Morgunblaðið - 02.11.1988, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.11.1988, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1988 41 Landsfundur um slysavarnir: Kostnaður vegna slysa á síðasta ári er um tíu milljarðar króna - segir Brynjólf- ur Mogensen bæklunarlæknir HEILDARKOSTNAÐUR vegna siysa varð á síðásta ári um tiu milljarðar króna. Þetta kom fram í máli Brvnjólfs Mogensen bækl- unarlæknis á landsfundi um slysa- varnir, sem landlæknisembættið, lögreglan í Reykjavík og Samband íslenskra tryggingafélaga héldu á föstudaginn. Þetta er §órði landsfundurinn um slysavamir sem þessir aðilar standa að. Ólafur Ólafsson landlæknir setti fundinn og síðan ávörpuðu þeir Hall- dór Asgrímsson dómsmálaráðherra og Guðmundur Bjarnason heilbrigð- isráðherra sanlkomuna. Fimmtán erindi voru flutt á lands- fundinum og var í þeim fjallað um tíðni slysa og aðgerðir til vamar þeim. Til dæmis gerðu læknar víðs vegar að af landinu grein fyrir slys- um í umdæmum sínum og kynntu fyrirbyggjandi aðgerðir. Þórður G. Ólafsson heilsugæslulæknir sagði til dæmis frá viðleitni sinni á Egilsstöð- um til að vinna gegn slysum á ung- bömum og eldri borgurum með leið- beiningablöðum. Sagði hann að þama væri um að ræða einföld, stutt minnisatriði, sem fólk kannaðist við, en sjálfsagt væri að minna á. Bæta þarf stofnbrautakerfíð í Reykjavík Haraldur Blöndal, formaður um- ferðamefndar Reykjavíkur, kynnti slysavamaraðgerðir í borginni. Sagði hann þær einkum hafa beinst gegn Morgunblaðið/Þorkell Frá landsfundi um slysavarnir. Fremst sitja þeir Ólafur Ólafsson landlæknir og Ólafur B. Thors, sem gegndi embætti fundarstjóra. umferðarhraða í íbúðarhverfum. Víða hefðu hraðahindranir verið sett- ar upp að ósk íbúanna, og þessar aðgerðir hefðu skilað töluverðum árangri. Haraldur benti hins vegar á, að einungis 25% slysa í Reykjavík ættu sér stað í íbúðarhverfum og því þyrfti að leggja áherslu á að bæta stofnbrautakerfið í borginni, enda væri það að bresta. Það væri brýnt verkefni og vel til þess fallið að draga úr slysahættu. Hann sagði að lokum, að því væri nauðsynlegt að hefja lagningu Fossvogsbrautar hið fyrsta. Börn eru ekki litlir fullorðnir Margrét Sæmundsdóttir forskóla- fulltrúi flallaði um forskólaböm í umferðinni. Hún benti á, að sjón þeirra og heym hefði ekki náð full- komnum þroska og ekki væri hægt að líta á þau sem litla fullorðna. Hún sagði að of hraður akstur væri al- gengasti slysavaldurinn í umferðinni og aðgerðir borgarinnar í þeim efn- um hefðu borið nokkum árangur. Kristín Pálsdóttir hjúkmnarfræð- ingur fjallaði um slys í skólum og byggði hún á niðurstöðum kannana í Hafnarfirði þar að lútandi. í máli hennar kom fram, að flest slys í skólum verða á skólalóðinni, í leik- fímiskennslunni og á göngum skól- ans. Kristín sagði ennfremur, að hlutfallslega væri aldurshópurinn 11 til 14 ára í mestri slysahættu. Slysin kosta 10 milljarða Brynjólfur Mogensen, bæklunar- læknir, ræddi meðal annars um þann gífurlega kostnað, sem slysunum fylgir. Hann komst að þeirri niður- stöðu, að á síðasta ári hefðu um 60 þúsund manns slasast hér á