Morgunblaðið - 22.11.1988, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1988
SIEMENS
VÍSINDABYLTINGIN
Hljómtækjasam-
stæða RS 260
Kraftmikill búnaður: 2x45
W hátalarar, hálfsjálfvirk-
urplötuspilari, 2x30 W
magnari, útvarp með
sjálfvirkri stöðvaleit og 15
stöðva minni, 2x5 banda
tónjafnari, tvöfalt segul-
bandstæki, fjarstýring.
Verð 33.740,-
Geislaspilari
RW730
Þægilegir snertihnappar,
Ijósstafaskjár,
15 laga minni, tengi
fyrir heyrnartól, passar
m.a. við samstæðuna
RS 260.
Verð 15.580,-
SMHH&
NORLAND
Nóatúni 4 - Sími 28300
Grensásvegi 13,105 Rvík, símar 83577 og 83430
FOTUM
TROÐIÐ
TEPPI
Slitþolin gólfteppi á stigahús og stofnanir í úrvali sem eng-
inn annar getur státað af. Fyrirliggjandi eru 30 litir og
mynstur auk rúmlega 900 valmöguleika sem hægt er að
afgreiða með stuttum fyrirvara. Gerum föst verðtilboð án
skuldbindinga þar sem allt er innifalið. Við mætum á
staðinn, lánum sýnishorn og gefum ráðleggingar um efn-
is- og litaval, endingu og þrif.
SENDUM SÝNISHORN.
Teppaland
Blaóió sem þú vaknar vió!
Bókmenntir
Guðmundur Heiðar
Frímannsson
Þorsteinn Vilhjálmsson: Heims-
mynd á hverfanda hveli II, Mál
og menning, 1987, 419 bls.
Fyrra bindi vísindasögu Þor-
steins Vilhjálmssonar lauk á því
að rit Kópernikusar kom út 1543.
Seinna bindið hefst, þar sem frá
var horfíð, og saga sljörnufræð-
innar rakin fram að því að New-
ton fúllkomnar byltingu náttúru-
vísindanna á sautjándu öld.
Síðara bindið nær því yfir mun
skemmri tíma en það fyrra, en
það réttlætist af því að hér er
sagt frá mikilvægustu atburðum
í sögu nútíma vísinda, sem hafa
mótað hugmyndir okkar fram á
þennan dag. Þetta á ekki bara
við um hugmyndir um visindi og
hvers eðlis þau séu, heldur líka
um félagslega stöðu þeirra, ef
svo má að orði komast. í þessu
bindi er greint frá mörgum mjög
ÓLAFS SAGA KETH
Bókmenntir
Sigurjón Björnsson
Guðmundur Daníelsson:
Á miðjum vegi í mannsaldur.
Ólafs saga Ketilssonar.
Tákn. Bókaútgáfa.
Reykjavík 1988. 227 bls.
Söguhetja þessarar fimmtugustu
bókar Guðmundar Daníelssonar er
kempan Ólafur Ketilsson, oftast
kenndur við Laugarvatn. En þar var
hann einn landnema og átti þar
starfsaldur sinn. Ólafur ók bifreiðum
milli Laugarvatns og Reykjavíkur og
raunar víðar í hálfa öld og rak um-
fangsmikla bílaútgerð um langt
skeið. Hann var kunnur að dugnaði,
ósérplægni og hreinskiptni. Svip-
mikill kjamakarl með vissu. í þess-
ari bók pr saga hans sögð. Guðmund-
ur hefur sinn hátt á að gera efni
sínu skil og fetar þar ekki eina slóð.
Ifyrsta kaflann skrifar Guðmundur í
fyrstu persónu og lýsir þá mann-
fólki, mannlífi og átthögum á Skeið-
um snemma á öldinni. En Skeiðamar
em sameiginlegt upprunasvæði
þeirra beggja. Síðan hverfur Guð-
mundur í skuggann um sinn og Ólaf-
ur hefur að segja sögu sína. Rekur
hann hana í nokkrum köflum, ótrufl-
aður af skrásetjara, allt frá
bemskuámm á Álfsstöðum og uns
hann er kvæntur maður, húseigandi
og ökuþór á Laugarvatni. Sögunni
heldur síðan fram með margvíslegum
tilbrigðum. Við hittum þá vinina á
Landspítalanum, þegar báðir eiga við
krankleika og vesöld að stríða. Þaðan
em greindar lýsingar, viðtöl og ræðu-
höld. Alvara og mæða svífur yfir
vötnum, en margar em einnig
spaugilegar uppákomur. Þá er hér
og að fínna mörg sendibréfa Ólafs
til vegamálastjórnar samgönguyfir-
valda og dómsstjómar, en Ólafur
sendi þeim oft hvöss skeyti og átti
í eijum við suma þeirra. Þá koma
Guðmundur Daníelsson
ritsmíðar beggja vinanna úr „Suðurl-
andi“, einkum ádrepur á vegamála-
stjóm og em áhöld um hvor þeirra
er vígreifari. Guðmundur birtir einn-
ig viðtöl sín við Ólaf úr „Suðurl-
andi“, og einn „leiðari" er hér eftir
Ólaf.
Síðustu kaflamir fjalia einkum um
baráttu Ólafs nú á seinustu ámm
við að endurheimta sérleyfí sitt sem
af honum hafði verið tekið. Og bókin
endar svo á eftirmála, sem er hugljúf
og hlý þakkar- og sáttargjörð þessa
hálfníræða baráttu- og dugnaðar-
manns.
