Morgunblaðið - 22.11.1988, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1988
SAGA OG GOÐAFRÆÐI
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
SAGA. Tímarit Sögufélags.
XXVI. 304 bls. Sögufélag.
Reykjavík, 1988.
»A undanfömum árum hafa rit-
gerðir um félagssögu skipað vax-
andi rúm í Sögu. Þær era enn fyrir-
ferðarmiklar.« Svo segir í fréttatil-
kynningu frá Sögufélagi. Til efnis
af því tagi telst meðal annars fyrsta
ritgerðin í árbók þessari, Uppeldi
og samfélag á íslandi á upplýsing-
aröld eftir Loft Guttormsson. Höf-
undur er hér með framhald fyrri
rannsókna því hann hefur áður sent
frá ser rit um uppeldi á einveldis-
öld. Ótvírætt telst líka til félagssögu
ritgerð Guðmundar Jónssonar:
Sambúð landsdrottna og leiguliða.
Yfírvöld skrifa um leiguábúð
1829-35. Efnið virðist freista sagn-
fræðinga um þessar mundir því ítar-
lega er farið ofan í sömu fræði í
ný útkominni Sögu Fróðárhrepps.
Ritgerðir um þessi efni mega því
kallast vera í takt við tímann.
Öðra máli gegnir um Róm og
Rangárþing eftir Einar Pálsson.
Ahugi á goðafræði telst varla al-
mennur mú á tímum hvað sem
verða kann í framtíðinni. Einar
hefur verið og er, að minnsta kosti
enn sem komið er, nokkuð utan við
alfaraleið. Fræðimenn hafa leitt hjá
sér kenningar hans. Ekki hafa und-
irtektir lærðra þó valdið því að Ein-
ar hætti að boða sína speki, öðra
nær. Hann hefur samið bækur og
flutt fyrirlestra 1 útvarpi og yfir-
höfuð kynnt málstað sinn svo ræki-
iega að almenningur veit býsna
mikið um hvað kenningar hans snú-
ast, eða telur sig að minnsta kosti
vita það. En úr því að doktorar og
spekingar treystast hvorki til að
mæla með né móti — er þá furða
þótt venjulegur lesandi velti vöng-
um yfír vísdómnum og spyiji: Er
þetta þráhyggja í manninum? Eða
hefur skilningslykillinn að öllum
okkar fornu bókmenntum og átrún-
aði loks komið í leitimar? Hvergi
ætla ég mér þá dul að ég telji mig
dómbæran um svo viðurhlutamikið
efni. En skemmtilega gerir Einar
grein fyrir þessum hugðarefnum
sínum. Ef til vill hefur hann á réttu
að standa, í það minnsta í sumum
greinum? Hver veit? Eitt er alltént
vfst: Ekki tjóir að leggja mæli-
kvarða samtímans á hugmyndir
þeirra sem lifðu fyrir þúsund áram.
Þvert á móti verður að leitast við
að setja sig í spor þeirra sem þá
lifðu, svo auðvelt sem það nú virð-
ist vera eða hitt þó heldur! En það
sýnist mér Einar eigi að síður reyna
að gera. En sú er einatt árátta
þeirra sem beijast fyrir nýjum sann-
leika að þeir vilja láta hann taka
til allra hugsanlegra hluta, skýra
með honum hvaðeina sem útskýrt
verður. Varla er Einar Pálsson und-
antekning að því leytinu.
Fróðlegt þykir mér líka erindi
sem Olav Riste flutti hér á sagn-
fræðingaþingi: ísland og stefna
norskra stjómvalda á stríðsárunum
1940-45. Riste ræðir fyrst um van-
þekkingu Norðurlandabúa á ís-
landssögu og telur að hana megi
»trúlega öðra fremur rekja til þess
hlutskiptis, sem fámenn málsam-
félög hreppa.« Þrennt sýnist mér
öðra fremur athyglisvert í máli Rist-
es: í fyrsta lagi virðast Norðmenn
hafa verið vissir um það, nánast frá
upphafi styijaldar, að stríðið mundi
að lokum vinnast. í öðra lagi hefur
þeim vaxið svo sjálfstraust með eld-
móði sínum og baráttuvilja í styrj-
öldinni að þeir hafa t.d. talið að
þeim bæri að hafa forsjá fyrir Fær-
eyingum — og að sumu leyti líka
íslendingum — að stríði loknu.
Fír inn á lang
flest .
heimili landsms!
