Morgunblaðið - 30.11.1988, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
275. tbl. 76. árg.
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1988
Prentsmiðja Morgfunblaðsins
Afganistan:
Semja Sovétmenn
við skæruliðana?
Islamabad. Reuter.
AFGANSKIR skæruliðar sögðu í
gær, að á döfinni væru beinar við-
ræður við háttsetta, sovéska
sendinefiid, þær fyrstu síðan
Rauði herinn réðst inn í Afganist-
an fyrir tíu árum.
Skaðaveður
í Danmörku
og Svíþjóð
Kaupmamiahöfn. Reuter.
MIKIÐ vetrarveður gerði í gær i
Danmörku og Svíþjóð með kaf-
aldshríð og slyddu. Rokið reif tré
upp með rótum, sópaði burt vinnu-
pöllum, skorsteinum, jólaskreyt-
ingum og þaksteinum og voru
götur víða ógreiðfærar af þeim
sökum. Þá fór rafinagnið af þús-
undum heimila.
í Danmörku var veðrið verst á
Norður-Jótlandi og á Sjálandi og
lögðust af ferjuferðir milli dönsku
eyjanna og Danmerkur, Svíþjóðar og
Vestur-Þýskalands. í Suður-Svíþjóð
var flugvöllum lokað og í Málm-
haugum réð lögreglan fólki að halda
sig innan dyra. Þar var snjókoman
miklu meiri en í Danmörku og hafði
valdið mörgum árekstrum og slysum.
Sænskir veðurfræðingar kváðust í
gær ekki sjá fyrir endann á veður-
hamnum og spáðu því, að frostið í
nótt færi niður í 25 stig.
Sovétmenn hafa ekki staðfest
þessar fréttir en haft er eftir heimild-
um, að viðræðumar hafi verið í undir-
búningi í nokkra daga og verði
líklega í Saudi-Arabíu í desember-
bytjun. Sumir telja þó, að Sovét-
stjómin sé ekki búin að gera upp
hug sinn til viðræðnanna og meðal
skæruliða er einnig ágreiningur um
þær.
Sovétmenn eiga að vera búnir að
flytja burt allan sinn her frá Afgan-
istan eftir tíu vikur og skæruliðar
efast ekki um, að þá muni þeim veit-
ast auðvelt að bijóta Kabúlstjómina
á bak aftur. Margir óttast þó, að
slíkur sigur hefði blóðbað í för með
sér og nýtt einræði og að landinu
yrði þá í raun skipt milli skæmliða-
foringjanna.
Reuter
Félagar í sijórnmálaráði sovéska kommúnistaflokksins við setningu Æðsta ráðs-fiindarins í gær. í
fremstu röð frá vinstri eru Jegor Lígatsjov, Níkolaj Ryzhkov og Míkhaíl Gorbatsjov. I annarri röð eru
Edúard Shevardnadze, Viktor Tsjebríkov, Vítalí Vorotníkov og Lev Zajkov og fyrir aftan þá þeir Pjotr
Demítsjov, Viktor Níkonov og Alexandre Jakovjev.
Gorbatsjov heitir sovétlýð-
veldunum auknu sjálfræði
- én leiðtogar Eystrasaltslandanna ítreka óánægju sína
Moskvu. Reuter.
MÍKHAÍL Gorbatsjov, leiðtogi
Sovétríkjanna, hét þvi i gær á
fundi Æðsta ráðsins að auka sjálf-
ræði einstakra lýðvelda og sagði,
Beðiðá brautarstöðinni
Reuter
Starfsmenn jámbrautanna og annarra opinberra samgöngutækja í
Parísarborg hafa verið í verkfalli síðustu daga með alvarlegum afleið-
ingum fyrir hundruð þúsunda manna, sem daglega þurfa að nota lest-
ir eða strætisvagna til að komast í og úr vinnu. í gær skipaði ríkis-
stjórnhi hernum að skerast í leikinn og flytja fólk milli borgarhluta á
herbílurVi. Myndin var tekin á Saint Lazare-brautarstöðinni í gær og
sýnir mannfjöldann, sem þá beið eftir því komast til síns heima.
Sjá „Hernum skipað...“ á bls. 24.
að það yrði gert með áætlun um
„ný, lýðræðisleg Sovétríki“. Leið-
togar Eystrasaltsríkjanna ítrek-
uðu hins vegar andstöðu sína við
fyrirhugaðar stjórnarskrárbreyt-
ingar og kváðust vera orðnir
þreyttir á að taka við fyrirskipun-
um að ofan.
Gorbatsjov sagði í ræðu sinni, að
öll lýðveldin 15 gætu „treyst því,
að vandamálin, sem valda þeim
áhyggjum, verði leyst innan ramma
perestrojkunnar" og reyndi síðan að
sefa ótta þeirra, sem telja, að hann
sé að safna öllum völdum í sínar
hendur. Sagði hann, að áfram yrði
um að ræða samvirka forystu, sem
tæki ákvarðanir um mikilvægustu
málin.
