Morgunblaðið - 30.11.1988, Blaðsíða 29
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1988
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1988
29
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúarritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið.
^ Iacocca
og Ólafiir Ragnar
Olafur Ragnar Grímsson
fjármálaráðherra sýnist
hafa fundið nýtt átrúnaðargoð.
Þar fer Lee Iacocca, stórfor-
stjóri í Bandaríkjunum, sem
tók að sér að endurskipuleggja
Chrysler-bílasmiðjurnar og
naut til þess aðstoðar ríkisins.
Með vísan til þeirrar stefnu
ríkisstjómar Steingríms Her-
mannssonar að gína yfir
rekstri fyrirtækja og auka
ríkisforsjá nefnir formaður
Alþýðubandalagsins nú eina
af stjömum bandaríska auð-
valdsins til að réttlæta slík
afskipti. Hvernig væri fyrir
flármálaráðherra að taka
Iacocca sér til fyrirmyndar í
rekstri á ríkissjóði? Gengi ráð-
herrann með góðu fordæmi
fram við stjóm þess sem að
honum lýtur gerði hann meira
gagn í starfi sínu en með því
að predika yfir stjómendum
einkafyrirtækja, hvað þeir eigi
að gera.
Það er raunar til marks um
þverstæðuna í stjómarháttum
vinstri stjómar Steingríms
Hermannssonar að formaður
Alþýðubandalagsins skuli
reyna að slá sér upp á kostnað
Iacocca, þegar forsætisráð-
herrann hefur nýlega lýst
þeirri skoðun sinni, að vest-
rænar aðferðir í stjóm efna-
hags- og atvinnumála séu ekki
í samræmi við stefnu ríkis-
stjómar sinnar. Eftir að orð
féllu á þessa leið í stefnuræðu
forsætisráðherra hafa menn
að sjálfsögðu hugað að því,
hvert stjómin ætlaði að leita
fyrirmynda nú þegar allir eru
sammála um að kommúnismi
og sósíalismi ríkjanna í austri
hafi leitt til ofstjórnar, stöðn-
unar og skorts. Olafur Isleifs-
son, efnahagsráðunautur fyrr-
verandi ríkisstjómar, gerði
þetta að umtalsefni hér í blað-
inu á sunnudag og kemst að
þeirri niðurstöðu að hér skuli
„fomeskjan" ríkja undir nú-
verandi stjóm. í tilefni af þess-
um ummælum ræðst Tíminn
harkalega að Ólafi og Morgun-
blaðinu í forystugrein í gær.
Morgunblaðið vill ekki munn-
höggvast við Tímann um skoð-
anir dálkahöfunda sinna. Þeir
láta þær sjálfir í ljós og hafa
fijálsar hendur haldi þeir sig
ijarri meiðyrðum og illmælgi.
Hvort sem rétt er að kenna
það við fomeskju eða ekki
blasir við öllum, sem það vilja
á annað borð sjá, að ríkisstjóm
Steingríms Hermannssonar
vildi helst hverfa að minnsta
kosti hálfa öld aftur í tímann
til þeirra ára, þegar samstarf
Framsóknarflokks og Alþýðu-
flokks var hvað nánast. Þá var
stjómað í anda austrænna
kenninga og kreppunni við-
haldið í landinu með höftum,
skömmtunum og opinberri
fjárfestingarstjóm. Þá laut
þjóðarbúið áætlanastjórn svo-
nefndrar Rauðku, sem sótti
fyrirmyndir í stalínísmann.
Vinstri menn ættu að skilja á
milli þess að horfa til fortíðar
til að varast mistök og hins
að líta um öxl til að endurtaka
þau. Framleiðni er ekki í stef-
ánssjóðum sem minna ekki á
neitt annað en vitlausar
ákvarðanir sóttar í hallæris-
lega paradís austrænnar al-
ræðishyggju og forsjárstefnu
í anda Rauðku. Svo virðist sem
fyrmefndur dálkahöfundur
Morgunblaðsins sé að vara við
þessari endurtekningu. Og
mundi það þá vera í anda þess
sem sagt hefur verið í ritstjóm-
argreinum blaðsins.
Nú á tímum er litið á forsjár-
hyggju, þótt hún sé kölluð fé-
lagshyggja, sem fomeskju.
