Morgunblaðið - 30.11.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1988
37
Faraós. Draumaráðnmgar eru vel
þekktar, en hæfileikinn sem Jósef
notar er hann ræður draum Faraós
er mjög fátíður hjá fólki, þó er
hægt að nefna fólk sem hefur haft
þann hæfileika í sambandi við ráðn-
ingu á dráumum. E.t.v. er hann
dagdraumur, e.t.v. innblástur og
máski sagnarandi. En eins og það
er ógerlegt að segja hvað draumur
er, eins er ógerlegt að skýra aðra
dulræna hæfileika. Vegir Guðs eru
órannsakanlegir. Móse skrifaði
sínar bækur og sagði: Það veitir
hverjum manni hamingju að lesa
þær.“
Frá lögmálinu yfir til kristin-
dómsins, þar taka guðspjallamenn-
imir við að skrifa um fæðingu, líf
og dauða Jesú. Síðan taka post-
ulamir við að breiða út trúna og
skrifa um kraftaverk Jesú sem þeir
einir gátu borið vitni um að áttu
sér stað. Saga Páls postula er þar
ekki ómerkust. Páll er á leið til
Damaskus að fjötra lærisveinana. A
leiðinni „leiftraði skyndilega um
hann ljós af himni, og hann féll til
jarðar og hann heyrði rödd segja
við sig. Sál, Sál hví ofsækir þú
mig? En hann sagði: Hver ert þú;
herra? Ég er Jesú sem þú ofsækir."
(Postulasagan 9. k. 3.-6. v.) Jó-
hannes lærisveinn Jesú hefur
síðasta orðið. Hann segir: „Þessi
er lærisveinninn, sem vitnar um
þetta og hefur ritað þetta, og vér
vitum að vitnisburður hans er sann-
ur.“ Jóhannes sá og heyrði allt í
lífi Jesú. Hér að framan eru menn
að rita og vitna um það, sem þeir
upplifðu.
Er það sem ég hef fjallað um
hér að framan óviðkomandi kirkju
Krists? Hefur prestastéttin ekkert
við það að athuga, að það sem er
að gerast í háskólanum er ekki í
anda kirkjunnar? Kirkjan kallar því
á það, að þessu sé gaumur gefínn
og barið niður. Prestastéttinni ber
að láta þetta mál til sín taka, eða
vantar hana fomstu til að takast á
við vandann? Við eigum marga
mjög góða kennimenn, og fyllsta
ástæða er til að ætla, að hvert
sæti sé vel skipað innan stéttarinn-
ar. Við getum því vonað, að trúleys-
ingjunum verði svarað, svo að við
þurfum ekki að hlusta á þá hrópa
hvalur fór út, enginn í tunnunni.
Við megum ekki láta andvaraleysið
verða þessum mönnum hjálplegt við
að útbreiða fáránlegar skoðanir
sínar.
Höíundur er máJarameistari.
hemill á allar skynsamlegar lausnir
í sovéskum landbúnaði. Frá upphafi
sovétskipulagsins í Rússlandi hefur
þessi söfnuður flokksgæðinga og
hagsmunapotara gert hveija vit-
leysuna eftir aðra, sbr. Lysenko,
plæging steppanna, áveitufram-
kvæmdir sem hafa eyðilagt gífur-
legt landsvæði, kynbótatilraunir,
sem enginn árangur hefur orðið af
og fyrst og fremst fullkomin þægð
við minnstu ábendingar æðstu vald-
hafa hvetju sinni með þeim hrylli-
legu afleiðingum að ef ekki kæmi
til brauðfæðsla Bandaríkjamanna,
myndi hungurdauði vofa yfir tals-
verðum hluta þjóða „ríkis verka-
manna og bænda“.