Einar Pálsson
Þannig kæmu þeir í stað Dana sem
forystuþjóð Norðurlanda. Ástæðan
var eflaust sú að Danir þóttu linir
í mótspyrnunni við Þjóðveija. Norð-
menn léku hetjuhlutverkið. í þriðja
lagi er sýnt að Norðmenn hafa þeg-
ar um þessar mundir verið teknir
að leggja línurnar fyrir Norður-
Atlantshafsbandalaginu. Tryggve
Lie átti öðrum fremur þátt í að
koma því á laggimar. Þannig urðu
Norðmenn í raun fyrstir til að móta
ákveðna »Atlantshafsstefnu«, þá
sem síðan hefur verið fylgt í öllum
meginatriðum.
Meðal annars efnis sem mér þyk-
ir forvitnilegt í þessari Sögu er
hugleiðing Siguijóns Páls ísaksson-
ar, Af taugreftum sal Hávamála.
En þar er rýnt í sögu fomrar húsa-
gerðar í leit að orðaskýringu í Háva-
málum. Þess háttar samþætting
málfræði og söguskýringar er frem-
ur sjaldgæf, orkar líka stundum
tvímælis. En í þessu dæmi sýnist
mér hún eiga prýðilega við.
Umsagnir um bækur era þama
margar. Og sumar langar. Margt
er þar fróðlegt, en sumt líka miður
fróðlegt. Því ekki er allt fræðilegt
sem fræðingar segja. Og ekki era
sagnfræðingar heldur yfír það hafn-
ir að láta persónulegar skoðanir og
tilfínningar hafa áhrif á afstöðu
sína til manna og málefna. Allt um
það er Saga gagnmerkt rit og
ómissandi hveijum þeim sem áhuga
hefur á sagnfræði og söguritun.
Mjóstræti - einbýii
Höfum í einkasölu lítið ca 60 fm steypt einbýli. Þarfn.
stands. Góð staðsetn. Verð 3,0 millj.
Gimli fasteignasala,
sími 25099.
Ibúð í Heimum óskast
- staðgreiðsla
Óskum eftir 3ja herb. íb. í lyftublokk við Ljósheima eða
Sólheima. Staðgreiðsla í boði. (Greiðist við undirritun
kaupsamn.).
EIGNAMIÐ1U1\II\
2 77 11
ÞINGHOLTSSTRÆTI 3
Sverrir Kristinsson, sölustjóri - Þorleifur Guðmundsson, sölum.
Þórólfur Halldórsson, lögfr.—Unnsteinn Beck, hrl., sími 12320
21150-21370
LARUS Þ. VALDIMARSSOIM sölustjori
LÁRUS BJARNASON HDL. L0GG. FASTEIGNASALI
Tll sýnis og sölu meðal annarra eigna:
Ágæt íbúð við Laugarnesveg
2ja herb. ibúð á 2. hæð 62,3 fm nettó. Úrvalsgóð innr. Rúmgóðar
svalir. Ápæt sameign. Danfoss-kerfi. Góð geymsla í kjallara. Vinsæll
staöur. Utsýni. Sanngjarnt verð.
Við Miðvang - frábært útsýni
Stór og góð 2ja herb. íbúð ó 2. hæð i 3ja hæða blokk. Sérhiti. Mikil
og góö sameign. Sórþvottahús.
Á hornlóð við Aragötu
Aðalhæð 160 fm nettó i tvfbhúsl meö um 70 fm húsnæði í kjallara.
Góður bílskúr. Úrvalsstaður rétt við Háskólann. Greiðslukjör óvenju
hagstæð.
Fjársterkir kaupendur óska eftir:
3ja-4ra herb. íb. í Hafnarfirði eða Garöabæ. Má þarfnast endurbóta.
Einbýlishús í Árbæjarhverfi eða nágr. Eignaskipti möguleg.
Einbýlishús um 200 fm í borginni eða nágrenni.
2ja herb. ib. helst í Árbæjarhverfi eða nágr. Gegn staögreiðslu.
Einbýlishús ekki stórt í borginni eða nágr. með stórri lóð.
4ra-5 herb. íb. á jarðhæð fyrir fatlaöan.
3ja-4ra herb. hæð í borginni eöa Kópavogi með sérinng.
Margskonar eignaskipti. Margir bjóða útborgun fyrir rótta eign.
Til sölu viö Lynghaga
4ra herb. sérhæð í þríbýlis-
hús. Sérhiti. Sérinng. Laus.
AIMENNA
fasieighasmTw
LAUGAvÉgM^ÍMAR,2ÍÍ5^^Í370
GIMLI GIMLI
Þorsgata 26 2 hæd Simi 25099 pp Þorsgata 26 2 hæð Sirni 25099 j.j .
SELJENDUR!
VANTAR EIGNIR
Vegna mikillar eftirspurnar og sölu undanfarið vantar okkur
sérstaklega eignir með háum húsnæðislánum áhv. Einnig
góð einbýli og raðhús í Rvík, Kóp. og Hafnarf. Mjög fjársterk-
ir aðilar.
