Morgunblaðið - 30.11.1988, Side 21

Morgunblaðið - 30.11.1988, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1988 Enn af myrkra- verkum feðranna Békmenntir Sigurjón Björnsson Syndir feðranna III. Sagnir af gömlum myrkraverk- um. Safhað hefur Gunnar S. Þorleifsson. Bókaútgáfan Hild- ur, Reykjavík. 1988. 189 bls. Þessi bók, sem er hin þriðja í röðinni af ritum með sama heiti, flytur sagnaþætti og fáeinar þjóð- sögur. Segir á aftari kápusíðu að þættirnir hafi allir „birst einhvers staðar áður“, þó að sjaldnast sé þess getið hvar eða hvenær sú birting varð. Bókin hefst á Hrakningasögu Ófeigs Guðnasonar i Biskayflóa (svo). Ófeigur þessi var stýrimaður á erlendu skipi sem var skotið nið- ur í fyrri heimsstyijöldinni. Komst Ófeigur og hluti skipshafnar af í öðrum skipsbátnum eftir mikla hrakninga. Er það merkileg saga (en telst varla til myrkraverka feðranna). Steingrímur Matthías- son læknir á hér fræðilega ritgerð um drepsóttir fyrr á tíð. Engin myrkraverk þar heldur. En svo koma þau. Sagt er frá morði í Vestmannaeyjum á 17. öld. Þátt- ur er af Tindal-íma eftir Gísla Konráðsson. Langlengsti þáttur- inn er um morðin á Sjöundá. Gunnar S. Þorleifsson Fýrir honum er enginn höfundur skráður, en líklega er hann ritaður af safnandanum. Þetta óhugnan- lega og margþvælda mál er rakið frá upphafi til enda og inn á milli er frásögnin skreytt með athuga- semdum og hugleiðingum höfund- ar. Loks eru fáeinir smáþættir og þjóðsögur. Eins og fyrri bindin í þessu safni er þetta hið þokkalegasta afþrey- ingarefni, enda sjálfsagt ætlað sem slíkt. Iðunn og eplin Bókmenntir Sigurður H. Guðmundsson Iðunn Steinsdóttir endursagði. Búi Kristjánsson myndskreytti. Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf. Utgefandi: Námsgagnastofhun. Þessi endursögn frásagnar Snorra-Eddu kom út í fyrra, fyrst í flokki Óskabóka útgáfunnar, en þar sem ég hefi ekki séð hennar getið vek ég athygli á henni nú. Þetta verk þeirra Iðunnar og Búa er svo vel unnið, að gaman er að sitja með barn á hnjánum og ræða við það þær spurnir er í huga þess vakna við að stauta sig fram úr texta og myndum. Slíkar bækur eru gersemar í heimi, þar sem bil- ið milli kynslóða breikkar stöðugt, einstaklingurinn hrakinn útí horn einmanakenndarinnar af gargi gaulstöðva eða þá af glápi á mynd- skjái, sem oftast eru með glans- kort af fígúrum sem koma lífinu hreint ekkert við. En hér, hér er bent á hugarheim forfeðra, og slíkt kallar á samanburð við þá heims- mynd er við hrærumst í nú, bend- ir til þeirrar rótar sem við erum sprottin af. Frásögn Iðunnar af nöfnu sinni er ákaflega skýr og lipur, auðskil- in hveiju barni. En þær tala líka myndirnar hans Búa, jafnvel fleira en hnit- miðaður textinn; þær eru ákaflega litríkar, sterkar. Þau hafa bæði lagt sig fram og árangurinn því mjög góður. ,Ég ráðlegg hinum eldri, sem rétta þessa bók í hendur barna og eru farnir að ryðga í hinum fornu fræðum, að fletta upp í gömlum bókum, hressa upp á minnið, áður en spurningahríð barnanna dynur á þeim. Prentverk allt vel og af vand- virkni unnið. Bók sem útgáfunni er til mikils sóma. KongoROOS Stærðir 31-34 kr. 2.750,- _ 35-39 kr. 2.820,- KongaROOS Kuldaskórnir með vasanum UTIUF Glœsibœ, simi 82922. ÆVINTYRABÆKUR ÆSKUNNAR Óvænt ævintýri er heillandi og skemmtileg bók. Ævintýrin eru rítuð á Ijósu og vönduöu máli og prýdd fjölda mynda eftir höfundinn, Ólaf M. Jóhannesson kennara. Óvænt ævintýri fara vel viö hliö annarra ævin- týrabóka Æskunnar í bókaskáp heimilisins. —_—______ Verslið þægilega ^rJILÆSIBÆR -í CetiUvmt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.