Morgunblaðið - 30.11.1988, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NOVEMBER 1988
3
HÉROGNÚ
-
NYJUSTU
FRÉTTIR FYRIR
VIÐSKIFTAVINI
NÓVEMBER 1988
Flugleiðir gera enn
betur í Kaupmanna-
hafnarflugi
Farþegum hefur fjölgað ört á
milli íslands og Norður-
landanna á undanförnum
árum. Flugleiðir fjölga því morgun-
ferðum frá Kaupmannahöfn og
síðdegisferðum til Kaupmanna-
hafnar í vetur til að koma til móts
við kröfur sívaxandi hóps
viðskiptavina.
Frá Kaupmannahöfn verður
brottför kl. 9.40, fjórum sinnum í
viku: þriðjudaga, miðvikudaga,
fimmtudaga og föstudaga. Frá
Noregi, Svíþjóð og Finnlandi er
þægilegt að ná þessum ferðum til
Isiands, með tengiflugi fyrr um
morguninn.
Frá íslandi til Kaupmannahafnar
verða tvær ferðir síðdegis, á
þriðjudögum og fimmtudögum.
Brottför frá Keflavík verður kl.
17.30 og er komið til
Kaupmannahafnar kl. 21.40 eða í
tæka tíð fyrir síðustu flugferðir
áfram til Svíþjóðar og Noregs. Þessi
brottfarartími er ekki síst kjörinn
fyrir farþega sem vilja nýta
vinnutíma sinn til hins ýtrasta. Þeir
geta slegið þrjár flugur í einu höggi:
unnið nær heilan daa á
Fleiri og fleiri
íslendingar
uppgötva Frankfurt
Snjallir íslendingar eru að
uppgötva það sem Derrick
vissi fyrir löngu. Hvað? Jú,
að Frankfurt er ein skemmtilegasta
borg Evrópu. Nú hafa Flugleiðir
leyst málið fyrir íslendinga að
komast þægilega til Frankfurt í
vetur.
Til að anna aukinni eftirspurn
verða Flugleiðir með tvær ferðir í
viku beint til Frankfurt, á
miðvikudögum og sunnudögum.
Tilvalin helgarferð! Frankfurtfarar
geta aukið á tilbreytinguna með því
að koma heim með Flugleiðavél frá
Luxemborg sem er skammt undan.
Smekk og gæðakröfum
íslendinga og Þjóðverja svipar mikið
saman. Það eru því góðar fréttir að
Frankfurt er fyrst og fremst
verslunarborg. Þýskar tískuvörur
eru t.d. ofarlega á vinsældalista
okkar íslendinga. Frankfurt er
himnesk borg með hagstætt verðlag
og gífurlegt úrval tískuvara. Allir
Þrjár nýjar „Betri
stofur" í Evrópu
Er ferðalag til Evrópu á döfinni?
Ferðast þú á Saga Class? Um
þessar mundir opnum við hjá
Flugleiðum þrjár nýjar „Betri stofur"
fýrir Saga Class farþega til að gera
ykkur biðina þægilegri og losna við
þann ys og þys sem gjarnan fylgir
flugvöllum.
Nýir landvinningar Flugleiða á
þessu sviði eru á Heathrowflugvelli í
London, Findelflugvelli í Luxemborg
og Glasgowflugvelli. Þar með verða
„Betri stofur" Flugleiða orðnar átta.
Hinar sex eru í Frankfurt,
Kaupmannahöfn, Stokkhólmi,
Keflavík, New York og Orlando.
Það er ekki að ástæðulausu að
Saga Class farþegar líkja „Betri
stofunum" við vin í eyðimörkinni.
■ Tvær nýjar Boeing 757 þotur bætast í flota Flugleiða árið 1990. Til að bjóða farþegum fullkomin þægindi verða þær
innréttaðar fyrir 206 farþega en þessi flugvélagerð getur rúmað allt að 239 farþega.
Það er aðeins eitt og hálft ár
þangað til fjórar glænýjar
þotur bætast í flota
Flugleiða. Þá verður hann einn
yngsti millilandaflugfloti í Evrópu.
Endurnýjun flugflotans er einn
af homsteinunum í framtíðarstefnu
Flugleiða. í fyrra voru nýjustu og
fullkomnustu Boeing 737 þotur sem
völ er á keyptar fyrir Evrópuflug
framtíðarinnar. Við bjóðum
viðskiptavinum þær til þjónustu
strax næsta vor.
FuUkomnar Boeing 757 þotur,
knúnar Rolls Royce-hreyflum,
verða framtíðarþotur Flugleiða í
N-Atlantshafsflugi. Flugleiðir festu
kaup á þotum þe'ssarar gerðar fyrir
skömmu og verða þær komnar
hingað snemma árs 1990.
Nýju þoturnar munu breyta
mörgum forsendum í rekstri
Flugleiða. En hvers mega
vænta? Nýju þoturnar verða tákn
um að Flugleiðir stefna að enn betri
þjónustu við viðskiptavini. Beinum
ferðum fjölgar. Brottfarir verða
tíðari. Þægindi um borð aukast til
muna, m.a. með svokölluðum breið-
þotuinréttingum og vegna
hreyflanna sem eru með þeim
hljóðlátustu sem völ er á í
heiminum.
