Morgunblaðið - 22.11.1988, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1988
Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson
Reynir GK kominn til Þorlákshafiiar með áhöfii Áskels. Gunnar Sæþórsson vélstjóri klifrar upp á
bryggjuna.
Selvogsgrunn:
Mannbjörger eldur
kom upp í Askeli ÞH
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Slökklviliðsmenn fara um borð í Lóðsinn í Vestmannaeyjum.
Þorlákshöfn.
Mannbjörg varð er mikill eld-
ur kom upp í vélbátnum Áskeli
ÞH 48 laust fyrir klukkan fimm
aðfaranótt mánudags þar sem
hann var að veiðum á Selvogs-
grunni um 30 sjómílur suðaust-
ur af Þorlákshöfii. Skipverjun-
um Qórum var bjargað um borð
i nálæga báta og farið með þá
til Þorlákshafiiar. Báturinn
sjálfiir var dreginn til Vest-
mannaeyja en hann er mjög
mikið skemmdur, jafiivel ónýt-
ur.
Stokksey ÁR kom fyrst að skip-
inu, tók það í tog og sigldi áleiðis
til Þorlákshafnar. Skipveijamir
urðu fljótlega að yfirgefa brenn-
andi bátinn og fóm í gúmbát. Var
þeim bjargað um borð í vélbátinn
Reyni GK. Síðar var ákveðið að
draga bátinn til Vestmannaeyja
en áhöfnin fór með með Reyni til
Þorlákshafnar. Þangað komu þeir
á tólfta tímanum í gær.
Guðgeir Helgason skipstjóri á
Rejmi sagði að það hefði verið
laust fyrir klukkan fimm að beiðni
barst frá Áskeli um aðstoð þar
sem eldur væri laus í skipinu.
„Við vomm staddir um þrettán
mflur frá þeim. Þegar við komum
að var mikill eldur laus og menn-
imir enn um borð en Stokksey
kominn með bátinn í tog. Það er
erfitt að segja í hversu mikilli
hættu þeir vom en hitinn f vélar-
rúminu þar sem eldurinn kom upp
var orðinn það mikill að olían
streymdi upp um yfirfallsrörin
þannig að sprengihætta var mik-
il. Þetta gekk allt mjög vel enda
rennisléttur sjór", sagði Guðgeir.
Lóðsinn frá Vestmannaeyjum var
mættur á staðinn á níunda tíman-
um í gærmorgun með slökkviliðs-
menn um borð. Þeim tókst að
slökkva eldinn um ellefuleytið.
Áskell ÞH 48 er 73 tonna eikar-
bátur í eigu Gjögurvíkur hf. í
Grindavík. Skipstjóri er Fióvent
Jóhannsson, Gunnar Sæþórsson
1. vélstjóris, Bragi Guðjónsson
stýrimaður og Jón Halldór Braga-
son vélavörður. Áskell hafði vérið
á fiskitrolli í þijá sólarhringa er
eldurinn kom upp. Um upptök
eldsins er ekkert vitað annað en
það að hann kom upp í vélarrúm-
inu, Gunnar vélstjóri reyndi að
fara niður en hann sá ekki handa
sinna skil og varð frá að hverfa.
Engin slys urðu á mönnum önnur
en þau að vélstjórinn meiddist á
hendi er hann reyndi að komast
niður í vélarrúmið.
J.H.S.
Drukknandi manni
bjargað úr bifreið
MAÐUR um fimmtugt liggur þungt haldinn á
sjúkrahúsi í Reykjavík eftir umferðarslys í Mos-
fellssveit á sunnudag. Bifreið, sem hann ók, fór
út af veginum og lenti á hvolfi í Köldukvísl, en
vegfarendum tókst að losa hann úr flakinu.
Slysið varð skömmu fyrir kl. 11 á sunnudagsmorg-
un. Maðurinn var ásamt öðrum manni á austurleið
í fólksbifreið og var mjög mikil hálka á veginum.
Við brúna yfir Köldukvísl missti hann vald á bifreið-
inni, með þeim afleiðingum að hún kastaðist út af
veginum og lenti á hvolfí út í ánni, eftir 6-7 metra
fall. Farþeganum tókst að komast út úr bifreiðinni
og upp á veg, þar sem hann stöðvaði umferð. Tveir
menn, sem komu að slysstaðnum, fóru niður að bif-
reiðinni og reyndu að losa ökumanninn úr flakinu.
Það gekk erfíðlega, þar sem hann var fastur í örygg-
isbeltinu og þeir þurftu að athafna sig á kafi í vatn-
inu. Eftir nokkra stund tókst þeim þó að losa hann.
Þeir gerðu á honum lífgunartilraunir, sem báru
árangur og var hann síðan fluttur á sjúkrahús, þar
sem hann liggur nú þungt haldinn.
Morgunblaðið/lngvar Guðmundsson
Bifreiðin kastaðist 6-7 metra firam af brúnni.
Jón Sigurðsson:
Gagn að upplýs-
ingum frá OECD
JÓN Sigurðsson viðskiptaráð-
herra segir að þótt aðal vandamál-
ið við OECD-skýrsluna, sem birt
var í síðustu viku, sé að hún byggi
ASÍ-þing:
Ovissa um
formennsku
ÞING Alþýðusambands íslands,
hið 36. í röðinni, var sett í íþrótta-
húsinu í Digranesi í Kópavogi í
gær. Ásmundur Stefánsson flutti
skýrslu forseta, en hann sagði
ekki af eða á hvort hann myndi
bjóða sig aftur fram til forseta
ASÍ. Kjör forseta og varaforseta
fer fram á morgun, miðvikudag.
