Morgunblaðið - 22.11.1988, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1988
59
Nokkuð var rætt um flokksmál, og
m.a. samþykkt að sett verði á stofn
sameiginleg þjónustumiðstöð í
Reykjavík fyrir stofnanir flokksins,
og þaðan verði flokksstarfíð um allt
land skipulagt. Endurvakinn yrði
stjómmálaskóli Framsóknarflokks-
ins, og áróðursstarf og kynningar-
starf flokksins yrði einnig eflt. Þá
haldi þingflokkurinn vinnufundi á
haustin áður en þing kemur saman,
og undirbúi í sameiningu málflutn-
ing og stefnumörkun.
Samþykkt var tillaga um nefnd
sem endurskipuleggi flokksstarfíð
frá grunni í ljósi nýrra viðhorfa, og
verða í nefndinni formenn kjör-
dæmasambandsanna, Landssam-
bands framsóknarkvenna og Sam-
bands ungra framsóknarmanna.
Talsverð umræða var um jafnrétt-
ismál í flokknum. Eiríkur Valsson
vakti fyrst athygli á því að Tíminn,
málgagn Framsóknarflokksins,
hefði á laugardag birt mynd frá
þinginu þar sem sáust eintómir karl-
menn. Hann spurði síðan hvar kon-
umar væru í flokknum og hvort
karlar væru hræddir við að missa
einhver völd.
Magdalena Sigurðardóttir minnt-
ist einnig á forsíðu Tímans og spurði
hvort þetta væri sú ásýnd sem ætl-
unin væri að hafa á flokknum.
Steingrímur Hermannsson sagði
það ótrúlegt að ekki væri hægt að
taka mynd á mörghundruðmanna
fundi nema af nokkrum köllum. „Ég
trúði þessu ekki þegar ég sá blaðið
í morgun," sagði Steingrímur.
Eiríkur Valsson lagði síðan fram
tillögu um nefnd sem skoðaði jafn-
réttismál í flokknum og hefði fjögur
ár til að koma því í kring. Nokkrar
umræður urðu um þessa tillögu, og
sagði Ólafur Þ. Þórðarson m.a. hann
treysti sér varla til að eiga heima í
þessum flokki, ef flokksþingið sam-
þykkti tillögu sem segði að ekki
væri jafnrétti í flokknum. Á endan-
um var samþykkt að vísa tillögunni
breyttri til nefndarinnar, sem á að
endurskipuleggja flokksstarfið.
GSH
Erfiðléikarnir sam-
I
eina flokkana núna
- sagði Jón Baldvin á flokksþingi framsóknarmanna
Morgunblaðið/Bjami
Jón Baldvin Hannibalsson og Steingrímur Hermannsson og eiginkon-
ur þeirra, Bryndís Schram og Edda Guðmundsdóttir, á flokksþingi
Framsóknarflokksins. Bryndís heldur á gjöf sem Steingrímur af-
henti Jóni: mjólkurglösum með merki Framsóknarflokksins. Til stóð
að gefa Jóni Baldvin skóflu til að moka með út úr framsóknarfjós-
inu en af því varð ekki.
Jón Baldvin Hannibalsson form-
aður Alþýubandalagsins ávarp-
aði flokksþing Framsóknar-
flokksins sl. laugardag og sagði
að erfíðleikarnir væru það sem
sameinuðu þessa tvo flokka
núna.
Eftir að Unnur Stefánsdóttir
fundarstjóri hafði beðið Jón Baldvin
velkominn í framsóknarfjósið, sagði
hann að það hefði þótt saga til
næsta bæjar ef hann hefði ávarpað
flokksþing framsóknarmanna fyrir
tveimur árum, og ekki síður ef sú
heimsókn hefði verið endurgoldin.
Hann benti þó á, að flokkamir
væru greinar af sama meiði og
ættu sér sameiginlegan hugmynda-
smið, Jónas frá Hriflu.
Jón Baldvin sagði að samstarf
flokkanna hefði verið hálf stirt við
myndun ríkisstjórnar Þorsteins
Pálssonar. Síðan héfði margt breyst
að fenginni reynslu. „Reynslan af
samstarfinu í seinustu ríkisstjóm
kenndi okkur það, að Framsóknar-
flokkurinn er agaður flokkur, hann
er nokkuð rausær flokkur og Fram-
sóknarflokkurinn er undir sterkri
forustu. Það er hægt að gera sam-
komulag við framsóknarmenn, jafn-
vel í erfiðum ágreiningsmálum, og
hingað til er mín reynsla sú, að það
stendur. Þessi reynsla leiddi flokk-
ana smám saman sarnan," sagði Jón
Baldvin.
Hann sagði fráleitt að flokkarnir
hefðu leyst sín ágreiningsmál, m.a.
