Morgunblaðið - 30.11.1988, Side 4

Morgunblaðið - 30.11.1988, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1988 Viljum sjálfræði og stöðugleika í starfi - segja fóstrur á Staðarborg sem hafa sótt um að taka yfir rekstur leikskólans FÓSTRUR á leikskólanum Staðarborg við Mosgerði í Reykjavík hafa sótt um að taka við rekstri leikskólans. „Við þráum sjálfstæði, sjálf- ræði og stöðugleika í starf- inu,“ segir Ingibjörg Krist- leifsdóttir fóstra á Staðar- borg. Bergur Felixson fram- kvæmdastjóri dagvistunar segir að umsókn þeirra verði vel tekið, „... það er fullur vilji til að gera tilraun með þetta,“ sagði hann. Valgerður Kristjánsdóttir for- stöðukona á Staðarborg sagði að ástæður þess, að fóstrumar óska eftir að yfírtaka reksturinn séu einkum óánægja með kjör. „Bætt kjör og stöðugra starfs- fólk er það sem þarf í þetta starf, sérstaklega ófaglærðs fólks, sem stendur stutt við í starfínu vegna lágra launa. Þrátt fyrir að mikið hafí verið reynt að fá fólk til starfa hafi lítt geng- ið, enda fái fólk jafn háar at- vinnuleysisbætur og laun ófag- lærðra starfsmanna eru.“ sagði Valgerður. Ekki liggur fyrir með hvaða formi reksturinn gæti orðið hjá fóstrunum. Þær óska sjálfar eft- ir samvinnurekstri starfsfólks í samvinnu við Reykjavíkurborg. Borgarstjóm samþykkti fyrr á árinu tillögu Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur um foreldra- rekin dagheimili og er umsókn fóstranna í Staðarborg byggð á þeim grunni. Bergur Felixson segir vera óljóst enn við hvað greiðslur borgarsjóðs eigi að miðast, en fullur vilji sé til að reyna að gera þessa tilraun. Fóstmmar vonast til að málið verði útkijáð fyrir áramót, þann- ig að með nýju ári geti nýr rekst- Morgunblaðið/Júlíus Fóstrur og börn í síðdegishópAum á Staðarborg. Nú vilja fóstrurnar sjálfár axla ábyrgðina á rekstrinum og ráða sjálfar stefíiunni í samráði við foreldra, ef um semst við Reykjavíkurborg. ur hafíst. Viðræður munu fara fram á næstunni um möguleik- ana. Fóstrumar könnuðu fyrir skömmu viðhorf foreldra bam- anna á Staðarborg til rekstrar- forms. 55 svör bámst og vildi eitt foreldri rekstur foreldrafé- lags, sex vildu óbreytt form og 48 vildu að fóstmmar tækju að sér reksturinn. Valgerður og Ingibjörg tóku það sérstaklega fram, að þótt breyting yrði á rekstrarforminu myndi það ekki draga úr samvinnu við Reykjavíkurborg, til dæmis varð- andi innritun bama. VEÐURHORFUR í DAG, 30. NÓVEMBER YFIRLIT í GÆR: Um 700 km suðsuövestur af Vestmannaeyjum er 978 mb lægð sem þokast austsuðaustur, en skammt austur af Færeyjum er 1010 mb smáhæð sem fer minnkandi. Yfir Labra- dor er 974 mb lægð, sem fer vaxandi og hreyfist norðnorðaustur. Við suöur- og vesturströndina verður 1 —3 stiga hiti, en vægt frost í öðrum landshlutum. SPÁ: Hægviðri, bjartviðri og víðast frost ó Norður- og Austur- landi, en aust- og suðaustan gola eða kaldi sunnanlands og vest- an, skýjað með köflum og yfirleitt frostlaust. VEÐURHORFUR NÆSÝU DAGA HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Suðaustanátt, kaldi eða stinningskaldi, víöa rigning sunnan og austanlands, en þurrt að mestu annars staðar. Hitl 4—6 stig. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað •61 •* Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * ■JQ Hitastig: 10 gráður á Celsius Skúrir = Þoka = Þokumóða ’ , » Súld CO Mistur —J. Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hlti veður Akureyri +2 léttskýjað Reykjavík 2 akýjað Bergen 0 léttskýjað Helsinki +7 alskýjað Kaupmannah. 