Eftir skýrslu forseta var kjörið í
nefndir og síðan fór fram fyrsta
umræða um lagabreytingar. Eftir
kvöldmat voru fyrsta umræða um
öryggi og félagslega þjónustu og
fjárhagsáætlun Alþýðusambandsins
á dagskrá.
Alls var kosið í tólf nefndir, en í
kjömefnd, sem er eina nefndin sem
vinnur fyrir lokuðum dyrum, voru
eftirtaldir kosnir: Benedikt Davíðs-
son, Trésmíðafélagi Reykjavíkur,
Þórður Ólafsson, Boðanum í Þor-
lákshöfn, Magnús L. Sveinsson, VR,
Sigrún B. Elíasdóttir, Verkalýðs-
félagi Borgamess, Þorbjörg Samú-
elsdóttir, Framtíðinni í Hafnarfírði,
Guðmundur Hilmarsson, Félagi bif-
vélavirkja, Magnús Geirsson, Félagi
rafvirkja, Ragna Bergmann, Fram-
sókn, og Sigurður Óskarsson,
Rangæingi.
Sjá ennfremur á blaðsíðu 34.
Þakkargjörð-
arhátíð lækk-
ar verð á ýsu
ÝSUVERÐ á fiskmörkuðunum
lækkaði í gær vegna Þakkar-
gjörðarhátíðarinnar i Banda-
ríkjunum nk. fimmtudag.
Bandaríkjamenn borða kalkún á
Þakkargjörðarhátíðinni og því fer
lítið af ýsu með flugi vestur þessa
dagana. Meðalverðið var 50—60 kr.
í síðustu viku en fór niður í rúmar
40 kr. í gær og á einum markaðinum
niður í 23 kr.
á nokkurra mánaða gömlum upp-
lýsingum séu þær engu að síður
gagnlegar. Hann er ekki sammála
þeirri hörðu gagnrýni sem
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra hefur látið frá sér
fara um þessa skýrslu. Hann seg-
ir að hann telji ekki rétt að lýsa
skýrslunni sem svo að þar sé að
finna einhliða skoðanir eða trúar-
brögð um ákveðnar stefiiur í
efnahags- og stjórnmálum.
„í þessum skýrslum OECD hafa
oft komið gagnlegar ábendingar
þótt ekki sé þar með sagt að ég sé
sammála öllu sem þar hefur verið
að fínna," segir Jón Sigurðsson. „Ég
sé hinsvegar ekki betur en að í þess-
ari skýrslu sé að fínna skilning á
þeim efnahagsráðstöfunum sem við
höfum þurft að grípa til. Það er oft
gagnlegt að fá fram álit og skoðan-
ir annarra á því sem við erum að
gera.“
OECD-skýrslan barst íslenskum
stjómvöldum í hendur í síðustu viku
og sem fyrr segir hefur Steingrímur
Hermannsson gagnrýnt hana harð-
lega. Hann hefur m.a. sagt um
skýrsluna að í henni sé aðeins að
fínna „þýðingar á tillögum og skýrsl-
um sem eru ritaðar í kerfinu hér
heima af mönnum sem fylgja allt
annarri stefnu á þessu sviði en ríkis-
stjómin hefur".
Eimskip
kaupir í
Skeljungi
EIMSKIP hf. keypti nýlega
hlutabréf í Skeljungi hf. og
á nú um 5% af hlutafé fýrir-
tækisins en átti um 3% af því
fyrir kaupin, að sögn Harðar
Sigurgestssonar forstjóra
Eimskips hf.
„Tilgangurinn með þessum
kaupum er fjárfesting í traustu
fyrirtæki," sagði Hörður í sam-
tali við Morgunblaðið. Hann
vildi ekki segja af hveijum Eim-
skip hefði keypt hlutabréfín,
né fyrir hvaða verð.
Sjómenn og Gæzla
deila um mæling-
ar á möskvastærð
VERULEGUR ágreiningur er nú
milli Landhelgisgæzlunnar ann-
ars vegar og sjómanna og út-
gerðarmanna hins vegar vegna
aðferða við mælingu á möskvum.
Tveir togaraskipstjórar eiga yfir
höfði sér málssókn fyrir að vera
með of smáan möskva í veiðar-
færum sínum samkvæmt mæl-
ingum Gæzlunnar, en samkvæmt
mælingum framleiðenda ne-
tanna, Hampiðjunnar, standast
möskvarnir mál. Báðir höfiiuðu
dómssátt. Þórarni Guðmunds-
syni, skipstjóra á Skipaskaga AK,
hefúr verið birt ákæra fyrir að
vera með 151,05 millmetra
möskva að meðaltali í poka í stað
155 millimetra samkvæmt mæl-
ingum Gæzlunnar. Hann segist
þrumu lostinn yfir þessum að-
ferðum. Það sé rosalegt að vegna
mismunandi mælinga, sé ekk>
lengur hægt að treysta veiðaT'
færunum.
Mælingar stangast á
l
Menn frá Gæzlunni fóru um boijð
í Skipaskaga síðdegis á föstudag
og komust að þeirri niðurstöðu að
möskvi í pokanum væri of smár og
var skipinu vísað til hafnar á
ísafírði. Á laugardag komu menn
frá Hampiðjunni vestur og mældu
sama poka, sem nú er í gæzlu yfir-
valda á staðnum. Mælingar Hamp-
iðjunnar sýndu að möskvinn stæðist
mál. Skipstjóranum var boðin dómS'
sátt í málinu, sem hann hafnaði-
Gæzlan notar sérstakan danskap
mæli, sem þrýst er inn í möskvann
með 5 kílóa þrýstingi, en netagerð-
armenn og allir aðrir nota annap
mæli, sem samkvæmt reglugerð £