í landbúnaðarmálum. En erfiðleik-
arnir sameinuðu flokkana sérstak-
lega núna. Sjálfstæðisflokkurinn
væri lagstur við stjóra og áhöfnin
til kojs, á sama tíma og stýra þyrfti
skipi af kunnáttu og fagmennsku
gegnum brot. Því væri það þjóðar-
nauðsyn að flokkarnir vinstra meg-
in við miðju efldu með sér samstarf.
Jón rifjaði upp að samstarf Ál-
þýðuflokks og Framsóknarflokks
hefði tekist best í ríkistjóminni á
árinum 1934-37, í heimskreppn-
unni. „Ég kalla þessa ríkisstjórn
einu vinstri stjómina sem rís undir
nafni hingað til en nú er vonandi
ein önnur i uppsiglingu," sagði Jón
Baldvin Hannibalsson.
Atvinnu-, gengis- og kjaramál:
Viðræður teknar upp við for-
ustu launþega og atvinnurekenda
-segir Steingrímur Hermannsson
STEINGRÍMUR Hermannsson forsætisráðherra segist ætla að taka
upp viðræður við forustu launþega og atvinnurekenda, að loknu þingi
Alþýðusambands íslands og leggja þar fram upplýsingar um stöðu
atvinnuveganna, m.a. með tilliti til gengismála og kjaramála. Hann
segir að rikisstjómin muni endurskoða gengismálin upp úr áramótum
m.a. með hliðsjón af verðþróun á erlendum mörkuðum, og segir ríkis-
stjórnina ekki vera fastgengisstjórn heldur skynsemisgengisstjórn.
Á flokksþingi Framsóknarflokks-
ins sagði Valur Amþórsson stjómar-
formaður Sambandsins að á fast-
gengistímum hefðu æðar atvinn-
ulífsins verið opnaðar og því látið
blæða. Nauðsynlegt væri að fella
gengið um 10-20% til að leiðrétta
grundvöll útflutningsatvinnuveg-
anna. Fleiri tóku í sama streng á
þinginu.
Þegar Morgunblaðið bar þetta
undir Steingrím sagðist hann vilja
vekja athygli á því, sem bæði Valur
og aðrir hefðu sagt, og kæmi raunar
líka fram í ályktun SH, að nauðsyn-
legt væri að áhrif gengisfellingarinn-
ar yrðu tekin út úr þáttum atvinn-
ulífins. „Það þýðir í fyrsta lagi að
laun mega ekki hækka. í öðru lagi
að verðlagi verði haldið niðri, og í
þriðja lagi skil ég það svo, þó að
margir séu feimnir við að nefna
það, að áhrifin á fjármagnskostnað
verði einnig tekin út. Þ.e. þegar
verðbólga færi upp myndu kjörin
einnig skerðast hjá fjármagnseig-
endum og vextir yrðu neikvæðir ein-
hveija mánuði.
Ég hef sagt að gengisfelling, sem
stuðlar að mismun á launum og fjár-
magnskostnaði og öllum þeim erfið-
leikum sem því fylgja kemur ekki
til greina að mínu mati. Ég skal
ekkert segja hvað verður í framtíð-
inni. Við þurfum að meta þessa stöðu
mjög vandlega eftir áramótin m.a.
með tillits til verðlags erlendis. Þetta
er ekki fastgengisstjóm sem núna
situr, heldur skynsemisgengis-
stjóm," sagði Steingrímur
Steingrímur sagði um flokks-
þingið að það hefði fyrst og fremst
sýnt góða samstöðu meðal fram-
sóknarmanna. „Hún er miklu meiri
nú en stðustu mánuðina; við héldum
til dæmis miðstjómarfund í apríl þar
sem urðu mjög harðar umræður og
miklar áhyggjur komu fram vegna
stöðu atvinnuveganna., Áhyggjum-
ar komu ekki síður fram núna eins
og fjölmargar ræður á þinginu báru
vitni, en ég held að framsóknarmenn
séu samt miklu bjartsýnni og treysta
því að ríkisstjórnin muni miklu
ákveðnar á þeim málum en sú
síðasta. Menn eru ánægðir með
þessa ríkisstjóm,u sagði Steingrím-
ur.
—Gissur Pétursson formaður
Sambands ungra framsóknarmanna
sagði í ræðu að þetta flokksþing
væri marklaust ef ekki kæmi þar
skýrt fram, hvemig ríkisstjómin
ætlaði að bregðast við þegar verð-
stöðvunartímabilinu lyki í vor. Kom
þetta fram á þinginu?
„Einu sinni starfaði ég ungur
maður í flokknum og starfaði alveg
eins: hlutirnir urðu að gerast fljótt
og helst í gær. Það er alltaf gott
að hafa slíkar raddir, til að við höld-
um vöku okkar. En staðreyndin er
sú að í svona flóknum málum eins
og nú eru, þá ákveða menn ekki
hvað gert verður í mars-apríl.
