Morgunblaðið - 30.11.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.11.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1988 Reuter Fitzwater verður talsmaður Bush George Bush, hinn nýkjörni forseti Bandaríkjanna, skýrði frá því á mánudag- að Marlin Fitzwater kæmi til með að halda stöðu sinni sem talsmaður forsetans er Bush tekur við forsetaembættinu í janúar á næsta ári. Var myndin tekin er Bush skýrði blaðamöhn- um frá þessari ákvörðun en við hlið hans stendur Fitzwater, sem verið hefúr helsti talsmaður Ronalds Reagans undanfarin ár. Frakkland: Þjóðernisátökin í Sovétríkjunum: Hemum skipað í störf verkfellsmanna í París París. Reuter. FRANSKA stjórnin sendi í gær um eitt þúsund hermenn til Parísar til að gegna störfum starfsmanna í almannaflutning- um en margir þeirra hafa verið í verkfalli í tvo mánuði. Verk- fallið breiddist út á mánudag og stöðvaði nær alveg lestar- ferðir í úthverfúnum og helm- ingur strætisvagna var kyrr. Formaður verkalýðssambands starfsmannanna, CGT, er kommúnistar stjórna, sakar stjórnina um ofstopa. Hermennimir komu frá herb- ækistöð Frakka í Karlsruhe í Vest- ur-Þýskalandi og ýmsum her- stöðvum í Norður-Frakklandi. Borgarbúar í París geta nú tekið sér far með grænmáluðum her- vögnum í stað hinna venjulegu Þúsundir manna hafa flú- ið Armeníu og Azerbajdzhan Moskvu, New York. Reuter. ARMENSKUR embættismaður sakaði yfirvöld f Sovét-lýðveldinu Az- erbajdzhan í gær um að hafa staðið að skipulegum nauðungarflutning- um á Armenum frá lýðveldinu. Sagði hann þúsundir manna hafa flúið bæði Azerbajdzhan og Armeníu en svo sem kunnugt er af fréttum hafa átök brotist út á ný milli þjóðarbrotanna vegna deilunnar um yfirráð yfir héraðinu Nagomo- Karabakh í Azerbajdzhan. aldrei aftur treysta Azerum," sagði Manoögian og kvaðst hafa heimildir fyrir því að Azerar, sem játa múha- meðstrú, hefðu ráðist á kirkjur Arm- ena í borginni Kírovobad. grænu og hvítu strætisvögnum. Henry Krasucki, formaður CGT, var harðorður í garð sósíalista- stjómar Michels Rocards: „Þeir eru orðnir alveg ærir... Það er ekki hægt að leysa svona vanda- mál með lögreglu, hermönnum eða herbílum," sagði hann í viðtali í franska útvarpinu. Síðast munu herbílar hafa verið notaðir til að flytja Parísarbúa í byijun sjötta áratugarins. Gífurlegar umferðartruflanir urðu í París á mánudag og í gær er fólk reyndi að komast til vinnu á einkabílum. Sum verkalýðsfélög hafa sakað CGT um að reyna að veikja stöðu ríkisstjórnarinnar en sveitarstjómakosningar verða í landinu í mars næstkomandi. Mikið hefur verið um verkföll í haust, m.a. hjá hjúkrunarfólki, kennurum og námamönnum fyrir utan starfsmenn almannaflutn- inga. Þeir síðastnefndu kreijast kauphækkana og bættra öryggis- ráðstafana. Francois Mitterrand, forseti landsins, sagði í gær að lítill hópur flutningaverkamanna hefði haldið milljónum Parísarbúa í heljargreipum. Þess vegna hefði stjóminni borið skylda til að grípa ínn. Gífurleg menguní Dyflinni Dyflinni. Reuter. MENGUNARSKÝ sem grúfði yfir Dyflinni á írlandi í síðustu viku mældist sjö stig yfir mengunarstaðli Evrópu- bandalagsins, að því er segir í veðurskýrslum sem birtar voru í gær. Loftmengunin i borginni var sú mesta frá því árið 1982 þegar 56 manns lét- ust af völdum mengunar. Þykkur kolamökkur grúfði yfir höfuðborginni í frosti og stillum í síðustu viku en ástand- ið skánaði í þessari viku þegar veður breyttist. Mengun í Dyfl- inni fór yfir mörk Evrópubanda- lagsins en þau miða við