Morgunblaðið - 30.11.1988, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVÉMBER 1988
Hvalur fór út,
engirni í tiumuimi
eftir Bjarna Guðbjart
Tómasson
Það eru engin sérstök tíðindi að
taka sér bók í hönd til að lesa. Sem
betur fer er bókin enn eigulegur
hlutur, og á vonandi eftir að vera
það um langan aldur. En þegar
bókin er farin að hafa þau áhrif,
að það er ekki hægt að leiða hug-
ann frá henni án þess að bera það
sem í henni stendur undir vini og
kunningja mann eftir mann, þá er
bókin farin að hafa áhrif á lesand-
ann. Bókarflokkurinn Undraveröld
dýranna er dásamlegt framtak og
mikill skaði að enginn hefur séð sér
fært að ráðast í þá útgáfu fyrir
mörgum árum, í honum er stór fróð-
leikur, sem er ómissandi á hveiju
heimili í landinu.
Bókin, sem hróflaði svona við
mér, er bókin um spendýrin, sem
Veröld var núverið að senda áskrif-
endum. Þar las ég á blaðsíðu 141
um fomhvalina. Eg leyfi mér að
birta nokkrar línur af upphafi kafl-
ans, um fornhvali.
„Elstu leifar hvala hafa fundist
í jarðlögum frá eósen-tíma fyrir um
50 milljónum ára all víða um heim,
m.a. í Bretlandi, Egyptalandi, Vest-
ur-Afríku og Nýja-Sjálandi. Þeir
voru þá strax orðnir fullkomlega
aðlagaðir sjávarlífi, gerð beina-
grindar og rennileg líkamslögun
orðin sem hjá nútímahvölum, en
frumstæð einkenni greinilega eink-
um í gerð höfuðkúpu, tanngerð og
legu nasa eða útblástursops.“
Þessi litla tilvitnun um að hvalir
hafi fundist í jarðlögum frá eós-
entíma fyrir um 50 milljónum ára,
vill að sjálfsögðu láta alla trúa því
að tímaskynið sé óbrigðult og að
hvalir hafi verið landdýr og þá far-
ið að aðlagast sjávarlífi. Það er
margt fleira skoplegt í greininni,
sem freistandi er að minnast á.
I annarri málsgrein segir að
„engar eldri leifar frumhvala þekkj-
ast, sem geti gefið upplýsingar um,
hvað gerðist fram að þessu marki,
né sýnt óyggjandi frá hvaða land-
dýrum hvalir þróuðust. En þó þarna
vanti örugg sönnunargögn, þykir
nú ljóst, að forfeður hvala voru
svokallaðir murningar, en þeir voru
einskonar þróunargrein skordýra-
æta, sem sneru sér að jurtafæðu
og eru jarðsvín í Afríku talin skyld-
ust og líkust þeim af nútímadýrum,
þó að þau séu að vísu enn sér-
hæfðar skordýraætur. Murninga
gætti þegar í lok Krítartímans, en
náðu miklum árangri og breiddust
út um allan heim eftir hrun skordýr-
anna á paleósentíma fyrir 70 millj-
ónum ára. Þeir voru flestir á stærð
við meðal hund, en þó komu upp
stærri tegundir, á við hest, í lok
paleósen fyrir 60 milljón árum.“
Svo kemur rúsínan í pylsuendan-
um. „Ekki hefur fundist nein murn-
ingstegund, sem vísi í sköpulagi
beint til hvalanna." Það er skítt að
ekki skuli hafa gefið sig fram murn-
ingar er minntu á sköpunarlag
hvala, mumingar eru sagðir á stærð
við meðal hund, en hvalir eru 120
til 130 tonn að þyngd, eða stærstu
dýr jarðarinnar. Aldrei hefur erfða-
vísindunum verið sýnd meiri lítils-
virðing en hér er gert.
Það fer ekki fram hjá neinum,
að það sem fjallað er um hér að
framan, er um steingerfinga, sem
fundust í jarðlögum ýmissa landa.
Ég ætla því að ljúka greininni með
lýsingu á þeim steingerfingum sem
taldir em upp í greininni um fom-
hvali. „Elstu leifar hvala, sem fund-
ist hafa, eru einmitt frá sama tíma.
