Morgunblaðið - 30.11.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1988
7
Verðk
[■ *9-400..
PHILIPS býöur þessa fullkomnu samstæöu á sérstæðu verði allt til
jóla. — Geislaspilari, plötuspilari, tvöfalt snældutæki, útvarpsvið-
tæki, magnari og tveir hátalarar. - PHILIPS er brautryðjandinn í
gerð geislaspilara; gæði, frágangur og útlit í sérflokki.
• Geislaspilari. 20 laga minni, fullkominn lagaleitari ásamt
fínstillingu, stafraenn gluggi. Tekur bæði 5 og 3ja tommu diska.
• Plötuspilari. Hálfsjálfvirkur, 2ja hraða, 45 og 33 snúninga.
• Útvarpstæki. Stafraent með 10 stöðva minni. FM sterio/mono.
Sjálfvirkur leitari og fínstilling á hverri bylgju.
• Tvöfalt snældutæki. Hámarks hljómgaeði. Sjálfvirk stöðvun við
enda á snaeldu. Teljari. Pása. sjálfvirk upptökustilling.
• Magnari. 2x40 músík -Wött. Grafiskur tónjafnari. Hljómstilling
á sleða. Steríójafnvaegi á sleðastillingu. Stungur fyrir
hljóðnema og heymartól.
• Hátalarar. Stafraenir,40múslk-Wött.
Láttu jólin hljóma
með PHILIPS.
ae‘S,*sp»ara. „
Star. kr. ' kr- ‘
27-930 29-400-
Heimilistæki hf
■
Sætúni 8
SÍMI: 69 15 15
Hafrtarstræti 3
SÍMI: 69 15 25
Kringlunni
SÍMI: 69 15 20
í Sa*UUttífUMO
v HBhBHBBBBbBHI
s«B.»S'8aB.wB;maa:aM
m mm
WfALAUDÍO
Og þá flaug Hraftiinn
- saga eftir Ingva Hrafti Jónsson
FRJÁLST framtak hefur gefið
út bókina Og þá flaug Hrafhinn,
sögu úr Sjónvarpinu eftir Ingva
Hrafn Jónsson. Hann var frétta-
stjóri Sjónvarpsins um þriggja
ára skeið, en vikið úr starfi í
aprílmánuði síðastliðnum. í bók-
inn fjallar Ingvi Hrafii um þenn-
an tíma og uppsögnina.
„Að sjálfsögðu er þessi bók eins
konar uppgjör mitt við útvarps-
stjóra vegna fyrirvaralausrar upp-
sagnar minnar í aprílmánuði síðast-
Samgöngnráðuneytið:
Löggjöf
um leigubíl-
stjóra í
endurskoðun
„VIÐ ERUM búnir að fá álits-
gerðir lögfræðinga í hendurnar
°g ég geri ráð fyrir að við mun-
um setja þessa löggjöf alla í end-
urskoðun," sagði Steingrímur
Sigfússon, samgönguráðherra
aðspurður um meðferð fyrsta
málsins sem umboðsmaður Al-
þingis gaf út álit sitt á.
Gaukur Jörundsson, umboðs-
maður Alþingis, komst að þeirri
niðurstöðu að eitt ákvæði í reglu-
gerð um hámarksaldur leigubíl-
stjóra ætti sér ekki nægilega stoð
í lögum, eftir að leigubílstjóri sem
vikið var úr starfi vegna aldurs
kvartaði til embættisins. í kjölfar
þessa bað samgönguráðherra um
tvær lögfræðilegar álitsgerðir, sem
nú eru til skoðunar í ráðuneytinu.
„Við reynum að tryggja það að
þessi reglugerð verði að öllu leyti í.
takt við nútímann og í samræmi
við aðstæður. Það þarf að tryggja
það að fullnægjandi lagastoð verði
fyrir hendi til að gera þær ráðstaf-
anir í þessum málum sem við viljum
gera,“ sagði Steingrímur Sigfússon.
