Morgunblaðið - 30.11.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1988
„Það langskynsamleg-
asta sem Reykvíkingar
geta gert er því að
sætta sig við að vera
eins og annað fólk i
veröldinni. Reykvíking-
ar eru að vísu sérstæð-
ir, en ekki alveg svo
sérstæðir að þeir geti
hundlausir verið.“
mörgum fullorðnum var skapi næst
að gera slíkt hið sama? Hversu
mörg börn skyldu hafa fengið hat-
ur, stundum varanlegt, á lögregl-
unni og yfirvöldum, sem drápu
góða, fallega hundinn þeirra alsak-
lausan?
Ef litið er til sögu mannkynsins
ættu þessar raunir hundabanns-
manna og þeirra sem orðið hafa
að lúta forræði þeirra ekki að koma
á óvart. Það er nefnilega svo að
það er fátt eins sammannlegt og
hundar. Ef til vill væri sú skilgrein-
ing á manninum að maðurinn sé
dýr með hund raunsannari en til
dæmis „maðurinn er viti borið dýr“
eða hvað það nú er sem heimspek-
ingamir hafa komið fram með.
Hundurinn, sem að uppruna er tam-
inn úlfur, hefur fylgt manninum
miklu lengur en ritaðar heimildir
ná. Vitað er með vissu að hann
hefur verið með okkur síðustu 15
þúsund árin eða svo, en það er
áreiðanlega mun lengra síðan stein-
aldarmeim tóku fyrst heim með sér
ylfinga. Hundahald er einn af fáum
siðum eða háttum sem mannkynið
á sameiginlega, og er að því leyti
á sama bás og listsköpun og til-
beiðsla æðri máttarvalda.
Hundurinn er sem sagt að heita
má alls staðar þar sem menn hafa
tekið sér bólfestu, frá Grænlandi
og Sfberíu í norðri til Eldlands,
Ástralíu og Höfðalands í suðri; frá
Japan í austri til Kalifomíu f vestri.
Einu gildir hvort um er að ræða
ríka eða snauða, svokallaðar frum-
stæðar þjóðir eða háþróuð sam-
félög, borgarbúa eða sveitafólk, alls
staðar fylgir hundurinn manninum.
Einu undantekningamar frá þessu
sem mér er kunnugt um em ýmsar
smáeyjar, þar sem sægörpunum
sem námu þar land hefur láðst að
taka hunda af báðum kynjum með
sér í bátana, og meðal fmmbyggja
eyjunnar Tasmaníu, þar sem engir
hundar vom áður en Evrópumenn
komu þangað (og útrýmdu öllum
fmmbyggjunum með þeim hætti
sem þeim hefur verið sérstaklega
lagið). Óþarft er að taka fram að
þeir af þessum eyjaskeggjum sem
héldu lífi hafa ábyggilega fengið
sér hunda við fyrsta tækifæri.
Eg kann enga einhlíta skýringu
á því að ekki finnst svo bágstatt
samfélag manna að íbúar þess telji
sig ekki hafa efni á að halda hunda,
og það helst marga. Víst er að
nytsemi þeirra sem varðhunda,
veiðihunda, sleðahunda og hvað það
nú er veitir enga tæmandi skýr-
ingu. Ekki ætla ég að neita því að
hundurinn hefur oft réynst mannin-
um notadijúgur til ýmissa starfa,
en hitt er líka algengt að menn
haldi hunda án þess að hafa af
þeim nein sérstök not. Þetta á ekki
bara við um nútímaborgir, heldur
líka um ýmis svokölluð fmmstæð
samfélög, sem bendir til að upphaf-
lega hafi hundurinn ekki verið tam-
inn til neins sérstaks brúks. Og
þetta á vissulega við um íslenska
bændur, en eins og allir vita gera
hundar yfirleitt minna gagn en
ógagn á bæjum hér, en þó jafnán
taldir ómissandi. Það er engin hald-
betri skýring á þeirri staðreynd að
maðurinn er dýr með hund en sú
að manninum fínnst hundurinn svo
einstaklega skemmtilegur og
traustur vinur að hann getur illa
án hans verið. Svo er að sjá að
hundamir séu sama sinnis gagnvart
okkur. Ekki þori ég að halda því
fram að samneyti við hunda sé eitt-
hvað sem sé orðið okkur mönnunum
eðlislægt. (Svo virðist að vísu vera
að samneyti við menn sé orðið hund-
inum eðlislægt, það sýna saman-
burðarrannsóknir á hundum og úlf-
um.) Eigi að síður verð ég að játa,
að ég sjálfur sem er ekki alinn upp
við hunda upplifí þetta að nokkru
leyti svo: með hundinum kom eitt-
hvað sem hafði vantað, þótt ég
hefði ekki gert mér grein fyrir því.