Það er svokallaður frumhvalur, sem
fannst í E1 Fajúm-lægðinni , í
Egyptalandi og hafði hann erjn
mjaðmargrind. En þegar kemur að
lokum eósentíma fyrir um 40 millj-
ónum ára, birtist í jarðlögum Norð-
ur-Ameríku sagtanni. Hann var
all-stór af hval að vera, um 15
metrar á lengd, mjaðmargrind og
afturlimir horfnir, en tennurnar
minna á skipulegar raðir sagar-
tanna. Á sama tíma komu svo teg-
undir, sem mega teljast frumgerðir
tannhvala, en skíðishvalir birtast
ekki fyrr en á Ólígósen-tíma fyrir
um 30 milljónum ára í jarðlögum á
Nýja-Sjálandi.“
„Af steingervingaleifum má
greina, hvemig hausinn á hvölum
tók breytingum. Upphaflega var
hausinn líkur og á landdýmm, tijón-
an nokkuð löng og nasirnar framar-
lega á henni. En síðan má fylgja
eftir stig af stigi, hvemig heilabúið
færist aftar, styttist en breikkaði
út til hliðanna, hvernig tijónan varð
ekkert nema kjálkasax og nasimar
færðust upp á skallann, en augun
aftur fyrir munnvikin." Tilvitnun
lýkur.
Steingervingarnir gætu verið
soðinn hvalur eftir lýsingunum að
dæma. Það, sem gerði mig svona
hugstola við að lesa um fornhvalina
var að þeir eru sagðir komnir af
landdýmm, forfeðumir sagðir vera
mumingar, sem vom skordýraætur
og á stærð við meðal hund. Hins-
vegar vom það steingerfingarnir
og lýsingin á þeim, sem vakti hjá
mér slíka hugaróra, að það komst
ekkert annað að, og hvar sem ég
hitti mann var ég óðar búinn að
koma málinu þann veg fyrir að það
gæfi mér jákvæðar vísbendingar.
Áð lokum ræddi ég við líffræðing
og spurði hann hvort háskólinn
byggði menntun manna á þróunar-
sögunni eða sköpunarsögunni.
Svarið var, kennslan er miðuð við
þróunarsöguna, og þar með vitum
við það að þróunarkenningin er
komin inn fyrir múra háskólans og
streymir þaðan út sem fræðigrein.
Þeir, sem hafa unnið að því, gang-
ast undir mikla ábyrgð.
Það þarf ekki að segja Islending-
um hvernig lönd rísa úr sæ. Það
vita máski færri að marga kíló-
metra uppí landi, þegar grafin er
góð mannhæð niður í aurholtin, er
komið niður á skeljar þær sömu og
við tínum í flæðannálinu. Þessar
skeljar fundust þegar Hojgaard og
Schultz völdu efni í stöðvarbygging-
uná við Ljósafoss. Skeljarnar voru
þarna í hrönnum óskemdar. Þannig
geymir jörðin allt dásamlega þegar
steinefnin ná að gæta þess. Allir
Bjarni Guðbjartur Tómasson
vita að það er dagur og vika síðan
flæðarmálið var uppi við Ásgarð
og Syðribrú í Grímsnesi.
ísland minnir víða á að það er
risið úr sæ fyrir eldsumbrot, og víða
geysa eldar enn undir landinu. Ekki
er langt síðan Vestmannaeyjar
minntu á það hvemig þær urðu til,
svona mætti lengi telja. Eftirminni-
legust er Surtsey, sem reis úr sæ,
og við nú lifandi menn erum til vitn-
is um það. Hann er með ólíkindum
krafturinn sem verður til þegar
höfuðskepnan, eldurinn, brýst ógn-
andi af hafsbotni, og hraunleðjan
logandi þeytist upp í gegnum haf-
djúpið og hrifsar allt með sér, bæði
lifandi og dautt, en eftir stendur
land. Getur nokkur skepna, sem
hefur alið aldur sinn á slóðum þar
sem eldgos eru staðreynd, komist
lífs af, nei, það er ótrúlegt og eng-
in von til þess. E.t.v. er saga Surts-
eyjar ekki öll sögð, e.t.v. á Surtsey
eftir að afsanna þróunarsöguna.
Þetta minnir á ónefndan mann, sem
kom fram í útvarpinu fyrir mörgum
árum, og sagði apana hafa komið
niður úr trjánum og orðið að mönn-
um. Landsþekktur maður spurði
hann, hvað hefði orðið af rófunni?
