Morgunblaðið - 22.11.1988, Side 22

Morgunblaðið - 22.11.1988, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1988 Fer áhrífa frá Kvennalistan- um að gæta í norskri pólitík? eftir Sigþrúði Helgu Sigurbjarnardóttur Nú hefur hróður Kvennalistans borist svo víða að jafnvel Norðmenn hafa uppgötvað tilvist hans. Ég hef lengi látið mér gremjast áhuga- og kunnáttuleysi Norðmanna um Island. Það er svei mér ekki oft á undanförn- um 13 árum sem blöð hér hafa fund- ið ástæðu til að skrifa um það sem er að gerast á íslandi. Það er a.m.k. alveg víst að slíkir smámunir sem stjómarkreppa þykja vart viðburðir til að skrifa um. Jafnvel ekki þó að til greina komi að Kvennalistinn fari í stjóm. Það er ekki nema eitthvað sé að frétta af hundamálum Alberts Guð- mundssonar sem blöðin fara af stað. A sínum tíma þegar Lucy og Albert áttu í sem mestri baráttu við löggjaf- arvaldið fylgdust blöðin hér af nokkr- um áhuga með því. Það kom mér því ekki á óvart þegar ég, rétt eftir upplausnina í kringum stjómarskiptin, sá mynd af einmitt Albert og Lucy í stærsta dagblaði Norðmanna með fyrirsögn- inni „Hundaslagsmál á íslandi". Þar var baráttusaga Lucyar og Alberts # enn rifjuð upp og sagt frá væntan- legri atkvæðagreiðslu um hundahald í Reykjavík. Þetta þykir Norðmönn- um ákaflega áhugavert en pólitískt ástand á íslandi og þess háttar ligg- ur fyrir utan þeirra áhugasvið. Og þó, nú eru norskar konur bún- ar að fá nasaþefinn af því sem stöll- ur þeirra á Fróni eru að bauka. Það gerðist á Norræna kvennaþinginu sem haldið var í Osló í sumar. Ahrif frá íslenskum konum komu af stað gerjun í konum vinstra megin við norska Verkamannaflokkinn. Þær tóku sig til og mynduðu hóp sem þær kalla „Kvennafmmkvæði". Þær héldu svo stóran fund þar sem tveim- ur konum frá Kvennalistanum var boðið að halda aðalræður kvöldsins. A fundinum ræddu svo þær norsku slæmt ástand í þjóðfélaginu. Mark- miðið með fundinum var að athuga möguleika á samvinnu kvenna þvert á pólitískar línur. í fundarboðinu er varlega farið í að minnast á hvort kvennalisti væri hugsanlegur í Nor- egi. Stemmningin á fundinum var góð en greinilegt að flokksbundnar konur gengu mjög varlega um og sýndu flokkum sínum fullan trúnað. Ég hef fylgst með áframhaldi þessara um- ræðna og virðist sem konurnar finni verulega þörf fyrir að snúa bökum saman. Það sem kannski virðist þeim erfíðast er að fínna á hvaða grund- velli þær geta unnið saman. 6. og 13. október sendi norska sjónvarpið smá kynningarþætti um Kvennalistann og viðbrögð nokkurra íslenskra stjómmálamanna við hon- um. A eftir voru umræður í sjón- varpssal þar sem fjórum þekktum konum, úr norskri pólitík, var boðið að koma og rabba saman. Þær voru frá Verkamannaflokknum, Hægri flokknum, Miðju flokknum og Fram- faraflokknum, sem er lengst til hægri hér í Noregi. Konumar voru beðnar um að segja hvemig þær hefðu upp- lifað þessa kynningu á Kvennalistan- um og hvemig það væri að vera kona í norskri pólitík. Konurnar frá Verkamannaflokkn- um og Miðju flokknum vom mjög sammála um að það tæki oft á og væri erfítt að vera kona í hinu pólitíska kerfi. Sú frá Miðju flokkn- um sagði að það væri auðvitað stað- reynd að flokkamir væm gmnnlagð- ir af karlmönnum og það væri pólitísk hugmyndafræði líka. „Þess vegna em það karlagildi sem ráða í pólitíkinni og þegar konur koma inn þá þurfa þær að leika á forsendum karla til að vera teknar alvarlega." Sjálf sagðist hún hafa þurft að breyta málnotkun sinni mikið til að fá tekið tillit til þeirra mála sem hún hefur áhuga á. „Það hefur svo sem ekki alltaf dugað til,“ bætti hún við. Konan frá Verkamannaflokknum sagðist á margan hátt vera heilluð af Kvennalistanum. Hún sagði að