Morgunblaðið - 22.11.1988, Síða 27

Morgunblaðið - 22.11.1988, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NOVEMBER 1988 '27 Flugslysið við Bahir Dar: Kraftaverk að nokkur komst lífs af úr brunnu flakinu - segir íslenskur sjónarvottur úr sveit Rauða krossins UM miðjan ágiist síðastliðinn fórst Boeing 737 þota i i eigu flugfé- lagsins Ethiopian Airlines i innanlandsflugi. Sjálfboðaliðar frá Rauða krossi Islands, sem eru í Bahir Dar urðu vitni að þessum atburði. Hefur Morgunblaðinu nú borist frásögn Sigríðar Kristínar Sverris- dóttur af því sem þarna gerðist. Fer lýsing hennar hér á eftir: Það var laust eftir hádegi að flug- vélin sást fljúga lágt yfir bænum. Gífurlegur hávaði fylgdi og sá ég með eigin augum að báðir hreyflar voru alelda. Stuttu síðar kom ná- granni okkar og vinnufélagi og bað okkur að fylgja sér á flugvöllinn. Vélin nauðlenti á mýrlendi um 30 km frá flugvellinum. Ekki var hægt að aka nema 10 km frá flugvellinum í átt að slysstaðnum og gengum við því og hlupum síðasta spölinn í fylgd hermanna. Þegar á slysstaðinn kom blasti við hrikaleg sjón. Vélin hafði sprungið í loft upp og brak og bréfarusl var á víð og dreif um svæðið. Eitt það fyrsta sem mætti augum mínum þegar ég nálgaðist flakið voru tveir kolbrunnir manns- líkamar í flugvélasæti. Á því augna- bliki hvarflaði ekki að mér að nokk- ur maður hefði lifað slysið af. Það verður að teljast kraftaverk að af 107 farþegum vélarinnar komust 75 lífs af og um 40 farþeganna hlutu nær engin meiðsli. Bændur í nágrenni við slysstað- inn unnu ómetanlegt starf við að koma fólki í öruggt skjól og hafa sjálfsagt bjargað mörgum mannslíf- um með því. Þegar ég kom á stað- inn þar sem slösuðum hafði verið safnað saman, ríkti þar gott skipu- lag og mikið var af skyndihjálpar- fólki frá sjúkrahúsinu og Rauða krossinum, sem komu með þyrlu. Flestir farþeganna voru rólegir, leit- uðu huggunar hver hjá öðrum og biðu þögulir eftir að þeir kæmust burtu. Stunur og hávær grátur heyrðust varla. Tveir læknar voru Það þótti kraftaverki líkast að 75 af 107 farþegum skyldu komast lífs af úr slysinu, þar af 40 nær ómeiddir. Þyrlur fluttu hina slösuðu á sjúkrahús í Bahir Dar. þama, framkvæmdastjóri sjúkra- hússins og ítalskur læknir sem af tilviljun var staddur í nágrenni við flugvöllinn. Varð aðdáunarvert að sjá hversu góða stjóm þeir höfðu á hlutunum. Ekkert fát eða tauga- veiklun var á hjálparliðunum og hlutirnir gengu fljótt og örugglega fyrir sig. Forgangsröð sjúklinganna var metin stuttu áður en þyrlam lenti, en flutningar gengu hægt í byrjun því aðeins var ein þyrla í gangi sem flutt gat þrjá farþega. Um kl. 3.30 bættist við þyrla, sem flutt gat 20 farþega, þá voru flest- ir farþeganna fluttir af slysstað og á sjúkrahúsið í Bahír Dar. Ég fékk leyfi til að fara á sjúkrahúsið og fylgjast með aðgerðum þar. Þar ríkit sama góða skipulagið og á slysstaðnum. Enda er fólk þar vant að standa í stórræðum. Alltaf em til reiðu milli 20 og 30 rúm vegna stríðsins í