Morgunblaðið - 22.11.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1988 47
hann féll frá, hinn ágætasti blaða-
maður, sem naut mikils trausts og
álits allra sem til þekktu.
I lífí Else skiptust svo sannarlega
á ljós og skuggar. En þrátt fyrir
harma og þung áfðll var lífskraftur
hennar og lífsgleði slík að hún gat
ávallt miðlað öðrum af gleði sinni
og skemmtilegri frásagnarlist. Else
lifði lífí sínu til að gleðja aðra og
hugga þá sem um sárt áttu að
binda. Því er hennar nú sárt sakn-
að. Ég vottta dætrum hennar og
ástvinum hennar öllum einlæga
samúð mína og fjölskyldu minnar.
Baldvin Tryggvason
Má ég gefa minningunni örfá orð
um Else Snorrason. Hún kom einn
góðan veðurdag og hóf störf hjá
Ríkissjónvarpinu og við vorum sam-
skipa lengi og fór forkunnarvel á
með okkur. Hún með þessi fallegu
augu sem sáu svo margt í tilve-
runni kímilegt, eða þau skutu
gneistum ef henni mislíkaði. Þessi
augu sögðu af henni reynslu sem
gerir manninn. Hún átti ríka gleði
en sorgin sótti hana heim, en hjarta
hennar var mjúkt og göftigt.
Else var ákaflega skemmtileg
blanda Dana og íslendings. Það var
stíll yfír henni, eins og sagt er,
glæsimennskan án tilgerðar. Eg var
svo heppinn að kynnast manni
hennar, Hauki Snorrasyni heitnum,
ritstjóra Dags, og hef kynnst við
böm þeirra. Þetta var falleg fjöl-
skylda.
Svona góðar minningar um gott
fólk banna manni að sökkva í
hryggð , heldur þakka liðin ár, óska
Else gleði á góðum völlum og böm-
um hennar fríðar á erfíðum stund-
um.
Jónas Jónasson
Það gustaði um rann, þegar hefð-
arkonan og yngismærin frú Snorra-
son fór um, síung í tímans rás. Hún
bar hátíð í bæ. í daglegu tali var
hún kölluð Elsa, en hversdagskona
var hún engin. Það vissu allir sem
henni kynntust. Hún töfraði sam-
ferðamenn með sínu ferska, glæsi-
lega útliti, mikilli kímnigáfu og
andagift. Elsa lifði lífínu ■ lifandi,
hver dagur var henni hátíðisdagur.
Hún unni bókmenntum mjög, um
það vitnar ágætt bókasafn hennar,
þar sem perlur heimsbókmenntanna
er að fínna. Leiklist og tónlist unni
hún einnig. Aldrei stærði hún sig
af þekkingu sinni, því yfírlæti og
hroka þekkti hún ekki. Allt lék í
höndum hennar, hvort heldur hún
fékkst við matseid, hannyrðir eða
skjalavörslu, allt var með sömu
nákvæmninni unnið. Hjá Elsu hafði
allt sinn stað og sinn tíma. Hún
mat hvem hlut að verðleikum, leit-
aði alltaf eftir því j ákvæða og gladd-
ist jaftit yfir því smáa seni_iiinu
stóra, þvílíkur andans jöfur var hún.
Ég var ein þeirra, sem áttu því
láni að fagna að verða henni sam-
ferða um lífsins veg. Fyrir það mun
ég ævinlega þakklát. Alltaf kom
maður ríkari af fundi Elsu, slík var
víðsýni hennar og viska. Sjaldan
eða aldrei hef ég kynnst mann-
eskju, sem betur hlustaði eftir
Blómastofa
FriÖfinns
Suðuriandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
0pi6 öll kvöld
tli kl. 22,- einnig um helgar.
Skreytlngar við öll tllefni.
Gjafavörur.
hjartslætti lffsins og sem betur
gerði sér ljóst, að allt hefur sinn
tíma, hvort sem er gleði eða sorg.
Óhagganlega virðingu bar hún fyrir
almættinu.' Minninguna um látinn
eiginmann og son, sem og aðra
reynslu, varðveitti hún í hjarta sínu
sem hin einu sönnu verðmæti þessa
lífs.
Þegar mikil veikindi Elsu ágerð-
ust fyrr 1 haust, vissi hún að henn-
ar tími var kominn. Hún örvænti
ekki, virðing hennar fyrir almættinu
haggaðist ekki.
Nú fer jólahátíðin í hönd án EIsu.
Verður þá vandfyllt skarð fyrir
skildi. En minningin um þessa
síungu hefðarkonu getur tíminn
ekki frá okkur tekið.
Margrét Schram
Þeim sem þekkja til innviða og
umfangsmikillar starfsemi hjá
Ríkisútvarpinu er það betur ljóst
en flestum öðrum að í svo stórum
fjölmiðlum eru lykilhlutverkin mikl-
um mun fleiri en þau ein sem skip-
uð eru þjóðkunnum svonefndum
útvarps- og sjónvarpsmönnum.
