Morgunblaðið - 30.11.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.11.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1988 Þrjár um- sóknir voru afgreiddar STJÓRN Atvinnutryggingar- sjóðs afgreiddi lánsumsóknir frá þremur fiskvinnslufyrirtækjum á fundi sem stóð fram á kvöld í gær. Eru þetta fyrstu fyrirtækin sem fá fyrirgreiðslu úr sjóðnum. Á annað hundrað fyrirtæki hafa þegar sótt um lán og skuldbreyting- ar hjá sjóðnum, en sérstök sam- starfsnefnd hefur afgreitt umsóknir frá 10 fyrirtækjum. Gunnar Hilm- arsson stjómarformaður sjóðsins sagði í gærkvöldi að afgreiðsla þessara umsókna væri mjög tíma- frek, og afla þyrfl ýmissa viðbótar- gagna til að átta sig betur á stöð- unni. Hann sagði að næsti fundur sjóðsstjómarinnar yrði annaðhvort síðar í vikunni eða strax eftir helg- ina, og tíniinn yrði notaður til að fara betur yflr umsóknir fyrirtækj- Eldvík kaup- ir ekki hlut Sambandsins „VIÐ HÖFUM hætt við að kaupa hlut Sambandsins í Hraðfrysti- húsi Keflavíkur, sem er 65-66%, enda vandséð hvert verðmæti hans er. Við tókum þessa ákvörð- un eftir að hafa fengið upplýs- ingar úr 8 mánaða uppgjöri frystihússins. Fyrirtækið er mun verr statt en okkur var tjáð og við reiknuðum með,“ sagði Jón Norðfjörð, stjómarformaður El- deyjar. < „Eðlilegasta framhald þessa máls er að upprunalegu hugmyndinni verði hrint í framkvæmt, það er að segja að Útgerðarfélag Skagfirð- inga fái Aðalvík og Bergvík og Hraðfrystihús Keflavíkur _ fái Drangey í staðinn," sagði Ólafur Jónsson, varastjómarformaður Hraðfrystihúss Keflavíkur. „Við höfum sent Guðjóni B. Ól- afssyni, forstjóra Sambandsins, bréf þar sem við rekjum hversu slæman kost við teljum það vera að Aðalvík og Bergvík fari frá Suð- umesjum og að við teljum að skuld- ir hraðfrystihússins aukist um 40-50 milljónir á einu ári ef þessi skipaskipti fari fram,“ sagði Jón. Morgunblaðið/Rúnar Þór Á línu viðHrísey Það væsti ekki um Hríseyinginn Bjöm Bjömsson er hann dró línuna í veðurblíðunni á dögunum. Annars hefur verið heldur tregt á fírðin- um í haust, en þó einn og einn. Gunnar Ásgeirsson hf. segir upp starfefólki: Viðræður í gangi um sölu á fyrirtækinu ÖLLUM starfsmönnum fyrirtækisins Gunnars Ásgeirssonar hf., 24 að tölu, hefiir verið sagt upp frá og með næstu mánaðamótum. Gunnar Ásgeirsson forstjóri fyrirtækisins segir að viðræður séu í gangi við ákveðinn aðila um kaup á fyrirtækinu, en einnig komi til greina að reksturinn verði tekinn til endurskoðunar og fyrirtækið rekið áfram af sömu eigendum. Gunnar Ásgeirsson sagði við Morgunblaðið að ástæða uppsagn- anna væri erfiðleikar í kjölfar sam- dráttar í þjóðfélaginu; rekstrar- kostnaður og fjármagnskostnaður væri of mikill. Uppsagnarfresturinn er 3 mánuðir hjá flestum starfs- mönnum, en Gunnar sagði að upp- sagnimar væm til þess ætlaðar að gefa eigendum fyrirtækisins fíjáls- ar hendur til endurskipulagningar og því stæðu vonir til að hægt væri að endurráða hluta starfs- fólksins. Fyrirtækið Gunnar Ásgeirsson hf. rekur verslun á Suðurlandsbraut 16, þar sem seld em heimilistæki