Morgunblaðið - 30.11.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1988
17
benda Víkveija á t.d. Tollstöðvar-
stæði eða Kolaport.
Varðandi fullyrðingu Víkvetja
um, að nýlega hafí verið bannað
að leggja öðrum megin á Öldugötu,
Bárugötu og víðar, þá er einfaldlega
farið hér með rangt mál. Það eru
áratugir síðan bannað var að leggja
öðrum megin í þessum götum, enda
eru þær það mjóar, að ekki er for-
svaranlegt að leyfa bifreiðastöður
báðum megin á meðan tvístefna er
í gildi á þessum götum. í ráði er
að skoða gamla Vesturbæinn á svip-
aðan hátt og gert hefur verið við
gamla Austurbæinn, þ.e. athuga
hvort ekki sé rétt að fjölga löglegum
stæðum með því að taka upp ein-
stefnu á einhveijum af þeim götum,
þar sem tvístefna er í dag.
Að lokum vil ég skora á Víkveija
að afla sér upplýsinga um umferð-
armál, áður en hann lætur gamminn
geisa í þeim málaflokki. Velkomið
er að hringja í undirritaðan. Stutt
símtal getur komið í veg fyrir leiðin-
legan misskilning.
Þórarinn Hjaltason,
yfirverkfræðingur umferðar-
deildar borgarverkfiræðings.
Veidu Kópai
með gljáa við hæfi.
Bílastæðamál mið-
borgar Reykjavíkur
í skrifum Víkverja þann 23. növ-
ember sl. eru borgaryfírvöld gagn-
rýnd fyrir sinnuleysi í bílastæða-
málum miðborgarinnar. Einnig fá
stöðuverðir borgarinnar sinn
skammt af gagniýni Víkveija.
í sambandi við bílastæðavand-
ræði miðborgarinnar og þátt borg-
aryfírvalda í þeim, er rétt að undir-
strika, að með tilkomu Bakkastæða
var fjölgað um 370 bílastæði í Kvos-
inni, þar sem skortur á bílastæðum
hefur verið einna mestur. Þar voru
um 1.000 bílastæði fyrir, þannig
að fjölgunin er um 35% á því svæði.
I skrifum Víkveija kemur reyndar
fram, að bílastæðum hefur verið
fjölgað í miðborginni, en að mati
undirritaðs gerir Víkveiji of mikið
úr tímabundinni fækkun bílastæða
vegna byggingar ráðhúss og Vest-
urgötu 7.
Á Bárulóðinni voru um 40—50
stæði, sem leggjast af á meðan á
byggingu ráðhússins stendur. í ráð-
húsinu verða 130 bílastæði, þar af
a.m.k. 50 stæði opin almenningi.
Vonast er til að þau verði tekin í
notkun veturinn 1989—1990.
Á horni Garðastrætis og Vestur-
götu, þar sem nú er verið að byggja
íbúðir og þjónustumiðstöð fyrir
aldraða og heilsugæslustöð, voru
fyrir um 120 bílastæði. í stað þeirra
koma 110 bflastæði, þar af um
helmingur opinn almenningi, í bíla-
stæðakjallara Vesturgötu 7. Gert
er ráð fyrir að þau verði tekin í
notkun á næsta ári. Rétt er að geta
þess, að ákveðið hefur verið að
opna mestan hluta bílastæðakjall-
ara Vesturgötu 7 um miðjan desem-
ber og hafa hann opinn tímabundið
eitthvað fram yfir áramót.
Nú nýlega var bílastæðum á göt-
um miðborgarinnar fjölgað um 100.
M.a. var fjölgað stæðum á Lauga-
vegi, Austurstræti og Njálsgötu
með því að koma þar fyrir skástæð-
um í stað samsíða stæða.
Á næsta ári verður tekið í notkun
bílastæðahús við Skólavörðustíg og
Bergstaðastræti, nánar tiltekið á
svokölluðum Iðnaðarmannahúss-
reit. Þar verða 150 bílastæði, þar
af líklega um 70 skammtímastæði.
