Morgunblaðið - 22.11.1988, Síða 18

Morgunblaðið - 22.11.1988, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1988 Strætisvagnarnir og Laugavegurinn eftir Astbjörn Egilsson Það er alkunna að stjóm Strætis- vagna Reykjavíkur hefur gert margítrekaðar tilraunir til að beina umferð strætisvagna frá Laugaveg- inum. Vegna mikillar umferðar um götuna hafa tímaáætlanir vagn- anna viljað fara úr skorðum. Því hefur verið gripið til þess ráðs að aka Skúlagötuna í stað Laugaveg- ar. En er það forsvaranlegt að svipta þannig helsta verslana- og þjón- ustukjama landsins svo mikilvæg- um samgöngum, sem strætisvagn- amir eru? Við sem vinnum að því að gera miðbæinn að sterkum lif- andi verslana- og þjónustukjarna álítum að það fái ekki staðist að SVR sniðgangi Laugaveg, þrátt fyrir að umferð þar gangi nokkm hægar en á öðmm götum borgar- innar. A sínum tíma komu upp hug- myndir um sérstakan miðborgar- vagn, sem gengi frá Hlemmi um Hverfisgötu. Tímaáætlun var engin og vagnarnir hleyptu fóiki út nán- ast þar sem það óskaði. Eins gat fólk stöðvað vagninn hvar sem var og hoppað upp í þar sem það vildi. í þessum vögnum gátu menn ferð- ast gjaldfrítt. Aðrir vagnar gátu þá gengið um Skúlagötu og haldið áætlun sinni. Þessi tilraun var gerð, — og heppnaðist mjög vel. Sex daga vik- unnar gengu þessir vagnar. Akveð- ið var að tilraunin stæði í þijá mánuði og kæmi þá í ljós hvort fólk notaði sér þessa vagna eður ei. Tilraunin heppnaðist fullkom- lega, enda höfðum við auglýst þessa gjaldfríu þjónustu talsvert hraust- lega. Mjög margir notuðu þessa vagna og lýstu yfir ánægju sinni með hina nýju þjónustu. En hvað gerist svo? Skyndilega, og án þess að við í samtökunum Gamli miðbærinn vissum, er annar vagninn tekinn af, og leiðinni breytt. Nú var þessum eina vagni aðeins ekið niður í Lækjargötu og síðan aftur — farþegalausum — að Hlemmi. Þessi „þjónusta" er að sjálfsögðu ófullnægjandi með öllu. Þessu mótmæltu samtökin Gamli miðbærinn kröftuglega og gera enn. Ekki hafa_ þau mótmæli þó borið árangur. í viðræðum okkar við stjómendur SVR kom fram sú hugmynd hvort við gætum hugsað okkur að leggja fram fé til að taka þátt í kostnaði við gjaldfría vagna. Við tókum ekki illa í það, en sögðum að aðeins gæti orðið um mála- myndaupphæð að ræða, þar sem samtökin væm ekki íjárhagslega sterk. Þá kom upp sú hugmynd frá okkur að við værum reiðubúin að afla auglýsinga á þessa tvo vagna, sem yrðu þá með öðrum hætti en tíðkast í auglýsingum á öðrum strætisvögnum. Það merkilega er að hin upphaf- lega tillaga um tvo Laugavegs- vagna kom frá SVR, eftir viðræður við stjóm Gamla miðbæjarins. í þessum viðræðum kom í ljós að ef vel tækist til, mætti þessi sam- göngubót verða til þess að slá mætti á frest eða hætta við bygg- ingu eins bílageymsluhúss fyrir miðborgina. Vagnarnir tveir, ígildi svo dýrrar framkvæmdar, réttlættu því ókeypis fargjöld á þessari leið. Það er því vandséð hvers vegna hin snögga hugarfarsbreyting hefur orðið hjá forystumönnum SVR og borgarinnar. Okkur sýnist það ljóst að strætis- vagnaþjónusta um Laugaveg er ekki aðeins nauðsynleg þjónusta við þá sem eiga erindi í miðborginni, heldur er það beinlínis skylda SVR Ástbjörn Egilsson að sjá um að hún sé fyrir hendi. Auk þess teljum við að Laugavegs- vagnar eins og þeir voru reyndir í fyrrahaust, stuðli að því að meira verði um bílastæði en ella. Sem dæmi má taka að fólk sem starfar í miðborginni notar sér frekar ókeypis strætisvagn ef það þarf að erinda á svæðinu, en lætur einka- bílinn eiga sig á langtímastæði utan miðbæjarins. Þetta verður til þess að starfsfólkið tekur ekki upp bíla- stæði á viðkvæmum svæðum í mið- bænum né heldur eykur það á umferðarþungann. Einnig sparar SVR sér að hafa stöðugt tvo vagna til taks á annatímum seinni part virkra daga til að taka við af þeim leiðum sem höfðu farið úr skorðum vegna umferðarþungans. Samtökin Gamli miðbærinn hafa reynt allt til að ná góðu