Morgunblaðið - 30.11.1988, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.11.1988, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1988 13 Gott tækifæri Til sölu lítil en virt sérverslun í hjarta borgarinnar. Mjög lágt verð og góð greiðsiukjör. Verslunin hefur verið starfrækt í 25 ár og hefur trygga viðskiptavild. Núna vantar hana duglegar hendur og nýjan og ferskan blæ. SKE3FAN ^ 685556 FASTEJGMAMIÐLXJM [77^1 V/Uv/WwU SKEIFUNNI 11A MAGNUS HILMARSSON LÖGMENN: JON MAGNUSSON HDL. ! Ml|il 1111 FASTEIGNAMIOLUN SlMI 25722 (4lfnui) ff Grafarvogur í smíðum Vorum að fá í sölu glæsilegar 2ja, 3ja, og 5-7 herb. íb. í glæsilegu fjölbhúsi. íb. afh. tilb. u. trév. með frág. sameing. Verð á 2ja herb. frá kr. 3,3 millj. . Verð á 3ja herb. ca 90-100 fm frá kr. 4,5 millj. Verð á 5-7 herb. ca 140 fm frá kr. 6,2 millj. Bflsk. geta fylgt íb. Góð greiðslukjör. Beðið eftir Hús- næðisláni. Teikn. á skrifst. Óskar Mikaelsson, löggiltur fasteignasali. POSTH ÚSSTRÆTI 17 Fyrirtæki - féiög - skólar Til sölu eru húseignir Ingvars Helgasonar við Rauða- gerði. a. Stórglæsilegur sýningarsalur ásamt skrifst. Grunnfl. 346,6 fm. b. Stórt steinhús. Tvær hæðir og kj. Núverandi vara- hlutaverslun. Húsið hentar til margs konar atvinnu-, menningar- eða félagastarfsemi. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. GARÐUR Skipholti 5 S.62-Í200 Kári Fanndal Guðbrandsson, Axel Krlstjánsson hrl. FASTEIGNAMIDLUN SlMI 25722_ (4linur) >r Vesturbær // IL—ili Lll I | c n n \\ F X r n ] r □ □ i L . . o □ i I I F30 ! I nr ! I □ - = n 0 n 'r- ! O >; j nn 'rx ( £ ,ou ÍL r fQ£ Þessi glæsilega nýbygging rís við Vesturgötuna. í húsinu eru þrjár 90 fm 3ja herb. íbúðir auk sameignar. íbúðirn- ar skilast tilb. undir tréverk en öll sameign innanhúss og utan skilast fullfrág, þ.á m. malbikuð bílastæði. Teikn. og allar nánari uppl. á skrifst. Óskar Mikaelsson, löggiltur fasteignasali. POSTHÚSSTRÆTI 17 É Umferðarnefind Reykjavíkur: Slysum á börnum hefur ekki fjölgað eins og öðrum slysum Ungir ökumenn valda hlutfallslega flestum slysum ÞRÁTT fyrir að slysum hafi Qölgað mikið í Reykjavík árin 1983-1987 hefur slysum á börn- um ekki fjölgað að sama skapi. Stærsti hluti slysa á börnum virð- ist vera fyrir utan þann tíma sem ætla má að þau séu á leið úr og í skóla. Þá virðast ökumenn á aldrinum 17-20 ára valda hlut- fallslega flestum slysum. Þetta kemur meðal' annars fram í könnun sem Talnakönnun vann fyrir Umferðamefnd Reykjavíkur, undir stjóm dr. Benedikts Jóhann- essonar. í könnuninni er stuðst við gögn _frá öllum tryggingafélögun- um. Á því árabili, sem könnunin náði til, eða 1983-1987, ijölgaði mjög slysum á landinu öllu. Sem skýringar er nefnt, að ruanverð bfla og bensíns lækkaði mikið á tímabil- inu. Þetta hafi orðið til þess að ökumönnum á aldrinum 17-20 ára hafi fjölgað, því í mörgum tilfellum hafi þeir eignast „gamla fjölskyldu- bílinn". Kaupmáttur þessa hóps mældur í bílum og bensíni hafí einn- ig vaxið, því væntanlega fari stór hluti ráðstöfunartekna ungs fólks í rekstur bifreiðar. Þá kom fram að þessi aldurshópur veldur hlutfalls- lega flestum slysum. Bent er á að árið 1983 hafi verið að ýmsu leyti sérstætt, því þá hafí áróður verið mikill, en þetta ár var svonefnt Norrænt umferðaröryggisár, en einnig hafí efnahagsástand innan- lands verið slæmt, þannig að ætla megi að akstur hafí verið minni en árin á undan og eftir. Samanburður við önnur sveitar- félög hérlendis sýnir að í nær öllum aldurshópum eru slys tfðari í Reykjavík en annars» staðar á landinu. Hins vegar eru slys á böm- um minni hluti heildarslysanna í Reykjavík en annars staðar á landinu. Að sama skapi eru slys á öldruðum tíðari í höfuðborginni. Stærsti hluti slysa á bömum virð- ist vera fyrir utan þann tíma er ætla má að þau séu á leið úr og í skóla. Skýrsluhöfundar telja því mikilvægt að brýnt sé fyrir bömum að umferðarreglur