að loftm- engun fari ekki yfir 250 míkrógrömm af reyk í hvetjum fermetra af lofti fjóra daga í röð. Á föstudag mældist 1.750 mg í hverjum fermetra. Ríkisstjóm landsins hefur lækkað verð á kolum sem valda minni mengun en stjómarand- staðan segir að grípa verði til víðtækari aðgerða til að koma í veg fyrir mannskaða. Utanríkisráðherra Eistlands væntir frekari skoðanaskipta Helsinki. Frá Tom Kankkonen, fréttaritara Morgunblaðsins. ARNOLD Green, utanríkisráðherra Eistlands, sem er i opinberri heimsókn í Finnlandi, segist ekki hafa áhyggjur af deilum um stjórn- arskrárbreytingar milli Eistlendinga og Æðsta ráðs Sovétríkjanna. Hann segist þeirrar skoðunar að Eistlendingar og sovéskir ráða- menn eigi eftir að eiga skoðanaskipti um þessi vandamál í framtí- „Armenar eru nú fluttir nauðugir á brott frá Azerbajdzhan," sagði tals- maður armensku fréttastofunnar Armenpress í viðtali við fréttamann Reuters. „Azerar hafa tekið upp nýja stefnu. Þeir hyggjast flæma Armen- ana á brott í stað þess að myrða þá,“ bætti hann við. Kvað hann 12.483 Armena hafa flúið yfír landa- mærin frá Azerbajdzhan og að yfir- völd teldu von á allt að 200.000 til viðbótar. Hefðu yfírvöld í Moskvu verið beðin um að senda matvæli til lýðveldisins. Rúmlega 1.000 manns hefðu safnast saman í Jerevan, höf- uðborg Armeníu á mánudag, þrátt fyrir útgöngubann sem komið hefur verið á í borginni. Talsmaður utanríkisráðuneytis Azerbajdzhans sagði tugþúsundir Azera hafa flúið Armeníu að undanf- ömu og bætti við að stöðug mót- mæli færu fram í borginni Bakú. Hefðu um 100.000 manns haldið til á Lenín-torgi í borginni undanfama daga og spenna færi vaxandi á ný. Azerinform, hin opinbera fréttastofa Azerbajdzhans-lýðveldisins, skýrði frá því að allt að hálf milljón manna hefði safnast saman á torginu á mánudag. Líkt og í Jerevan er út- göngubann í gildi í Bakú. Leiðtogi þjóðkirkju Armena í Bandaríkjunum skýrði frá því í gær að hann hygðist leita eftir fíindi með Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleiðtoga er hann kemur til Bandaríkjanna í næstu viku. Sagði kirkjuleiðtoginn Torkim Manoogian erkibiskup, að svo virtist sem um skipulegar ofsókn- ir væri að ræða á hendur Armenum og gagnrýndi ráðamenn í Sovétríkj- unum fyrir að skýra ekki frá stað- reyndum málsins. „Armenar munu ðinni. Varðandi gagnrýni Míkhaíls Gor- batsjovs Sovétleiðtoga á forystu- menn eistneska kommúnistaflokks- ins í sjónvarpsávarpi á sunnudag og ógildingu Æðsta ráðs Sovétríkj- anna á fullveldisyfirlýsingu Eist- lendinga á laugardag sagði Green: „Þegar við lýstum yfir fullveldi landsins tókum við afar mikilvæga afstöðu til lýðræðisþróunar í Sov- étríkjunum." Green sagði í samtali við finnsku fréttastofuna FNB á mánudag að Gorbatsjov Sovétleið- togi hefði sagt að lýðveldisþróun í Sovétríkjunum myndi halda áfram. Utanríkisráðherrann sagði að Eistlendingar hefðu ekki tekið ákvörðun um hvort þeir opnuðu ræðismannsskrifstofu í Finnlandi. Hann sagði að í það minnsta yrði að auðvelda samgöngur milli land- anna og að Eistlendingar og sov- éska utanríkisráðuneytið leituðu leiða til að auka samskipti Eistlend- inga og Finna. Eistneski utanríkisráðherrann mun ekki hitta finnska stjórnmála- menn að máli í heimsókninni sem lýkur í dag. Hef meiri áhyggjur af heittrú- uðum í Egyptalandi en í Israel - segir Menachem Meir, sonur Goldu Meir, fyrrum forsætisráðherra ísraels „NÝSTOFNAÐ ríki Palestínumanna er ekki til nema á pappímum,“ segir sellóleikarinn Menachem