Hundlaust mannf^ag er sem
sagt fágætt fyrirbæri og ugglaust
eftirtektarvert fyrir mannfræðinga
af þeim sökum. Það liggur við að
slíkt samfélag sé tortryggilegt —
getur það verið eðlilegt fólk sem
þolir ekki að hafa hunda neins stað-
ar í nágrenni við sig eins og allir
forfeður þess hafa gert ótilneyddir
í tugþúsundir ára? Ekki ætla ég þó
að fara að reyna að segja lesendum
mínum að fyrst allir aðrir hafi þetta
svona, verðum við Reykvíkingar að
Eins og hjá Mozart. Hversu langt
sem segja má að Mozart sé frá
Tchicai og Tchicai frá Mozart, þá
er Tchicai engu að síður Mozart
danskrar jazztónlistar.
í New York staifaðj Tchicai með
fólki, sem var á sömu bylgjulengd
og hann: Bill Dixon, Steve Lacy,
Roswell Rudd, Archie Shepp — og
ekki síst Coltrane, sem hann vann
mikið með; lék meðal annars með
honum inn á plötuna The Ascension
Session for Impuise árið 1965.
Honum hefur gengið treglega að
fínna samstarfsfólk á sömu „nót-
um“ heima fyrir. Og það er einnig
dæmigert fyrir Tchicai, að hann
hefur um árabil spilað meira í
Frakklandi, Þýskalandi, Hollandi
og Sviss en heima í Danmörku.
Hann segir sjálfur, að hann sé
ævinlega álitinn aðkomumaður í
dönsku tónlistarlífi. Þó hefur hann
leikið inn á nokkrar plötur með
dönskum jazzistum. Má þar nefna
plötuna Real Tchicai, John Tchicai
Trio, 1977, með Niels-Henning
Örsted Pedersen og Pierre Dörge,
sem svo sannarlega er gegnheil
Tchicai-skífa, uppfull af gabbend-
um, svo að maður hlustar í forundr-
an — og sér alla hluti í nýju ljósi,
meðan maður hlustar, og lengur,
kannski alltaf upp frá því. Einnig
má nefna plötuna Put up the Fight,
1987, með John Tchicai Group: Ole
Römer á slagverk, Bent Clausen á
víbrafón og Peter Danstrup á bassa,
auk Tchicai sjálfs á saxófón. Það
var býsna furðulegt að hlusta á
þessa plötu, af því að Tchicai leikur
sér þar að nýjum, glaðlegum sam-
hljómum, eins og til dæmis í laginu
Calypso Boswell, sem er greinilega
undir áhrifum frá kalypsótónlist,
en þó svo „tchicaísk" vegna þess
hvemig meistarinn leikur sér með
hrynjandina, að mér varð á að
hugsa: „Ja, hvert í þreifandi. Ég
hélt, að kalypsóið væri vopn almúg-
ans til að spauga með valdhafana,
en augsýnilega getur það einnig
þjónað valdsmanninum, þegar hann
gerir grín að þeim, sem undir vald-
ið er settur!" Þannig snýr hann
ævinlega öllu við í tónlist sinni.
