Morgunblaðið - 22.11.1988, Side 58
Morgunblaðið/Þorkell
Frá flokksþingi framsóknarmanna á Hótel Sögu. Fremst sitja Sigrún
Sturludóttir, Gerður Steinþórsdóttir og Asta Ragnheiður Jóhannes-
dóttir.
Hvatt til breytinga
á búvörulögunum
Bæði Jónas og Valur lögðu til að
búvörulögunum frá 1985 yrði breytt
og aftur yrði tekið upp umboðssölu-
kerfi, þar sem núverandi kerfi ætti
þátt í því að afurðafélögin gætu
ekki starfað. Valur sagði að ekki
hefði aðeins komið í ljós, að loforð
um, að fjármagn yrði tryggt til að
staðgreiða bændum afurðir, hefðu
verið brotin, heldur hefði komið í
Ijós að afurðastöðvamar hefðu
klemmst á milli framleiðenda, sem
vildu fá sem mest fyrir afurðina og
neytenda sem vildu borga sem
minnst.
„Það var hundruð milljóna tap á
sláturhúsunum verðlagsárið
1987-88 og það er bullandi tap á
mjólkurstöðvunum á þessu ári, og
ég óttast að það sé verulega meira
en verðjöfnunarsjóður geti staðið
undan. Það þjónar engum hagsmun-
um, síst af öllu bænda, að afurðar-
stöðvamar veslist upp í taprekstri.
Það hryggilega sem gerðist, við
setningu búvömlaganna 1985 var
það, að bændasamvinnan um úr-
vinnslu og sölu sinna afurða var
nánast lögð af,“ sagði Valur.
Úreldingarsjóður
dreifbýlisverslunar
Hann sagði einnig að þjóðfélags-
þróunin hefði orðið til þess að dreif-
býlisverslunin væri að veslast upp.
Hann lagði til að stofnaður yrði úr-
eldingarsjóður, sem í rynni „örlítið
prómill" af verslunarrekstri í
landinu, til þess að kaupa upp dreif-
býlisverslanir í litlum byggðarlögum
sem hefðu engan rekstargmnn leng-
ur. Ef verslunarþjónusta þætti nauð-
synleg út frá byggðasjónarmiði,
gæti sjóðurinn leigt eða lánað hús-
næðið undir nauðsynlega verslunar-
þjónustu í viðkomandi byggðum.
Steingrímur Hermannsson hafði í
setningarræðu sinni viðrað hug-
myndir um að dreifbylisverslun yrði
aðstoðuð af hinu opinbera. Valur
sagði að þar, sem dreifbýlisverslun
væri á sæmilegum gmnni, þyrfti hún
samt á styrk að halda, til dæmis í
formi innheimtulauna af söluskatti
og vaxtaívilnana.
Á flokksþinginu var lítið fjallað
um þau viðkvæmu mál, sem uppi
em milli ríkisstjronarflokkanna, svo
sem um utanríkismál og álmálið.
Nokkrir lýstu þó yfír stuðningi við
þá stefnu, sem Steingrímur Her-
mannsson fylgdi sem utanríkisráð-
herra, og í stjómmálaályktun var
bætt setningum úr stjómarsáttmál-
anum, um endurskoðun vamar-
samningsins, og að ekki yrðu gerðir
nýir samningar um meiriháttar hem-
aðarframkvæmdir.
Um stóriðju segir í atvinnumálaá-
lyktun: „Stóriðju ber að skoða vand-
lega og fordómalaust á hveijum tíma
sem hugsanlega viðbótarstoð undir
þjóðarbúið. Flokksþingið leggur
áherslu á að kannaðir verði vandlega
möguleikar á uppbyggingu, úr-
vinnslu og samsetningariðnaðar í
tengslum við hugsanlega stjóriðju."
í upphaflegum drögum var tónninn
mun neikvæðari og m.a. bent á að
stóriðja væri einhver dýrasta leið
sem völ væri á til að skapa ný störf,
auk þess sem orkusala til erlendrar
stóriðju virtist ekki vera arðbær.
Verkalýðsmál
hornreka?
Á flokksþinginu lýstu nokkrir
ræðumenn yfir áhyggjum sínum með
stöðu verkalýðsmála í flokknum.
Þannig sagði Hrólfur Ölversson að
verkalýðsmálum væri sérstaklega
illa sinnt í flokknum og Eíríkur Vals-
son sagðist skammast sín fyrir að
vera framsóknarmaður þegar verið
væri að ræða launamálapólitík.