Hún er alls staðar á undan-
haldi, ekki síst þar sem jafnað-
armenn stjóma eins og í
Frakklandi og á Spáni. Á for-
síðu Morgunblaðsins í gær er
meira að segja haft eftir hátt-
settum ungverskum stjóm-
málamanni, að sósíalisminn sé
kominn að leiðarlokum. „Við
verðum að hugsa allt upp á
nýtt, í stjórnmálum, efnahags-
málum og þjóðfélagsmálum,"
sagði hann og bætti við að
sósíalisminn stæði í vegi fyrir
framfömm.
Raunar hefði mátt ætla að
um grundvallaratriði eins og
gjaldþrot sósíalisma og for-
sjárhyggju andspænis mark-
aðskerfi og einstaklingsfram-
taki þyrfti ekki lengur að deila
í íslenskum stjórnmálaumræð-
um. Það er engu að síður nauð-
synlegt jafnvel þótt Ólafur
Ragnar Grímsson bendi öðrum
á að leita sér fyrirmyndar hjá
einum helsta áhrifamanni á
Wall Street, Lee Iacocca.
Frá vinstri: Brynjar Valdimarsson, formaður BFÖ, Haukur ísfeld, ráðstefnustjóri, Sigurður Helgason,
starfsmaður Umferðarráðs, og Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn.
Ráðsteftia BFÖ um ölvunarakstur:
Ahyggjur vegna bjórsins
Bindindisfélag ökumanna efhdi til ráðstefiiu um ölvunarakstur um
helgina. Rætt var um hversu algengur slíkur akstur er, hvernig ástand-
ið er í Reykjavík og síðast en ekki síst hvað er til ráða til að draga
úr þessum vanda. Ráðstefiiugestir létu í ljós ótta um að ástandið í
þessum málum myndi stórlega versna með tilkomu bjórsins 1. mars
næstkomandi.
Frummælendur á ráðstefnunni
voru Sigurður Helgason frá Um-
ferðarráði, Ómar Smári Ármanns-
son frá lögreglunni og Brynjar
Valdimarsson forseti BFÖ. Eftir
framsöguerindi þeirra voru pall-
Húsavík:
Fleiri vinna að þjón-
ustu en við framleiðslu
Húsavfk.
Atvinnumálakönnun á Húsavík
var gerð miðað við fyrsta októ-
ber sl. eins og undanfarin ár og
sýnir hún að heildarstarfs-
mannafjöldi fyrirtækja er nú 999
(miðað við heilsdagsstörf) en var
fyrir ári 1.121. Við þjónustustörf
vinna nú 54% á Húsavík en 46%
að framleiðslu- og úrvinnslus-
tsörfum. Atvinnurekendum hef-
ur fækkað um 14 á árinu, eru
nú 161.
Skýrslan hefur ýmsan meiri fróð-
leik að færa, m.a. að átvinnuástand
á Húsavík hefur verið gott á árinu
því að skráðir bótadagar hjá at-
vinnuleysisskránihgu voru 1.292
fyrstu 9 mánuði ársins, 1.601 árið
1987 og 5.101 árið 1986.
Við fiskveiðar og -vinnslu vinna
27% bæjarbúa en 30% árið áður.
Við opinbera þjónustu nú rúm 27%
en í fyrra tæp 24%. Þó fyrirtækjum
hafi fækkað um 14 boðar það ekki
þann samdrátt sem ætla má því við
11 þeirra hafði aðeins einn maður
unnið.
Vinna er nú hér í fullum gangi,
veður hafa verið mjög hagstæð til
útivinnu og útlit er fyrir að vinna
haldist þar til menn fara í jólafrí
sem verður að þessu sinni líklega
samt í lengra lagi.
- Fréttaritari
borðsumræður og komu þar fram
margar hugmyndir um leiðir til að
draga úr hættuástandinu.
A töflu sem Ómar Smári lagði
fram á ráðstefnunni kom fram, að
alls voru 2.664 ökumenn teknir
fyrir meinta ölvun við akstur á ár-
inu 1987, en 1986 voru þeir 2.333
talsins. Er það reyndar ein lægsta
tala síðustu ára. I Reykjavík voru
þeir 1.103. Sagði Ómar Smári að
þó tölurnar sveifluðust eitthvað
milli ára væri ljóst að um og yfir
1.000 ökumenn væru teknir fyrir
meinta ölvun við akstur á hveiju
ári í Reykjavík.