Erindin urðu ekki fleiri. Lifandi til-
veran er þessum mönnum einskis
virði, þeir dingla í lausu lofti og eru
ósambærilegir við þá sem eru í takt
við lífið, og einmitt í þessum saman-
burði má finna hina sönnu stein-
gerfinga og hinsvegar lifandi menn.
Er hægt að byggja lífsskoðun
sem á að ná til alls mannkyns á
efasemdum, eins og segir um forn-
Sovéskur landbúnaður
Erlendar bækur
Siglaugur Brynleifsson
Zhores A. Medvedev: Soviet
Agriculture? W.W. Norton &
Company, New York, London
1987.
Zhores A. Medvedev er kunnur
líffræðingur. Hann er bróðir Roy
Medvedevs, kunns sagnfræðings.
Hann varð fyrstur til þess að vekja
athygli á kjarnorkuslysi sem varð
á sjötta áratugnum í Uralfjöllum
og gagnrýndi kenningar gervi-
vísindamannsins Lysenkos á sínum
tíma. Þessi afstaða var heldur illa
séð af sovéskum valdhöfum svo að
hann var dæmdur á geðveikrahæli
og síðar rekinn úr landi 1973. Hann
hefur búið í London þar sem hann
fæst við líffræðirannsóknir og rit-
störf.
Zhores skrifar í formála, að bók
þessi hafi verið lengi í geijun og
samantekt hennar hafi tekið mörg
ár. Fyrst í stað áleit hann að erfið-
leikar sovésks landbúnaðar stöfuðu
m.a. af kenningum Lysenkos og
jafnframt áleit hann að samyrkju-
stefnan hefði verið framfaraspor.
Einnig tók hann góðar og gildar
söguskýringar sovéskra valdhafa.
Því meir sem hann kynnti sér við-
fangsefnið, því betur komst hann
að raun um að það var ógerlegt að
skrifa um landbúnað í Sovétríkjun-
um án þess að athuga jafnframt
pólitíska sögu ríkisins eftir óopin-
berum heimildum.
Samkvæmt marxískum kenni-
setningum var byltingin 1917 bylt-
ing öreiganna, en fyrst og fremst
var þetta bylting hins hálfánauðuga
bændamúgs gegn landeigendum,
sem hófst áður en kommúnistar
náðu völdum. Kenningin um, að
Lenín hafi gefið út skipun um
eignaupptöku alls lands og dreif-
ingu þess meðal bænda, er lygi,
upptakan og dreifingin hafði átt sér
stað vorið og sumarið 1917, fyrir
byltingu kommúnista í október.
Bændumir hófu þessa byltingu
sjálfir án tengsla við valdaklíkur
kommúnista í borgunum. Höfund-
urinn lýsir því upplausnarástandi í'
Rússlandi sem skapaðist á síðari
hluta stríðsáranna. Hrakfarir á
vígvöllunum, mikið mannfall, skort-
ur og hungur sem orsakaðist af
lélegum samgöngum, upplausn og
skipulagsleysi. Fimmtán milljónir
manna höfðu verið kallaðar í herinn
og það skorti mikið á fæði, klæði
og vopn handa öllum þeim skara.
1917 voru íbúar Rússlands á þeim
svæðum, sem ekki voru hersetin,
29 milljónir í borgum og 135 millj-
ónir í dreifbýli. Eftir að Nikulás II
afsalaði sér völdum tók bráða-
birgðastjóm við, sem hafði þá eina
stefnu, að halda áfram styijöldinni.
Það eina sem hefði getað bjargað
henni var að semja frið þegar í stað,
Upplausnarástandið ágerðist vorið
1917, og þó var verst að talsverður
hluti akurlendisins var ósáinn þetta
vor, bændauppreisnir, og landeig-
endur flúnir til borganna. Rússland
hafði verið kornforðabúr Evrópu
fyrir styijöldina en eftir byltinguna
fór því ijarri að landbúnaðurinn
! brauðfæddi íbúa landsins.