John Tchicai kemur fram í Du-
us-húsi kl. 21.30 í kvöld. Meðspilar-
ar hans verða Szymon Kuran á
fiðlu, Pétur Grétarsson á slagverk
og Tómas Einarsson á bassa. Þá
kemur Tchicai einnig fram í Norr-
æna húsinu hinn 1. desember ásamt
sellóleikurunum Hauki Hannessyni,
Oliver Pentisj og Gary McBretney
og þeim Reyni Sigurðssyni, Szymon
Kuran, Steingrími Guðmundssyni
og Tómasi Einarssyni. Á efnis-
skránni eru verk eftir John Tchicai
og fijáls jazz.
39
Maðkar í mysu hjá CIA
gera það líka. Hins vegar ætti þessi
staðreynd um sambýli hunda og
manna hvarvetna í veröldinni um
langan aldur að vekja efasemdir
hjá þeim borgarfulltrúum í
Reykjavík og öðrum sama sinnis
sem dreymir um hundalausa borg:
ef reynsla síðustu áratuga af
hundabanni nægir ekki (þá virti
jafnvel löghlýðnasta fólk þetta bann
að vettugi), þá bendir mannkyns-
sagan líka til að þessi ósk muni
ekki rætast. Hundar og menn leita
saman hvarvetna, líka í Reykjavík.
Hvað sem boðum og bönnum líður
yrði hér urmull af hundum. Margir
yrðu hér í annarlegu skjóli erlendra
sendiráða, einhveijir yrðu liðnir
vegna klíku- og kunningsskapar
eins og gengur, en flestir yrðu ein-
faldlega ólöglegir. Eigendur alger-
lega ólöglegu hundanna munu af-
saka sig með því að benda á að
fólki sé mismunað og að reglum sem
nái ekki jafnt yfír alla sé óþarft að
hlýða. Þeir hafá nokkuð fyrir sér í
því. Ekki er ástæða til að íjölyrða
um að þetta er í alla staði verra
fyrirkomulag en leyfilegt hunda-
hald. Það myndi útiloka allt raun-
hæft heilbrigðiseftirlit með hundum
(og þar með bjóða heim hættum
fyrir menn); það skapaði ómæld
leiðindi, sárindi, ótta og gremju; og
það yrði til ills fyrir hundana sjálfa,
því fólk myndi laumast meira með
þá og af þeim sökum síður leyfa
þeim að hreyfa sig úti. (Ég leyfi
mér að benda eindregnum andstæð-
ingum hundahalds í borginni sér-
staklega á þessa síðustu röksemd,
því þeir segja nær undantekninga-
laust að þeir séu einmitt alveg ein-
stakir hundavinir.)
Það langskynsamlegasta sem
Reykvíkingar geta gert er því að
sætta sig við að vera eins og annað
fólk í veröldinni. Reykvíkingar eru
að vísu sérstæðir, en ekki alveg svo
sérstæðir að þeir geti hundlausir
verið. Á hinn bóginn er auðvitað
sjálfsagt að hafa reglur sem stuðla
að hreinlæti, heilbrigði og öryggi í
þessum efnum og tryggja að þess-
um reglum sé framfylgt. Þar bera
hundaeigendur sjálfir mesta
ábyrgð, en reynslan sýnir að nauð-
synlegt er að veita hinum kæru-
lausu strangt aðhald. Það ættu
borgaryfirvöld að gera, en ekki
síður hinn almenni borgari og þó
sérstaklega aðrir hundaeigendur.
Ef sú mótbára kemur fram frá þeim
sem eru einfaldlega á móti hundum
í borginni, að betra sé að útrýma
vandanum í eitt skipti fyrir öll í
stað þess að þurfa sífellt að vera
að kvabba, þá vil ég benda á einu
sinni enn að það mun ekki takast
að útrýma hundunum, og því sé
best fyrir þá að sætta sig við það,
en að reyna fremur að stuðla að
skynsamlegu hundahaldi.
Höfundur er kennari í heimspeki
við Háskóla íslands.