Meir, sonur Goldu Meir heitinnar, leið- toga Verkamannaflokksins og forsætisráðherra ísraels árin 1969-74. Meir spjallaði við blaðamenn um málefni Ísraelsríkis þegar hann var staddur hér á landi í boði Bókrúnar, forlagsins sem gefúr út íslenska þýðingu sjálfsævisögu Goldu Meir. „Ég hef enga hugmynd um hvað Þjóðarráðið ætlast fyrir," heldur Meir áfram. „í yfirlýsingu þess er minnst á grundvallarályktanir Sam- einuðu þjóðanna um Palestínumálið en það þýðir ekki að á þær sé fall- ist. Til að skýra afstöðu ísraels er rétt að rifja upp nokkur atriði. Bret- ar yfirgáfu Palestínu árið 1947. Sam- einuðu þjóðimar ákváðu að Palestínu skyldi skipt í tvö ríki. Gyðingar féll- ust á þessa skiptingu en ekki arab- ar. Árið 1948 stofnuðu gyðingar sitt ríki en arabaríki hófu stríð gegn ein- angmðu ísraelsríki. Síðan þá hefur ekki verið um frið að ræða. Það er erfítt að gera sér í hugarlund hvað það merkir. Það er líkt og Banda- ríkjamenn mættu vænta innrásar hiyðjuverkamanna á hverri nóttu frá Mexíkó og Kanada. Hryðjuverka- mennimir skeyta engu um líf bama og kvenna. Arabar héldu að þeir gætu þurrkað út ísrael svo við erum tortryggnir á meðan við heymm ekki bemm orðum frá Yasser Arafat eða Georg Habash að þeir viðurkenni ísrael og vilji semja um frið. Fyrstur kemur viljinn til að lifa í sátt og samlyndi og síðan koma tæknileg atriði eins og hvort um sjálfstætt ríki verði að ræða, hvort Vesturbakk- inn gangi í ríkjasamband við Jórd- aníu, hvar landamærin eigi að liggja o.s.frv. í sexdagastríðinu réðust arabar til atlögu við Vestur-Jerúsalem. Herinn okkar var öflugri og hrakti óvinina yfír ána Jórdan en í því felst að við ráðum síðan þá yfír Vesturbakkan- um. Þetta var ekki útþenslustefna enda höfðum við um nóg annað að hugsa við að rækta eyðimörkina.“ Verður að halda uppreisninni í skeljum — Hvemig stendur þá á land- námsbyggðum gyðinga á Vestur- bakkanum? „Við höfum ijölmarga araba innan okkar landamæra sem njóta fullra réttinda. Ég sé ekki hvers vegna gyðingar ættu ekki að geta lifað í arabísku ríki eins og arabar í ríki gyðinga. Við höfum beðið allan tímann eftir skynsömum samnings- aðilum af hálfu araba. Þegar þeir hafa komið fram hafa þeir verið myrtir eins og til dæmis Anwar Sad- at. Sömu örlög bíða Palestínumanna á Vesturbakkanum sem eru reiðu- búnir að starfa með gyðingum. Varðandi uppreisn Palestínu- manna á Vesturbakkanum og Gaza- svæðinu þá geri ég mér fulla grein fyrir þjáningum fólksins. Það er hræðilegt að böm og unglingar skuli send á _móti ísraelska hemum. Ekki sendu íslendingar böm út í þorsk- astríðið gegn Bretum. Ung böm ættu ekki að þurfa að upplifa slíkt, einkum þar sem við emm reiðubúnir til viðræðna. ísraelar verða hins veg- ar að halda uppreisninni í skefjum, annars yrði hver einasti vegfarandi grýttur.Ég minni á að strax eftir sexdagastríðið sagði Leví Eskhol, forsætisráðherra ísraels: „Við viljum frið, við höfum ekki áhuga á Vestur- bakkanum.“ Sama gerðist þegar móðir mín varð forsætisráðherra, það Morgunblaðið/Þorkell Menachem Meir. fyrsta sem hún gerði var að bjóða friðarviðræður. “ — Stjómmálaskýrendur segja margir hveijir að Arafat sé hófsemd- armaður innan PLO og ekki sé hægt að búast við að þjóðarráðið kæmi lengra til móts við lsraela en raunin varð. Hver er þín skoðun á þessu? — „Það fer náttúrlega eftir því hvað átt er við með orðinu „hófsemd- armaður". Ef í því felst að drepa á nætumar, myrða böm og taka gísla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.