Morgunblaðið - 30.11.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1988
25
/
Reuter
Suður-Afríka aðstoðar Mozambík
Suður-Afríkumenn hafa hætt stuðningi við skæruliðasamtökin Renamo í Mozambík og styðja nú
sijórnvöld í höfúðborginni, Maputo, með ýmsum hætti. A myndinni sést suður-afrískum herflutn-
ingabíl skipað á land í hafharborginni Beira. Skæruliðar hafa m.a. valdið skemmdum á 1.400 km
langri raforkulínu sem liggur frá Cahora Bassa-orkuverinu til Suður-Afríku, sem keypt hefúr
raforkuna, og hefúr Maputo-sijórnin orðið af miklum tekjum vegna þessa. Ríkin tvö hyggjast nú
láta gera við linuna i sameiningu.
• •
Qldungadeild Bandaríkjaþings:
George Mitchell kjör-
inn leiðtogi demókrata
Washington. Reuter.
GEORGE Mitchell, þingmaður frá Maine, var í gær kjörinn leiðtogi
Demókrataflokksins i öldungadeild Bandaríkjaþings. Mitchell, sem
er 55 ára að aldri og þykir fremur fijálslyndur hefúr gegnt ýmsum
trúnaðarstörfúm á vegum Demókrataflokksins og stjórnaði meðal
annars kosningabaráttu flokksins
Mitchell tekur við starfinu af
Robert Byrd sem haft hefur það
með höndum undanfarin 12 ár.
Embætti þetta er hið valdamesta í
öldungadeildinni þar sem leiðtogi
þess flokks sem hefur meirihluta
hveiju sinni stjórnar í reynd með-
ferð þingdeildarinnar á þeim laga-
frumvörpum sem lögð eru fram.
100 þingmenn eru í öldungadeild-
inni, tveir frá hverju ríki og hefur
Demókrataflokkurinn 55 menn í
deildinni en repúblíkanar 45.
Auk Mitchells höfðu tveir þing-
menn til viðbótar látið í ljós áhuga
á að hreppa embættið; J. Bennetty
Johnston frá Louisiana og Daniel
Inouye frá Hawaii. Þingmennirnir
55 komu saman í gær á lokuðum
fundi og fékk Mitchell 27 atkvæði,
að sögn heimildarmanna Reuters-
fréttastofunnar.
George Mitchell þykir vel að veg-
semdinni kominn. Hann var form-
aður kosninganefndar Demókrata-
flokksins er kosið var til öldunga-
deildarinnar árið 1986 en þá bætti
flokkurinn við sig 11 sætum og
náði meirihluta í deildinni. Sjálfur
var Mitchell kjörinn á þing árið
1982 og þar sem kjörtímabil öld-
ungadeildarþingmanna er sex ár
í þingkosningunum árið 1986.
sóttist hann eftir endurkjöri í ár.
Hann sigraði keppinaut sinn með
miklum yfirburðum og hlaut um
80 prósent greiddra atkvæða.
Mitchell átti sæti í þingnefnd sem
stjómaði vitnaleiðslum á síðasta ári
er uppvíst varð um leynilega vopna-
sölu bandarískra embættismanna
til klerkastjómarinnar í Iran. Vitna-
leiðslunum var sjónvarpað og þótti
frammistaða Mitchells sannfær-
andi. Hann ritaði bók um vopna-
sölumálið ásamt William Cohen,
sem einnig situr í öldungadeildinni
sem fulltrúi Maine-ríkis.
Mitchell lauk lögfræðinámi frá
Georgetown-háskóla í Washington
árið 1960 og starfaði bæði sjálf-
stætt og á vegum hins opinbera þar
til hann varð dómari i heimaríki
sínu árið 1979. Ári síðar tók hann
sæti í öldungadeildinni er Edmund
Muskie sagði af sér þingmennsku
og tók við embætti utanríkisráð-
herra í stjórn Jimmy Carters þáver-
andi Bandaríkjaforseta. Lögum
samkvæmt bar ríkisstjóra Maine
þá að tilnefna eftirmann Muskies
og valdi hann George Mitchell.
Kjörtímabili Muskies lauk árið 1982
og afréð Mitchell þá að bjóða sig
fram eins og fyrr sagði.
Manntal í Vestur-Þýskalandi:
Iimflytjendimi Qölgaði
um 70% 1970 til 1987
Bonn. Reuter.
Á ÁRABILINU 1970-1987 Qölgaði útlendingum í Vestur-Þýskalandi
um 70% á sama tíma og innfæddum Þjóðveijum fækkaði, að sögn
Friedrichs Zimmermanns, innanríkisráðherra Vestur-Þýskalands.
