Morgunblaðið - 30.11.1988, Side 33

Morgunblaðið - 30.11.1988, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1988 33 Gildistöku laga um virðisaukaskatt frestað Ólafur Ragnar Grímsson flármálaráðherra mælti fyrir fnimvarpi um frestun gildistöku laga virðisaukaskatt á fundi neðri deildar Alþingis í gær. Hann rökstuddi frestunina meðal annars með því, að lengri tíma þyrfti til að undirbúa þessa skattkerfisbreytingu held- ur en gert hefði verið ráð fyrir. Einnig sagði hann að hæpið væri að skerða tekjur ríkisins á tímum mikilla efiiahagsörðugleika, en tilkoma virðisaukaskattsins er talin hafa slíka skerðingu í fór með sér. í umræðum um frumvarpið kom firam, að frestunin nýtur víðtæks stuðnings þingmanna og lýstu ræðumenn úr öllum sljórnarandstöðu- flokkunum yfir stuðningi við það. Þorsteinn Pálsson og fleiri þing- menn Sjálfstæðisflokksins sögðu að Qárþörf ríkisins væri höfúðá- stæða frestunarinnar og töldu að hér væri komið fram hið fyrsta í röð frumvarpa ríkisstjórnarinnar um skattheimtu. Gagnrýndu þeir ríkissljórnina fyrir óljósa stefiiumótun og misvísandi yfirlýsingar í þeim efiium. Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra sagði, að fresta ætti gildistöku laga um virðisaukaskatt frá 1. júlí 1989 til 1. janúar 1990. Mikilvægasta ástæðan fyrir því væri sú, að lengri tíma þyrfti til að undirbúa þessa skattkerfisbreyt- ingu heldur en gert var ráð fyrir í upphafí. Meðal annars væri hönnun tölvukerfís skammt komin. Fjármálaráðherra sagði enn fremur, að hæpið væri að fram- kvæma þessa breytingu vegna mik- illa efnhagsörðugleika, en reikna mætti með að tekjutap ríkisins yrði um 1.200 milljónir króna á næsta ári, ef söluskattur yrði afnuminn 1. júlí og virðisaukaskattur tekinn upp í staðinn. Hann bætti þó við, að frestun væri óhjákvæmileg, jafn- vel þótt staða ríkissjóðs væri ekki jafn slæm og raun ber vitni. Þorsteinn Pálsson (S/Sl) tók næstur til máls. Hann benti á, að hér væri á ferðinni fyrsta frumvarp ríkisstjómar Steingríms Hermanns- sonar um skattheimtu. Hann sagði einnig að þessi tillöguflutningur fæli í sér breytingu á stefnu Al- þýðubandalagsins í skattamálum. Á síðasta þingi hefðu talsmenn þess barist gegn virðisaukaskattinum, en nú legði formaður flokksins að- eins til að gildistöku laganna um hann yrði frestað. Af því mætti ráða, að hann ætlaði sér að koma lögunum í framkvæmd. Þorsteinn sagði að ástæðulaust væri fyrir fjármálaráðherra að fara í launkofa með þá staðreynd, að ijárþörf ríkisins væri meginástæða þess að frumvarpið væri lagt fram. Hann sagðist sakna þess að ekki hefði komið fram nein útlistun á skattastefnu ríkisstjórnarinnar í ræðu fjármálaráðherra, til dæmis varðandi hugmyndir um að lækka söluskatt á einstökum vöruflokkum, svo sem matvælum. Einnig væru yfirlýsingar talsmanna ríkisstjórn- arflokkanna misvísandi, til -dæmis hvað varðaði hugmyndir um annað skattþrep í tekjuskatti, öryrkja- skatt, menningarskatt og íþrótta- skatt. Þorsteinn spurði fjármálaráð- herra einnig, hvort það væri stefna Alþýðubandalagsins, að ekki beri að lækka skatta á matvælum og hvort skipuð yrði nefnd með fulltrú- um allra flokka til að endurskoða lögin um virðisaukaskattinn. Hann sagði að lokum, að vegna stöðunnar í ríkisfjármálum væri ekki tilefni til skattalækkunar og því væri rétt að fresta gildistöku laga um virðis- Geir H. Haarde (S/Rvk) sagði að ágæt