Morgunblaðið - 30.11.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.11.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1988 Bjami Ólafsson skrifar frá Holstebro, Danmörku: Boðiðí Það var í septembermánuði. Vætusamt hafði verið undan- fama daga, stundum þó nokkurf rok og kalt. Dag nokkum í miðri viku brá svo við að himinninn var skaf- heiðríkur og hið fegursta veður, lygnt og blítt. Þeir sem ekki gátu notið blíðunnar vegna starfa innandyra urðu að láta sér nægja að horfa út um glugga á aðra sem gátu spókað sig í sólinni. Það var síðdegis þennan fagra dag að kunningi minn hringdi og spurði mig hvort ég vildi koma og sigla með sér útá Limafirði, þegar vinnudegi lyki. Eg tók boðinu þakksamlega og tók að búa mig til siglingar. Fór ég í hlý föt, því kalt verður á sjón- um er kvöldar. Svo hitaði ég mér kaffisopa og smurði brauð í nesti. Við vorum þijú á bátnum þenn- an dag, eigandi bátsins, sem var formaður, ung kona sem stýrði bátnum öðruhvoru og svo ég, sem gegndi einskonar hásetahlutverki. Báturinn sem við sigldum á er 24 feta siglari, „LM 24“. Skrokk- ur bátsins er úr treíjaplasti, yfir- byggður með stýrishúsi, káetu og yfir afturhlutanum eru blæjur. Bátur þessi er hin mesta ger- semi, búinn seglum og einnig Volvo Penta-vél, 25 ha dýptar- mæli, talstöð, sjálfstýribúnaði og áttavita. Mesta breidd skrokksins er 2,40 m. Kjölurinn ristir 1,0 m og er þyngd kjalar 1.000 kg. Ollu er mjög haganlega fyrir komið um borð og hefur eigand- inn, sem er mikill hagleiksmaður, smíðað bátinn sjálfur, nema skrokkinn keypti hann tilbúinn. Þama eru bekkir og borð, eld,- unarbúnaður með vaski, lítiH skápur með salemi og i káetunni geta hjón og þijú böm, eða ungl- ingar, sofið. Undir bekkjum eru geymsluhólf fyrir kaðla og bönd, björgunarvesti og annan slq'ól- fatnað. Seglin em einnig geymd í hólfum inni, nema stærsta segl- ið, sem er innpakkað á ránni. Þegar stigið er um borð á svo fallegum báti er ekki laust við að áhöfnin fínni til sín og reyni a.m.k. að standa sig vel í starfi sínu. Þegar búið-var að leysa land- festar og ganga frá böndunum við bryggjuna, var vélin sett í gang til að koma bátnum út úr þröngu bryggjulæginu. Á meðan var unnið að því að losa yfir- breiðslu af stórseglinu og það síðan dregið upp. Fyrir landkrabba eins og mig var það sem hátíðleg stund, hvert sinn sem segl var dregið upp. Það var næstum sama tilfinning og við fánahyllingu. Dálítið kul var á og var unun að sjá þegar vindur þandi seglin svo að þau urðu fallega íhvolf kulmegin. Um Ieið og vindur þenur seglin siglingu á Limafírði breytast hreyfingar bátsins furðu mikið á sjónum. t Ég hefi verið skelfílegur aum- ingi á sjó, fundið til sjóveiki við minnstu hreyfingu, þessvegna kveið ég fýrir því að strax og ég væri kominn út fyrir hafnarkjaft- inn færi ég að verða sjóveikur. En viti menn, nú brá svo við að báturinn lá stöðugur á sjónum, hallaðist svolítið undan vindinum og leið næstum hljóðlaust áfram. Eina hljóðið sem heyrðist var þeg- ar sauð á stefninu er það klauf sjóinn. Hugurinn fylltist gleði. Ekki er að undra þótt menn hafi viljað takast á við þessa orku frá ómunatíð. Auðvitað er ekki hægt að líkja siglingu á nútíma kapp- siglara við siglingu forfeðra okkar Bjarni Ólafsson hús í kvöldhúminu. Þar er ein minnsta kirkja Danmerkur og fysti okkur að sjá hana um leið. Var nú tekin