STEINGRÍMUR Hermannsson
forsætisráðherra var endurkjör-
inn formaður Framsóknar-
flokksins á flokksþinginu um
helgina, með 292 atvæðum af 302
eða 96,68% atkvæða. Halldór
Ásgrímsson sjávarútvegsráð-
herra var endurkjörinn vara-
formaður, Guðmundur Bjarna-
son heilbrigðisráðherra var end-
urkjörinn ritari og Finnur Ing-
ólfsson aðstoðarmaður heilbrigð-
isráðherra var endurkjörinn
gjaldkeri.
Í formannskjörinu fékk Halldór
Ég svaraði Gissuri og benti honum
á ýmislegt sem væri verið að gera.
Það eru líklega að byija í þessari
viku skuldbreytingar í atvinnutrygg-
inarsjóði upp á 5-6 milljarða, við
borgum 5% uppbót á fryrstinguna,
við vinnum að því að lækka vextina
og þeir munu lækka, ef ekki með
góðu þá með illu. Það er einnig ver-
ið að vinna miklu betur að athugun
á því hvemig staðan er og það tel
ég vera það mikilvægasta," sagði
Steingrímur Hermannsson.
Ásgrímsson 5 atkvæði, Þorsteinn
Ólafsson 2 og Valgerður Sverris-
dóttir og Finnur Ingólfsson eitt
hvort. I varaformannskjöri fékk
Halldór Ásgrímsson 284 atkvæði
af 301 eða 94,35%, en átta aðrir
fengu einnig atkvæði. Guðmundur
Bjamason fékk 276 atkvæði af 298
í ritarastarfið, og Finnur Ingólfsson
fékk 211 af 306 atkvæðum í gjald-
kerastarfið.
Ragnheiður Sveinbjömsdóttir
var endurkjörin vararitari flokksins
og Sigrún Magnúsdóttir var endur-
kjörin varagjaldkeri.
Öll flokksstjórn-
in var endurkjörin
Sigluflörður:
Brotist
inn í Bíó-
barinn
Siglufirði.
BROTIST var inn í Bíóbarinn
aðfaranótt sunnudags. Brotinn
var stór sýningargluggi og farið
þar inn.
Ekki var fullljóst í gær hveiju
hafi verið stolið en lögreglan náði
þeim sem þama vom að verki strax
á sunnudag. —
Matthias
Viðauki um
barnaskóla
Húsavíkur
í frásögn minni af 80 ára af-
mæli bamaskóla Húsavíkur í blað-
inu á fimmtudag féll niður að geta
þess að einn af forgöngumönnum
þessa mikla átaks, sem bygging
skólahússins var á þeim tíma, var'
þáverandi skólastjóri skólans,
Valdimar V. Snævarr. Végna sér-
stakra færslna dagbóka hans em
til skráðar merkar heimildir um
sögu skólans og þróun skólamála á
Húsavík frá þeim tíma. Frásögnin
er byggð á þeim heimildum.
Valdimar var skólastjóri á
Húsavík frá 1903 til 1914 að hann
fluttist til Norðfjarðar og var skóla-
stjóri þar til ársins 1943 og á hann
merkan þátt i sögu skólamála okk-
ar Islendinga.
- Fréttaritari
stund í Regn-
boganum
Regnboginn hefúr tekið til sýn-
inga kvikmyndina „Örlagastund"
(A Time of Destiny) með William
Hurt, Timothy Hutton og Melissa
Leo í aðalhlutverkum. Leikstjóri
er Gregory Nava.
Myndin íjallar um ungan mann,
Martin, sem ætlar sér að hefr.a fyrir
föður sinn, Jorge, og drepa Jack, til-
vonandi mág sinn. Jorge var mót-
fallinn ráðahag Martins og dóttur
sinnar, Josephine, og fór að ná í
Josephineþegar hún og Jack hlupust
á brott. Á heimleiðinni veitti Jack
þeim eftirför en bifreið feðginanna
lenti út af veginum, Jorge dó en
Jack bjargaði Josephine.
(Fréttatilkynning)
..-.♦
Fóstrur
marka
stefiiuna
Fulltrúaráð Fóstrufélags íslands
hefúr markað stefnu félagsins í
fag- og kjaramálum.
Fulltrúaráðið telur meðal annars
að menntun fóstra eigi að vera á
háskólastigi og fagnar ákvæði í
málefnasamningi ríkisstjórnarinnar
um rammalöggjöf um forskólastig-
ið.
Skorað er á ríkisstjórnina að leið-
rétta kjör láglaunafólks og að end-
urskoða það mat sem lagt er til
grunavallar þegar störf eru metin
til launa.
Kvikmynd
in Orlaga-