samstarfi við SVR og borgaryfirvöld í þessu máli. Það er eins og það hafi aldr- ei verið ætlunin að halda mið- bæjarvagni í gangi. Tilraunina með Laugavegsvagnana, — sem heppnaðist svo vel, átti að nota til þess að ná strætisvögnum af Laugavegi, eins og ætlun SVR hef- ur alla tíð verið. I dag stendur þetta þannig að okkur stendur til boða að fá tvo miðbæjarvagna með þeim skilmál- um að við leggjum fram'2,5 milljón- ir króna á ári til að standa undir rekstrarkostnaði, en megum á móti selja auglýsingar á þessa vagna. Hinsvegar þurfum við að leggja fram tryggingar, sem eru samtök- um okkar ekki hagstæðar eða að- gengilegar. Að sjálfsögðu vitum við að borgin greiðir stórfé á ári hveiju með reksti SVR, en við sjáum ekki að skert þjónusta við miðbæ höfuð- borgar landsins sé fyrirtækinu eða Reykjavíkurborg sæmandi, né held- ur til framdráttar. Höfundur er framkvæmdastjóri samtakanna Gamli miðbærinn. Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórída: Hænsna-Þórir Þegar ég fæddist, voru komin nokkur systkini á undan, og búið að skíra eftir ömmum og öfiim. Pabbi og mamma virtust ekki alveg viss um hvað ég ætti að heita og skírnin dróst á langinn. Svo kom ný systir á vettvang tveimur árum seinna. Pabbi var lika mikið úti á sjó á þessum árum, og hafa hann og mamma haft um margt annað og meira áríðandi að hugsa en að finna nafii á snáðann. Hann fékk líka ágætis gælunafii, sem tollað hefir við hann alla tíð síðan. En einn dag var allt saman ákveðið. Pantaður var bíll frá Aðalstöðinni og mamma og pabbi fóru með mig og systurina að heimsækja prestinn í Lækjargötu. Séra Bjarni spurði mig, sinni hijúfu röddu: „Og hvað átt þú svo að heita, væni minn?“ Ég gat svarað: „Þórir.“ Ég hefí alltaf verið mjög ánægður með þetta nafn, þótt aldrei hafi ég fengið nákvæmlega upplýst, af hveiju foreldrar mínir völdu það. Einhver sagði, að þau hefðu kannað símaskrána, en ég held nú stundum, að pabbi hafí tekið það úr íslendingasögunum. Það var oftast ein af sögunum á náttborðinu hjá honum. Undanfarið hefi ég verið dálítið að glugga aftur í sögumar okkar góðu. Mér skilst, að það sé ekk- ert einsdæmi meðal íslenzkra karla. Þeir líta ekki í þessar merku bókmenntir í áratugi eftir að þeir sleppa úr skóla, en fara svo að kunna að meta þær betur, þegar á ævina líður. Átta Þórirar eru skráðir í Land- námabók sem landnámsmenn. Þeirra á meðal eru Þórir snepill, Þórir haustmyrkur, Þórir dúfunef, Þórir lína og Þórir þursasprengir. Það vantar ekki uppnöfnin hjá hinum ágætu forfeðrum okkar. Stundum fínnst mér synd og skömm, að við skulum hafa glatað þeim ágæta sið. Ekki er ég nógu vel að mér enn til að vita, hvaðan ofangreind' nöfn á landnáms- Þórirum eru komin. Samt ímynda ég mér, að Þórir dúfunef hafi verið með sérkennilegt og fugls- legt nef og að Þórir lína hafí ver- ið langur og mjór. Þetta verð ég allt að rannsaka betur og gef ég ykkur ef til vill skýrslu seinna. Ekki veit ég til, að neinn Þórir í íslendingasögunum hafí verið sérstaklega frægur eða vinsæll. Ekkert líkt og kempurnar Leifur heppni, Gunnar á Hlíðarenda eða Grettir sterki. í nokkrum sögun- um, sem ég fletti um daginn, rakst ég á nokkra viðbótar — Þórira: Þórir hlammandi, Þórir leðurháls, Þórir sælingur, Þórir járnskjöldur, Þórir geitskeggur og Þórir flat- nefur. Þótt ég segi sjálfur frá, þá finnst mér þetta ekki sérstaklega traustvekjandi hópur. Og þá er eftir Hænsna-Þórir, og er hann eini Þóririnn, sem um hefír verið skráð sérstök saga, sem auðvitað heitir Hænsna-Þóris saga. í sambandi við þessa þanka mína, rifjaði ég upp sögu nafna míns, og fannst mér hún ekkert merkilegri, en ég hafði munað eftir frá fyrri tíð. Ég á bágt með að trúa, að hann pabbi hafi skírt mig eftir Hænsna-Þóri. Ég reikna ekki með, að þið hafið lesið þessa sögu nýlega, svo ég ætla að leyfa mér að greina frá efni hennar í fáum dráttum: Sagt er frá því, að maður hafi Þórir heitið, og var hann snauður á