Morgunblaðið - 30.11.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1988
15
Vextina þarf að
eftirÞór
Guðmundsson
Það vita allir sem vita vilja að
vandamál íslensks efnahagslífs eru
að mestu tilkomin vegna þess, að
lögmál efnahagslífsins hafa ekki
verið virt. Stjórnlyndir stjómmála-
menn hafa ýmist ekki haft tíma til
að bíða eftir því að lögmálin virki,
eða hreinlega hundsað þau.
Annað einkenni íslenskra efna-
hagsmála er, að sífellt er mglast á
orsök og afleiðingu. Afleiðingin tek-
in sem orsök og reynt að lækna
meinsemdina með því að ráðast að
afleiðingunni, en orsökin sniðgeng-
in.
Þessa dagana er mikið fjallað um
verðbólgu og vexti. Það er ekkert
vafamál og ekki umdeilt, að ein
höfuðorsök verðbólgunnar er að
þjóðin, sem heild, er að reyna að
gera meira en hún hefur efni á.
Fjárfestir meir en hún sparar. Eyð-
ir meir en hún aflar. Verðbólgan
stafar m.ö.o. af umframeftirspum.
Mörg okkar, ef ekki flest, hafa tek-
ið þátt í að skapa þessá umframeft-
irspum, en ekki síst ríkisvaldið og
sveitarfélögin. Þetta hefur gengið
svo til a.m.k. frá stríðsbyijun. Eng-
an skyldi undra það, því fjármagn
hefur lengst af verið á útsölu. Vext-
ir hafa verið neikvæðir. Þetta hefur
haft skelfilegar afleiðingar. Áhugi
á spamaði í lágmarki, eyðsla í há-
marki. Fjárfesting mikil, ekki síst
í óarðbæmm hlutum. Það er sama
hvar borið er niður: í landbúnaði,
Þór Guðmundsson
„Það sem mestu máli
skiptir þó ef afstýra á
þjóðargjaldþroti og
tryg-gja sjálfstæði þjóð-
arinnar er að auka
sparnað. Og það gerist
ekki með lækkun vaxta
eða afnámi lánskjara-
vísitölu.“
sjávarútvegi, bönkum, verslunar-
húsnæði o.s.frv. Fjárfestingin er of
mikil og skilar ekki arði. Hún hefur
ekki þurft að skila arði, því lántak-
Söngsveitin Fílharmónía:
Requiem eftir
Mozart flutt í mars
SONGSVEITIN Fílharmónía hef-
ur nú hafíð starfsemi að nýju,
eftir nokkurt hlé. Ráðinn hefur
verið nýr söngstjóri, Úlrik Óla-
son. Söngsveitin hyggst flytja
verkið Requiem eftir Mozart í lok
mars á næsta ári.
Nýlega tók Söngsveitin þátt í
Söngleikum ’88, sem haldnir vom
í Laugardalshöll. Söngstjórinn, sem
æfði Söngsveitina undir þá tónleika,
var Anna Ingólfsdóttir. Nú hefur
Úlrik Ólason verið ráðinn söngstjóri
og mun hann æfa og stjóma fyrir-
huguðum tónleikum Söngsveitar-
innar í vetur. Úlrik hlaut sína tón-
listarmenntun hér á landi og fór
síðan til Regensburg í Þýskalandi
og lauk þar framhaldsnámi í orgel-
leik, kór- og hljómsveitarstjóm með
aðaláherslu á kirkjulegar tónbók-
menntir. Að námi loknu starfaði
hann á Akranesi í eitt ár og síðan
á Húsavík í sex ár, þar sem hann
var organisti við Húsávíkurkirkju,
skólastjóri Tónlistarskólans og
stjómandi blandaðs kórs á Húsavík
og karlakórsins Hreims í Aðaldal.
Úlrik hefur verið organisti við
Kristskirkju frá síðastliðnu hausti
og kennir orgelleik og kórstjóm við
Tónskóla Þjóðkirkjunnar.
Verkið, sem Söngsveitin hefur
valið til æfíngar að þessu sinni, er
Requiem eftir Mozart. Söngsveitin
flutti það verk árið 1964 undir
stjórn dr. Róberts A. Ottóssonar.
Verkið hyggst Söngsveitin flytja
með einsöngvumm og hljómsveit í
lok mars á næsta ári.
í frétt frá Söngsveitinni Fílharm-
óníu segir, að enn sé pláss fyrir
góðar raddir í sveitinni, bæði karla-
og kvennaraddir. Þeir sem hafa
áhuga á að taka þátt í starfseminni
geta fengið nánari upplýsingar hjá
Guðmundi Erni Ragnarsyni, for-
manni.
hækka
andi þarf ekki að skila aftur þvf sem
hann fékk að láni.
Það tekur tíma að koma þjóðinni
af þessu fjárfestingar- og eyðslu-
fylleríi. Lengstan tíma tekur sjálf-
sagt að láta renna af því opinbera.
Þennan aðlögunartíma verður þó
að veita, þó sársaukafullur sé. Við
verðum að fá tíma og tækifæri til
að læra að fara með fjármagn. Það
lærir enginn nema hann fái tíma
og tækifæri til að æfa sig.
Stjómlyndir stjómmálamenn
segja nú sem fyrr: Við skulum
ákveða fyrir þegnana í hveiju á að
fjárfesta, hve mikið má fjárfesta,
hver má fjárfesta og með hvaða
kjömm. Bæði íslendingar og aðrar
þjóðir hafa reynt þetta kerfí. Árang-
urinn er augijós og blasir við okkur
í austri.
Háir vexti'r em ekki orsök efna-
hagsvanda okkar. Þeir em afleiðing
hans. Orsökin er verðbólgan og
vantrú almennings á gjaldmiðlin-
um. Verðbólgan stafar að mestu
leyti af umframeftirspum. Þessi
umframeftirspum eykst ef vextir
em lækkaðir og verðbólgan vex þá
enn á ný.
Það sem mestu máli skiptir þó
ef afstýra á þjöðargjaldþroti og
tryggja sjálfstæði þjóðarinnar er
að auka spamað. Og það gerist
ekki með lækkun vaxta eða afnámi
lánskjaravísitölu.
Höfundur er viðskiptafræðingur.
Þeir óttast ekki
alnæmi...
...SEM VITA HVAÐ HUGTAKIÐ
HÆTTULAUST KYNLÍF MERKIR
- og lifa samkvæmt pví Samtökin78
LEITAÐU UPPLÝSINGA OG FRÆÐSLU HJÁ SÍMA- OG RÁÐGJAFARÞJÓNUSTU SAMTAKANNA 78.
SVARAÐ ER f SfMA 28S39 Á MÁNUDÖGUM, MIÐVIKUDÖGUM OG FIMMTUDÖGUM MILLI KL. 20 - 23.
óvenjulegt kort fyrir
venjulegt fólk
Ármúla 3-108 Reykjavik - Sfmi 91-680988