efnisrök væru fyrir frum- varpinu. Það væri hins vegar at- hyglisvert að fjármálaráðherra hefði aðeins lagt til að gildistökunni yrði frestað, þar sem hann væri formaður þess flokks, sem harðast hefði barist gegn virðisáukaskattin- um á sínum tíma. Sagðist Geir fagna hinni breyttu stefnu Alþýðu- bandalagsins. Hann vitnaði síðan í umræður um virðisaukaskattinn, einkum ummæli Steingríms J. Sigfússonar, núverandi landbúnaðarráðherra, þar sem hann ræðst harkalega gegn þessari skattheimtuaðferð. Sagði Geir að þetta mál væri Alþýðu- bandalaginu og formanni þess til háðungar. Að lokum spurði Geir fjármálaráðherra hvort ekki væri von á skattafrumvörpum stjómar- innar og hvort ekki væri samkomu- lag í ríkisstjórninni um þau. Albert Guðmundsson (B/Rvk) sagði að lög um virðisaukaskatt væru ekki til umræðu á þessum fundi; þau hefðu verið samþykkt á síðasta þingi. Hann sagði vinnu- brögð fjármálaráðherra í þessu máli ábyrg og lýsti yfír stuðningi sínum við frumvarpið. Friðrik Sophusson (S/Rvk) gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega. Hann sagði að á sama tíma og ætlast væri til að fyrirtæki og heim- ili drægju saman útgjöldin ætlaði ríkisstjómin að auka skattheimtu í stað þess að sýna aðhald í ríkis- rekstrinum. Friðrik gagnrýndi einnig, að tekjuöflunarfrumvörp ríkisstjómar- innar hefðu ekki verið lögð fram og sagði að við þær aðstæður gætu þingmenn ekki tekið afstöðu til fjár- lagafmmvarpsins. Friðrik spurði fjármálaráðherra að lokum um fyr- irhugaðan skatt á fjármagnstekjur, og hvort ríkisskuldabréf yrðu und- anþegin slíkum skatti. Kristín Halldórsdóttir (Kvl/Rn) sagði að Kvennalistinn styddi frestunina og lýsti jafnframt yfír efasemdum sínum um að virðis- aukaskatturinn næði tilgangi sínum. Kristín sagðist að lokum undrast snarsnúning Alþýðubanda- lagsins í hveiju málinu á fætur öðru, til dæmis hvað varðaði matar- skattinn. STUTTAR ÞINGFRÉTTIR Meðal nýrra þingmála eru eftirtalin lagafrumvörp, þings- ályktunartillögur og fyrir- spurnir. Tvöföldun skatts á verzlunarhúsnæði Samkvæmt stjórnarfrumvarpi, sem Qármálaráðherra hefur lagt fram, hækkar sérstakur skattur á skrifstofu- og verzlunarhúsnæði um 100%. Skatthlutfallið var 1,1% af fasteignamatsverði í ár, verður 2,2% 1989, ef frumvarpið nær fram að ganga. Innheimtar tekjur af þessum sérskatti á verzlunar- húsnæði nema um 230 m.kr. í ár, en verða á næsta ári, samkvæmt áætlun, 425 m.kr. Sérstakur skattur á verzlunar- og skrifstofuhúsnæði var fyrst lagður á árið 1979. Búminjasafn Alexander Stefánsson (F/Vl) og Friðjón Þórðarson (S/Vl) hafa lagt fram frumvarp til laga um búminjasafn á Hvanneyri. Hlut- verk safnsins skal vera að safna munum, minjum óg hvers konar heimildum er varða íslenzkan landbúnað, varðveita og hafa til sýnis almenningi. Kosta skal kapps um að varðveita hæfílegt sýnishom véla, tækja og verkfæra og hvers konar annarra búminja, sem eru að hverfa eða hætt er að nota vegna breyttra þjóðhátta. Breytt lög um félagslegar kaupleiguíbúðir Lagt hefur verið fram stjórnar- * frumvarp um breytingu á lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins. í því felst, að sá sem fengið hefur úthlutað félagslegri kaupleiguí- búð getur valið milli þess að kaupa íbúðina, leigja íbúðina með kaup- rétti og þess að kaupa eignarhlut í íbúðinni og hafa þar með trygg- ingu fyrir öruggum afnotarétti af henni. í athugasemdum