fé og ekki vinsæll hjá alþýðu manna. Hann tók til að ferðast um landið og verzla. Meðal ann- ars fór hann eitt sinn norður í land og hafði þá með sér nokkur hænsni og seldi. Var hann síðan kallaður Hænsna-Þórir. Varð hann vellauðugur af braski sínu á skömmum tíma, en hélt áfram að vera bæði óvinsæll og óþokka- sæll. Aðrar aðal-persónur voru höfð- ingjamir Blund-Ketill, Tungu- Oddur og Amgrítnur goði. Hænsna-Þórir kom að máli við Amgrím og bauðst til að taka son hans, Helga, í fóstur. Hét hann því, að Helgi skyldi fá helminginn af auðæfum hans, en á móti vildi hann vináttu og fylgi Arngríms. Eins og þið ef til vill munið, þá var það afar áríðandi á þessum tímum að tryggja sér bandamenn, því aldrei var að vita, hvenær il- lindi kynnu að bijótast út. Þá var afar áríðandi að eiga vini og bandamenn sér til stuðnings. Nú kom óþurrkasumar mikið og var grasvöxtur lítill. Veturinn sem fylgdi var harður og urðu margir fljótlega heylitlir. Blund- Ketill hjálpaði öllum sínum land- setum dyggilega, en varð um síðir að leita til Hænsna-Þóris, sem átti auðvitað nóg hey. Hann vildi samt ekki, fúlmennið, selja Blund-Katli heyið, þótt góð borg- un væri boðin. Færðist hann stöð- ugt undan, en á endanum fékk Ketill' Helga stjúpsoninn til að leiða sig að heybirgðunum. Hét hann því, að láta Arngrím goða meta heyið og verðleggja, en þar í viðbót myndi hann gefa Þóri gjafir. Tók hann síðan nokkra hestburði og hélt leiðar sinnar. Hænsna-Þórir fór nú til Arngríms goða og sagi Blund: Ketil hafa rænt sig heyinu. í harmleik þeim, sem á eftir kom, sýndi Þórir, að hann var bæði lyginn og hið versta ómenni. Árngrímur var tregur að trúa honum, en var búinn áður að heita honum liðsinni, eins og fyrr var skýrt frá, og gat því ekki, heiðurs síns vegna, neitað að hlusta á hann. Hænsna-Þórir fékk til liðs við sig son áðumefnds Tungu- Odds, Þorvald, og hét honum gulli og grænum skógum. Riðu þeir síðan, Þórir, Amgrím- ur og Þorvaldur, fylktu liði heim til Blund-Ketils. Þar urðu mikil orðskifti, en svo gerðist það, að austmaður nokkur, Örn að nafni, sem var í liði Ketils, lagði ör á streng og skaut á hóp Hænsna- Þóris. Svo hörmulega vildi til, að örin hæfði sveininn Helga, og var hann þegar örendur. Næstu nótt fór Þorvaldur Tungu-Oddsson aft- ur að bæ Blund-Ketils og brenndi hann til grunna. Þeir, sem ekki brunnu inni, voru vegnir þegar þeir reyndu að komast út. Fórust þama allir heimamenn, en svo vildi þó til, að Hersteinn, sonur Ketils, var að heiman. Greinir næst frá því, hvemig Hersteinn og vinir hans og föður hans fara að því að safna sér liði og tryggja sér bandamenn, til þess að geta náð rétti sínum og komið fram hefndum á Hænsna- Þóri og félögum hans. Svo langt gekk Hersteinn, að hann festi sér konuefni, dóttur Gunnars Hlífars- sonar, mikils kappa, til að tryggja sér fylgi hans. Urðu nú bardagar milli flokk- anna og voru margir drepnir. Meðal annars sló í omstu við Þing- völl milli manna Tungu-Odds og fylgjenda Hersteins, og var geng- ið á milli svo ekki yrði tmflað starf þings. Hænsna-Þórir sjálfur virðist ekki hafa verið mikil stríðshetja, því hann og tólf menn hans vom teknir lifandi af Her- steins-mönnum. Hersteinn hjó sjálfur höfuðið af Þóri og hafði með sér til Þingvalla. „Verðr Her- steinn ágætr mjök af þessu verki ok fær af virðing mikla, sem von var at.“ Svo segir í sögunni. Marg- ir vom drepnir í viðbót, en á end- anum sættust svo þeir, sem eftir lifðu. Allt þetta út af nokkrum hestburðum af heyi! Svona fór fyrir Hænsna-Þóri, og situr líklega sízt á mér að leggja dóm á hans líf og tilvem. Við emm þó alla vega hálfir nafn- ar. Ef ég skyldi flytja til íslands og opna þar kjúídingaveitinga- stað, myndi ég kannske gerast 100% nafni hans og taka upp allt nafnið: Hænsna-Þórir! Höfundur er ræðismaður ís- lands í Suður-Flórída ogfram- kvæmdastjóri l\ji fisksölufyrir- tæki á Miami.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.