Samkvæmt manntali sem framkvæmt var 1987 eru Vestur-Þjóðveij-
ar 61,082,800 talsins og hefiir þj
í síðasta manntali árið 1970.
Að sögn ráðherrans er fjölgunin
rakin til útlendinga sem hafa flutst
til landsins. Innflytjendum hefur
fjölgað úr 2,4 milljónum í 4,1 millj-
ón. Tyrkir eru stærsti innflytjenda-
hópurinn.
„Útlendingum hefur ijölgað um
182,000 manns frá því í maí 1987,“
sagði Zimmermann.
Imni fjölgað um 432.000 frá því
Innfæddir Vestur-Þjóðveijar
voru 56,9 milljónir árið 1987 en
58,2 milljónir árið 1970.
í manntalinu 1987 kemur fram
að meðalaldur þjóðarinnar hefur
hækkað. Hlutfall Þjóðveija undir
15 ára aldri lækkaði í 15% úr 23%
þjóðarinnar en Þjóðveijum 65 ára
og eldri fjölgaði úr 13% í 15%.
þá er hann hófsamur. Ég get ekki
fallist á að hann sé hófsamur. Ef til
vill er hann örlítið minni hryðjuverka-
maður en aðrir leiðtogar PLO.“
— En við hvem annan geta ísrael-
ar samið?
„Það er einmitt vandinn. Ef Araf-
at segði: „Allt er til umræðu," og
lýsti því yfír að hann vildi frið og
fordæmdi hryðjuverk og viðurkenndi
tilverurétt ísraels þá væri hægt að
semja við hann. Leiðtogar Palestínu-
manna eru ekki nógu hugrakkir. En
það er fyrst og fremst vandi Pal-
estínumanna ef þeim tekst ekki að
hafa hemil á öfgamönnum."
Ánægðir með landamærin
frá 1967
— Hver er munurinn á baráttu
Palestínumanna með tiltækum með-
ulum við gyðinga og baráttu manna
eins og Shamirs og Begins í frelsis-
stríði Israels?
„Þessir menn börðust við Breta
fyrir útgönguleið fyrir gyðinga úr
Evrópu til Palestínu. Sjálfur er ég
ekki sammála þeim aðferðum sem
þeir beittu en um leið og Bretar yfír-
gáfu Palestínu létu þeir af hryðju-
verkum. Það er ekki hægt að bera
saman stöðu Palestínumanna nú og
gyðinga þá. Hvergi fer fram skipu-
lögð útrýming araba.“
— Ef litið er á málin frá sjónar-
hóli Palestínumanna þá segjast þeir
eiga jafn mikinn rétt á eigin ríki og
ísraelar ef ekki meiri. Þessu svarar
Yitzhak Shamir forsætisráðherra
ísraels með því að segja að hann
muni aldrei fallast á tilveru ríkis
Palestínumanna vestan Jórdanárinn-
ar. Er þetta ekki ósveigjanleiki?
„Shamir er ekki eilífur. Hann seg-
ir einnig að hann sé reiðubúinn til
friðarviðræðna. Munurinn á Verka-
mannaflokknum og Líkúdflokknum
er ekki grundvallarmunur heldur
endurspeglar hann tæknilegan mun
á útfærslu friðar við arabaríki. ísra-
elar eru meira og minna ánægðir
með landamærin frá árinu 1967 með
minniháttar breytingum af öryggis-
ástæðum."
— Er ástæða til að hafa áhyggjur
af vaxandi áhrifum strangtrúaðra í
Israel og dvínandi áhrifum Verka-
mannaflokksins?
„Sem talsmaður frelsis er ég
ánægður með að rödd trúarflokka
skuli heyrast í Knesset. Ég hef meiri
áhyggjur af heittrúarmönnum í
Egyptalandi og íran heldur en í ísra-
el. Ég tel að þetta verði ekki vanda-
mál i ísrael. Stefna trúarflokkanna
þar er ekki að leggja ísrael niður.
Nái þeir yfírhöndinni verða gyðingar
fyrir barðinu á því en ekki arabar.
En fyrir heittrúarmönnum meðal
araba erum við heiðingjar og þeir
vilja leggja undir sig gjörvöll Mið-
austurlönd."
íslandsmótið í 1. deild
SKEMMTUGUR
7. umferð
í dag, miðvikudag
ÍBV-Stjarnan. Kl. 20:00, Vestmannaeyjum
Grótta-Fram. Kl. 20:00, Digranesi
K.A. - U.B.K. Kl. 20:00, Akureyri
Víkingur—Valur.KI. 20:15, Laugardalshöll
Á morgun, fimmtudag
' K.R. - F.H. Kl. 20:00, Laugardalshöll
Fylgjumst með spennandi íþrótt