Árai Stefáns. viðskfr.
Bárður Tryggvason
Elfar Olason
Hauknr Sigurðarson
Magnea Svavarsdóttir.
Raðhús og einbýli
LANGHOLTSVEGUR
Ca 216 fm raðh. með innb. bílsk. 4 svefn-
herb. Blómask. Fallegur ræktaður garður.
Skipti mögul. á minni eign. Verð 8,5 millj.
GRJÓTASEL
7[t—| nimuimi TllililniiiiiilHllllll llllllllllllifTiilllllll
| ŒD m LM
RAUÐAGERÐI
Stórglæsil. 150 fm neðri hæð ( nýl. tvlb.
Sérsmíöafiar innr. Áhv. 2,2 millj. hagst.
lán. Verö 7,6 millj.
4ra herb. íbúðir
HJALLABRAUT - HF.
Glæsil. 121 fm (nettó) íb. á 4. hæö. Mjög
vandaðar innr. Sérþvottah. Stórglæsíl.
útsýni. Mjög ákv. sala.
FLÚÐASEL
Falleg 105 fm (nettó) íb. á 3. hæö ásamt
stæði í bílskýli. Verð 5,5 millj.
STÓRAGERÐI - LAUS
Falleg 4ra herb. íb.á 4. hæö ásamt góöum
bflsk. Laus strax.
DVERGABAKKI
Góð 4ra herb. ib. á 3. hæð ásamt
18 tm herb. i kj. Laus eftir ca 3
mán. Verfi 4860 þúa.
Nýl. 270 fm einb. ásamt 60 fm fokh. viö-
byggingu sem útbúa mætti sérib. Tvöf.
innb. bílsk. Húsiö er mikiö til frég. Fal-
legur garður. Mjög ákv. sala. Verð 11-12
millj.
KJARRMÓAR - RAÐH.
Glæsil. ca 90 fm raðh. m. bflskréttl. Vand-
aðar innr. Suðurgarður. Áhv. ca 2,3 millj.
hagst. lán. Ákv. sala.
VESTURBERG
Fallegt 200 fm raöh. á fallegum útsýnis-
staö ásamt 40 fm bflsk. Ræktaður garö-
ur. Verö 9,0 millj.
KJALARNES
Ca 125 fm einbhús ásamt 40 fm bflsk. 4
svefnherb. Sjávarlóð. Verö 6,5 millj.
HÁLSASEL
Fallegt 186,4 fm raðhús á tveimur hæðum
með innb. bílsk. 5 svefnherb. Parket.
Skipti mögul. á 3ja-5 herb. Ib. Mögul. er
aö yfirtaka hagst. lán frá 1,7-5 millj.
STEKKJARHVAMMUR
- HAFNARFIRÐI
Nýtt glæsil. ca 170 fm raðh. á tveimur
hæöum. 30 fm bflsk. Húsiö er fullfrág. Skipti
mögul. á 2ja-3ja herb. Ib. Verö 8,5 millj.
NESVEGUR
Ca 100 fm steypt einb. á tveimur hæðum.
Laust strax. Lyklar á skrifst. Verö: Tllboö.
I smíðum
DVERGHAMRAR
- PLATA
Til sölu nú þegar plata aö ca 130 fm einb.
og 25 fm bflsk. Frábær staösetn. Allar
teikn. fyigja. Afh. strax. Akv. sala.
GRAFARVOGUR - EINB.
Ca 140 fm nýtt fallegt einbhús á einni
hæð ásamt 24 fm bflsk. Plata u. 10 fm
garöst. fylgir. Afh. frág. aö utan, fokh. aö
innan. 4 svefnherb. Verö 5,8 millj.
HLÍÐARHJALLI - NÝTT
Til sölu glæsilegt tvfbhús á besta stað í
Suöurhliöum Kóp. HúsiÖ skiptist í 145 fm
sérhæö ásamt 28 fm bflsk. sem er meö
28 fm kj. undir. Einnig 72 fm íb. á neöri
hæö. íb. afh. í fokh. ástandi. Verö 145
fm fb. 4,6 millj. Verö 72 fm ib. 2,6 millj.
Traustur byggaðili. Teikn. á skrifst.
VESTURBÆR - KÓP.
Glæsil. ca 200 fm parh. (vesturendi)
ásamt 30 fm bflsk. Afh. frág. utan, tilb.
u. trév. innan. Stendur á sjávaríóð. Fráb.
útsýni. Teikn. á skrifst. Til afh. strax. Lykl-
ar á skrifst. Einnig er til sölu austurendi
I sama parhúsi. Afh. fullfrág. utan, fokh.
innan.
