Morgunblaðið - 30.11.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1988
45
*
Egkann vel við
starfíð að mörgu
leyti en það hefíir
mjög stóra galla.
Maðurá ekkert
einkalíf. Égman að
ég fór mikið á böll
hérna ígamla daga
en efmaðurferá
böllnúna þurfa
menn mikið að ræða
málin. Menn sem
maðurhefur
afskipti afístarfínu
segja ekkert edrú,
en þegarmenn eru
komniríglas þá
nota þeir tækifærið
og þurfa mikið að
tjá sig.
tefli. Við fórum líka útí útvarps-
rekstur en það var erfitt að setja
upp útvarp hérna. Fjöllin eru svo
há þannig að ekki næst langt út
fyrir ísaijörð. Fyrirtæki hér í bæ
styrktu hátíðina og þetta small
allt saman. Við vorum með útsend-
ingar í tíu daga. Viðtöl við þá sem
komu fram á hátíðinni og svo spil-
uðum við tónlist. Einn skemmti-
legasti þátturinn sem við vorum
með var þegar við fengum bæjar-
stjórann, einn úr bæjarstjórn og
einn úr minnihlutanum. Fólk
hringdi svo inn Qg átti að vera
með fyrirspurnir en það fyndna
var að þetta var orðinn hálfgerður
framboðsfundur. Menn körpuðu
um ótrúlegustu hluti enda er
pólitíkin mjög sterk í mörgum
hérna. Oft mikill hiti í mönnum.
Hefur þú haft einhver af-
skipti af pólitík?
Ég hef tvisvar á lífsleiðinni rek-
ist aðeins utaní pólitík. í fyrra
skiptið þegar ég var í þriðja bekk.
Þá hafði Alþýðuflokkurinn sam-
band við okkur og bað okkur að
gera skoðanakönnun. Við vorum
á þessum tíma að safna fyrir utan-
landsferð og þeir buðu okkur góða
greiðslu fyrir. Við þessa skoðana-
könnun vann allur bekkurinn, 30
manns, með mismunandi skoðanir.
Auðvitað var mikil óvissa en þegar
niðurstöður lágu fyrir í könnuninni
og höfðu verið birtar í fjölmiðlum,
þá komst maður að því hversu
mikill hiti er í mönnum hér í
pólitíkinni. Við vorum bókstaflega
sökuð um svindl. Margir höfðu orð
á því að niðurstöðurnar gætu haft
úrslitaáhrif á kosningarnar hér en
það þótti okkur undarlegt, því
skoðanakannanir af þessu tagi eru
gerðar vikulega fyrir sunnan og
ekkert þykir athugavert við það.
I seinna skiptið var það þannig
að ég ásamt tveim félögum mínum
ætlaði að gefa út Vesturland, blað
sjálfstæðismanna á Vestfjörðum.
Við ætluðum að drýgja sumar-
hýruna en þegar það kom í ljós,
að við hefðum þurft að borga með
útgáfu blaðsins hættum við snar-
lega við. Það kom í ljós að félag
sjálfstæðismanna á Vestfjörðum
hefur ekki úr miklum fjárhæðum
að moða en er það ekki einmitt
vandamálið á öllu félagsstarfi? Það
vantar peninga og starfið fer eftir
því hve mikið einstaklingarnir
fóma sér hverju sinni.
Hvemig er tiðarandinn meðal
ungs fólks hér á ísafirði?
Mér finnst einkenna unga fólkið
hér á Isafirði hversu rólegt það
er. Unga fólkið er værukært. Ekk-
ert verið að stressa sig yfir hlutun-
um. Sumir fara í skóla. Aðrir fara
útá vinnumarkaðinn og engum
liggur á. Ég [hef kynnst því frá
fólki sem ég þekki fyrir sunnan
og víðar á landsbyggðinni að það
er svo mikið kapphlaup: Unga
fólkið er að keppast við að ná ein-
hveiju settu marki og má ekki
vera að því að hugsa um eitthvað
annað en að ná á tind lífsgæð-
anna. Mér finnst hugsunarháttur-
inn annar hér fyrir vestan. I gegn-
um árin hefur verið næga vinnu
að fá fyrir alla og ef mikið er
unnið er hægt að þéna vel.
Lítur þú björtum augum til
framtíðarinnar?
Já, þó að flestir tali um kreppu
þá er ég bara nokkuð bjartsýnn.