Fjölmargir einstaklingar leggja þar
sitt af mörkum, beint og óbeint, svo
að senda megi út fullbúinn dag-
skrárlið og byðist fáum tækifæri
til upphefðar og sviðsframa á öldum
ljósvakans ef stæði ekki baksviðs,
úr skotmáli almannaróms, starfs-
fólk sem vinnur sitt verk í kyrrþey
og án þess, svo sem eðlilegt má
heita, að nokkur útvarpshlustandi
eða sjónvarpsáhorfandi gefí því sér-
stakan gaum.
Tónlist er veigamikill þáttur í
dagskrá útvarpsins, tónskáldskap-
ur, gamall og nýr, og slagarar
líðandi stundar og dagsins í gær.
Dagskrárgerðarmenn velja og
kynna þetta tónlistarefni og bregða
þannig ljósi oft yfír tilveru æði
margra hlustenda, hvort sem er í
annríki eða hvíld, Verða sumir jafn-
vel landsþekktir fyrir vikið. En
hversu góður sem hann er, dag-
skrárgerðarmaðurinn, þá er það svo
að hann stæði uppi nokkum veginn
bjargarlaus í hljóðritasöfnum út-
varpsins ef hann hefði þar ekki not
af spjaldskrá sem geymir upplýs-
ingar um allt tónlistarefni í þessum
söfnum og vísar til hvar það sé að
fínna. Stofninn í þessu ómetanlega
hjálpartæki dagskrárgerðarmanna
í tónlist, spjaldskránni á plötusafn-
inu, er verk Else Snorrason, eins
af þessum starfsmönnmum Ríkisút-
varpsins sem gegnt hafa lykilhlut-
verki í undirbúningi að dagskrár-
gerð án þess að nafn þeirra hafí
nokkum tímann af þeim sökum
borist til eyma útvarpshlustenda.
Else SNorrason kom til starfa á
tónlistardeild útvarpsins 1. ágúst
árið 1960, var þar í fastri og fullri
vinnu til ársloka 1981 og eftir það
í hlutastarfí næstu fimm ár. Fyrst
sinnti hún ýmsum almennum ritara-
og skrifstofustörfum en að liðnum
nokkrum ámm var henni falið ein-
göngu að halda spjaldskrár yfír
hljómplötusafn útvarpsins. Spjald-
skrá yfír erlendar hljómplötur var
þá tæpast mikið meira en nafnið
og spjaldskrá yfír íslenskar hljóm-
plötur var engin til, hvorki í útvarp-
inu né annars staðar. Else hafði
ekki aflað sér neinnar sérmenntun-
ar til verkefnis af þessu tagi en hún
hafði allt til að bera, sem auðkenn-
ir góðan spjaldskrársmið, ná-
kvæmni, vandvirkni, elju og áhuga.
Hún afiaði sér þeirrar verkkunn-
áttu, sem til þurfti, og hófst síðan
handa við að skrá hljómplötur í
safni útvarpsins og skilaði þar
brautryðjendaverki sem sérhver út-
lærður bókasafnsfræðingur mætti
vera fullsæmdur af.
Else slakaði aldrei á kröfum til
sjálfrar sín en sérstakan metnað
lagði hún í spjaldskrá um íslenskar
hljómplötur sem var engin til á
landinu þegar Else byijaði að skrá
inn í safti útvarpsins. Hún skráði á
sérstakt spjald sérhvert einstakt lag
á sérhverri íslenskri hljómplötu,
sem barst henni í hendur, og með
hveiju slíku lagi fylgdi sérstakt
spjald um höfund lags, textahöfund
og um hvem einstakan flytjanda.
Spjöld, sem þannig varð að fylla
út vegna einnar hljómplötu, gátu
iðulega orðið margir tugir, stundum
á annað hundrað. Var þetta að von-
um mjög seinunnið verk og bætti
ekki úr skák að upplýsingar á
íslenskum útgáfuplötum voru oft
af skomum skammti og stundum
hreint ekki réttar svo að dijúgur
tíma gat farið í að afla nauðsyn-
legra staðreynda til skráningar og
lagfæra villur. En Else var þaulsæt-
in yfír hljómplötum sínum, ritvél
og spjöldum og skráin yfír íslenskar
útgáfiiplötur varð smám saman
mikið verk, nákvæmt og áreiðanlegt
og afar þægilegt í notkun. Sagði
Else einhveiju sinni, þegar dró að
starfslokum hjá útvarpinu, að
íslenska spjaldskráin væri stolt sitt
og eftirlæti. Mátti hún vissulega
vera hreykin af og á mikla þökk
skilda fyrir þessa einstæðu skrá.