gilda alltaf, að þau þurfi að sýna varkámi og bera endurskinsmerki. Flest bömin slasast þegar þau eru að fara yfír götu, eða eru á hjólum. Því er mikilvægt að bömin sjálf sýni sem mesta aðgæslu og að þeim séu kenndar umferðarregl- ur. Skýrsluhöfundar benda á að hjálmar gætu dregið úr meiðslum hjólandi bama. Þá vekur athygli í skýrslunni hve stór hluti þeirra ökumanna, sem hlutdeild á að slysum, er undir tvítugu. „Þessir ökumenn virðast alls ekki hafa öðlast þann þroska og þjálfun sem þarf til þess að stýra Bókaútgáfan Reykholt hefúr gefið út bókina Horft um öxl af Hálogalandshæð eftir sr. Árelíus Níelsson. í fréttatilkynningu útgefanda segir m.a.: „Sr. Árelíus er fæddur árið 1910. Hann hefur þjónað fjór- um sóknum í þremur landsíjórð- ungum. í æviminningum sínum greinir sr. Árelíus frá æsku sinni og uppvexti við óblíð kjör vestur í Breiðaijarðareyjum. Þá segir hann frá ámm náms og kennslu og segir þar frá ýmsu markverðu fólki. Þá fjallar hann um starf sitt sem sóknarprestur í þremur lands- fjórðungum. Hann segir frá sorg- um og gleði, þakklæti og vanþakk- læti, trúardeilum og kærum, bak- tjaldamakki og umdeildum prédik- unum. Sr. Árelíusi er mikið niðri fyrir. Um séra Árelíus hafa myndast margar sögur, sumar sannar, sum- ar með sannleikskomi, aðrar skáldskapur. I flestra augum er sr. Árelíus persónugervingur alveg sérstakrar guðfræði, guðfræði hinnar óendanlegu mildi og kær- leika, guðfræði fyrirgefningar og hlýju, guðfræðinnar sem flestir setja í samband við sína eigin bamatrú." ökutæki. Um helmingur þeirra yngstu hefur gerst brotlegur við umferðarreglur. Sú spurning vakn- ar hvort ábyrgð ökumannanna ykist ef þeir yrðu látnir greiða trygging- ariðgjöld í samræmi við þá áhættu sem af þeim hlýst,“ segir í niður- stöðum skýrslunnar. Bent er á að á vissum álagstím- um em slysin tíðari en ella og að úr þessu mætti hugsanlega draga með aukinni löggæslu. Sama ráð kynni að virka til þess að draga úr tíðum umferðarbrotum. Sr. Ólafur Skúlason dómpró- fastur ritar formála að bókinni. Einnig er í henni formáli frá útgef- anda og bókaskrá sr. Árelíusar. Þá em sextán sérstakar myndasí- ður í bókinni er sem um 400 blaðs- íður. Laugameskirkja: Hádegisstund með helgi- haldi og máltíð Á AÐVENTUNNI verður teldn upp sú nýbreytni í safiiaðarstarf- inu í Laugarneskirkju að hafa hádegisstundir á fimmtudögum með helgihaldi og möguleika á þvi að fá einfalda máltíð. Helgistund- in hefst kl. 12.10 með altarisgöngu og fyrirbænum, en kl. 12.30 verð- ur sest að borðum í safiiaðar- heimilinu. Margt vinnandi fólk hefur frí milli kl. 12 og 13 og gefst hér tækifæri til að eiga hljóða stund í erli dagsins og einnig að eiga uppbyggilegt sam- félag með góðu fólki. Sumir vinna aðeins hluta úr degi og getur þvi tíminn hentað þeim svo og þeim sem ekki vinna úti. Þessar hádegisstundir verða nú á jólaföstunni þ.e. 1., 8. og 15. desem- ber. Og ef vel gengur em miklar líkur á að þetta verði fastur liður í safnað- arstarfinu í vetur. Jón D. Hróbjartsson. Skyndibitastaður Vorum að fá í sölu þekktan skyndiPitastað með sælgæt- issölu á mjög góðum og vinsælum stað. Velta ca 2,5 millj. á mán. Ovenjulega Ijúffengur skyndibiti og arðvæn- legur. Vertu nú einu sinni fljótur að hugsa. Fyrirtækjasalan Suðurveri, sími82040. Kringlan - Kringlan Til leigu glæsileg verslunarpláss 95 - 120 fm. Til af- hendingar strax. Góð leigukjör. Einstakt tækifæri. Upplýsingar gefur: Huginn - fasteignamiðlun, Pósthússtræti 17, sími 25722. Enn tækifæri Missið ekki af mesta sölumánuði ársins. Höfum enn til sölu nokkrar verslanir sem hægt er að fá með engri útborgun og fyrstu greiðslu eftir heilt ár. Einnig vörulag- erinn. Fást afhentar strax. Hafið samband fljótt, það getur Porgað sig. Fyrirtækjasalan Suðurveri, sími 82040. Æviminningar Áre- líusar Níelssonar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.