Mikil umræða varð um áróður
gegn ölvun og ölvunarakstri, hvern-
ig réttast væri að standa að henni
og hvert ætti að beina henni. Kom
fram, að í seinni tíð væri reynt að
höfða mest til þeirra sem væru
nærstaddir ölvuðum manni, sem
sýndist ætla að aka á brott.
Einnig þótti ýmsum ráðstefnu-
gestum nauðsynlegt að endurmeta
auglýsingabann á áfengi í ljósi þess
að ýmsar vörur alls óskyldar áfengi
væru unnar og auglýstar undir
sömu vörumerkjum og áfengi.
Loks má geta umræðu um leyft
hlutfall alkóhóls í blóði. Niðurstaða-
fundarins varð sú að stefna bæri
að því að fella niður lagaákvæði
um slíkt. Leggja beri áherslu á að
áfengi og akstur fari alls ekki sam-
an.
Hnúfiibaki flölg-
að veru lega síð-
ustu tuttugu ár
- segir Jóhann
Sigurjónsson sjáv-
arlífíræðingur
„SAMKVÆMT mælingum okkar
hefur hnúfubaki Qölgað veru-
lega á undanförnum tveimur
áratugum,“ sagði Jóhann Sigur-
jónsson, sj ávarlíffræðingur, í
samtali við Morgunblaðið. Sjó-
menn segja að mikið sé af
hnúfubaki á loðnumiðunum við
Kolbeinsey og honum hafi
greinilega fjölgað mikið síðustu
árin.
„Mér finnst líklegt að hnúfubak-
urinn éti fyrst og frémst loðnu
núna, enda litla átu að finna í loðn-
unni, samkvæmt athugunum
starfsmanna Hafrannsóknastofn-
unar,“ sagði Jóhann. „Enda þótt
við vitum ekki um heildarfæðuþörf
hvala á íslandsmiðum, enn sem
komið er, þá er ljóst að um veru-
legt magn af bæði átu og fiskmeti
af ýmsu tagi er að ræða. Þetta er
mjög mismunandi á milli hvalateg-
unda.
Við vitum að þó svo að skíðis-
hvalir éti mikið magn sviflægrar
átu, þá éta sumar tegundir þeirra,
til dæmis hnúfubakur, hrefna og
jafnvel langreyður, verulegt magn
fiskmetis, einkum torfufiska eins
og loðnu. Tannhvalirnir éta hins
vegar einvörðungu fiskmeti og
smokkfisk. Til þess að meta heild-
arþátt hvala í lífkeðjunni hér við
land er ljóst að við þurfum að hafa
staðgóða þekkingu á útbreiðslu,
gönguhegðun og fjölda allra hvala-
tegunda hér við land ásamt fæðu
þeirra.
Að þessum athugunum er nú
unnið og við gerum ráð fyrir að
niðursöður liggi fyrir í lok næsta
árs, eða ársbyijun 1990, en þá er
fyrirhugað að samantekt á niður-
stöðum hvalarannsókna ljúki,“
sagði Jóhann Siguijónsson.
í Kringlunni 4 er 2.500 fin verslunar- og skrifstofurými og 2.000
fin bílageymslur.
Kiinglan 4 opnuð á morgun
NYTT verslunarhúsnæði,
Kringlan 4, verður opnað á
morgun, 1. desember, kl. 15.00.
Alls verða það níu verslanir sem
bætast við verslunarþjónustu
nýja miðbæjarins við opnun
þessa húsnæðis.
Eftirtaldar verslanir eru í Kringl-
unni 4: Herradeild P.Ó. með herra-
fatnað, Endur og hendur með
barnafatnað, tölvu og ljósmynda-
vöruverslunin Týli hf., verslunin
Naf Naf með tískuvörur, Sparta
sportvöruverslun, verslunin Skotið
sem m.a. er með sængurfatnað, ■
Pastel með plaköt og innrömmun,
Fínt fólk, tískuvöruverslun, og sö-
luturninn Mekka.
í húsinu er 2.500 fm verslunar-
og skrifstofuiými ásamt 2.000 fm
bílageymslum. Bygging hússins tók
u.þ.b. eitt og hálft ár og voru það
arkitektarnir Halldór Guðmundsson
og Bjami Snæbjörnsson, Teikni-
stofunni Ármúla 6, sem sá um
hönnun og teiknun Kringlunnar 4.