landi. Slysabætur og eignatjón hefði verið á bilinu 5 til 7,5 milljarðar króna og sjúkrahúskostnaður um fímm millj- arðar. Áætlaður heildarkostnaður vegna slysa væri því um 10 milljarð- ar. Biynjólfur benti á, að forvamir hefðu farið úrskeiðis hér á landi og engu fjármagni væri varið til slysa- rannsókna. Nauðsynlegt væri að gera þar bragarbót á, og nefndi hann að bæta yrði skráningu slysa til að unnt væri að átta sig á vandanum. Forvarnarstarf lögreglunnar Ómar S.nári Ármannsson, aðstoð- aryfírlögregluþjónn, ræddi í erindi sínu á landsfundinum um forvamar- starf. Nefndi hann að innan lögregl- unnar hefði verið stofnuð forvamar- deild, sem ætti meðal annars að sinna umferðarslysavömum. Hann benti á ýmis atriði, sem hann sagði minnka líkur á umferðarslysum, t.d. sam- ræmda skráningu slysa, hækkun ökuleyfísaldurs í 18 ár, endurskoðun viðurlagakerfisins og endurbætur á umferðarfræðslu og ökukennslu. Þegar framsögumenn á lands- fundinum höfðu lokið ræðum sínum var efnt til almennra umræðna, sem einkum snerust um samstarf heil- brigðisstarfsfólks, lögreglu, Umferð- arráðs og tryggingarfélaganna um aðgerðir gegn slysum. Tóku fjöl- margir til máls og lögðu menn áherslu á að koma þyrfti á sam- ræmdri skráningu slysa, og sagði Ólafur Ólafsson landlæknir á að það væri ekkert mál. Einnig var bent á, að meira fjármagn þyrfti til slysar- annsókna, og skoraði Brynjólfur Mogensen á tryggingarfélögin að veija árlega til þeirra einum þúsund- asta af þeirri upphæð, sem færi i bætur vegna slysa og eignatjóns. Að umræðum loknum hélt Böðvar Bragason ávarp. Lagði hann áherslu á nauðsyn aukinnar umferðarfræðslu og að bæta þyrfti ökukennsluna. Mælti hann að lokum með þvi, að haldinn yrði skrá yfír ökuferil manna og þannig hægt að fylgjast með brot- um þeirra og mistökum í umferðinni. FOTUM TRODID TEPPI Slitþolin gólfteppi á stigahús og stofnanir í úrvali sem eng- inn annar getur státað af. Fyrirliggjandi eru 30 litir og mynstur auk rúmlega 900 valmöguleika sem hægt er að afgreiða með stuttum fyrirvara. Gerum föst verðtilboð án skuldbindinga þar sem allt er innifalið. Við mætum á staðinn, lánum sýnishorn og gefum ráðleggingar um efn- is- og litaval, endingu og þrif. SENDUM SÝNISHORN. Teppaland Grensásvegi 13,105 Rvík, símar 83577 og 83430 e TOSHIBA örbylgjuofninn getur stórlækkað matarreikninginn 0 e ER 5720 örbylgjuofninn hentar litlum fjölskyldum §9 orkustillingar Tölvustýrður Einfaldur í notkun, snertitakkar <J> Hraðþýðing fyrir smáskammta (auto defrost) tEinnar sekúndu nákvæmni 99 mínútna, 99 sekúndna stilling SKIukka Glersnúningsdiskur e Örbylgjudreifing að ofan íslensk handbók með 50 ísl. upp- skriftum fylgir 4> Hússtjórnarkennari, Dröfn H. Farestveit, býður þér að sækja kvöldnámskeið í matreiðslu í ofn- inum án endurgjalds Aðeins 10 eigendur á hverju námskeiði Síslensk námskeiðsgjöld fylgja Meira en 10 gerðir ofna TOSHIBA-STÆRSTIR í FRAMLEIÐSLU ÖRBYLGJUOFNA Verð kr. 25.900,- Verð kr. 24.600,- stgr. Einar Farestveit&Co.hf. BORGARTUN 28, SÍMAR: (91) 16995 OG 622900 - NffiG BÍLASTÆÐ)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.