Gorbatsjov sagði ennfremur, að
Sovétmenn yrðu að losa sig við hinn
illa arf kúgunar og þjóðfélagslegrar
stöðnunar, sem hefði gert lands-
menn og sjálft Æðsta ráðið að valda-
lausum verkfærum. „Perestrojkan,“
sagði hann, „hefur hins vegar blásið
burt þeim falska friði, sem hér ríkti-
svo lengi, þessum dauðastjarfa, sem
einkenndi samfélagið."
Augljóst var, að í máli sínu reyndi
Gorbatsjov að koma til móts við íbú-
ana í Eystrasaltslöndum og Armeníu
og Georgíu og lagði hann áherslu
á, að á næsta stigi umbótanna yrði
rætt um stöðu lýðveldanna „og auk-
ið sjálfræði þeirra“. Þá sleppti hann
úr ræðunni, sem hafði verið dreift
áður, kafla þar sem hann fordæmdi
fullveldissamþykkt Eistlendinga.
í umræðum að lokinni ræðu Gorb-
atsjovs sagði Vitautas Astrauskas,
forseti Litháens, að íbúar Eystra-
saltslandanna væru orðnir þreyttir á
búa við fyrirskipanir að ofan, sem
takmörkuðu sjálfstæði þeirra, og
Anatoly Gorbúnov, forseti Lettlands,
sagði, að ekki hefði verið tekið nægi-
legt tillit til óska lýðveldanna. Am-
old Ruutel, forseti Eistlands, tók
ekki þátt í umræðunum í gær en
sagði við fréttamenn, að hann vísaði
því á bug, að honum og Eistlending-
um hefðu orðið á „pólitísk mistök".
Frá Armeníu og Azerbajdzhan
bárust þær fréttir í gær, að átökum
þjóðanna hefði linnt í bili að minnsta
kosti en armenskur embættismaður
sakaði stjórnvöld í síðarnefnda
ríkinu um að hafa rekið Armena frá
heimilum sínum þar. Þá var það
haft eftir tálsmanni utanríkisráðu-
neytisins í Azerbajdzhan, að tugir
þúsunda Azera hefðu flúið Armeníu.
Sjá „Þúsundir manna...“
á bls. 24.
Japan:
Búist til hvalveiða
1 Suðuríshafími
Tókýó. Daily Telegraph.
JAPANSKI hvalveiðiflotinn er í þann mund að sigla af stað til
Suðuríshafsins þar sem skotnar verða 300 hrefiiur. Verksmiðju-
skip í Yokohama og veiðiskip i Shimonoseki hafa þegar tekið
kost fyrir 180 manna áhöfn og tvo visindamenn, auk eldsneytis,
lyfla og skothylkja fyrir skutulbyssurnar.
Þetta verður önnur mesta hval- dýr réttur.
veiðiferð Japana í vísindaskyni.
Junichiro Okamoto hjá Fiskveiði-
stofnun Japans segist kæra sig
kollóttan um mótmæli hvalvernd-
unarsinna víðs vegar um heim og
segir að með hvalveiðum í vísinda-
skyni sé verið að ryðja brautina
fyrir áframhaldandi hvalveiðum
þegar hvalveiðibann Alþjóða hval-
veiðiráðsins fellur úr gildi árið
1990. „Hvalir eru náttúruauðlind
sem manninum ber að hagnýta.
Það er okkar heimspeki,“ segir
hann.
Þeir 273 hvalir sem Japanir
veiddu í vor voru vel nýttir og
veitingahúsaeigendur hreinlega
slógust um þá. Hvalkjöt var áður
ódýr fæða í Japan, sem öllum
líkaði þó ekki við, en nú eru japan-
skir sælkerar sólgnir í hvalinn,
énda er hann orðinn fágætur og
Ekkert lát er þó á mótmælun'!
um. Rúmur helmingur fbúa Falk-
landseyja hefur skrifað undir
áskorun um að Japönum verði
ekki veitt leyfi til fiskveiða við
eyjarnar „vegna villimannlegs
hvaladráps þeirra í Suðurhöfum“.
Þarlend stjórnvöld segjast hins
vegar bundin af samningum og
ekki geta neitað Japönum um
fiskveiðiheimild fyrir næsta ár.
Meðan þessu fer fram eru jap-
anskir vísindamenn að gera til-
raunir með hrefnueldi og takist
þær má búast við „eldishrefnu“ á
fiskmörkuðum eftir nokkur ár.
Ef til vill verður þannig endi bund-
inn á deilurnar um hvalveiðar á
úthöfunum og hættuna á útrým-
ingu hvala, en ekki er víst að slíkt
eldi sefi reiði vestrænna hval
verndunarsinna.