Eigendur hússins em Jónas Sveins-
son og Gunnar Guðmundsson.
Steftit vegna læknisaðgerðar:
Læknir ekki ábyrgur snú-
ist áhætta til verri vegar
UNDIRRÉTTUR hefur sýknað
Bæjarsjóð Vestmannaeyjá, fyrir
hönd heilsugæslustöðvar og
sjúkrahúss bæjarins, af kröfurn
konu sem krafðist skaðabóta
vegna þess sem hún taldi vera
ranga meðferð við lærbroti. Mál-
ið var rekið í Reykjavík. í niður-
stöðum kemur meðal annars
firam að í máli sem þessu taki
sjúklingar nokkra áhættu um að
aðgerðir heppnist vel og að þótt
gagnrýna megi ýmislegt við að-
gerðina, sem um ræddi, væru
mistök og óhöpp innan afsakan-
legra marka.
Konan taldi að yfirlæknir sjukra-
hússins hefði tekið rangar ákvarð-
anir um meðferðina á lærbroti sem
hún hlaut. Senda hefði átt sig til
aðgerðar í Reykjavík, þar sem brot-
ið hafi verið alvarlegt og fyrirfram
ljóst að aðgerð yrði mikil og vanda-
söm. Einnig taldi konan að læknir-
inn hefði ekki kunnað nægilega góð
skil á meðferðinni sem beitt var við
aðgerð á brotinu og að hann hafi
ekki brugðist rétt við þegar erfið-
leikar komu upp við framkvæmd
aðgerðarinnar. Þá taldi konan að
læknirinn hefði brugðist rangt við
eftir aðgerðina þegar hann hefði
mátt sjá að hún mistækist. Krafðist
hún tæplega 4,5 milljóna króna
örorku- og miskabóta.
Fyrir hönd sjúkrahússins og
heilsugæslustöðvarinnar var krafist
sýknu. Allar aðstæður hefðu verið
til staðar til að framkvæma aðgerð-
ina. Læknirinn hefði langa reynslu
af slysalækningum og hefði beitt
sömu meðferð áður. Vegna blóðrás-
arkvilla hefði ekki verið unnt að
senda konuna til annarrar aðgerðar
fyrstu viku eftir óhappið án þess
að stofna lífi hennar í stórkostlega
hættu. Sagt var að viðbrögð við
erfiðleikum sem upp komu hefðu
verið eðlileg og ástand konunnar
við útskrift hefði verið eftir aðstæð-
um. Hins vegar hafi síðari aðgerð
á Landsspítala ekki aðeins mistekist
heldur hafi ástand sjúklingsins þá
orðið mun verra eftir en áður. Taldi
stefndi sig því ekki bera ábyrgð á
ástandi sjuklingsins og örorku, sem
stafi af mistökum sem orðið hafi
síðar og sem aðrir beri ábyrgð á.
Aðilar komust að samkomulagi
um að leita ekki til Læknaráðs en
fyrir lá umsögn landlæknis og var
hún stefnda í vil.
í niðurstöðu dómsins, sem Jón
L. Arnalds borgardómari_ skipaði
ásamt læknunum Hauki Árnasyni
og Höskuldi Baldurssyni, segir
meðal annars að við skurðaðgerðir
af þessu tagi, taki sjúklingar í svip-
uðum sporum og konan jafnan
nokkra áhættu að vel takist til.
Verði læknir ekki talinn bótaábyrg-
ur snúist áhættan á verri veg. Þá
er talið að ákvörðun læknisins um
að gera aðgerðina í Vestmannaeyj-
um hafi verið forsvaranleg. Læknir-
inn hafi verið hæfur og reyndur í
meðferð áverka af þessu tagi og
hefði áður framkvæmt svipaðar
aðgerðir. Þótt aðstæður á sjúkra-
húsinu hafi ekki verið hinar full-
komnustu hafi þær ekki verið ónóg-
ar til að framkvæma aðgerðina.