5-7 herb. íbúðir
HAFNARFJÖRÐUR
Falleg ca 140 fm efri sérh. ásamt 27 fm
bflsk. á faliegum staö I hjarta bæjarins.
Góðar innr. Parket. Stórar suðursv.
SKÓGARÁS
Ný 140 fm 5-6 harb. íb., hæö og ria
í glæsil. fjölbhúsi. Ahv. ca 1200 þús
frá veðd. Mjög ákv. sala.
SEUAHVERFI
Falleg 4ra herb. ib. Vandaðar innr.
Sérþvhús. Ákv. sala.
NESVEGUR
Falleg 102,5 fm nettó rish. meö sórinng.
Stórar suðursv. Manngengt geymsluris.
Miklir mögul. VerÖ 5,3-5,4 millj.
LUNDARBREKKA
Glæsil. 115 fm Ib. á 3. hæö. 3 rúmg. svefn-
herb. Suðursv. Vandað eldh. Þvottahús á
hæð. Ákv. sala. Laus I des. Verð 6,6 mlllj.
AUSTURBÆR - KÓP.
Falleg ca 100 f m neöri sérh. í tvíb. 3 svefn-
herb. Parket. Laus fljótl. Verð 5,3 mlllj.
ÓÐINSGATA
Góö 4ra-5 herb. íb. á tveimur hæöum.
Sérinng. Verö 4,6 millj.
ASPARFELL
Falleg 5 herb. íb. á 5. hæö ( lyftuhúsi.
Mögul. á 4 svefnherb. Parket. Gervi-
hnattasjónvarp. Verö 5,5 millj.
3ja herb. íbúðir
VANTAR 3JA-4RA HERB.
ÚTBORGUÐ Á ÁRINU
Höfum veriö beönir um að útvega fyrir
fólk sem er aö minnka við síg, góöa 3ja-
4ra herb. íb. helst í Kóp. Allt annaö kæmi
til greina.
VESTURBÆR
NÝTT HÚSNMÁLALÁN
Glæsil. ca 90 fm (nettó) ib. á jaröh. í glæsi-
legu þribhúsi. Húsinu veröur skilaö fullb.
að utan, tilb. u. tróv. að innan. Frág. sam-
eign. Áhv. nýtt lán frá húsnstjóm. 3,4
millj. Útb. ca 2,0 millj.
HJARÐARHAGI
Glæsil. 3ja herb. íb. á jaröhæð. Nýl. park-
et. Endurn. rafmagn. Verð 4,3 millj.
FROSTAFOLD
Stórglæsil. 3ja-4ra herb. nýfullb. ib. I
óvenju glæsil. lyftuh. Vandaðar innr. Park-
et. Gervihnattasjónv. Húsvöröur. Áhv.
nýtt lán frá veöd. ca 3,4 millj.
MIÐLEITI
Ný, falleg ca 103 fm íb. í lyftuh. ásamt
stæöi í bflhýsi. Vönduö eign. Ákv. sala.
NJÁLSGATA
Glæsil. risíb. Vandaöar innr. Hagst. áhv.
lán. Ákv. sala. Verö 3,9 mlllj.
TÝSGATA
Falleg 3ja herb. íb.á 1. hæö I góöu steinh.
Mikið endurn. Verð 3,7 mlllj.
KRUMMAHÓLAR
Falleg 3ja herb. íb. á 3. hæö. Nýtt eld-
hús. Suöursv. Verö 4,2 mlllj.
ENGIHJALLI - TVÆR ÍB.
Gultfalleg og rúmg. 3ja herb. íb. á 2. og
7. hæö. Vandaöar innr. VerÖ 4,5 millj.
GRETTISGATA
Falleg 82 fm (b. á 2. hæö. Nýl. parket og
skápar. Verö 3,8 mlllj.
2ja herb. íbúðir
MIÐVANGUR HF.
Glæsil. 70 fm (b. 2ja-3ja herb. 6 6. hæð
I lyftuh. Verð 3,6-3,8 millj.
HRÍSMÓAR - BÍLSK.
Glœsil. 76 fm (nettó) Ib. á 3. hœð.
Glæsil. innr. Fráb. útsýni. Áhv. ca
1500 þús frá veðd. Verð 4,6 mll (j.
DRAFNARSTÍGUR
Falleg 2ja herb. risíb. ca 70 fm. Áhv. ca
1200 þús. hagst. lán. Laus fljótl.
HÁALEITISBRAUT
Falleg 64 fm Ib. é 1. hæð. Aust-
ursv. Rúmg. Ib. | ákv. sölu. Verft
3,6 mlllj.