liðnum,“ sagði Ingvi Hrafn í sam-
tali við Morgunblaðið. „Fyrst og
fremst er þetta þó saga úr Sjón-
varpinu, skrifuð í opnum og léttum
dúr um lífið á bakvið tjöldin og
skýringar á því, sem gerðist er mér
var sagt upp. Ég las það í Dag-
blaðinu eftir útvarpsstjóra að ég
væri þama að svala hefndarþorsta
mínum. Þau ummæli eru algjörlega
út í hött. Okkur greindi á um að-
ferðir til stjórnunar. Að sjálfsögðu
á ég rétt á því að gagnrýna það,
sem ég tel miður fara í málefnum
ríkisútvarpsins. Ég er einnig að
skýra frá þætti ákveðinna manna,
sem stuðluðu að því að ég hvarf
úr starfi. Ég hef ákveðin rök og
sannanir fyrir því og færi þær fram
í bókinni og síðan verða menn bara
að vega og meta niðurstöðuna. Hins
vegar var tími minn í heild á Sjón-
varpinu ákaflega ánægjulegur, tími
átaka, breytinga, sigra og ánægju-
stunda, þó þetta endaði svona. Ég
hef reynt að gera bókina þannig
úr garði, að hinn almenni lesandi
skilji hvemig hlutirnir vinnast að
tjalda baki hjá Sjónvarpinu og hvað
gerðist í fréttastjóratíð minni.
Mér virðast fyrstu viðbrögð af-
skaplega jákvæð. Maður er alltaf
heldur kvíðinn, þegar maður er að
gefa svona hluta af sjálfum sér og
leggur fyrir almannadóm, en ég var
reyndar eiginlega búinn að vera
Ný bók eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur;
Feröaminmngar frá
íjarlægiim heimshomum
Ingvi Hrafii Jónsson
inni í stofu hjá fólki í 10 ár. Öll
viðbrögð, sem ég hef fengið ofan
af Sjónvarpi hafa verið jákvæð.
Menn gengu þar um brosandi í
kampinn, en sumir reyndar stúrnari
á svipinn en aðrir. Þannig er nú
lífsins gangur," sagði Ingvi Hrafn
Jónsson.
Bókin er að öllu leyti unnin í
Prentsmiðjunni Odda hf. Kápu
hannaði friðrik Erlingsson eftir ljós-
mynd Gríms Bjamasonar. Handrit
og práfarkir las Þómnn Hafstein.
Bókin er 218 blaðsíður að stærð
og prýdd mörgum myndum, bæði
í lit og svart/hvítum.
Vaka-Helgafell hefur gefið út
bókina Fíladans og framandi fólk
eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur, rit-
höfund og blaðamann. Undirtitill
bókarinnar er: Á ferð með augna-
blikinu um fjarlæg lönd.
I kynningur forlagsins segir m.a.:
„Jóhanna Kristjónsdóttir byggir að
miklu leyti á dagbókum sem hún
hefur haídið í ferðum sínum til fjar-
lægra landa sem fáir íslendingar
hafa heimsótt og mörgum er jafnvel
hulið hvar eru á hnettinum. Jóhanna
lýsir á einkar lifandi hátt hvemig
hún skynjar hvem viðkomustað og
speglast í frásögninni óvenjuleg
lífsreynsla og sérkenni þjóða og
landa.
I bókinni kemur glöggt fram að
hún lætur sér fátt fyrir bijósti brenna
og lendir í ýmsu sem fjarlægt er
venjulegu ferðafólki í sumarleyfi-
slöndum. Fílar dansa, farið er í kapp-
reiðar á úlföldum, sandbyljir geisa í
kringum Jóhönnu og óvænt lendir
hún í kúlnahríð svo að fátt eitt sé
nefnt. Bókin skiptist í 13 þætti og
gefa heiti þeirra til kynna fjölbreytni
efnisins. Má þar nefna: Rauðhærðir
svertingjar, Redford og erfðaprins-
inn; Drottningin af Saba, Gatttugg-
urnar og Arafat; Bað í höll súltans-
ins og Sofið undir stjömum.
Jóhanna Kristjónsdóttir hefur gert
Jóhanna Kristjónsdóttir
víðreist á liðnum árum og oft fjallað
um ferðir sínar og fréttnæma at-
burðir sem þeim tengjast í Morgun-
blaðinu en hér er skyggnst bak við
fréttirnar og ferðagreinamar. í bók-
inni Fíladans og framandi fólk býður
Jóhanna Kristjónsdóttir lesandanum
að slást í för með sér um ævintýra-
slóðir meðal annars í Oman, Djibuti,
Burma, Sri Lanka, Norður-Jemen og
Bangla-desh.