Morgunblaðið - 22.11.1988, Side 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1988
Stjörnu-
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
AöstaÖur spyrjandans
„Kæri stjömuspekingur
Gunnlaugur Guðmundsson.
Eg las um breytingar á spum-
ingafyrirkomulagi stjömu-
spárinnar í Morgunblaðinu 16.
október. í þeim anda langar
mig að spyija um ýmislegt.
Ég er fæddur 5. október-1906
af kristilegum foreldrum, dug-
legum og reglusömum á allan
máta. í þeim anda er ég alinn
upp hér á milli hárra fjallanna
er veittu friðsæld og jró, er ég
hefi notið alla ævi. Ég er al-
gjör reglumaður á vín og tób-
ak, sæmilega duglegur,
ábyggilegur og áhugasamur
um alla list og fagurkeri.
Heilsufarið er sæmilegt miðað
við aldur, en ég sinni aðeins
föndurvinnu, enda ekki á öðm
völ fyrir gamlan mann.
Spurningarnar
Nú spyr ég: Hvemig er útlit
með samskipti ljóns og min?
Hvað get ég gert til að fá
meira út úr því lífí sem fram-
undan er? Hvað væri mér
heilladiýgst? Með kærri
kveðju."
Svar:
Ég þakka þér kærlega fyrir
bréfið og verð að segja að mér
finnst það virðingarvert að þú
skulir skrifa og spyija meðai
annars um framtíðina, þetta
gamall maðurinn. Ég er ekki
með þvi að segja að fullorðið
fólk eigi ekki að horfa fram á
veginn, þvert á móti. Því mið-
ur hefur rejmdin verið sú að
of lítið er gert úr ævikvöldi
mannsins og of margir virðast
leggja árar í bát og hugsa sem
svo að nú sé ekkert framund-
an. Það tel ég rangt og gleðst
því yfír viðhorfi þínu.
Æviskeið mannsins
Bréf þitt vekur mig tíl um-
hugsunar um aldur og aldur-
skeið mannsins. Ég hef lesicí
að skipta megi lífi hvers
manns í þijú timabil. Talað
er um að fyrstu þijátíu árin
séu lærdómsár. Á þeim tima
er maðurinn að fínna sjálfan
sig, læra á umhverfið og þróa
hæfíleika sína. FVá þijátíu ára
aldri til sextugs eru fram-
leiðslu— eða sköpunarár. Á
þvi timabili skapar maðurinn
og nýtir hæfileika sína i þágu
þjóðfélagsins. Þetta eru ár
vinnunnar. Auðvitað vinnur
fólk lengur, en orkan minnkar
og áherslan breytist.
Uppskeruár
Timabilið eftir 60 ára aldur
er siðan kaltað andlegt tíma-
bil eða timabil uppskeru. Á
síðustu árum okkar upp-
skerum við eins og til var sáð
á fyrri hluta ævinnar. Því mið-
ur er þetta aldurskeið ekki
alltaf virt sem skyldi i menn-
ingu okkar og reynsla þeirra
fullorðnu ekki nýtt sem skyldi.
ÞroskaÖ þig andlega
Hvað varðar svar við spum-
ingum þínum tel ég að þér sé
heilladiýgst að huga ennfrek-
ar að andlegum málum. í bréfi
þínu kemur í ljós að þú hefúr
fengið kristilegt uppeldi og ert
kristínn maður. Eg tel að á
siðasta æviskeiði okkar eigum
við að undirbúa okkur fyrir
æðra Ilf og nota tímann til
andlegra hugleiðinga. Ég tel
því að þú getir stefnt að ffek-
ari þroska. Þú getur spurt
sjálfan þig hvaða veikleikum
þú búir yfir og reynt að yfir-
vinna þá. Er hegðun þfn gagn-
vart öðrum alltaf eins og best
gæti orðið? Ámóta spumingar
samfara góðum vilja til að
verða betri maðurgeta hjálpað
þér og orðið heilladijúgar.