Býsna mikla ánægju hafði ég af
því að lesa þessa bók. Hún er um
margt sérstæð. Fer vel á því svo
sérstæð sem sögupersónan er. Hún
er frábmgðin mörgum ævisögum í
því að vera laus við það „objektivit-
et“ (raunar oft aðeins á ytra borði),
sem felst í því að söguhetjan talar
allan tímann, en skrásetjarinn kemur
hvergi nærri. Þá er líkt og sagan
hafí skrifað sig sjálf. Þessi saga er
ekki þannig. Þó að Ólafi sé aldrei
vamað máls, er Guðmundur oftast
nálægur og stundum mjög svo. Það
fer ekki á milli mála að þeir em
miklir vinir. Það fer heldur ekki á
Tvær manneskjur,
önnur lítil hin stór
Bókmenntir
Jenna Jensdóttir
Sagan um sögu
Texti: Sun Axelsson
Myndir: Sven Nordqvist
Þýðing: Þorsteinn frá Hamri
Iðunn 1988
Það hefur jafnan verið rótgróin
hefð í norrænum barnasögum að
elsta kynslóðin á sér þar fulltrúa
meðal annarra sögupersóna. Undan-
tekningarlaust em þeir á ýmsan hátt
bakhjarlar bamanna. Tilbúnir að
miðla af lífsreynslu sinni og þeim
fróðleik sem langt líf hefur fært
þeim. Em oftast þolinmóðir og skiln-
ingsríkir samferðamenn þeirra
yngstu.
Boðnir og búnir þegar önnum
kafnir foreldrar í erli daganna eiga
lítinn eða engan tíma fyrir þá, sem
þeir í raun og vem elska mest —
bömin.
Sagan um sögu er einmitt lýsandi
dæmi um þetta. Þegar fímm bama
móður langar til þess að fara í nám
á ný koma upp vandamál vegna barn-
anna. Einkum yngstu dótturinnar
Soffíu sem er fímm ára. Hvar á hún
að vera, hvað á hún að gera, meðan
mamma er svo mikið að heiman? Jú,
hún veit það strax sjálf. Skammt frá
á hún Anna heima. „Lág vexti og
lotin", með sitt hvíta hár. Bömin sem
þekkja hana kalla hana frænku.
„Anna frænka hafði dálæti á öllum
bömum og var aldrei önug.“ Og
Soffía litla ræður. Tíminn líður. Anna
frænka tekur ástfóstri við telpuna.
Fræðir hana um lífið og tilveruna,
hvort heldur þær eru heimu eða fara
í langar gönguferðir. Ili-átt tekur hún
að fata Soffía. Það vekur öfund hjá
Jónu, eldri systur Soffíu. Hún tekur
kjóla og skó af telpunni og reynir
að þrengja sér í það. Það er gömlu
konunni mikið umhugsunarefni hvað
hún geti gefíð baminu, sem verði
henni og öðrum til góðs.
Hún segir henni sögu — sígilda
sögu, sem íslensk börn kannast líka
við. Þegar Soffía kemur heim segir
hún söguna og allir hlusta. Systkinin
ræða að lokum um söguna, þótt sum
hafí áður þekkt hana. Efni hennar
vekur þau til umhugsunar, þegar
Soffía segir frá.
Þýðingar Þorsteins frá Hamri á
bamabókum eru vandaðar og þess
vegna er hver bók, tengd nafni hans,
mikilvægum álitaefhum, sem
varða alla, er hafa áhuga á
visindum. I rauninni fer Þor-
steinn yfir stærra svið, því að
hann tengir kenningu Newtons
við eðlisfræði samtímans, þótt
ekki sé það gert í löngu máli,
þannig að maður fær ágæta hug-
mynd um, af hveiju afstæðis-
kenning Einsteins hefúr tekið
kenningu Newtons fram.
Ég hygg að flestir nú á tímum
telji að vísindi einkennist af því að
kenningar séu prófaðar í tilraunum,
jSSONAR
Ólafur Ketilsson
milli mála hvenær þeir eru sammála.
Lýsingar á Ólafi eru býsna fjölbreyti-
legar. Guðmundur velur þar og hafn-
ar, lætur Ólaf lýsa sjálfum sér í frá-
sögnum, tilsvörum, bréfum og ræð-
um. En á stundum grípur listamann-
seðlið skrásetjarann og hann bregður
upp skörpum og eftirminnilegum
svipmyndum.
Þessi saga er því hvorki geril-
sneydd né hefðbundin. líún er full
af lífí, „subjektiviteti", gamansemi
og alvöru, kjarnyrðum, hvössum
skeytum og ljúfum tónum inn á
milli. Báðir eru oft rímffekir og tæp-
itungulausir fyrir hina þyrrkingslegu
sagnfræði. Á því fer vafalaust best
og þannig verður mannlýsingin skýr-
ust.
Ólafur Ketilsson hefur háð sitt
lífsstríð af handafli, hyggindum,
gætni og hispursleysi. Honum auðn-
ast víst ekki að fá jarðfastan bauta-
stein á Laugarvatni, eins og hann
hefði kosið, þegar þar að kemur. En
Guðmundur Daníelsson hefur reist
vini sínum annan bautastein úr var-
anlegra efni, sem auk þess er óháður
stað og stund. Við það má vel una.
Þorsteinn frá Hamri
bömum hollur lestur. Það má líka
ganga að því vísu að þær sögur hafa
jafnan að geyma eitthvað sem er
mikilvægt og dýrmætt í mannlegum
samskiptum.
Myndir eru skemmtilega lifandi
og segja sitt.