1 skýjað Narssarssuaq +1 léttskýjað Nuulc 1 alskýjað Osló +3 léttskýjað Stokkhólmur +4 snjókoma Þórshöfn 3 skýjað Algarve 18 heiðskírt Amsterdam 9 skýjað Barcelona 14 mistur Chicago +1 alskýjað Feneyjar vantar Frankfurt 8 skýjað Glasgow 6 rígning Hamborg vantar Las Palmas 22 léttskýjað London 9 mlstur Los Angeles 10 heiðsktrt Luxemborg 6 súld Madnd 7 þokumóða Malaga 17 léttskýjað Mallorca 17 hélfskýjað Montreal +1 skýjað New York 6 léttskýjað París 11 alskýjað Róm vantar San Diego 8 heiðskírt Winnipeg +11 alskýjað Reyðarfiörður: Sterfefólki fiysti- hússins sagt upp ÖLLU starfsfólki hraðfrystihúss Kaupfélags Héraðsbúa á Reyðarfirði hefiir verið sagt upp störfum frá og með 17. desember næstkomandi. Þar vinna nú um 60 manns. Ástæðan er timabundinn hráefiiisskortur að sögn Marinós Sigurbjörnssonar fulltrúa hjá kaupfélaginu. Marinó býst við að vinna geti hafist aftur i janúar eða febrúar á næsta ári, jafhvel fyrr ef góð sfld veiðist. Unnið er, við síldarfrystingu í frystihúsinu núna og verður allt þar til 17. desember, en eftir það má ekki veiða. Marinó segir að togari frystihússins, Snæfugl, sé á förum og siglir hann með aflann. Hann verður seldur og kemur nýtt skip í hans stað, sennilega í lok janúar. Þangað til nýja skipið skilar afla á land verður hráefnisskortur hjá frystihúsinu. Þó sagði Marinó, að ef góð sfld veiðist eftir áramót sé hugs- anlegt að vinna hefjist á ný við sfldar- frystingu. Hraðfrystihúsið á Reyðarfirði á hálfan togara á móti Eskfirðingum og er nokkurs afla að vænta þaðan eftir áramót, en þó ekki nóg til að halda fullri vinnu. Marinó sagði að fólkið yrði endurráðið svo fljótt sem fiskur kemur til vinnslu. Hann sagði ástandið hafa verið mjög svipað í fyrra á þessum tima og bjóst við að full vinna héldist með komu nýja skipsins. Óvenjuleg veðurskilyrði á Vestfiörðum: Malarvegir að verða að botnlausu svaði fsafirði. VEGIR á VestQörðum eru orðnir mjög slæmir vegna aurbleytu og eru sumir þeirra að teppast. Ástæðan er milt veður að undanfornu. Vega- gerðin hefiir gripið til þess ráðs að setja 2 tonna hámarksöxulþunga á flesta vegi með malarslitlagi og eru þeir því lokaðir bæði vöruflutn- ínga- og langferðabifireiðum. Jörðin er orðin blaut óvenju djúpt niður vegna mikilla rigninga og leys- inga að undanfömu en engin upp- gufun er vegná sólarleysis og mikils loftraka. Guðmundur Gunnarsson verkstjóri hjá Vegagerð ríkisins seg- ir að vegagerðarmenn séu ráðþrota vegna þess ástands veganna sem þessi skilyrði valdi. Þetta hafi aldrei áður gerst. Þeir séu vanir að fást við aurbleytu á vorin þegar hún stafar af því að frost er að fara úr jörðu. Hann segir að nú séu vegimir hins vegar að verða að botnlausu svaði. f leysingunum tók af 100-200 metra kafla á veginum frá Núpi í Dýrafirði að Ingjaldssandi í Önund- arfirði. Guðmundur sagði að erfið- lega gengi að gera við skemmdimar þar sem nánast engin farartæki kæmust þangað. Úlfeir Siglufiörður: Næg atvinna og tölu- verðar framkvæmdir Sigiufirði. NÆG ATVINNA hefiir verið hér á Siglufirði að undanförnu og tölu- verðar fí-amkvæmdir. Landað hafði verið 36.874 tonnum af loðnu t\já Sfldarverksmiðju ríkisins á mánudagsmorgun en um 33.000 tonnum á sama tíma i fyrra. Þrir farmar af mjöli og einn farmur af lýsi fara héðan í þessari viku. Á næstunni verður sett upp flæði- línukerfí í Þormóði ramma. Full vinna er í Egilssfld. Þar er framleidd reykt sfld fyrir Rússlandsmarkað. Töluverðu var afskipað af saltfiski á Grikkland og Portúgal á laugardag- inn. Að undanförnu hefur verið unn- ið hér við nýtt húsnæði fyrir bæjar- fógetaskrifstofur, lögreglustöð og fangageymslur. Einnig er slökkvi- stöð í byggingu og búið er að steypa undirstöður fyrir tvær skíðalyftur í Skarðdal. Matthias

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.