Talið er að aðferð sú sem læknirinn
viðhafði við meðferðina hafi verið
eðlileg, kannski ekki besti valkost-
urinn við áverka sem þessum en
þó sá besti sem völ var á í sjúkra-
húsinu. Ekkert hafi sést á röntgen-
myndum sem bent hefði getað til
að erfíðleikar kæmu upp við aðgerð-
ina og þótt gagnrýna megi ýmislegt
við framkvæmdina, hafí mistök og
óhöpp verið innan afsakanlegra
marka. Læknirinn hafí ekki sýnt
slíkt vítavert kæruleysi, gáleysi eða
vanþekkingu við meðferðina að rétt
sé að sjúkrahúsið beri bótáabyrgð
vegna aðgerðar eða eftirmeðferðar.
Málskostnaður var látinn niður
falla.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir INGEMAR DÖRFER
Sovéskur kafbátur á strandstað nærri flotahöfiiinni i Karlskrona í Svíþjóð árið 1981. Ingemar
Dörfer segir í grein sinni að varnir Svía, sem tryggja eigi hlutleysi þeirra, séu að grotna niður
og kveður hefðbundna túlkun á stefiiunni í utanrikis- og varnarmáluin „bjálfalega yfirlætisfulla"
og „ur tengslum við evrópskan raunveruleika".
Sænsk öryggis- og varnarmál:
Leiðinleg umræða
í lystigarði Evrópu
Öryggis- og varnarmál eru nú rædd af nokkrum áhuga í Svíþjóð
en sitt sýnist hveijum um þekkingu og þroska þeirra sem taka
þátt í henni. Ingemar Dörfer, dósent og starfsmaður rannsóknar-
stofiiunar sænska hersins, ritaði nýlega grein í Svenska Dag-
bladet. Hann lýsti því sem gerðist á fundi hjá Chatham-stofiiun-
inni bresku, er fæst við rannsóknir á alþjóðamálum, þegar velt
var upp þeirri spurningu hvaða ríki væri leiðinlegast að kynna
sér með tilliti til þessa málaflokks. Allir settu Kanada í efsta
sætið en Svíþjóð hreppti annað sætið vandkvæðalaust. Síðar á
þessu ári reyndi sænska utanríkisráðuneytið að fá birta grein
um Svíþjóð í einhveiju virtasta riti sem gefið er út um alþjóða-
mál, Foreign Affairs, en það er gefið út af bandariskri hliðstæðu
Chatham, Council on Foreign Relations, í New York. Greininni
var hafiiað og hér á eftir rekur dr. Ingemar Dörfer m.a. ástæð-
urnar.
Sjálft þema greinarinnar - New
Sweden 88 (Hin nýja Svíþjóð
árið 1988) - var að sjálfsögðu
vafasamt fyrir stofnun sem fæst
ekki við að gefa út hyllingar- eða
skálaræður. Verst er sú staðreynd
að hefðbundin túlkun á sænskri
öryggis- og vamarmálastefnu er
eintijáningsleg, sjálfumglöð, úr
tengslum við evrópskan raun-
veruleika og bjálfalega yfirlætis-
full í slíkum mæli að siðmenntað-
ar þjóðir neita að renna niður
þessum hálf-sósíalíska heilsu-
graut. Öðm máli gegnir um fram-
lag fólks í sænskum iðnaði, tækni
eða leiklist; það nýtur álits sem
það á fyllilega skilið.
Kappræður við
áhugamenn
Fjölmiðlar sýna slíku afreks-
fólki einnig virðingu. Stjórnendum
sænska útvarpsins kemur ekki til
hugar að láta þá sem unnið hafa
stórfé í hestaveðhlaupum taka
þátt í umræðum helstu sérfræð-
inga landsins um efnahagsmál.
Sé hins vegar rætt um öryggis-
og varnarmál er annað uppi á
teningnum; þá er skyndilega talið
eðlilegt að fólk með álíka merki-
lega sérfræðiþekkingu og veð-
hlaupafólkið komi að fullu gagni.
Hvergi nokkurs staðar í Evrópu
myndi vamarmálaráðherrann eða
yfírmaður heraflans sætta sig við
að taka þátt í kappræðum við
áhugamenn sem væm berir að
takmarkalausri fákunnáttu. í
sænska sjónvarpinu er stefnt sam-
an annars vegar sérfræðingum í
vamarmálum og hins vegar áróð-
ursmönnum sem hafa friðarmál
að lífsviðurværi. Síðan geta áhorf-
endur í ró og næði slegið því föstu
að sannleikurinn í málinu sé
líklega einhvers staðar mitt á
milli sjónarmiðanna.
