Morgunblaðið - 02.11.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.11.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1988 25 Reuter Á myndinni sjást fiilltrúar Sameinuðu þjóðanna (efst t.h.), írans (t.v.) og íraks í fúndarsal SÞ i Genf. Hreinsun Persaflóa: * Atta ríki sameinast um áætlun Kúvæts Iranar og Irakar meðal þátttökuríkj anna Kúvæt. Reuter. ÍRAN og írak.samt sex öðrum ríkjum við Persaflóa, samþykktu í gær tillögur Kúvæta um það hvernig eyða bæri tundurduflum og ýmsu braki sem enn er á flóanum eftir átta ára stríð írana og ír- aka sem nú hafa samið vopnahlé. Að sögn áætlanamálaráðherra Kúvæts var samþykkt að fela sérstakri, Qölþjóðlegri hafverndar- stofiiun á svæðinu, ROPME, framkvæmdina. Shatt al-Arab, hin umdeilda vatnaleið, sem írakar hafa krafist að verði hreinsuð strax, fellur ekki undir samkomulagið. Fulltrúi írana, Mohammed Ali Abdoli, sagði að írakar hefðu ekki valdið neinum vandræðum í sam- bandi við samkomulagið. Ríkin tvö áttu gott samstarf innan ROPME meðan Persaflóastríðið stóð yfir. Er framkvæmdastjóri ROPME var spurður hvort farið yrði fram á aðstoð tundurduflaslæðara frá öðr- um ríkjum svaraði hann að hvað snerti alþjóðlegar siglingaleiðir þá bæri alþjóðastofnunum og öðrum þjóðum að veita hjálp en aðildarrík- in sjálf ættu að sjá um framkvæmd- ir í eigin landhelgi. Fulltrúi írana sagðist mótfallinn erlendri aðstoð; þjóðirnar við Persaflóa gætu annast verkið sjálfar. Bandarískir sérfræðingar telja að allt að 200 tundurdufl séu enn á Persaflóa þrátt fyrir sameiginlega slæðingu á vegum sex vestrænna ríkja sem staðið hefur í ár. Flest eru duflin álitin vera nyrst í flóan- um. Perez de Cuellar, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að miðað hefði í samkomulag- sátt í friðarviðræðum írana og Ir- aka er hófust á ný eftir helgina í Genf. De Cuellar sagði árangur hafa náðst í viðræðum um fanga- skipti og hann vonaði að þetta yrði til að bijóta ísinn í viðræðum ríkjanna. „Innrásin frá Mars“ 50 ára: Vekur enn skelf- ingu meðal fólks Braga, Portúgal. Reuter. VERULEG skelfing greip um sig meðal margra íbúa í portúgölsku Olíumarkaðurinn: Saudi-Arabar auka framleiðsluna enn Abu Dhabi. Reuter. SAUDI-ARABAR settu nýtt met í olíuframleiðslu í síðustu viku októb- ermánaðar þegar þeir framleiddu 7 milljónir fata á dag. Að sögn heimiida innan olíuiðnaðarins gera þeir það til að neyða OPEC-ríkin til að sættast á nýjan framleiðslukvóta rikjanna. Meðaltalsframleiðsla Saudi- tið. Dagsframleiðsla OPEC-ríkj- anna er nú 21 milljón föt og er það tveimur milljónum fata meiri fram- leiðsla en eftirspumin er. Að sögn heimildarmanna er af- staða Irana meginástæða þess að ekki hefur tekist samkomulag um framleiðslukvóta OPEC-ríkjanna. íranir eru mótfallnir því að írökum verði úthlutaður sami framleiðsluk- vóti og þeir sjálfir hafa. Að sögn heimildarmanna er greinilegt að Saudi-Arabar hafa aukið framleiðslu sína áður en fund- ur olíumálaráðherra OPEC-ríkj- anna verður haldinn í Vín 21. nóv- ember næstkomandi. Araba í októbermánuði er 5.55 milljónir fata á dag í samanburði við 4.9 milljónir fata sem þeir fram- leiddu í september. Framleiðslu- kvóti OPEC-ríkjanna er 4.343 millj- ónir fata á dag. Talið er að verðfall á olíu komi síst niður á Saudi-Arabíu en nokkur OPEC-ríkjanna eiga í miklum fjár- hagsörðugleikum í kjölfar verðfalls- ins undanfarin ár. Hráolíufat frá Miðausturlöndum seldist í gær í London á 10,50 dali en verð það sem OPEC-ríkin hafa komið sér saman um er 17,42 dalir fyrir fa- borginni Braga um síðustu helgi þegar útvarpsstöðin þar flutti hið fiæga leikrit „Innrásina frá Mars“ eftir Orson Welles. Héldu margir, að Marsbúar væri í raun og veru komnir til jarðarinnar. Á sunnudag var þess minnst í útvarpsstöðvum víða um lönd, að þá var hálf öld liðin frá frumflutn- ingi leikritsins í Bandaríkjunum en þar olli það mikilli skelfingu. Þegar verkið var leikið í útvarpsstöðinni í Braga var það staðfært þannig, að Marsbúamir lentu í nágranna- bænum Vila Verde. „Fólk hringdi í ofboði til útvarps- stöðvarinnar, lögreglunnar og slökkviliðsins til að fá sannar frétt- ir af þessu en aðrir flýðu strax til Oporto," sagði talsmaður lögregl- unnar. I Danmörku var leikritið einnig flutt og þar bar einnig nokkuð á því að fólk tæki það of alvarlega og var mikið hringt til útvarpsins. ERLENT Bretland: Italir kaupa Super Channel Lundúnum. Reuter. ÍTALSKT fyrirtæki hefiir keypt 53 prósent hlutabréfa evrópska gervihnattasjónvarpsins Super Chanael af breskum auglýsinga- sjónvarpsstöðvum, að því er greint var frá í gær. ítalska tónlistarsjónvarpið Videomusic og breska fyrirtækið Virgin Group Plc, sem á 45 prósent hlutabréfa Super Channel, eru nú stærstu hluthafar gervihnattasjón- varpsins. Super Channel er afþreyingar- sjónvarp með um 14 milljónir áskrifenda frá 15 löndum. Haft hefur verið eftir einum stjórnenda sjónvarpsins að það hafi tapað 60 milljónum punda (um 4,9 milljörð- um ísl. kr.) á síðustu þremur árum. FYRSTA FLOKKS BANKAÁBYRGÐIR Áhættufé - Fasteignaviðskipti - Fjármögnun viðskipta - Bankaábyrgðir og aðstoð við ábyrgðir vegna hvers kyns framkvæmdaáætlana. Engin umboðslaun fyrr en fé erfengið. Miðlarar eru verndaðir. UMBOÐSMANN þarf til að skapa tengsl fyrir okkur til að framkvæma fjár- mögnun. . Vinsamlegast skrifið til okkar á ensku. VENTURE CAPITAL CONSULTANTS Investment Bankers 16311 Ventura Blvd., Suite 999, Encino, California 91436, U.S.A. Telex:651 355Vencap LSA Fax nr.: (818) 905-1698 Sími: (818) 789-0422 Niður með hita- kostnaðinn OFNHITASTILLAR = HEÐINN = VÉLAVERSLUN, SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER TELEFAX Þegar tíminn er peningar Heimilistæki hf Stendhal Snyrtivörukynning dagana 3., 4. og 5. nóvember Verslunin Amaró, Akureyri. Pera dagsins í dag DULUX EL 80% orkusparnaður dæmi: OSRAM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.