Sömuleiðis lestur góðra bóka.
Að lokum vil ég segja að sam-
band Vogar og Ljóns eiga að
geta gengið vel, enda er um
að ræða samband tveggja já-
kvæðra og ekki ólíkra merkja.
GRETTIR
BRENDA STARR
Þae> E/5 EKK/ H£GTAE> qæta Þa
AAEÐ E/NN/ SKE7Ð AF FV/S//ZHÖFM
OgE/HVA/BOíLA AFIAM KaH/~
/Y1EN/J GETA BEEVSTEFpE/R. l/H-TA
öfZeyrASTjEN ekki stuhd/nh/ FynE
LJÓSKA
SMÁFÓLK
Herra, af hveiju þarf ég
alltaf að spila á hægri
kantinum?
IT 5 TRAPITIONAL.THE UJ0R5T
PLAVER ALUJAY5 PLAV5 RI6HT FIELR
ANP VOU'RE OUR UJORST PLAVER..
Það er hefð ... versti spil-
arinn spilar alltaf á hægri
kantinum og þú er okkar
versti spilari...
BUT VOU UJEAR YTHANK V0U,N
Y0UR6L0VE / 5IR..I
UJELL.MARCIE / APPRECIATETHE
En þér fer hanzkinn vei,
Magga
Þakka, herra ... ég met
svona gullhamra
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Amam Meredith (1913-
1976) var frægur rúbertu- og
keppnisspilari í London og síðar
New York á tímabilinu 1940-
60. Hann þótti sérstaklega snjall
úrspilari, en var þó mest þekktur
fyrir sérviskulegar spaðasagnir
í tíma og ótíma. Hann hafði sér-
stakt dálæti á spaðaströgli og
skipti þá ekki alltaf máli hvort
hann átti Iitínn eða ekki. Ragnar
S. Halldórsson er sá íslendingur
sem hvað mest hefur tileinkað
sér þessa taktík Merediths. Bæði
spilafélagar og andstæðingar
hans taka spaðainnákomum
hans með nokkrum fyrirvara.
Austur gefur, allir á hættu.
Norður
♦ Á9832
VÁK8
♦ D1083
♦ 7
Vestur Austur
♦ K7 ♦ -
♦ 1075 II . ♦ DG942
♦ K765 ♦ ÁG92
♦ D965 ♦ ÁKG2
Suður
♦ DG10654
♦ 63
♦ 4
♦ 10843
Spilið kom upp í rúbertubrids
fyrir skömmu, og var Ragnar
með spil suðurs á móti Ásmundi
Pálssyni í norður. AV voru Ingv-
ar Hauksson og Jónas P. Erl-
ingsson:
Vestur Norður Austur Suður
— — 1 hjarta 1 spaði
1 grand 4 spaðar Dobl Pass
Pass Pass
„Er þetta nú ein af sinfoníun-
um,“ varð Ásmundi á orði þegar
hann lagði niður blindan, orðinn
efins um að Ragnar ætti nokkuð
f spaða, því bæði hafði vestur
grandað og austur doblað. Svo
reyndist þó ekki vera í þetta
sinn, þótt punktamir væru í lág-
marki. Það tók svo skamma
stund að svína fyrir spaðakóng
og gefa tvo slagi á láglitina.
Umsjón Margeir
Pétursson
Á alþjóðlegu móti í Torremolin-
os á Spáni í haust kom þessi staða
upp í skák alþjóðlega meistarans
Antunes, Portúgal, sem hafði
hvítt og átti leik, og Palacios,
Spáni.
27. Hle7! og svartur gafst upp,
þvf eftir 27. - Bxe7 28. Dxf5 er
hann óveijandi mát á h7. Lakara
var hins vegar 27. Hxf6 - Dxf6
28. g4 - Hf8 og svartur nær
ákveðnum jafnteflismöguleikum í
endatafli.