um frum- varpið segir meðal annars, að hér sé um samskonar fyrirkomulag að ræða og heimilað sé í lögum um almennar kaupleiguíbúðir. Lagt er til, að framkvæmdaaðila verði heimilt að selja leigjanda í félagslegri kaupleiguíbúð eignar- hluta, er nemi allt að 15% af korstnaðar- eða kaupverði íbúðar- innar. Þingsályktanir Ingi Bjöm Albertsson (B/Vl) hefur lagt fram tillögu til þings- ályktunar, þar sem skorað er á fjármálaráðherra að skipa nefnd, sem á að leita leiða til koma í veg fyrir innflutning á vörum á fölsuð- um upprunaskírteinum. Guðmundur H. Garðarsson (S/Rvk) o.fl. hafa lagt fram þingsályktunartillögu um eflingu hafbeitar á íslandi. Þar er meðal annars lagt til, að komið verði á afurðalánakerfi í hafbeitinni, sem geri fyrirtækjum kleift að fjár- magna rekstur sinn fram að sölu afurðanna. Einnig er í tillögunni gert ráð fyrir, að söluskattur og aðflutningsgjöld af stofn- og rekstrarkostnaði hafbeitarstöðva verði endurgreiddur, eins og í öðrum útflutningsgreinum. Fyrirspurnir Eftirfarandi fyrirspumum hef- ur verið beint til ráðherra: 1) Halldór Blöndal (S/Ne) spyr iðnaðarráðherra hvort ríkisstjóm- in telji nauðsynlegt að bæta rekstrarstöðu skipaiðnaðarins og treysta samkeppnisgrundvöll hans. 2) Halldór Blöndal (S/Ne) spyr sjávarúvegsráðherra um rækju- veiðar og umfang þeirra frá árs- byijun 1984, og hvort úthlutun leyfa hafí verið í samræmi við gildandi lög. 3) Halldór Blöndal (S/Ne) spyr sjávarútvegsráðherra hvernig brugðist verði við fyrirsjáanlegum samdrætti í úthafsrækjuveiðum á næsta ári varðandi veiðikvóta og rækjuvinnsluleyfi. 4) Halldór Blöndal (S/Ne) spyr forsætisráðherra, hvort hann telji að þjóðargjaldþrot blasi við að óbreyttri stjórnarstefnu. 5) Unnur Stefánsdóttir (F/Sl) spyr samgönguráðherra hvað líði framkvæmd þingsályktunartit- lögu, sem samþykkt var á síðasta Alþingi, um mótun opinberrar ferðamálastefnu. 6) Óli Þ. Guðbjartsson (B/Sl) spyr menntamálaráðherra hvort það sé ætlun ráðherra að móta stefnu um framtíðarhlutverk hér- aðsskólanna og hvenær sé að vænta tillagna um þau efni. 7) Guðmundur H. Garðarsson (S/Rvk) spyr félagsmálaráðherra hvemig upplýsingaskyldu lífeyris- sjóðanna um árlegt ráðstöfunarfé hafí verið fullnægt. Þorsteinn Pálsson Fjármálaráðherra tók þá aftur til máls. Hann sagði að sér bæri skylda til að framfylgja lögum frá Alþingi, hver svo sem skoðun hans væri á þeim. Auk þess fylgdu mála- miðlanir vem í samsteypustjórnum. Sagði hann að alþýðubandalags- menn hefðu talið réttlætanlegt að gefa eftir í ýmsum stefnumálum sínum við stjómarmyndunina, vegna erfiðleika í atvinnulífinum og ríkisfjármálunum. Ráðherra sagði einnig að efa- semdir hefðu verið í Alþýðubanda- laginu um virðisaukaskattinn, enda hefði komið í ljós að málið væri stærra og flóknara en ýmsir hefðu haldið. Hann sagði hugsanlegt að nefnd með fulltrúum allra flokka yrði skipuð til að endurskoða lögin um hann. I máli fjármálaráðherra kom fram, að meginatriðin skatta- stefnu stjómarinnar væru ljós; sækja ætti fé til þeirra, sem mest hefðu á milli handanna. Einstök tekjuöflunarfrumvörp væru svo væntanleg á næstu dögum. Varð- andi skattlagningu happdrætta bað ráðherra menn að hafa ekki stór orð um það, þótt spilafíkn manna væri skattlögð. Það væri sjálfsagt og ekki væru líkur á því að velta hnr>r>dffiRttanna minnkaði. Ólafur Ragnar Grímsson Fjármálaráðherra sagði að lok- um, að