Erlendar bækur
Jóhanna Kristjónsdóttir
Margaret Ruman: Murder in the
CIA
Útg. Fawcett Crest 1988
Margaret Truman er forsetadóttir
og ef ég man rétt reyndi hún fyrir
sér sem söngkona í gamla daga, en
hafði ekki árangur sem erfíði. Þá
sneri hún sér að því að skrifa spenn-
andi njósnasögur og vakti í fyrstu
á sér athygli vegna þess hverra
manna hún var. En svo smátt og
smátt kom mönnum saman um að
hún gæti greinilega skrifað góðar
spennusögur og hún hefði ákveðið
forskot á aðra, þar sem hún þekkti
inn á alls konar stofnanir og al-
mennt á mannlífið í Washington frá
því faðir hennar var í Hvíta húsinu
fyrir margt löngu.
Þessi bók hennar hefur hennar
ágætustu einkenni. Hér segir frá
Barrie Mayer, sem er ljómandi falleg
og auk þess merkis bókaútgefandi
í Washington. Hún er að fara til
Búdapest í upphafí sögunnar að
hitta þar ungverskan höfund, sem
Barrie uppgötvaði og hefur verið
gefínn út í Bandaríkjunum eftir að
þíðan hófst smátt og smátt í Ung-
veijalandi. Einhverra hluta vegna
vekur það grunsemdir lesanda að
Barrie kemur við á skrifstofu Erics
ástmanns síns og tekur þaðan með
sér einhveija skjalatösku og ekki
eru sögð nánari deili á því máli.
Síðan flýgur Barrie á fyrsta farrými
til London, hittir þar annan grun-
samlegan mann, Mark, og þegar
hún hyggst svo tjekka sig inn á
Heathrow kemur einhver sem hún
þekkir -r- en lesandi fær ekki að
vita hver er — og drepur hana á
svo klókindalegan hátt, að allir
halda að hún hafí dáið úr hjartaá-
falli.
Vinkona hennar, Collette Cahill,
sem starfar í sendiráði Banda-
ríkjanna í Búdapest og er í leyni-
þjónustunni CIA, er full af efasemd-
um þegar hún heyrir hvað gerst
hefur. Hana grunar að dauða Barrie
hafi borið að með öðrum hætti en
menn vilja vera láta og hún veit líka
að Barrie hafði unnið ýmis verk
fyrir CIA. Því er spumingin, hvort
Barrie var að verða CLA hættuleg
og þá hvers vegna. Eða hvort Rúss-
amir hafa verið orðnir smeykir og
komið henni fyrir kattarnef.
Catherine er þrautseig og klók
og reynir að rekja slóð Barrie og
hafa upp á þeim sem hún umgengst
helst, og væntir þess að þar liggi
hundurinn grafinn. Inn í söguna
fléttast hvers kyns óþarfir og þarfir
atburðir, persónur sem höfundur
notar til að rugla lesandann í ríminu
og svo persónur sem reynast ekki
vera allar þar sem þær em séðar,
eins og sæmir í góðum spennusög-
um.
Frásögnin er í heild ljómandi
skemmtileg, en njósnimar og til-
gangur þeirra fer ansi mikið fyrir
ofan garð og neðan og ekki alltaf
hægt að taka grafalvarlegar njósna-
aðgerðir alvarlega. En það gerir í
sjálfu sér ekkert til fyrst bókin er
læsileg.
OSAMEIND
Brautarholti 8,
Kimi 25833
Honda 88
Accord
Sedan
2,0 EX
Verð frá 1053 þúsund,
miðað við staðgreiðslu á gengi 1. nóv. 1988
NÝ AFBORCUNARKJÖR
ÁN VAXTA OG VERÐBÓTAu.
W HONDA
VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMI 689900
LANDSMÁLAFÉLAGIÐ VÖRÐUR
AÐALFUNDUR
Landsmálafélagið Vörðurheldur aóalfund miðvikudaginn 30. nóv-
ember nk. kl. 20.30 í sjálfstæðishúsinu Valhöll, Háaleitisbraut 1.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Gestur fundarins, Davíð Oddsson borgarstjóri,
mun ræða um „borgina okkar“
3. Önnurmál
HVETJUM ALLA VARÐARFÉLAGA TIL AÐ MÆTA Á FUNDINN
Stjórnin