Kvennalistinn legði áherslu á og gerði sýnilega málaflokka sem konur í flokkunum hefðu lengi reynt að fá skilning fyrir, án þess að takast það nægilega vel. Henni fannst starfsað- ferðir íslensku kvennanna spenn- andi. „Hvort aftur á móti Noregur þarfnast kvennalista fer eftir því hvemig hefðbundnu flokkunum tekst að greina þær hræringar sem em í þjóðfélaginu," sagði hún. Þessar tvær konur sáu engan gmndvallar mun á stöðu íslenska og norskra kvenna í pólitík, þrátt fyrir hlutfallslega fleiri konur í norskri pólitík. Það var annað uppi á teningnum hjá konunni frá Hægriflokknum. Hún sagði að ástandið hefði breyst mikið á síðustu 15 ámm. „Nú em svo margar konur komnar með í pólitíkina." Hún taldi að norskum konum hefði tekist allvel að taka.þau mál fyrir innan flokkanna sem Kvennalistinn berst helst fyrir. „Við höfum sjálfsagt allar saman upplifað það að við höfum þurft að ganga af fullum krafti inn í þá málaflokka sem karlamir meta mikilvæga eða þunga, „I þessum þætti heyrði ég í fyrsta skipti í stj órnmálamanneskj u utan Kvennalistans sem hefiir greinilega áttað sig á kjarnanum í því sem kvennalistakonur eru að segja. Konan firá V erkamannaflokknum sagði að það væri kannski kominn tími til að ræða tilverurétt hinna hefðbundnu hug- myndafræða og hvort þær hefðbundnu línur sem ríktu í stjórnmál- unum þyrfitu ekki end- urskoðunar við.“ til þess að verða teknar alvarlega þegar við svo tökum upp mál eins og barnaheimili eða kvennaathvarf. Við verðum sem sagt fyrst á ein- hvern hátt að skapa okkur alvarlegan grundvöll til þess að reiknað sé með okkur.“ Þó að henni fyndist hug- myndin um kvennalista heldur vond, þá skildi hún samt að íslenskar kon- ur gripu til þess ráðs vegna þess hve erfítt þær ættu uppdráttar. Ég get ekki skilið annað en að þetta sé það sama og hinar eru að segja. Konumar koma inn að dekk- uðu borði og verða að temja sér þá borðsiði sem ríkja. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég verð vör við að konur hægra megin í pólitíkinni eiga erfítt með að sjá eða viðurkenna það beint að það ríki karlaveldi í flokkun- um. Ef maður aftur á móti skoðar það sem þær segja þá skín í gegn hvemig karlagildin eru ríkjandi. Þær virðast sætta sig við það að karlarn- ir ákvarði hvaða mál em mikilvæg. Þær taka því eins og sjálfsögðum hlut að þurfa að sýna að þær geti talað gáfulega um „mikilvægu mál- in“, því þá geta þær laumað að sínum hjartansmálum. Að mínum dómi liggja skilin milli kvenfrelsishugsjónar og jafnréttis- hugsjónar í þessum tveimur sjónar- miðum. Ég sleppi alveg að fara í það sem konan frá Framfaraflokknum sagði. Hún komst aldrei að því um hvað umræðurnar snemst og kom í sífellu inn á hvernig Kvennalistinn rekur sína pólitík á íslandi, þó hún hefði að sjálfsögðu enga hugmynd um hvemig Kvennalistinn starfar. I þessum þætti heyrði ég í fyrsta skipti í stjórnmálamanneskju utan Kvennalistans sem hefur greinilega áttað sig á kjarnanum í því sem kvennalistakonur em að segja. Kon- an frá Verkamannaflokknum sagði að það væri kannski kominn tími til að ræða tilvemrétt hinna hefðbundnu hugmyndafræða og hvort þær hefð- bundnu línur sem ríktu í stjórn- málunum þyrftu ekki endurskoðunar við. Hún sagði að Kvennalistinn hefði hjálpað til við að koma auga á nýjar víddir og vísað veginn frá (hefð- bundnum) læstum hugsunarhætti stjómmálanna. Það er kannski von til að nýr hugs- unarháttur og nýjar starfsaðferðir þröngvi sér inn í stjórnmálin víðar en á íslandi? Höfundur stundar nám ífélags■ fræði í Osló. H')l IA.S\A KUKrnWvxVniii Á ícrí) nicðíiugaubíifcmu wnga3i£gltxi(J BnmkarSdmtm iMii/ÖlliiiiÞ’imiiiMtr VAXAinaovnj. HELGAFELL • ••

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.