Samkvæmt kenningu Medvedevs
átti byltingin í fýrstu rætur sínar
að rekja til uppreisnar sveitamúgs-
ins og afnáms landeigendastétt-
anna. Hann lýkur bók sinni með
þessum orðum: „Þessir atburðir
leiddu að lokum til þess að „kúlakk-
arnir" og loks gjörvöll bændastéttin
var rústuð. Tilraunimar til þess að
nýta grósku rússneskrar moldar
með ríkisstöðluðum „verkalýð sveit-
anna" hefur mistekist. Svo getur
farið að afleiðingarnar geti mótað
sögu Rússlands, eins og áður hefur
gerst.“
Þetta er efnismikil bók sem hefur
verið mjög erfitt að koma saman,
vegna þess að meginhluti opinberra
heimilda er falsaður og hingað til
hafa allar marktækar samantektir
um sovéskan landbúnað verið gerð-
ar upptækar í handriti. Hann hefur
því þurft að beita aðferðum leyni-
lögreglumannsins til að komast að
ýmsum þáttum þessarar sögu.
Lúðrasveit lék á afmælishátíðinni undir stjórn Daða Þ. Einarssonar.
Herstöðvaandstæðingar:
Utanríkisráð-
herra andmælt
Samtök herstöðvaandstæðinga
lýsa andstöðu við breyttar áherslur
í utanríkismálum, sem endurspeg-
list í afstöðu utanríkisráðherra til
ýmissa mála á vettvangi Sameinuðu
þjóðanna og í ummælum hans um
herflugvöll hér á landi. Telja sam-
tökin að þessar stefnubreytmgar
boði afturhvarf til kaldastríðs-
hugmynda og séu í engu samræmi
við vilja meginþorra íslendinga.
Háskólinn:
Námstefna í -
tölvuvæddri
hönnun C AD
Viðtalstímar
alþingismanna
Sjálfstæðisflokksins
Alþingismenn Sjálfstæðisflokksins efna til viðtalstíma í Val-
höll, Háaleitisbraut 1, í nóvember.
Allir eru velkomnir. Jafnframt er unnt að ná sambandi við
alþingismennina í síma 91 -82900.
Viðtalstímar dag, miðvikudaginn 30. nóvember, eru sem
hér segir: Kl. 10.00-12.00
Birgir Isleifur Gunnarsson, þingmaður Reykvíkinga
Matthías Á. Mathiesen, þingmaður Reyknesinga.
Uppþvottavélar
Úrvals vestur-
þýskarvélar
5 gerðir, 5 litir.
Hagstætt verð.
Góð greiðslukjör.
___________
Einar Farestveit&Co.hff.
BOROARTÚNI28, SÍMI1699S.
LslA 4 stoppar vlA dymar
Ungmennafélagið Snæfell:
50 ára starfsafmæli
SUZUKI UMBOÐIÐ H/F
Skútahrauni 15, S 65-17-25
Stykkishólmi.
Ungmennafélagið Snæfell
minntist þess 23. október að það
hafði starfað í Stykkishólmi i 50
ár. Það var stofnað upp úr tveim-
ur félögum 23. október 1938 og
var Danfel Ágústínusson kennari
hvatamaður þess og formaður
fyrstu 2 árin, eða uns hann flutt-
ist frá Stykkishólmi. Stofhendur
voru 49 talsins.
Fyrstu árin var félagsstarf mjög
mikið og þar voru m.a. málfunda-
flokkar, talflokkar, o.s.frv. Leiksýn-
ingar voru á dagskrá fyrstu árin
og ýmsar skemmtanir, en það liðu
ekki mörg ár þar til Snæfell skipti
sér einungis af íþróttum og hefír
það siðan verið aðalstarf félagsins.
Félagið beitti sér fyrir og tók
þátt í ýmsum verkefnum og má þar
nefna fyrstu gufubaðstofuna sem
hér var sett upp í skólanum árið
1942 og íþróttahúsið sem byggt var
á árunum 1944 til 1948 naut mik-
ils stuðnings Snæfells. Sama má
segja um sundlaugarbygginguna
sem byggð var á árunum 1951—
1954 undir forystu Hinriks Jónsson-
ar sýslumanns Snæfellinga.
Snæfell er aðili að héraðssam-
bandi Snæfellinga og tók fyrst þá
í héraðsmóti á Skildi í Helgafells-
sveit 1944.
Þá má geta þess að löngu áður
en Snæfell var stofnað starfaði hér
í bæ og sýslu glímufélag og -sam-
tök. Glímukeppni fór fram fyrst
1912 í sýslunni og varð þá Kristján
Ámason í Stykkishólmi glímukóng-
ur sýslunnar. Séra Sigurður Gunn-
arsson sem hér var sóknarprestur
frá 1894 til 1916 var mikill áhuga-
maður um glímu og heilsurækt og
studdi vel að þessu í sýslunni. Síðast
var hér í sýslu keppt í glímu árið
1969.