Framsóknarkonur í flokknum voru
með sérstaka undirskriftarsöfnum
þar sem skorað var á Þóru Hjalta-
dóttur, forseta Alþýðusambands ís-
Iands, að gefa kost á sér í embætti
varafoseta Alþýðusambands íslands.
í drögum að ályktun um atvinnu-
mál var sérstakur kafli um stöðu
kjaramála, þar sem segir m.a.: „Þeg-
ar ný ríkisstjóm vinstri aflanna í
þjóðfélaginu var mynduð nú í haust
birti yfír mörgum, sem nú sjá bjart-
ari framtíð, Ekki lofuðu fyrstu að-
gerðir þó góðu þegar framlengd voru
lög um afnám samningsréttarins
fram á næsta ár. Skiptar skoðanir
eru innan verkalýðshreyfíngarinnar
um þetta atriði, en fleiri eru þeir sem
telja að ekki sé hægt að búa við
slík afarkjör. Samningsrétturinn er
heilagur og ekki verslunarvara.
Verkalýðshreyfing, sem sífellt
stendur frammi fyrir því að samn-
ingar eru ógildir eða jafnvel að hún
er svipt samningsréttinum er lítið
betur á vegi stödd en pólska verka-
lýðyhreyfingin."
f endanlegri gerð atvinnumála-
ályktunar var allur þessi kafli endur-
skrifaður, vegna þess að hann þótti
stinga í stúf við anda ályktunarinnar
í heild, og bar þá yfirskriftina: Mál-
efni vinnumarkaðarins. Það voru
Þórður Ólafsson, miðstjómarmaður
í Alþýðusambandinu, og Þóra
Hjaltadóttir sem skrifuðu upphaf-
lega kaflann, en samkvæmt upplýs-
ingum Morgunblaðsins sáu m.a.
starfsmenn Vinnumálasambands
Samvinnufélaganna um endursamn-
inguna.
Stuðningur við þriðjá
sljórnsýslukerfið
í drögum að stjómmálaályktun
þingsins var lýst yfir stuðningi við
þriðja stjómsýslustigið í því skyni
að flytja þjónustustarfsemi eins og
frekaast væri unnt út á land og
auka sjálfstæði sveitarfélaga.
Alexander Stefánsson alþingis-
maður sagðist hafna því að einhliða
væri sett í stjómmálayfírlýsinguna
viljayfirlýsing um þriðja stjómsýslu-
stigið, áður en farið hefði fram í
flokknum nákvæm útfærsla á því
hvað við væri átt og hvort það hent-
aði hér á landi.
Ólafur Þ. Þórðarson sagði að
þriðja stjómsýslustigið væri þvert á
móti nauðsynlegt til að vinna gegn
miðstýringu. Fleiri tóku til máls um
þetta, en niðurstaðan varð sú að
setningunni í ályktuninni var breytt
þannig að talið væri rétt að vinna
að því að þriðja stjómsýslustiginu
væri komið á fót.
Nokkrar umræður urðu um
byggðamál, og vildu margir draga
úr þeirri togstreytu sem ríkti milli
höfuðborgarsvæðisins og lands-
byggðarinnar. Sigrún Magnúsdóttir
borgarfulltrúi í Reykjavík benti m.a.
á að Reykjavíkurborg þyrfti mikið
flármagn til að halda uppi félags-
legri þjónustu.
Hún vitnaði í nýútkomna Árbók
sveitarfélaga þar sem taldar eru upp
íj'árfestingar á íbúa í ýmsum sveitar-
félögum. Þannig væru til dæmis fjár-
festingar í Reykjavík 13300 krónur
á íbúa, í Grindavík 26600 krónur, í
Hvolhreppi 22187 krónur, í Stöðvar-
hreppi 23678 krónur, á Siglufjirði
27595 krónur, á Ólafsvík 34000
krónur og á Bíldudal 37526 krónur.
Framlag sömu sveitarfélaga til
félagsmála en í Reykjavík 17589
krónur á íbúa, Grindavík 8189 krón-
ur, Hvolhreppi 6900 krónur Stöðvar-
firði _ 13900 kr., Siglufírði 10400
kr., Ólafsvík 9300 kr. og á Bíldudal
10200 krónur.
Umhverfísmál í
félagsmálaráðuneyti
Nokkur umræða varð um um-
hverfísmál og upplýsti Steingrímur
Hermannsson m.a. að hann myndi
á ríkistjómarfundi í þessari viku
leggja fram tillögu um það í ríkis-
stjóminni, að sérstök deild, sem
Qalli um umhverfismál, yrði sett upp
í félagsmálaráðuneytinu, sem heiti
þá félags- og umhverfisráðuneyti.