Boeing 757 þotumar verða
einkum notaðar á lengri leiðum
sem Flugleiðir fljúga. Farþegar vilja
gjarnan eiga kost á afþreyingu á
löngu flugi. Við smíði Boeing 757
Flugleiðir taka í notkun næsta vor.
þotna Flugleiða verður gert ráð fyrir
sérstökum ljósleiðurum til að flytja
afþreyingarefni á mörgum rásum,
bæði í myndum og máli. Tækni-
þróunin er hröð á þessu sviði og
Flugleiðir munu fylgjast vel með.
iHa—gBaaHWBMasHBMa
Góðar fréttir fýrir
Skagfírðinga og
Þingeyinga
Flestir vilja sofa heima hjá sér
á nóttunni, ekki satt?
Það er þægilegt að geta farið
að heiman að morgni til, sinnt
sínum málum yfir daginn og skotist
síðan heim síðdegis. Heima er best.
í vetur viljum við gefa Skagfirð-
ingum og Þingeyingum kost á slíkri
nútímaþjónustu. Morgun- og
síðdegisflug verður því til þessara
landshluta alla mánudaga og
fimmtudaga í vetur.
Morgunbrottför frá Reykjavík er
kl. 8 og er flogin leiðin Húsavík -
Sauðárkrókur þannig að komutími í
Reykjavík er laust fyrir kl. 11.
Síðdegisbrottför er kl. 17 frá
Reykjavík og er þá flogin leiðin
Sauðárkrókur - Húsavík, komutími í
Reykjavík er kl. 20.
Sem sagt, drjúgur vinnudagur en
morgunverður, kvöldverður
og nóttin heima!
Nýtt! Nýtt! Helgarferðir til New York
Hefur þig lengi dreynðt um að
skreppa til New York?
Það þarf sannarlega enginn
að láta sig bara dreyma um New
York-ferð í vetur. Nýjar helgarferðir
Flugleiða færa þér New York á
silfurfati fyrir verð sem enginn
að óttast - frá u.þ.b'. 25.000
krónum fyrir þijá heila daga.
New York er stórfengleg borg
Þar fæst allt, þar sérðu allt, þar
upplifirðu allt. New York sefur
aldrei, segja sumir, og það er mikið
tíl í því. Engin borg er eins og New
York. Vissirðu að þar eru um 17
þúsund matsölustaðir? Það hafa
margir farið langa leið fyrir minna.
Flugleiðir geta nú í vetur boðið
hina fullkomnu New York-helgar-
ferð með því að bæta við
sunnudagsferð. Flogið er á sérlega
þægilegum tíma fyrir skemmti-
ferðalanga. Frá íslandi er brottför
síðdegis á fimmtudögum en frá
New York um mitt sunnudagskvöld.
Svo hefurðu það eins og þig lystir
í New York í millitíðinni. Viljirðu
stansa lengur viljum við benda
á Flugleiðaferðir á þriðjudögum
og laugardögum.
■ Vaknaðu! New York er ekki
draumur lengur!
Opið í Kringlunni á
laugardögum
Laugardagar eru vinsælir dagar
í Kringlunni enda fmnst fólki
greinilega þægilegt að geta
sinnt erindum sínum og keypt allt
inn á sama stað, í aðlaðandi
umhverfi.
Flugleiðir vilja fúslega koma til
móts við þarfir viðskiptavina sinna
og því verður söluskrifstofa okkar í
Kringlunni opin alla laugardaga frá
kl. 10-16. Á virkum dögum er okkar
ágæta starfsfólk í Kringlunni til
þjónustu reiðubúið frá kl. 9-19.
Helgarpakkar fyrir
hópa!
Ein athyglisverðasta
tískusveiflan í ferðalögum nú
er ,Jiópferðir“ sem við höfum
á sérkjörum. Þetta hafa ólíkustu
hópar eins og starfsmannafélög,
félagasamtök og saumaklúbbar
notfært sér.
Þvi ekki að halda árshátíðina
erlendis? Efla félagsandann og
vinskapinn með þvi að slá saman
fundi og skemmtan erlendis?
Fyrirtæki, sem vilja umbuna
starfsfólki sínu fyrir vel unnin störf,
sjá kostí þess að geta launað
ríkulega uppskeru með
utanlandsferð yfir helgi. Flugleiðir
bjóða sérstaka helgarpakka fyrir
hópa til næstum allra borga í Evrópu
í vetur.
Enn fremur viljum við benda
væntanlegum ferðalöngum á nýju
upplýsingabókina okkar, Upptyfting
að vetrariagi ’88-’89, sem liggur
frammi á öllum ferðaskrifstofum og
skrifstofum Flugleiða. Hún er 24
Viðskiptavinir! Söluskrifstofur
Flugleiða eru ekki einungis
sölustaðir. Þangað eru allir alltaf
velkomnir tíl að fá svör við öllu miUi
himins og jarðar um ferðalög.
Vonandi verður afgreiðslutíminn á
laugardögum ykkur til hagræðis og
þæginda.
síður og hafsjór af fróðleik um
áfangastaði og helgarpakka.