Medvedev rekur ástæðumar fyrir
þeim breytingum og hruni rússn-
esks landbúnaðar með valdatöku
kommúnista. Hungrið á árum borg-
arastyijaldarinnar, terroristaað-
ferðir stjómvalda til að þvinga
bændur til að afhenda afurðir og
sér í lagi samyrkjuhugmyndafræð-
in, en framkvæmd hennar mis-
tókst. Þróun landbúnaðar í Vestur-
Evrópu á sér langa sögu, en í Rúss-
landi var landbúnaður rekinn eins
og hann var rekinn á miðöldum,
bændumir hliðstæða við búsmalann
og þeir voru „kúgaðasta stétt Rúss-
lands“. Tilraunir Stolypins til þess
að endurmóta rekstur rússnesks
landbúnaðar eftir 1905 að evrópsk-
um hætti, skapa stétt sjálfseignar-
bænda, mistókust af ýmsum orsök-
um og þeir sjálfseignarbændur sem
gerðu tilraun til þess að reka fjöl-
skyldubú eftir byltingu voru kveðn-
ir niður með morðum og hungur-
pólitík stjómvalda. Ástandið var
orðið svo slæmt að tilraun var gerð
til þess að lina terrorinn, en það
stóð ekki lengi og bændamorðin í
stíl Leníns hófust aftur á 3ja ára-
tugnum eftir að Stalín náði undir-
tökunum. Skipulagi landbúnaðarins
og framleiðslunnar var stjórnað frá
Moskvu, svo að frumkvæði bænd-
anna sjálfra varð ekkert. Búnaðar-
ráðunautar sem síðar voru nefndir
búvísindamenn og sérfræðingar í
landbúnaði stjórnuðu þessum mál-
um samkvæmt pólitískri leiðsögn.
Skýrslur stjómvalda um framleiðsl-
una fóru eftir síðustu fimm ára
áætlun en ekki eftir framleiðslunni,
sem dróst saman í raun. Medvedev
átti í miklum erfiðleikum með að
komast næst því sanna um fram-
leiðsluna, eftir ýmsum krókaleiðum
og með samanburði og óbeinum
heimildum. Augljósustu upplýsing-
arnar um afturförina em vitaskuld
þær sem fást með útflutnings-
skýrslum Bandaríkjanna og fleiri
landa um kornútflutning til Sov-
étríkjanna. Höfundurinn ræðir til-
raunir valdamanna eftir Stalíns-
tímabilið til að auka framleiðsluget-
una, sem hafa allar mistekist og
oft skapað enn frekari vandamál.
Samyrkjustefnan kostaði milljón-
ir mannslífa. Lenín hóf morðaðgerð-
irnar, þar sem hann taldi bændur
kúlakka sjálfseignarkapítalista og
því sannarlega réttdræpa. Upp-
lausnarástandið varð Lenín og
stjórn hans þarft, einkum í því skyni
að auka hungurdauðann í sveitun-
um. Samskonar atburðarás átti sér
svo stað á dögum Stalíns. Tala
hinna myrtu skipti milljónum. Þessi
saga hefur síðan endurtekið sig í
„alþýðuríkjum" vítt um heim,
óhugnanlegasta dæmið er Eþíópía,
þar sem skoðanabræður Leníns og
Stalíns feta í fótspor þeirra og gera
sér hungrið, sem þeir hafa stofnað
til, að féþúfu með því að nota það
fé sem safnað er á Vesturlöndum
til eigin þarfa.
Höfundurinn telur að umbótatil-
raunir Gorbatsjovs séu svo bundnar
marxískri hugmyndafræði að þær
séu dæmdar til að mistakast í land-
búnaðarrekstri. En samkvæmt þeim
fræðum er fjarstýrður rekstur land-
búnaðar í samyrkjuformi og stórbú-
skapur á ríkisjörðum sá eini rétti.
hvali: „En þó þarna vanti örugg
sönnunargögn, þá þykir nú nokkuð
ljóst, að forfeður hvala voru svokall-
aðir mumingar." Stæði sköpunar-
sagan á þvílíkum brauðfótum, þætti
mér það hryllilegt. Það er fróðlegt
að lesai síðustu línur kaflans, þar
segir: „Á öllum þeim hvalaleifum,
sem fundist hafa, voru afturlimimir
horfnir, svo að sú breyting hlýtur
að hafa orðið mjög snemma í þróun-
ar-sögu þeirra.“ Það þarf þolin-
mæði til að trúa því, að svona ágisk-
anir séu sannleikur.