Steingrímur sagði að samkvæmt
tillögum sínum færi Náttúruvemd-
arráð til þessa ráðuneytis. Þar yrðu
tekjar ákvarðanir um vemdun dýra
í útrýmingarhættu, mengunardeildir
Siglingarmálastofnunar og Holl-
ustuvemdar.
Gert yrði ráð fyrir því að um-
hverfísmáladeildin geti ákveðið að
loka verksmiðjum, eða komið í veg
fyrir mengun frá þeim og einnig
ákveðið að takmarka þurfi beit á
ákveðnum svæðum. Hugmyndin
væri að leitað verði umsagnar við-
komandi fagráðuneyta í slíkum mál-
um, og ef deilur yrðu, mætti vísa
þeim til forsætisráðherra.
Steingrímur sagði að gert væri
ráð fyrir því að landgræðslan og
skógræktin yrðu áfram í landbúnað-
arráðuneyti, því það væri kappsmál
þeirra sem ættu að nýta landið, að
bæta þann þátt.
Gissur Pétursson formaður Sam-
bands ungra framsóknarmanna
sagði að landbúnaðarráðuneytið
hefði staðið gegn því að landgræðsla
og skógrækt flyttust til nýs um-
hverfísráðuneytis. „Það er ekkert
umhverfísráðuneyti sem hefur ekki
einmitt þessar deildir undir sínum
hatti. Og þegar þessi skammtíma-
sjónarmið verða yfirunnin þá fara
þessar deildir þar inn. Öðruvísi getur
markviss stjóm umhverfismála ekki
orðið," sagði Gissur.
58
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1988
20. flokksþing Framsóknarflokksins
Frj álshyggj an varð síð-
ustu rí kisstj órn að falli
-segir í stjórnmálaályktun þingsins
20. FLOKKSÞING Framsóknarflokksins einkenndist öðru fremur af
orðinu „frjálshyggja“ og varð þetta orð að einskonar samnefiiara
fyrir allt sem flokkurinn berðist gegn. Steingrimur Hermannsson
formaður flokksins gaf tóninn í setningarræðu sinni, þegar hann sagði
að hin dauða hönd fijálshyggjunnar hefði orðið atvinnuvegunum þung.
Einkunnarorð þingsins voru: Fyrirhyggja í stað fijálshyggju, og stjórn-
málaályktun þingsins hefst síðan á þessum orðum: Fijálshyggjan varð
síðustu ríkisstjórn að falli. Margir ræðumenn lýstu yfir ánægju sinni
með myndun núverandi ríkisstjómar og endurnýjaða pólitíska vináttu
Framsóknarflokksins og Alþýðuflokks. Sú vinátta var raunar undir-
strikuð með þvi að formenn flokkanna heimsóttu flokksþing hvors
annars.
Eins og rakið var í Morgunblaðinu
á laugardag, urðu margir ræðumenn
á þinginu til þess að taka undir orð
Steingríms Hermannsonar, að fijáls-
hyggjan og fyrirhyggjuleysið í
síðustu ríkisstjóm hefðu nær gengið
frá atvinnuvegunum dauðum og því
hefði verið nauðsynlegt að breyta
um samstarfsflokka í ríkisstjórií.
Margir tóku til dæmis fram, að þeir
hefðu í sjálfu sér ekkert á móti Sjálf-
stæðisflokknum í sjálfu sér, heldur
þeim fijálshyggjuöflum sem þeir
sögðu að réðu þar ríkjum og hefðu
komið í veg fyrir raunhæfar efna-
hagsaðgerðir í síðustu ríkisstjóm.
Olafur Þ. Þórðarson alþingismað-
ur, sem hætti að styðja síðustu ríkis-
stjóm í fyrravor, sagði m.a. að harð-
ar deilur hefðu orðið í þingflokki
framsóknarmanna hvenær flokkur-
inn ætti að fara út úr stjóminni.
Ólafur sagði einnig að aðalhættan
núna væri ekki fijálshyggjan í Sjálf-
stæðisflokknunm, heldur fijáls-
hyggjan innan núverandi ríkisstjórn-
ar. Hann benti á að æðsti maður
viðskiptamála í landinu réði því
umfram alla aðra hvað bankamir
gerðu varðandi fyrirmæli ríkistjóm-
arinnar í vaxtamálum, og spurði
hvers vegna þeir drægju lappimar í
þeim efnum.