stefna á höfnina. Sólin lækkaði hratt og hvarf von báðar á bak við skógivaxna eyj- una. v Ég skildi nú hvað menn eiga við er þeir tala um þá nautn að sigla, nautn sem ekkert geti jafn- ast á við. Stundum hefur mér þótt gæta helst til mikils fjálgleika í að lofa siglingar. En að vera laus við vélargný og að líða samt áfram með allmiklum hraða á logagylltum vatnsfletinum, næst- um hljóðlaust, vakti mér óvenju- lega gleði, einhvers konar sigur- gleði. Vindurinn sem knúði.bátinn áfram kostar ekkert og báturinn á seglskipum fyrri alda. Hvað var það sem rak menn til að sigla úfínn sjó milli landa? Þar var hættum og erfíðum átökum mætt með seiglu og áræði. Eins og á svo ótalmörgum öðrum sviðum hafa orðið stórstígar framfarir í smíði seglbáta, bæði á skrokk- lagi, kjölfestu að ekki sé nú talað um seglabúnaðinn og festingar og brautir. Margir eiga nú svokall- aða sportbáta, ýmist vélknúna hraðbáta eða kappsiglara. Sport- bátamir vélknúnu hafa rutt sér inn á markað-ttskibátanna. Ég kynntist þyí af afspum fyrir tveimur ámm, að á slóðum þar sem amma mín reri til fiskjar á Breiðafírði á síðustu öld, var nú bmnað á hraðskreiðum plastbáti. Það minnti mig á ömmu mína er ég frétti að einn úr áhöfn hrað- bátsins væri heimasæta í Flatey. Nú stóð ég hér á fallegum kappsiglara er klauf öldur mjúk- lega á Limafirði. Sólin var að hníga til viðar og speglaðist gull- inrauð í sjávarfletinum. Vig sigldum frá höfninni í Stm- er og á stjórnborða var eyjan Venö. Á Venö virtist rílq'a kyrrð og friður. Flestir sumargestir horfnir heim til vetrarbústaða sinna, en á eyjunni búa fáir allt árið. Formaðurinn á bátnum ákvað að sigla inn í höfnina á Venö og ganga þar á land með áhöfn sinni. Var vel tekið undir þá hugmynd að skoða götur og hreyfist rólega eftir vindi og öld- um, eins og fagur fugl á sundi. Til er danskt spakmæli sem segir: „Sá sem skapaði vindinn er lítið gefinn fyrir háreysti." Hafnarmynnið í Venö er þröngt. Annað innsiglingarljósið var dautt svo að nú reyndi á kunn- áttu formannsins. Hann stóðst þá raun að stýra bátnum í myrkri inn í litlu höfnina og það svo vel að ég hlaut að dást að. Við bundum bátinn og gengum á land. Einum manni mættum við og reyndist hann vera hafnarvörð- ur eyjarinnar. Kyrrð og friður ríkti þarna og þótt götumar væm malbikaðar mættum við ekki öðr- um vegfarendum, hvorki akandi né gangandi. Lág ljósker lýstu vegbrún götunnar að kirkjunni litlu. Ljós loguðu þar inni og auð- séð að einhver fundur eða athöfn fór fram þar. Þetta var turnlaus hvítkölkuð steinkirkja, látlaus en falleg. Kirkjugarðurinn umhverfis kirkjuna var líka vel hirtur og fallegur. Ekki hefi ég enn séð umhirðulausan kirkjugarð í þessu landi. Eftir að hafa gengið um eyjuna um klukkustund, sigldum við út úr höfninni. Nú loguðu bæði innsiglingarljósin. Þá vissum við hvert erindi hafnarvörðurinn átti þegar við mættum honum. Stjömubjart var og skemmtum við okkur við að skoða stjörnumar sem nú virtust svo skærar. Hugurinn hvarf heim til ís- lands. Þetta vom sömu stjömur sem tindmðu á himinhvolfinu en mikill er munurinn að vera með bát heima eða þá hér. Margt er þar öðmvísi, bæði óviðráðanlegt og viðráðanlegt. Aðstaða í höfn er mun betri hér, veður mildari, minni munur sjávarfalla. Heima em bátaeigendur stöðugt að beij- ast, annað hvort við óveður eða skilningslítil yfirvöld. Hér er