Það er staðreynd, að menn trúa
ekki því sem er þeim hulið, allt
þarf að vera áþreifanlegt. Þetta
kemur fram í sögunni um gullkálf-
inn sem Aron steypti, og átti að
vera guð ísraelsmanna yfir eyði-
mörkina. Allir muna þegar andatrú-
in reið hér húsum, hver miðillinn
af öðrum féll í trans, og framliðnir
spjölluðu við lifandi fólk í gegnum
þá. Fréttin af þessu gékk fjöllunum
hærra, Englendingar sem fréttu af
þessu létu senda sér einn miðilinn,
en endursendu hann aftur með það
uppá vasann, að hann talaði ekki
nógu góða ensku til þess að hægt
væri að taka hann trúarlegan. Það
er of lítið gert af því að senda þá
sem em að bjástra við svona
heimsku til þeirra landa sem vitað
er að þeir kunna ekki málið, og
lofa þeim að sanna getu sína þar.
í greininni um fornhvali er reynt
með ótal ágiskunum að sanna til-
vem á lítilfjörlegan hátt. Að gera
þróunarkenninguna að fræðigrein í
háskóla íslendinga, byggða á ágisk-
unum, það er of langt gengið.
Hvernig er sagnfræðin stödd í
sambandi við þessi mál. Em íslend-
ingasögurnar lygasögur? Þær eru
sagðar fjölskrúðugust sagnaritun
hér á landi í fornöld. Þær lýsa
mönnum og atburðum í upphafi
íslands byggðar og þykja mikill
fróðleikur, þó em þær ekki allar
ritaðar af samtímamönnum, því rit-
öld hefst ekki fyrr en 1117. En
efast nokkur um að þær séu sannar?
Biblían geymir sköpunarsöguna
og söguna um kristindóminn. I
henni er sagt frá Móse og bókunum
hans fimm. Þar má lesa um lögmál-
ið og drauma, sem er sá hæfileiki
sem fylgt hefur mannkyninu frá
upphafi. Þegar Jakob var á leið til
Labans móðurbróður síns, þá
dreymdi hann stiga sem náði til
himins og Drottinn stóð hjá honum.
Jósef son Jakobs dreymir draum
um sig og bræður sína, og í fram-
haldi af því ræður hann draum
Nú hagar svo til að hingað til hefur
um þriðjungur landbúnaðarvara,
nema korn verið framleitt á smá-
skikum, sem starfskraftar ríkis- og
samyrkjubúanna hafa til einkanota.
Skikarnir eru harla smáir, en þrátt
fyrir það er þetta nú útkoman.
Þessum skika hefur bændum tekist
með útsjónarsemi og alúð að rækta
og framleiða lífsnauðsynjar á ódýr-
ari og hagkvæmari hátt en ríkisrek-
inn og fjarstýrður landbúnaður er
fær um. Þetta er ekki lítill akkur
fyrir þjóð, þar sem skortur þessara
vara er ríkjandi einkenni. Gorbatsj-
ov hefur aðeins rýmkað um leyfi
til þessarar einkaframleiðslu, en sú
rýmkun er blandin mikilli tregðu
og óvilja, vegna ríkjandi hugmynda-
fræði og þess að skikabændur fá
að selja afurðirnar á „fijálsum"
markaði. Frekari breytingar á
skipulagi landbúnaðar í Sovétríkj-
unum eru eins og nú hagar til
óframkvæmanlegar ekki síst vegna
stokkfreðinnar hugmyndafræði
sem telst brýnni en hagkvæmni í
landbúnaðarframleiðslu. Ríkisaf-
skiptin og fjarstýringin tryggir
áframhaldandi skort sjálfsögðustu
nauðsynjavara. Aðalástæðan er ein-
faldlega sú að „forustumenn" í
landbúnaðargeiranum, fjöldi ráðu-
nauta og hagsýslunarmanna (þar á
meðal stofnana á borð við Þjóð-
hagsstofnun hér á landi) sem gegna
því hlutverki að gera landbúnaðará-
ætlanir fram í tímann, samkvæmt
mötun stjórnvalda, eru forustu-
menn „verkalýðs" landbúnaðarins,
öðru nafni bændasamtakanna, sem
er skari sérhagsmunapotara, lýður
skrifræðisins, sem matar krókinn
oftast á heldur vafasaman hátt. Það
er þessi fjarstýringarlýður, sem er