Hert upp á stjóm-
málaályktun
Stjómmálaályktun þingsins tók
talsverðum breytingum frá upphaf-
legum drögum, eftir því sem leið á
þingið, og varð talsvert harðorðari
í garð „fijálshyggjuaflanna" endan-
legri mynd, en í upphaflegri. Á ein-
um stað var þó orðalaginu: „blasir
við þjóðargjaldþrot", sem Steingrím-
ur Hermannsson hafði áður notað í
ræðu sinni, breytt í „blasir við efna-
hagslegt hrun“.
Umræða um atvinnumál var
nokkuð áberandi á þinginu en hún
var nokkuð almenns eðlis. Málefni
sjávarútvegsins voru nokkuð rædd,
eins og m.a. var gert grein fyrir í
blaðinu á laugardag. Þá hvatti Níels
Ámi Lund deildarstjóri til þess,
snemma á þinginu, að ræddir yrðu
þeir miklu erfíðleikar, sem sam-
vinnuhreyfíngin ætti við að etja, en
þau mál voru samt ekki mikið til
umræðu. Valur Amþórsson stjómar-
formaður Sambandsins lýsti þó mikl-
um erfíðleikum, sem bæði afurðasöl-
ur landbúnaðarafurða og dreifbýlis-
verslun ættu við að stríða, og Jónas
Jónsson búnaðarmálastjóri hafði áð-
ur sagt að kaupfélögin og afurða-
sölufélögin væru unnvörpum að fara
á höfuðið.
Miðsljórn Framsóknarflokksins:
Þóra Hjaltadóttir fékk flest atkvæði
Valur Amþórsson og Guðjón B. Ólafsson með jafnmörg atkvæði
ÞÓRA Hjaltadóttir forseti Alþýðusambands Norðurlands varð efst i
miðstjórnarkjöri Framsóknarflokksins á flokksþinginu um helgina.
Þóra fékk 324 atvæði en Jóhann Pétur Sveinsson lögmaður fékk 279
atkvæði. í þriðja og flórða sæti voru Valur Amþórsson stjómarformað-
ur Sambandsins og Guðjón B. Ólafsson forstjóri Sambandsins með 263
og 260 atkvæði.
Flokksþingið kaus 25 manns í
miðstjóm og 14 þeirra sem nú voru
kosnir sátu ekki í síðustu miðstjóm.
í sætum 5-25 voru: Drífa Sigfús-
dóttir, Haukur Halldórsson, Jónas
Jónsson, Hafsteinn Þorvaldsson,
Sigrún Magnúsdóttir, Ingvar Gísla-
son, Þórunn Guðmundsdóttir, Pétur
Bjamason, Magnús Ólafsson, Krist-
inn Finnbogason, Helgi Bergs, Sverr-
ir Sveinsson, Hrólfur Olversson,
Þórdís Bergsdóttir, Ásta Ragnheiður
Jóhannesdóttir, Níels Ámi Lund,
Guðrún Alda Harðardóttir, Guðrún
Jóhannsdóttir, Gerður Steinþórsdótt-
ir, Sveinn Bemodusson og Oddný
Garðarsdóttir.
Guðlaug Bjömsdóttir var með
fleiri atkvæði en Oddný en vegna
reglu um að minnsta kosti 7 mið-
stjómarmenn skuli vera úr hópi yngri
flokksmanna, fór Oddný upp. Yfir
70 atkvæði voru ógild í kjörinu vegna
þess að ekki var merkt við nægilega
marga af yngri kynslóðinni.
Við miðstjómarkjör á síðasta
flokksþingi bundust landsbyggðar-
menn samtökum þannig að 15 af 25
fulltrúum komu í þeirra hlut. Þá
náðu Sigrún Magnúsdóttir, eini borg-
arfulltrúi framsóknarmanna, Helgi
Bergs bankastjóri og Erlendur Ein-
arsson þáverandi forstjóri Sam-
bandsins ekki kjöri. í kosningunum
nú höfðu landshlutamir einnig
bandalag sín á milli, og konur og
yngri menn reyndu að auka sinn hlút.
Niðurstaðan varð sú að flestir hópar
fengu nokkumveginn sama fulltrúa-
flölda, og bæði Sigrún og Helgi kom-
ust í miðstjóm aftur.
Sjö af fímmtán, sem sóttust eftir
endurkjöri í miðstjómina, féllu. Þar
má nefna Ragnheiði Sveinbjöms-
dóttur vararitara flokksins, Jón
Sveinsson aðstoðarmann forsætis-
ráðherra og Markús Á Einarsson
veðurfræðing.