vel búið að bátaeigendum, hvort sem um er að ræða fiskibáta eða sport- báta. Hve oft hafa menn ekki lagt nótt við dag heima til að smíða sér biyggju eða að bæta legustað og lendingar báts síns, og eftir næstu nótt hefur svo allf veriðl brotið og fokið út í veður og vind. Oft hefi ég dáðst að þrautseigju og dugnaði Hafsteins Sveinssonar feijumanns í Viðey, sem aldrei hefur gefist upp. Fleiri gæti ég nefnt til, sem hafa átt við enn erfiðari aðstæður að stríða, t.d. á Bakkafirði og víðar. Þetta flaug í gegnum' huga minn á þessu fagra kvöldi þegar ég naut gest- risni íslandsvinar og sigldi svo stoltur á Limafirði. Bátseigandinn er íslandsvinur og dreymir um að koma einhvem tíma aftur til ís- lands. Ég get til gamans sagt frá því, ef einhveijir lesenda þekkja þennan mann, að á yngri ámm vann hann sem flugvirki í Grænl- andi og hjá Heklu hf. sem bif- vélavirki. Eftir að hann var horf- inn aftur heim til Danmerkur gerði hann sér ferð til íslands með konuefni sitt og vom þau gefin saman í Árbæjarkirkjunni litlu. Þau hjónin heita Kirsten og Bent Laugesen. Höfundur er smíðakennnri. Bjargvætturiim Jón Sigurðsson Opið bréfírá Jóhann- esi Kristfánssyni Kæri Nonni. Loksins er komið fram mikil- menni í Alþýðuflokknum og ert það þú. Hugmyndir þínar um að fólk hætti að borða kinda- og hrossakjöt em frábærar og lýsa því hversu djúpvitur þú ert og einstaklega víðsýnn, svo af öðmm mönnum ber. Eitt sinn var sagt að Alþýðu- flokkurinn væri landbúnaðinum ekki þarfiir fremur en fjárpestir og aðrar plágur. Þessu hefur þú nú breytt, Nonni, þökk sé þér. Væntanlega munt þú nú hefya aðgerðir í eigin kjördæmi, því hæg em heimatökin. Þegar búskapur verður síðan aflagður að þínu fmm- kvæði í Reykjaneskjördæmi væri rétt að taka Suðurland fyrir. Þar er í dag mikil framleiðsla og því til mikils að vinna. Þar brenna menn lika sinu í stómm stíl, þessa fallegu sinufláka sem halda sínum gul- brúna lit langt fram á sumar og hindra þannig framsóknarlitinn græna. Þegar hringferðinni er lokið, og þú Nonni hefur sýnt landsbygðarlýð „Hveijir eiga ísland" er rétt að ráð- ast að öðmm hallarekstri í útgerð og fiskvinnslu. Það þýðir ekkert að standa í þessum rekstri, alltaf bull- andi tap. Að þessu loknu verður fyrst hægt að hefjast handa við myndar- legann innflutning á öllu því sem nöfnum tjáir að nefna, því nógir verða seðlamir sem sparast við að hætta í blessuðum hallarekstrinum. Þá þarf að efla banka og spari- sjóði og lána myndarlega ef menn skuldbinda sig til að fara ekki í nein atvinnurekstrarævintýri í svo- kölluðum undirstöðuatvinnuvegum. Nonni minn, ef þetta gerðist yrðu íbúar þessa lands mikið ánægðir. Hugsaðu þér fólk sem vinnur fullt ábyrgðar undir miklu álagi frá 9-5 og þarf að vinnudegi loknum að snyrta garðinn sinn, klippa trén, reyta arfa og slá grasflötina. Þetta fólk yrði fullt hamingju og bams- legri gleði ef það gæti ekið út fyrir þéttbýlið og gengið um sinuvafið landið. Þín verður minnst, Nonni, til jafns við nafna þinn Jón forseta Sigurðsson. Skilaðu kveðju til Balda og hinna léttgeggjuðu. Kveðja, Jóhannes Kristjánsson. Skilaðu kveðju til Balda og hinna léttgeggjuðu. Kveðja, Jóhannes Kristjánsson. Hölundur er formaður Landssam■ taka sauðfjárbænda LITGREINING MEÐ CR0SFIELD ER LYKILLINN AÐ VANDAÐRI LITPRENTUN MYNDAMÓT HF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.