af ýmsu tagi. Fyrr á þessu ári var fyrirtækið Veltir hf. selt, en það var rekið af sömu aðilum og Gunn- ar Ásgeirsson hf. * Omar Valdimars- son hættir á Stöð 2 ÓMAR Valdimarsson fréttamað- ur á Stöð 2 hefiir hætt þar störf- um. Ómar sagði Morgunblaðinu að hann hefði verið ósáttur við stjórnunaraðferðir fréttastjóra Stöðvar 2 og því hafi það orðið að samkomulagi að hann hætti. Páll Magnússon fréttastjóri Stöðvar 2 segir að verið sé að gera smávægilegar skipulags- breytingar á fréttasviði og í framhaldi af þvi hafi það orðið að samkomulagi milli þeirra Ómars að hann hætti störfum. Ómar hætti störfum á fréttastof- j 4» • 1 O Halldor Asgrímsson dómsmálaráðherra: Magnúsi verði vikið frá uin stundarsakir unni á mánudagskvöld, en hann var í hópi fyrstu fréttamanna Stöðvar 2 þegar hún hóf göngu sína í októ- ber 1986. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins kom uppsögn hans öðrum fréttamönnum Stöðvar 2 verulega á óvart í gær og ræddu þeir málið í sínum hóp í gærkvöldi. Um frekari mannabreytingar sagði Páll Magnússon að Heígi Pét- ursson myndi færast af fréttasvið- inu og taka við öðrum verkefnum. Helgi mun því hætta að stjóma þættinum 19:19. Páll sagði að aðrar breytingar væm ekki fyrirhugaðar á fréttastofunni og enjrin brejding væri fyrirhuguð á þættirjim 19:|9. Páll sagði aðs'purður að petta tengdist ekki þeim samdráttarað- gerðum og breytingum á yfírstjóm Stöðvar 2, sem orðið hafa undanfar- ið. Páll sagði að í dag yrði byijað að leggja drög að íjárhagsáætlun fyrir fréttastofuna á næsta ári en hann sagðist ekki eiga von á að neinar breytingar yrðu á núverandi fyrirkomulagi fréttanna. Engin fordæmi fyrir slíku HALLDÓR Ásgrímsson dóms- málaráðherra hefiir tekið Ein á forsetavakt Bók um daga í lífí Vigdísar Finnbogadóttur IÐUNN hefiir gefið út bókina Ein á forsetavakt, dagar í lifi Vigdisar Finnbogadóttur. Bókin er rituð af Steinunni Sigurðar- dóttur, rithöfiindi. í kynningu á bókarkápu segir meðal annars svo: „Hér fá lesendur að skyggn- ast inn i hugarheim forseta síns og fræðast um hveraig er að gegna því viðkvæma og vanda- sama hlutverki að vera ein á forsetavakt.“ Bókin er sett upp sem eins kon- ar dagbók Vigdísar Finnbogadótt- ur, henni er fylgt í eina viku. Eng- inn skyldi samt halda að þar væru störfum hennar gerð tæmandi skil og þaðan af síður því margbrotna og heillandi viðfangsefni sem hún ^ er sjálf," segir Steinunn Sigurðar- dóttir meðal annars í formála bók- arinnar. Þar segir höfundur enn- fremur: „Það lá í hlutarins eðli að blærinn yfír embætti forseta ís- lands mundi breytast þegar ein kona tæki við því starfí af forseta- hjónum. En það er í sjálfu sér ekki skýring á verulegum breyt- Vigdís Finnbogadóttir ingum og auknum umsvifum. Hér á kannski við það sem Heimir Pálsson sagði á framboðsfundi hennar 1980: „Ég mundi kjósa hana, þótt hún væri karlmaður." Bókin er 173 blaðsíður að stærð og unnin í prentsmiðjunni Odda hf. Bókina prýða margar ljósmynd- ir. ákvörðun um að leggja til við forseta íslands að Magnúsi Thor- oddsen verði veitt