Morgunblaðið - 22.11.1988, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1988
Gömlu lágu númerín
eftirKristin Snæland
Senn líður að því að hið nýja
númerakerfi á bifreiðir taki gildi.
Eftir það munu menn tapa lága eða
fallega númerinu sínu við næstu
umskráningu eða nýskráningu. Við
unnendur gamalla bíla skiljum vel
að menn eigi sér uppáhaldsnúmer
enda tengjast þau fyrri bílaeign,
ýmsum atvikum, eða eru hreinlega
ættargripir, ef svo má segja, hafa
gengið að bílum sömu ættar í ára-
tugi. Mörg dæmi eru um slíkt, allt
frá upphafi bílaaldar á íslandi. Börn
og bamabörn aka enn á númerum
föður eða afa, frá 1913 eða síðar.
Reyndar voru bílar í fyrstu skráðir
RE eða HF eins og bátar og skip,
utan þess að við Eyjafjörð voru
Akureyrarbílar með A en bílar í
Eyjafjarðarsýslu með E. Þetta
breyttist þó fljótt í það kerfi sem
nú er verið að leggja niður, og
mörgum er sárt um gömlu góðu
númerin. Nú eru menn jafnvel sagð-
ir kaupa sér nýjan bíl rétt fyrir
númerabreytinguna til þess eins að
halda sem lengst í gamla númerið
sitt.
Við hjá Fombílaklúbbi íslands
viljum benda á aðra lausn og sýnu
endingarbetri, en hún er sú að
kaupa sér fornbíl og setja á hann
gamla, góða númerið sem þá varð-
veitist væntanlega um aldur og
ævi, eða hitt að hafa samband við
Fombílaklúbbinn og bjóða lága,
góða uppáhaldsnúmerið á einhvern
fallegan fornbíl. Þetta er lausn sem
vVið hjá Fornbílaklúbbi
Islands viljum benda á
aðra lausn og sýnu end-
ingarbetri, en hún er
sú að kaupa sér fornbíl
og setja á hann gamla,
góða númerið.“
báðir gætu orðið ánægðir með, þeir
sem eiga lág eða falleg og söguleg
númer svo og fornbílamenn sem
tækju við þessum ágætu númemm
til varðveislu.
Formaður Fornbílaklúbbs íslands
er Rudolf Kristinsson og klúbburinn
hefur síma 25850 þriðjudaga kl.
20.30 til 22.50.
Höfúndur er leigubílstjári i
Reykjavík.
100 ára afmæli Hvanneyrarskóla 1989:
Leitað að fyrri nem-
endum og starfsfólki
ÞANN 24. júni á næsta ári verð-
ur haldið upp á 100 ára afmæli.
Hvanneyrarskóla með veglegri
hátíð á staðnum. Vegna þessarar
hátíðar er nú leitað að fyrri nem-
endum og starfsfólki skólans.
Skipaður var sex manna undir-
búningshópur fyrir hátíðahaldið
og það er þessi hópur sem nú
leitar fyrri nemenda og starfs-
fólks.
Starfshópurinn hefur sent bréf
eins víða og unnt er samkvæmt
námsskrám skólans. Hinsvegar er
ljóst að ýmsir verða útundan með
þeim hætti og eru það einkum þrír
hópar sem leitað er að. í fyrsta lagi
fyrrverandi starfsmenn og kennar-
ar því'ekki eru til skrár yfir þá. í
öðru lagi aldraðir nemendur sem
hafa haft búsetuskipti nýlega. Og
í þriðja lagi nemendur sem búa er-
lendis.
Á því tímabili sem skólinn hefur
starfað hafa um 3000 nemendur
útskrifast úr honum. Rúmlega 2000
þeirra munu vera á lífi hérlendis
og um 60 búa erlendis. Starfs-
hópurinn hefur ákveðið að efna til
fjársöfnunar meðal nemenda og er
ætlunin að gefa skólanum sundlaug
í 100 ára afmælisgjöf.
Allar nánari upplýsingar veita
Gunnar Guðbjartsson og Gísli
Karlsson hjá Framleiðsluráði land-
búnaðarins.
Reykjavíkurdeild RKÍ:
Námskeið í skyndihjálp
er heimil þátttaka. Þeir sem hafa
áhuga á að komast á námskeiðið
geta skráð sig hjá deildinni.
Á námskeiðinu verður kennd
blástursmeðferðin, endurlífgun og
fyrstahjálp við bruna, blæðingu úr
sárum og beinbrotum. Ennfremur
verður fjallað um ýmsar ráðstafanir
til varnar slysum í heimahúsum og
margt fleira. Sýnd verða myndbönd
um helstu slys.
Reykjavíkurdeild Rauða kross
íslands heldur námskeið i skyndi-
hjálp.
Námskeiðið hefst þriðjudag 22.
nóvember kl. 20 og stendur í 5
kvöld. Kennt verður dagana 22.,
23., 28., 30. nóvember og 1. desem-
ber.
Þetta er síðasta námskeiðið fyrir
almenning sem haldið verður fyrir
jóh Námskeiðið verður haldið á
Öldugötu 4. Öllum 14 ára og eldri
alleg mynd er
góð jólagjöf
Afgreiðum
myndatökur
og stækkanir
fyrirjól
nÉiMvi
LJÓSMYNDASTOFA
GUÐMUNDUR KR JÓHANNESS0N
LAUGAVEGI178 SlMI689220
Vönduð vinna og góð þjónusta skiptir máli.
NÓVEMBER 1953
STOFNAÐI HJÖRTUR NIELSEN
SÉRVERSLUN [ TEMPLARASUNDI
Þetta var fyrsta verslun landsins sem sérhæfði sig í
kristals- og postulínsvörum. Hjörtur lagði áherslu á að bjóða
viðskiptavinum slnum viðurkenndar gæðavörur, enda létu viðbrögðin
ekki á sér standa -135 ár hafa fjölskyldur um land allt prýtt heimili sín
fallegum kirstal og borðbúnaði frá Hirti Nielsen.
í dag, á 35 ára afmæli verslunarinnar', eru nýir eigendur.
við búðarborðið. Þær Hlín Kristinsdóttir og Margrét Rögnvaldsdóttir
eru staðráðnar í að vinna með sama metnaði að innflutningi á fyrsta
flokks kristal og postulíni, og skapa þar með versluninni þann sess,
sem sæmir minningu Hjartar Nielsen.
MATTA RÓSIN. Handskorinn kristall fré Bohemia. LINDNER. Skartmunir, lampar, vasar, mokkastell o.fl.
Framleitt að aldagamalli hefð. Mikið úrval af glösum, Glæsilegt, handmálað postulin frá V-Pýskalandi.
karöflum, vösum, skálum o.s.frv.
HVÍTA STELLIÐ. Fágað matar- og kaffistell með
ýmsum aukahlutum. Sígilt útlit, óhagganleg gæði.
Ekta gylling. Gott verð.
LAUKURINN. Handmálað matar- og kaffistell frá
Keramíka. Petta er sá upprunalegi. Mikið af
aukahlutum. Mjög gott verð!
Sendum í póstkröfu um land allt.
C S É R
V E R S L U N
Templarasundi 3 • sfmi 19935
Hljóðkútar — púströr — pústklemmur
Allt í pústkerfið