Á næstu árum má svo gera ráð
fyrir því að fleiri bflastæðahús verði
byggð í miðborginni. Á þessu er
brýn nauðsyn, og þess vegna hefur
verið ákveðið að eymamerkja tekjur
af stöðumælum og gjöld vegna
stöðubrota til að kosta uppbyggingu
og rekstur bílastæða og bílastæða-
húsa í borginni. Uppbygging bíla-
stæðahúsa er dýr. Hvert stæði í
slíku húsi kostar 0,5—1 milljón
króna. Ekki er hægt að ætlast til
þess með nokkurri sanngirni, að
borgaryfírvöld geti leyst samstund-
is úr hinum mikla vanda, sem skap-
aðist vegna hinnar miklu aukningar
á bflaeign síðustu misserin. Lækkun
tolla og bensínverðs voru ákvarðan-
ir, sem borgaryfírvöld tóku engan
þátt í.
Víkveiji gagnrýnir stöðuverði
borgarinnar og telur að þeir sinni
hlutverki sínu of vel. Reyndar er
Víkveiji ekki einn um þá skoðun,
og er sárt til þess að vita. Stöðu-
verðimir em aðeins að sinna
skyldustörfum sínum, sem em í
stuttu máli fólgin í því að stuðla
að því að fólk leggi bflum sínum í
samræmi við umferðarlög. Það er
alvarlegt mál, þegar fjölmiðlafólk
er ,að biðja um að lögum sé ekki
frámfylgt í þessu landi.
Með nýjum umferðarlögum varð
m.a. sú breyting að opnaður er
möguleiki á því, að sveitarfélög
annist alla stöðuvörslu, þ.e. ekki
aðeins eftirlit með notkun stöðu-
mæla heldur einnig eftirlit með
öðmm stöðubrotum. Borgaryfirvöld
sóttu um og fengu heimild lögreglu-
stjóra og dómsmálaráðuneytis til
að koma á fót núverandi skipan
mála, þar sem stöðuverðir
Reykjavíkurborgar annast eftirlit
með stöðubrotum á þeim tíma, sem
verslanir em almennt opnar, en lög-
reglan í Reykjavík annast eftirlitið
að öðm leyti. Áður en stöðuvarsla
var hert, var allt of mikið um að
bílum væri lagt ólöglega. Þeim var
lagt í stómm stfl upp á gangstéttir,
gangandi fólki til ama og óþæg-
inda. Sérstaklega urðu blindir og
sjóndaprir fyrir barðinu á þessu.
Einnig getur ólögleg staðsetning
bfla skapað slysahættu í sjálfri bíla-
umferðinni, sérstaklega við gatna-
mót með því að byrgja fyrir út-
sýni. Óhætt er að segja að ástand
þessara mála hafí lagast töluvert
með hinni hertu stöðuvörslu.
Þegar rætt er um bílastæðavand-
ræði í miðborginni er oftast gert
of mikið úr vandanum. T.d. em
venjulega um 100 bflastæði laus á
asatíma í Kvosinni. Óhætt er að
ÍWi Ku
Á laugardagskvöld fögnum við aðventunni
á eftirminnilegan hátt. Gamanið byrjarstrax við innganginn
þarsem ilmandi jólaglóð yljar gestunum.
I Súlnasal svigna veisluborðin undan þríréttaðri
hátíðamáltíð með höfðinglegri möndlugjöf:
Ferðfyrir tvo með Amaiflugi til Hamborgar eða Amsterdam.
Svo duna jólalögin í bland við gamla góða slagara
og fjörugan fjöldasöng. Það eru þau Raggi Bjama,
ÞuríðurSigurðarogHelga Möllersem leiða okkurinn í nóttina
við dúndrandi undirleik hljómsveitar hússins.
Kynnir verður Magnús Axelsson.
Miðaverð mcð mat kr. 3.500,-
Borðapantanir: Virka dagafrá kl. 9.00-17.00 í síma 29900.
Föstudaga og laugardaga í síma 20221.