eðlilegt væri að skattleggja ekki spariskírteini ríkissjóðs, þar sem það þjónaði þjóðarhagsmunum að efla það spamaðarform. Geir H. Haarde tók aftur til máls. Sagði hann meðal annars, að það sem stæði eftir að loknum tveimur ræðum fjármálaráðherra væri, að Alþýðubandalagið hefði ekki talið þetta mál það mikilvægt, að það stæði í vegi fyrir stjómar- þátttöku flokksins. Þorsteinn Pálsson tók einnig til máls. Sagði hann athyglisvert, að fjármálaráðherra hefði ekki minnst á stefnu ríkisstjómarinnar í skatta- málum í fyrri ræðu sinni, en í þeirri seinni hefðu öll svör hans verið al- mennt orðuð og í hugleiðingastíl. Þorsteinn gagnrýndi fjármála- ráðherra fyrir yfirlýsingagleði og ríkisstjómina fyrir efnahagsstefnu sína, sem hann sagði miða að mis- munun. Að lokum ræddi hann um skattlagningu happdrætta og sagði að allar ríkisstjórnir hefðu virt það svigrúm, sem öflug félagasamtök hefðu til fjáröflunar með happ- drættum. Fleiri tóku til máls í þessum umræðum, en ekki gefst kostur á að rekja þær frekar hér. Oljóst hvar öryggis- fengar verða vistaðir Efitir næstu áramót verður óheimilt að vista öryggisfanga í venju- legum fangelsum og er ekki ljóst hvað um þá verður eftir þann tíma. Þessar upplýsingar komu firam í svari Halldórs Ásgrímssonar, dóms- málaráðherra, við fyrirspurn frá Ásgeiri Hannesi Eirikssyni, vara- þingmanni Borgaraflokksins i Reykjavík. Þar sem Asgeir Hannes situr ekki á þingi um þessar mundir flutti- Guðmundur Ágústsson (B/Rvk) fyrirspum hans um með- ferðarheimili fyrir ósakhæfa af- brotamenn. Guðmundur benti á, að ekkert hefði verið aðhafst í málum þessara manna. Þeir væru dæmdir til vistar á viðeigandi hæli, en slík stofnun væri ekki til hér á landi. Brýnt væri _að bæta úr því. Halldór Ásgrímsson, dómsmála- ráðherra, sagði að ekki væri ætlun- in að koma upp sérstakri stofnun fyrir ósakhæfa afbrotamenn. Slíkt væri afar kostnáðarsamt og slíkir fangar afar fáir á hveijum tíma. Halldór sagði að samkvæmt nýj- um lögum um fangelsi og fangavist væri óheimilt að vista þessa örygg- isfanga í venjulegum fangelsum. Lögin tækju gildi um áramótin en reynt yrði að finna viðeigandi fram- búðarlausn vandans fyrir þann tíma. Slíkt ætti að gerast í sam- starfí heilbrigðis- og dómsmálayfir- valda. Vondir vegir og auk- inn rekstrarkostnaður Miðhúsum. UMFERÐ hefiur verið mikil hér um slóðir að undanförnu og vegir eftir því slæmir. Til dæm- is hefur skólabillinn verið hálfitíma lengur í hverri ferð en venjulega og kalla skólabíl- stjórar þó ekki allt ömmu sína í þeim efiium. Bílstjórar smábíla kvarta þó mest yfir vegunum og þegar þeir fara yfir Svínadal verða þeir oft á tíðum að strauja veginn vegna forar en hún stafar af miklum rigningum að undanfömu og svo er verið að hækka þar veginn og er erfitt að halda honum þar í horfí. Hins vegar mætti Vegagerðin setja upp skilti þar sem ökumenn smærri bíla em varaðir við en það hefur ekki verið gert eftir því sem best er vitað. Hægt er að fara fyrir Strandir og þó að það sé helmingi lengri leið en Svínadalur ættu bílar að komast leiðar sinnar minna skemmdir. Ekki var fyllt upp að Brú við Bæjará i haust og er þar veruleg hætta á ferðum fyrir ókunnuga. Margir telja að rekstrarkostnað- ur smábíla hér sé tvisvar til þrisv- ar sinnum meiri en hjá þeim sem aka jafnan á bundnu slitlagi. — Sveinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.