lausn frá emb- ætti hæstaréttardómara um stundarsakir. Halldór tók þessa ákvörðun eftír fimd með Magn- úsi á hádegi f gær og að höfðu samráði við lögfræðinga ráðu- neytisins auk annarra. í framhaldi af þessu mun mál Magnúsar Thoroddsen vegna áfengiskaupa sem handhafi forseta- valds, verða lagt fyrir dómstóla. Með dómi í málinu mun verða úr því skorið hvort honum verður end- anlega vikið úr embætti í samræmi við 61. grein stjómarskrárinnar. Halldór Ásgrímsson segir að hann hafí gert þetta þar sem hann telji að Magnús hafí rýrt svo álit sitt í starfí, með fyrrgreindum áfengiskaupum, að honum sé ekki stætt á að halda starfínu áfram. „Ég hef lagt þetta til á grund- velli álitsgerðar þriggja lögfræð- inga sem ég fékk til að gera úttekt á málinu en jafnframt ræddi ég við aðra aðila," segir Halldór Ásgríms- son í samtali við Morgunblaðið. „Forseti íslands skipar hæstaréttar- dómara að tillögu dómsmálaráð- herra og því þótti mér þetta eðlileg- asti gangur málsins." í máli Halldórs kom fram að á fundi þeirra Magnúsar hafí hann farið fram á að Magnús segði sjálf- ur af sér störfum meðan málið hlyti meðferð dómstóla en Magnús hafn- aði þeirri beiðni. Aðspurður hvort greinargerð Magnúsar málið hefði verið ófullnægjandi sagði Halldór það ljóst í framhaldi þess sem hann hefði ákveðið. Engin fordæmi munu fyrir því hérlendis að hæstaréttardómara sé veitt lausn frá störfum vegna meintra ávirðinga í starfí. Halldór kveðst hafa látið kanna það sérstak- lega. um um Stunda nám- ið samfleytt í sólarhring’ NEMENDUR 9. bekkjar f Öldutúnsskóla f Hafinarfirði hófii námsmaraþon klukkan átta í morgun. Ætla þeir að stunda námið samfellt f einn sólarhring undir handleiðslu kennara sinna. Kennt verður samkvæmt stundaskrá til hádegis, en eftir það flytja nemendumir sig í sal skólans og verður þá boðið upp á valnámskeið. Boðin verða klukkustundar löng námskeið í senn, bæði í hefðbundnum náms- greinum og ýmsum öðrum svo sem ljósmyndun og þýsku og teknir verða íþróttasprettir. 74 nemendur eru í 9. bekk. Þeir munU njóta handleiðslu fímm til sex kennara í nám- smaraþoninu og gefa kennaram- ir vinnu sína. Óbreytt búvöruverð til neytenda: Niðurgreiðslur auknar um 70 milljónir RÍKISSTJÓRNIN hefiir ákveðið að verð á búvörum verði óbreytt til neytenda þrátt fyrir að verð á mjólk og kjöti til bænda hækki um 2-3%. Þetta hefiir í för með sér auknar niðurgreiðslur sem nemur um 70 milljónum króna í þá rúma þijá mánuði sem eftír eru til loka verðstöðvunar, að sögn Guðmundar Sigþórssonar f landbúnaðarráðuneytinu. Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, sagði að ákvörðunin um auknar niðurgreiðslur væri í samræmi við stjómarsáttmálann, þar sem segði að búvörur skuli vera greiddar niður á verðstöðvunartím- .anum'. Ákvörðun sexmannanefndar u verðhækkun til bænda er einku vegna 15% hækkunar innlen kjamfóðurs. Þetta hefur í för mi sér 2,2% hækkun á því verði se sauðfjárbændur fá fyrir kjöt ( 3,2% hækkun á því verði sem kú bændur fá fyrir mjólkina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.