Vanþekking og fordómar
Hvernig á fólk annars að vera
betur upplýst þegar hugað er að
þeiiri kennslu sem það hefur feng-
ið? Í skýrslu frá yfírvöldum skóla-
mála stendur: „Margir unglingar,
sem stríðshættan og umhverfis-
slys hafa valdið vonleysi, hafa náð
stjóm á óttanum og sjálfir myn-
dað áhugahópa. Grunnskólakenn-
arar leggja þunga áherslu á við-
fangsefni sem snerta umhverfis-
mál, frið og bætt alþjóðasam-
skipti."
Ætlunin er að veita 17.5 millj-
ónum sænskra króna (um 100
milljónum ísl.kr.) næstu fimm árin
til að auka áhuga unglinganna.
200 þúsund (1,5 milljónir ísl.kr.)
á mánuði er að vísu ekki há fjár-
hæð, það myndi duga til að greiða
laun og annan kostnað tíu manna
af þeim 30 þúsundum sem annast
varnir Svíþjóðar. En hvers vegna
þurfa skólayfirvöld að styðja við
bakið á þeim fordómum sem þeg-
ar eru fyrir hendi?
Þegar kannað er hve mikill
hluti sænskra unglinga öttast
framtíðina og mögulegt stríð
kemur í ljós að þessi ótti er al-
gengari meðal þeirra en í nokkru
öðru landi. Ástæðurnar eru ein-
faldlega einangrun frá öðrum
hlutum Evrópu, léleg þekking á
umheiminum ásamt skipulagðri
hræðsluinnrætingu illa menntaðra
kennara og fjölmiðla. Stjórn-
málamenn sýna i þessum efnum
slæmt fordæmi.
„Samningur um 50% fækkun
langdrægra kjarnavopna er á
næsta leiti“, sagði sérlegur sendi-
herra sænsku stjórnarinnar í af-
vopnunarmálum nýlega í sjón-
varpsþætti og skorti ekkert á
sannfæringarþungann. í haus-
teintaki Foreign Affairs er löng
og ítarleg grein eftir Strobe Talb-
ott um ástæður þess að svonefnd-
ar START-afvopnunarviðræður
(um helmingsfækkun langdrægra
kjamavopna, innskot Mbl) strön-
duðu og hvers vegna enginn
árangur hefði náðst síðan á leið-
togafundi risaveldanna í maí. Hér
á undan var sagt frá orsökum
þess að starfsmenn sænska ut-
anríkisráðuneytisins skrifa ekki í
Foreign Affairs en lesa þeir ekki
heldur ritið?
Múlbundnir
stjórnarerindrekar
Til allrar hamingju eigum við
líka dugandi stjórnarerindreka
sem vita betur og senda heim
skýrslur um raunveruleikann í
evrópskum stjórnmálum, um þær
stefnubreytingar er evrópskir
stjórnmálamenn og hugsuðir velta
nú helst fyrir sér, órafjarri frið-
samlega þjóðgarðinum, Svíþjóð.
Þessir stjórnarerindrekar eru á
hinn bóginn múlbundnir. Þeir
mega ekki taka þátt í opinberri
umræðu í Svíþjóð og þess vegna
geysist undirmálsfólkið fram á
völlinn. Menn atvinnulífsins em
allt of uppteknir af því að græða
fé til að láta mikið í sér heyra.
Við síðustu kosningar var nær
ekkert fjallað um tvö afar mikil-
væg málefni; varnarmálin og af-
stöðuna til sameiningar Evrópu.
Yfírmaður sænska heraflans hef-
ur nú lagt spilin á borðið með því
að benda á afleiðingar stefnunnar
í varnarmálum og leggja fram
eigin tillögur. Það minnir á
ómerkilegt froðusnakk þegar
stjómmálamenn tönnlast sífellt á
því hve nauðsynlegt sé að gæta
hlutleysis í orðavali samtímis því
að hervarnirnar, sem eiga að
tryggja þetta sama hlutleysi,
grotna niður.
Ríkisstjórn, sem telur að dauðir
selir skipti meira máli en dauðar
sálir ætti líklega frekar að fá
náttúmfræðitímaritið Geographic
Monthly en Foreign Affairs til að
birta áróðursgreinar sínar. '