Ég er sannfærður um það að þó
að blessaðir alþingismennirnir
okkar séu ekki upp á marga fiska
þá komi betri tíð með blóm í haga.
hefur gott af þessu. Maður verður
sjálfstæður. Lærir að byija uppá
nýtt. Aga sig. Það getur náttúru-
lega gengið misjafnlega, en þetta
er ailt á réttri leið. Það eru krakkar
frá öllum landshornum hérna á vist-
inni og það myndast skemmtileg
stemmning á meðal fólks. Það virð-
ist að vísu vera þannig, að sunn-
lendingarnir hópa sig saman og
sama má segja um þá sem eru frá
Bolungarvík. Annars lifum við í
sátt og samlyndi og ef ágreiningur
kemur upp, er hann leystur á frið-
samlegan og málefnalegan hátt.
Hvað eruð þið að sýsla við
hérna á vistinni fyrir utan að
lesa námsbækurnar?
Það er mikið horft á sjónvarp og
Stöð tvö en ég geri lítið af því. A
kvöldin er maður að flakka á milli
herbergja, spjalla og hlusta á tón-
list. Maður reynir að láta sér ekki
leiðast. Manni hefur lærst það, að
það þýðir ekkert. Það er mikið
hægt að stunda íþróttir hérna. Það
er t.d. skylda að vera í sundi og
ég stunda þrekæfingar samhliða
því. Hér á ísafirði er nýtt íþrótta-
hús í smíðum og mun öll íþróttaað-
staða batna mjög þegar húsið verð-
ur tekið í notkun. Það eru einnig
margir sem stunda skíðaíþróttina
af kappi í skólanum.
Ferðu mikið útá lífíð Magnús?
Með reglulegu millibili eru haldin
skólaböll. Maður reynir að mæta á
þau samviskusamlega. Það eru tveir
skemmtistaðir í bænum og maður
lítur inn annað slagið. En maður
verður að stilla skemmtunum í hóf
eins og flestu öðru.
Er mikið félagslíf í skólanum?
Innan skólans eru starfræktir
ýmsir klúbbar. Listaklúbbur og
stjórnmálaklúbbur svo eitthvað sé
nefnt, en mesta félagslífið er í
kringum Sólrisuhátíðina svokölluðu
sem haldin er ár hvert. Þá eru lista-
menn fengnir víðs vegar að og sleg-
ið upp dansleik í lokin. í vetur fór-
um við í líffræðiferðalag. Gengum
á Drangajökul og gistum í Reykja-
nesi um nóttina. Um þessar múndir
erum við að safna fyrir utanlands-
ferð 3. bekkjar og gerum það með-
al annars með sjoppurekstri í skól-
anum og á vistinni, sagði Magnús
að lokum.
Isaflörður:
Opið hús hjá rannsóknastofininum
fsafirði.
NORRÆNT tækniár teygði anga
sína hingað norðureftir, þegar
útibú Hafrannsóknastoftiunar og
útibú Rannsóknarstoftiunar fisk-
iðnaðarins gengust fyrir kynn-
ingu á starfseminni hér á sunnu-
daginn, 20. nóvember. Hafrann-
sóknastofiiun opnaði útibú hér
1974 og Rannsóknastofhun fisk-
iðnaðarins tveimur árum síðar.
Helsta verkefni Hafrannsókna
hér er að fylgjast með rækjustofn-
unum og seiðum bolfisks í IsaQarð-
ardjúpi og nágrenni. Mjög góð sam-
vinna hefur verið hér með stofnun-
inni, sjómönnum og Netagerð Yest-
fjarða. Sameiginlega hafa verið þró-
uð ný veiðarfæri, hegðun fiskjar við
veiðarfæri könnuð og stofnmæling-
ar gerðar, svo eitthvað sé nefnt.
Forstöðumaður Útibús Hafrann-
sóknar á ísafirði er Guðmundur
Skúli Bragason.
Útibú Rannsóknastofnunar fisk-
iðnaðarins er aðallega í framleiðslu-
rannsóknum fyrir fiskiðnaðinn og í
öðrum þjónustuverkefnum. Sam-
hliða er þó reynt að vinna við rann-
sóknaverkefni og eru starfsmenn
stofnunarinnar nú að vinna að að-
ferðum til að ná hrognum úr rækju.
I náttúrunni virðist þetta ekki vera
mjög flókið því nánast öll rækjan
sleppir hrognum sínum sama dag-
inn,- en fram að þeim degi eru þau
mjög vel varin í hlaupi milli lappa
rækjunnar. Takist að leysa þetta
verkefni má nýta mjög verðmæta
afurð í tugum tonna á hverri vertíð,
sem nú fer í úrgang.
Að sögn Ágústu Gísladóttur for-
stöðumanns útibúsins fer einnig
mikill tími há henni í að mennta
og endurmennta starfsfólk fisk-
vinnsluhúsanna, en nú fer allt
starfsfólk fiskvinnsluhúsanna á
Vestfjörðum á námskeið, þar sem
kennd er meðferð hráefnisins. Hún
segir að sýnataka bendi til að kunn-
átta fólks hafi aukist og þannig sé
til dæmis að í rækjuvinnslu séu
80—90% sýna góð á Vestfjörðum,
sem teljist mjög gott.
Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson
Lifandi krabbar og krossfiskar, sæbjúgu og beitukóngar, ígulker
og marhnútar voru meðal þess sem börnin fengu að virða nánar
fyrir sér á opnu húsi í tilefni Norræns tækniárs á ísafirði.
Mikill fjöldi fólks kom á sunnu-
daginn að skoða stofnanirnar og
virtist áhugi fólks mikill á að vita
hvað þarna færi fram. Börnin sýndu
þó mestan áhuga enda hafði verið
komið fyrir töluverðu úrvali fiskteg-
unda auk þess sem fylgjast mátti
með á sjónvarpsskjá hvernig fiskur-
inn er veiddur í hin ýmsu veiðar-
færi og hvaða leiðir hann notar til
að sleppa.
- Úifar
Sjálfetæðismenn fimda á ísafírði
Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson
Ólafur Helgi Kjartansson, skattstjóri á ísafírði og oddviti ísfirskra
sjálfstæðismanna, var fimdarstjóri á fimdinum. Með honum sjást
frummælendurnir, alþingismennirnir Geir Haarde, Eyjólfiir Konráð
Jónsson og Þorvaldur Garðar Kristjánsson.
ísafirdi.
ÞRÍR þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins, þeir Geir Haarde, Ey-
jólfiir Konráð Jónsson og Þor-
valdur Garðar Kristjánsson voru
frummælendur á fúndi á Hótel
ísafírði sunnudaginn 20. nóvem-
ber. Þeir ræddu um stjórnmála-
viðhorfið og stöðu Sjálfstæðis-
flokksins í stjórnarandstöðu.
Geir Haarde ræddi aðgerðir Þor-
steins Pálssonar í síðustu stjórn og
tali að óþyrmilega hefði verið að
honum vegið og að ef farið hefði
verið að ráðum Þorsteins hefðu
menn náð einhveijum tökum á efna-
hagslífinu í stað handaflsaðgerða
núverandi stjórnar.
Eyjólfur Konráð Jónsson sagði
að nú mætti leiðrétta skekkjuna í
efnahagslífinu með 12—15% geng-
isfellingu og 5% lækkun neyslu-
skatta. Þar sem matarskatturinn
yrði lækkaður í 4—9%. Með því
mætti eyða verðbólgunni. Eðlilegt
og sjálfsagt væri að reka ríkissjóð
með halla um tíma en reyna yrði
að koma böndum á þensluna í ríkis-
kerfinu, sem Alþingi og ríkisstjórn
réði nú ekkert við. Hann sagði að
helstu ráð núverandi ríkisstjórnar
væru að ráða menn í aðhald og að
njósna um borgarana og væri nú
um eittþúsund manns komið í þá
vinnu. '
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
sagði að efnahagsástandið nú væri
efst í huga manna. Röng fiskveiði-
stefna og röng gengisstefna á
tímum viðskiptafrelsis skerti frelsi
Vestfirðinga og drægi úr þeim
mátt. Hann sagði að núverandi
kvótakerfi væri mesta miðstýring-
arkerfi og sósíalismi sem hér hefði
þekkst. Þorvaldur Garðar taldi að
ekki yrði komist hjá mikilli gengis-
fellingu, sem þó yrðu að fylgja
öflugar hliðaraðgerðir. Tal um þjóð-
argjaldþrot væri þó ábyrgðarlaust
bull og ógn að búa við ríkisstjórn
sem héldi slíku fram. Hann sagði
að það kæmi í hlut Sjálfstæðis-
flokksins að leysa vandann, þegar
núverandi ríkisstjórn gæfist upp.
Undir það yrðu menn að búa sig.
Þessa dagana verður „íslands
óhamingju allt að vopni.“
Miklar umræður urðu á fundin-
um og tóku átta menn til máls auk
frummælenda. Mikið bar á því ræð-
um manna að þeim þættu aðgerðir
sjtórnmálamanna slappar og lítt
traustvekjandi. Vildu menn fá for-
ystu sem tæki á málum þannig að
dygði lengur en til einnar nætur.
Það kom meðal annars fram að á
síðustu níu mánuðum hefði sjávar-
útvegur og fiskiðnaður tapað upp-
hæðum sem næmi verðmæti alls
skuttogaraflotans, ekki einu sinni
heldur tvisvar. Sjálfstæðisfiokkur-
inn ber ekki minni ábyrgð en sam-
starfsflokkarnir í síðustu ríkistjórn
sögðu menn. Honum ber því að
axla þær byrðar sem að mistök
þeirrar stjórnar skildu eftir sig. Þá
fyrst geta sjálfstæðismenn tekið
saman höndum.
- Úlfar