Alls hafa 19 menn verið formenn
Snæfells og þar af nokkrir tvisvar.
Félagið hefír gefíð út myndarlegt
afmælisrit í tilefni þessara tíma-
móta. Hefir formaður félagsins tek-
ið saman söguna og annast útgáf-
una. Þar eru einnig myndir frá
keppni í sögu félagsins. Badminton
var um skeið sterkasta íþrótt hér
og margir veglegir sigrar unnir.
Var þar Ágúst Bjartmars fremstur
í flokki.
í tilefni 50 ára afmælisins var
haldin afmælishátíð í félagsheimil-
inu í Stykkishólmi sunnudaginn 23.
október, en einmitt þann dag varð
félagið 50 ára. Öllum viðstöddum
var boðið í kaffí, gos og kökur en
milli tvö og þijúhundruð manns
voru viðstaddir. Davíð Sveinsson
varaformaður stjórnaði hófínu.
Pálmi Frímannsson formaður flutti
í stuttu máli sögu félagsins, en á
undan atriðum lék lúðrasveit undir
stjóm Daða Þ. Einarssonar.
Bamakór söng undir stjóm Jó-
hönnu Guðmundsdóttur. Þá bar
Valdemar Hreiðarsson kveðju frá
NÁMSTEFNA á vegum endur-
menntunarnefndar Háskóla ís-
lands í tölvuvæddri hönnun CAD
verður haldin laugardaginn 3.
desember i Odda, húsi félagsvis-
indadeildar HÍ og Tæknigarði.
Fyrir hádegi flytja einstaklingar,
sem hafa fjölbreytta reynslu af notk-
un tölvuvæddra hönnunarkerfa á
ýmsum sviðum, erindi. Eftir hádegi
hefst sýning i Tæknigarði, en þar
verður sýndur vélbúnaður og hug-
búnaður til notkunar við CAD, verk-
fræðilega hönnun.
Námstefna þessi er haldin í lok
námskeiðs um tölvuvædda hönnun
og er hún ætluð verk- og tækhifræð-
ingum, arkitektum og öðrum er
áhuga hafa á hagnýtingu tölva við
hönnun.
Nánari upplýsingar fást hjá endur-
menntunarstjóra.
Blomberq
SUZUKI
1989 j TS50X
Morgunblaðið/Árni Helgason
Þrir formenn ungmennafélagsins Snæfells, f.v.: Sigurður Helgason,
Pálmi Frimannsson og Daniel Ágústínusson.
HSH og Magndfs Alexandersdóttir,
sem er í stjórn UMFÍ, flutti kveðju
þess og íþróttafélags Miklhrepp-
inga. Ellert Kristinsson, forseti
bæjarstjómar, flutti ámaðaróskir
bæjarins og rifjaði up_p vem sína í
Snæfelli. Daníel Agústínusson,
fyrsti formaður félagsins„ flutti af-
mælis- og hátíðarræðu, minnti á
kjörorð , ungmennafélaganna og
hvatti til baráttu gegn vímuefnum
og öllu því sem skaðað gæti mann-
inn.
Sigurður Helgason, sem var áður
formaður félagsins, minntist góðra
og gamalla daga, keppni og dugn-
aðar félaga og samstarfs með þeim
og færði félaginu verðlaunabikar
til keppni. Hann kom líka með
gamlan verðlaunagrip áletraðan
með höfðaletri, en hann er einn
fyrsti verðlaunagripur sem tilheyrir
félaginu og verður í safni félagsins
eða byggðarlagsins. Margar gjafír
bámst félaginu, skeyti og ávörp.
Bærinn hefír stutt félagið drengi-
lega gegnum árin og færði_ því nú
100.000 krónur og svo er íþrótta-
miðstöðin í augsýn. .
Að lokum fór Eyþór Lárentsínus-
son með gamanljóð. I anddyrinu var
sýning á heiðursmerkjum, bókum
og biöðum sem geyma sögu félags-
ins.
Öll var þessi afmælishátíð þeim
til sóma sem að henni stóðu.
- Arni