Dagskrárgerðarmenn í tónlist og
aðrir, sem ieita tónlistarefnis í
hljómplötusafni útvarpsins, njóta
einnig að sjálfsögðu verkanna henn-
ar Else þar sem erlendar hljómplöt-
ur eiga í hlut. Hún skráði þær að
mestu ein fyrstu árin, sem hún
vann að safninu, en síðar, þegar
safnið tók að vaxa svo um munaði,
hafði hún aðstoðarfólk og starfaði
eftir það einkum við skráningu á
íslenskum útgáfuplötum og eriend-
um hljómplö.tum með sigildri tónlist
auk þess sem hún hafði með hönd-
um verkstjórn og yfírumsjón með
allri hljómplötuskráningu.
Spjaldskrámar, sem Else átti
þannig ýmist beinan eða óbeinan
hlut að í tvo áratugi, eru enn í
notkun, og þó að liðin séu sjö ár
síðan hún hætti fullu starfí og fór
að skrá sér til dundurs í ellinni,
eins og hún lýsti því sjálf, þá iíður
svo vart klukkustund, þar sem rýnt
er í spjaldskrámar á safndeild hins
nýja útvarpshúss, að dagskrárgerð-
armaður hafí ekki not af handverk-
um Else Snorrason.
Við, sem unnum með Else á tón-
listardeild, hvort sem kynni okkar
af henni urðu löng eða allt of
skammvinn, þurfum hins vegar ekki
að leita í spjaldskrá eftir minningum
um þessa mætu konu; þær munu
ætíð fylgja okkur. Hún var einstakl-
ingur sem setti ávallt sterkan svip
á umhverfí sitt og að auki vinnufé-
lagi eins og þeir geta bestir orðið.
Hún var hjálpsöm, hjartahlý, glað-
sinna, ör og kát. Hún var uppfull
af húmor og kveikti margan hlátur-
inn og brosið framan í depurðar-
stirðum andlitum okkar hinna á
dauflegum degi. Þær eru ótal marg-
ar minningarnar frá liðnum árum
á tónlistardeild, þar sem má enn
heyra i fylgsnum hugans hvellan
hlátur hennar, glettur og gaman-
yrði, og fyrir þessar dýrmætu
stundir og alla samveruna með Else
er ljúft að þakka nú um teið og við
vottum dætrum hennar og öðrum
vandamönnum okkar dýpstu sam-
úð.
Samstarfsfólk á tónlistardeild
t
HALLDÓR BENJAMÍN SÆMUNDSSON
verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 24. nóv-
ember kl. 13.30.
Slgrfður Knudsen,
ElnarTr. Einarsson.
t
Þökkum innilega samúð og vináttu við andlát og útför dóttur
ukkar, systur, mágkonu og frænku,
ODDNÝJAR JÓNASDÓTTUR,
Þrúðvangi 10,
Hellu.
Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki Vífilsstaðaspítala.
Guðrún Árnadóttlr, Jónas Helgason
Særún Jónasdóttir, Kjartan Sigurðsson,
Helgi Jónasson, Bodil Mogensen,
og frændsystkini.
Birtíng afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur aftnælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á
2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafti-
arstræti 85, ALkureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að
berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek-
in til birtingar frumort Ijóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð
eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir
ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist
undir fullu naftii höfundar.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar
greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar af-
mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð
og með góðu línubili.
Legsteinar
HARGAR GERÐIR
Marmorex/Gmít
Steinefnaverksmiðjan
Helluhrauni 14, sími 54034
222 Hafnarfjörður
t
Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúö og
hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
MAGNÚSÍNU B. JÓNSDÓTTUR,
Njðlsgötu 64.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki deildar 2b á Landakots-
spítala fyrir frábæra umönnun.
Sigurður Runólfsson, Fjóla Ágústsdóttir,
Runólfur Runólfsson, Margrét Jóna Finnbogadóttir,
Vilborg Runólfsdóttir, Guðmundur H. Einarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir samúðarkveðjur og vinarhug til okkar í veik-
indum og við andlát og útför
ÁRNAÁ. HRAUNDAL
frá Lækjarhvammi.
Svanborg Guðmundsdóttir,
Helga Árnadóttir,
Ragnar Ámason,
Vignir Arnason,
tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinar-
hug við andlát og útför
ANDRÉSAR ÁRNASONAR
húsasmíðameistara
frá Vlk f Mýrdal,
Kirkjugerðl 14, Vogum.
Halldóra Davfðsdóttlr,
Arnbjörg Andrósdóttir,
Davfð K. Andrósson,
Elfnborg H. Andrósdóttir, Arni Jóhannsson,
Hannes B. Andrósson, Ingibjörg Jóna Baldursdóttir,
Guðmundur Andrósson, Guðrún Jónsdóttlr
og barnabörn.
Erfidrykkjur í hlýju
og vinaiegu
umhverfi,
Salirfyrir 20-25
Veitingahöllinni
Veitingahöllin
S: 685018