Morgunblaðið - 30.11.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.11.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1988 Enn af myrkra- verkum feðranna Békmenntir Sigurjón Björnsson Syndir feðranna III. Sagnir af gömlum myrkraverk- um. Safhað hefur Gunnar S. Þorleifsson. Bókaútgáfan Hild- ur, Reykjavík. 1988. 189 bls. Þessi bók, sem er hin þriðja í röðinni af ritum með sama heiti, flytur sagnaþætti og fáeinar þjóð- sögur. Segir á aftari kápusíðu að þættirnir hafi allir „birst einhvers staðar áður“, þó að sjaldnast sé þess getið hvar eða hvenær sú birting varð. Bókin hefst á Hrakningasögu Ófeigs Guðnasonar i Biskayflóa (svo). Ófeigur þessi var stýrimaður á erlendu skipi sem var skotið nið- ur í fyrri heimsstyijöldinni. Komst Ófeigur og hluti skipshafnar af í öðrum skipsbátnum eftir mikla hrakninga. Er það merkileg saga (en telst varla til myrkraverka feðranna). Steingrímur Matthías- son læknir á hér fræðilega ritgerð um drepsóttir fyrr á tíð. Engin myrkraverk þar heldur. En svo koma þau. Sagt er frá morði í Vestmannaeyjum á 17. öld. Þátt- ur er af Tindal-íma eftir Gísla Konráðsson. Langlengsti þáttur- inn er um morðin á Sjöundá. Gunnar S. Þorleifsson Fýrir honum er enginn höfundur skráður, en líklega er hann ritaður af safnandanum. Þetta óhugnan- lega og margþvælda mál er rakið frá upphafi til enda og inn á milli er frásögnin skreytt með athuga- semdum og hugleiðingum höfund- ar. Loks eru fáeinir smáþættir og þjóðsögur. Eins og fyrri bindin í þessu safni er þetta hið þokkalegasta afþrey- ingarefni, enda sjálfsagt ætlað sem slíkt. Iðunn og eplin Bókmenntir Sigurður H. Guðmundsson Iðunn Steinsdóttir endursagði. Búi Kristjánsson myndskreytti. Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf. Utgefandi: Námsgagnastofhun. Þessi endursögn frásagnar Snorra-Eddu kom út í fyrra, fyrst í flokki Óskabóka útgáfunnar, en þar sem ég hefi ekki séð hennar getið vek ég athygli á henni nú. Þetta verk þeirra Iðunnar og Búa er svo vel unnið, að gaman er að sitja með barn á hnjánum og ræða við það þær spurnir er í huga þess vakna við að stauta sig fram úr texta og myndum. Slíkar bækur eru gersemar í heimi, þar sem bil- ið milli kynslóða breikkar stöðugt, einstaklingurinn hrakinn útí horn einmanakenndarinnar af gargi gaulstöðva eða þá af glápi á mynd- skjái, sem oftast eru með glans- kort af fígúrum sem koma lífinu hreint ekkert við. En hér, hér er bent á hugarheim forfeðra, og slíkt kallar á samanburð við þá heims- mynd er við hrærumst í nú, bend- ir til þeirrar rótar sem við erum sprottin af. Frásögn Iðunnar af nöfnu sinni er ákaflega skýr og lipur, auðskil- in hveiju barni. En þær tala líka myndirnar hans Búa, jafnvel fleira en hnit- miðaður textinn; þær eru ákaflega litríkar, sterkar. Þau hafa bæði lagt sig fram og árangurinn því mjög góður. ,Ég ráðlegg hinum eldri, sem rétta þessa bók í hendur barna og eru farnir að ryðga í hinum fornu fræðum, að fletta upp í gömlum bókum, hressa upp á minnið, áður en spurningahríð barnanna dynur á þeim. Prentverk allt vel og af vand- virkni unnið. Bók sem útgáfunni er til mikils sóma. KongoROOS Stærðir 31-34 kr. 2.750,- _ 35-39 kr. 2.820,- KongaROOS Kuldaskórnir með vasanum UTIUF Glœsibœ, simi 82922. ÆVINTYRABÆKUR ÆSKUNNAR Óvænt ævintýri er heillandi og skemmtileg bók. Ævintýrin eru rítuð á Ijósu og vönduöu máli og prýdd fjölda mynda eftir höfundinn, Ólaf M. Jóhannesson kennara. Óvænt ævintýri fara vel viö hliö annarra ævin- týrabóka Æskunnar í bókaskáp heimilisins. —_—______ Verslið þægilega ^rJILÆSIBÆR -í CetiUvmt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.