulag um
framleiðslukvóta OPEC-ríkjanna.
íranir eru mótfallnir því að írökum
verði úthlutaður sami framleiðsluk-
vóti og þeir sjálfir hafa.
Að sögn heimildarmanna er
greinilegt að Saudi-Arabar hafa
aukið framleiðslu sína áður en fund-
ur olíumálaráðherra OPEC-ríkj-
anna verður haldinn í Vín 21. nóv-
ember næstkomandi.
Araba í októbermánuði er 5.55
milljónir fata á dag í samanburði
við 4.9 milljónir fata sem þeir fram-
leiddu í september. Framleiðslu-
kvóti OPEC-ríkjanna er 4.343 millj-
ónir fata á dag.
Talið er að verðfall á olíu komi
síst niður á Saudi-Arabíu en nokkur
OPEC-ríkjanna eiga í miklum fjár-
hagsörðugleikum í kjölfar verðfalls-
ins undanfarin ár. Hráolíufat frá
Miðausturlöndum seldist í gær í
London á 10,50 dali en verð það
sem OPEC-ríkin hafa komið sér
saman um er 17,42 dalir fyrir fa-
borginni Braga um síðustu helgi
þegar útvarpsstöðin þar flutti hið
fiæga leikrit „Innrásina frá
Mars“ eftir Orson Welles. Héldu
margir, að Marsbúar væri í raun
og veru komnir til jarðarinnar.
Á sunnudag var þess minnst í
útvarpsstöðvum víða um lönd, að
þá var hálf öld liðin frá frumflutn-
ingi leikritsins í Bandaríkjunum en
þar olli það mikilli skelfingu. Þegar
verkið var leikið í útvarpsstöðinni
í Braga var það staðfært þannig,
að Marsbúamir lentu í nágranna-
bænum Vila Verde.
„Fólk hringdi í ofboði til útvarps-
stöðvarinnar, lögreglunnar og
slökkviliðsins til að fá sannar frétt-
ir af þessu en aðrir flýðu strax til
Oporto," sagði talsmaður lögregl-
unnar.
I Danmörku var leikritið einnig
flutt og þar bar einnig nokkuð á
því að fólk tæki það of alvarlega
og var mikið hringt til útvarpsins.
ERLENT
Bretland:
Italir kaupa
Super Channel
Lundúnum. Reuter.
ÍTALSKT fyrirtæki hefiir keypt
53 prósent hlutabréfa evrópska
gervihnattasjónvarpsins Super
Chanael af breskum auglýsinga-
sjónvarpsstöðvum, að því er
greint var frá í gær.
ítalska tónlistarsjónvarpið
Videomusic og breska fyrirtækið
Virgin Group Plc, sem á 45 prósent
hlutabréfa Super Channel, eru nú
stærstu hluthafar gervihnattasjón-
varpsins.
Super Channel er afþreyingar-
sjónvarp með um 14 milljónir
áskrifenda frá 15 löndum. Haft
hefur verið eftir einum stjórnenda
sjónvarpsins að það hafi tapað 60
milljónum punda (um 4,9 milljörð-
um ísl. kr.) á síðustu þremur árum.
FYRSTA FLOKKS
BANKAÁBYRGÐIR
Áhættufé - Fasteignaviðskipti
- Fjármögnun viðskipta -
Bankaábyrgðir og aðstoð við
ábyrgðir vegna hvers kyns
framkvæmdaáætlana.
Engin umboðslaun fyrr en fé
erfengið.
Miðlarar eru verndaðir.
UMBOÐSMANN
þarf til að skapa tengsl fyrir
okkur til að framkvæma fjár-
mögnun.
. Vinsamlegast skrifið til okkar
á ensku.
VENTURE CAPITAL
CONSULTANTS
Investment Bankers
16311 Ventura Blvd., Suite
999, Encino, California
91436, U.S.A.
Telex:651 355Vencap LSA
Fax nr.: (818) 905-1698
Sími: (818) 789-0422
Niður
með hita-
kostnaðinn
OFNHITASTILLAR
= HEÐINN =
VÉLAVERSLUN, SÍMI 624260
SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER
TELEFAX
Þegar tíminn
er peningar
Heimilistæki hf
Stendhal
Snyrtivörukynning
dagana 3., 4. og 5. nóvember
Verslunin Amaró, Akureyri.
Pera dagsins í dag
DULUX EL
80% orkusparnaður dæmi:
OSRAM