Morgunblaðið - 30.11.1988, Side 19

Morgunblaðið - 30.11.1988, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1988 19 Helgi Hálfdanarson: Hamlet, Matthías og nútrniinn Margt hefur verið spjallað um Hamlet að undanförnu, og kynni hógværu fólki að þykja nóg komið af svo góðu í bráð. Í svargrein til Halldórs Þor- steinssonar í Morgunblaðinu 24. þ.m. vitnar Kjartan Ragnarsson til ummæla minna um Hamlet-\>ýð- ingu Matthíasar Jochumssonar til stuðnings þeirri kenningu sinni, að mikil þörf sé á að færa leikrit Shakespeares „til nútímans". Teiur hann að mér hafi þótt ástæða til að gera nýja þýðingu vegna þess að málfar síra Matthíasar nái ekki nógu vel til nútíma-íslendinga; og á líkan hátt þurfi leikstjórar að kokka upp ýmislegt í leikritum Shakespeares handa nútímafólki. Um þetta segir hann orðrétt: „Helgi Hálfdanarson hefur sagt margt fallegt um þýðingu Matt- híasar Jochumssonar á Hamlet. Og ég þykist vita að það var ekki það hvað Matthías var slakur þýð- andi sem varð þess valdandi að Helgi réðst í það að þýða verkið aftur. Heldur trúlega hitt að þýð- ingar eldast. Helgi hefur sagt ein- hvern tímann að hver kynslóðþurfi eiginlega að eiga sínar nýju þýð- ingar á Vilhjálmi. Það höfum við fram yfir Englendinga að við get- um alltaf þýtt verkin aftur. Því tungutakið breytist og fær nýjar áherslur. Hvað þá með leikhúsið? Það breytist vitanlega líka og fær nýjar áherslur. “ Þarna á Kjartan við formála fyrir þýðingum mínum á leikritum Shakespeares; en þar virðist mér hann að nokkru leyti hafa misskil- ið ummæli mín, sem eru á þessa leið: „Mikið lán var það, að til fyrstu starfa að íslenzkum þýðingum Shakespeares-leikrita völdust slíkir frömuðir máls og bókmennta sem Matthías Jochumsson og Steingrímur Thorsteinsson. Verk þeirra á þeim vettvangi vekja furðu, þegar þess er gætt, að á þeirri tíð var íslenzk leikritun og leiklist naumast vaxin úr grasi, en fræðilegar Shakespeares-útgáfur og annar nytsamur bókakostur um höfundinn og verk hans af harla skornum skammti hjá því sem nú er orðið. Ef til vill hentuðu þýðing- ar þeirra enn betur lestri en leik, enda kom það samtíðinni betur, og munu þeir verðleikar seint fyrn- ast. Þessir garpar ýttu úr vör, þeir tóku mið og mörkuðu stefnu. Þýðendum síðari tíma ætti að vera greiðari siglingin í kjölfar slíkra ísbrjóta." Hafi nýrrar þýðingar verið þörf, var það ekki vegna breytingar á íslenzku málfari, heldur vegna nýrra viðhorfa til Ieikflutnings samfara hraðri þróun leikhúsmála. Að sjálfsögðu munu textar mínir ekki vera til frambúðar, þó að þeir hafi verið notaðir tiltölulega nýir af nálinni. Auðvitað þurfa brátt að koma til nýjar þýðingar. En ég vona að það verði ekki vegna þess að íslenzkt mál breytist svo mjög á næstunni, að málfar mitt verði óskiljanlegt nýrri kynslóð, heldur vegna þess að sí og æ eru menn að öðlast fyllri og nákvæmari skilning á skáldskap Shakespear- es, og að hert verður á listrænum kröfum linnulaust, eins og vera ber. Eitt örlítið dæmi um bættan skilning er enska orðið „con- seience", sem sýnt hefur verið fram á að þýddi ekki alltaf „samvizka" á dögum Shakespeares, heldur stundum „heilabrot". Nýjar leikgerðir af Hamlet eru sagðar til þess ætlaðar að færa verkið nær nútímanum. Um nýjar þýðingar er því á vissan hátt öfugt farið. Þeirra hlutverk er að nálg- ast sjálft frumverkið enn meir en fyrri þýðingar höfðu gert, og sýna æ betur fram á, að Shakespeare er mestur nútímamaður eins og hann er. Þetta er það sem öll umfjöllun um verk Shakespeares ætti að beinast að; ekki að færa þau með meira eða minna hnjaski til ein- hverrar ímyndaðrar þarfar nútíma- manna, sem komi eins og jólasvein- ar af fjöllum inn í torskilinn heim Shakespeares, heldur leita til hans sjálfs með sem trúastri túlkun út í æsar, jafnt í orði sem verki. Það sem Kjartan vitnar til að öðru leyti, ber að sama brunni. Það stendur í þessum sama for- mála og hljóðar svo: „Margur hefur haldið því fram, að leikrit eftir Shakespeare ætti helzt aldrei að flytja á erlendu leik- sviði nema í nýrri þýðingu, því á hverri tíð sé þetta forna skáld allra höfunda mestur samtímamaður; ef vel væri, þyrfti hver kynslóð þjóðar að fá nýjar Shakespeares- þýðingar." Þama er vitaskuld einnig átt við famað Vilhjálms með þeim þjóð- um, sem helzt ekki betur á móður- máli sínu en svo, að kynslóðaskipt- um fylgir lagskipting í málfari. Þar hefur Islendingum farið á annan veg, að minnsta kosti fram til vorra daga. Það er vor mikla þjóðar- gæfa, að oss hefur tekizt að varð- veita tungu vora svo vel, að rit frá mesta blómaskeiði íslenzkra bók- mennta á liðnum öldum em enn svo vel lifandi sem væm þau nútímaverk. Því miður em nú um sinn blikur á lofti, sem þjóðinni er brýnast alls að bregðast við á rétt- an hátt. En hafi einhver umtals- verð breyting orðið á máli vom frá síðari hluta nítjándu aldar til mið- biks þeirrar tuttugustu, þá hefur hún fremur beinzt í þá átt að treysta böndin við það skeið, sem sumir kalla gullöld, en að hún hafi stefnt burt frá íslenzkri málhefð eitthvað út í buskann. Eg skal geta þess í lokin, að fyrir því hef ég orð ekki ómerkari manns en Hrólfs Sveinssonar, að íslenzk tunga hafi engum teljandi breytingum tekið síðan Snorri Sturluson dmkknaði í sýmkerinu í kjallaranum á Bergþórshvoli sæll- ar minningar. MOULINEX MASTERCHEF 65 HRÆRIVÉL, BLANDARI O G HAKKAVÉL ALLT í EINU TÆKI! Veldu Kópal med gljáa við hæfi. MYNDAMÓT HF

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.