norðurhéruðunum og ein sex manna stofa er alltaf höfð opin fyrir hermenn. Tuttugu af þeim þijátíu og tveim- ur farþegum sem létust voru frá Bahír Dar, og fjöldi bæjarbúa safn- aðist saman fyrir utan sjúkrahúsið. Ættingjar vildu vita um afdrif far- þeganna og var mikill grátur og gnístran tanna. Ekki kom þó til vandræða því stöðugt er vopnaður vörður við hliðið að sjúkrahúsinu og engum er hleypt inn sem ekki hafa þangað erindi. Einungis sext- án líkanna voru þekkjanleg og var þeim raðað upp til að aðstandendur gætu borið kennsl á þau. Við það tækifæri vorum við beðin um að taka myndir af líkunum. Tveim dögum eftir slysið voru níu lík jörðuð í kirkjugarði við Bahír Dar. Sú athöfn var vægast sagt mjög ólík því sem gerist heima á Fróni. Mikill fjöldi fólks fylgdi hin- Daihatsu Charade var upphaflega hannaður til að mæta gífurlegri hækkun bensínverðs í orku- kreppu og að draga úr útgjöldum heimilanna. IMú, þegar kreppir að í íslensku efnahagslífi og bensínverðshækkun liggur í loftinu, ásamt öðrum auknum álögum, sannar Charade enn einu sinni ágæti sitt sem einn albesti kosturinn á markaðnum þegar hugað er að bilakaupum. Kynntu þór hönnun, útlit og rekstrargrund- völl Daihatsu Charade áður en þú velur annað. Daihatsuþjónustan er svo í kaupbæti, sú besta sem völ er á. Við eigum fyrirliggjandi árgerð 1988 á besta verði sem við höfum nokkrum sinni boðiö uppá. í því eru engar blekkingar um vexti, einfald- lega lágmarksverð á gæðabíl. Árgerð 1989 er á leiðinni fyrir þá sem vilja bíða, en á töluvert hærra verði. Innifalið hágæða útvarps- og segulbandstæki. Við bjóðum kjör við allra hæf i og erum opnir fyrir alls konar skiptum. Úrvai notaðra bíla. 9-4» BRIMBORG HF. SKEIFUNNI 1 5 - SÍMI 685870. Daihatsu - Volvo - Viðurkennd gæðamerki NÝ SÍMANÚMER: Söludeild 685870 Verkstæði: 673600 Varahlutir: 673900 Morgunblaðið/Sigríður Kristín Sverrisdóttir Stélið á Boeing 737 þotu flugfélags Eþíópíu. um látnu til grafar. Bæði konur og karlar grétu hástöfum og margir voru með myndir af hinum látnu. Sumir syrgjendanna stigu nokkurs- konar sorgardans sem minnti helst á regndans indíána. Því verður ekki neitað að það tók nokkra daga að jafna sig eftir þessa miklu lífsreynslu, bæði líkamlega og andlega. Til dæmis vorum við bæði hölt eftir gönguna löngu. En eftirá hefur komið í ljós að hug- myndir okkar um Eþíópíubúa og líf okkar og starf í Eþíópíu eru ger- breyttar. Allt í átt að meiri bjart- sýni og jákvæðni. BÓNUSTALA: 10 Vinningstölurnar 19. nóv. 1988. Heildarvinningsupphæð: Kr. 4.122.044,- Þar sem fyrsti vinningur hefur ekki gengið út tvo undanfarna laugardaga bætist hann við fyrsta vinning á laugardaginn kemur kr. 5.738.129,- BÓNUSTALA + 4 tölur réttar kr. 611.046,- skiptast á 3 vinn- ingshafa, kr. 203.682,- á mann. Fjórar tölur réttar kr. 1.053.928,- skiptast á 188 vinningshafa, kr. 5.606,- á mann. Þrjár tölur réttar kr. 2.457.070,- skiptast á 6.382 vinnings- hafa, kr. 385,- á mann. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.