Morgunblaðið - 30.11.1988, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 30.11.1988, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1988 Reuter Fitzwater verður talsmaður Bush George Bush, hinn nýkjörni forseti Bandaríkjanna, skýrði frá því á mánudag- að Marlin Fitzwater kæmi til með að halda stöðu sinni sem talsmaður forsetans er Bush tekur við forsetaembættinu í janúar á næsta ári. Var myndin tekin er Bush skýrði blaðamöhn- um frá þessari ákvörðun en við hlið hans stendur Fitzwater, sem verið hefúr helsti talsmaður Ronalds Reagans undanfarin ár. Frakkland: Þjóðernisátökin í Sovétríkjunum: Hemum skipað í störf verkfellsmanna í París París. Reuter. FRANSKA stjórnin sendi í gær um eitt þúsund hermenn til Parísar til að gegna störfum starfsmanna í almannaflutning- um en margir þeirra hafa verið í verkfalli í tvo mánuði. Verk- fallið breiddist út á mánudag og stöðvaði nær alveg lestar- ferðir í úthverfúnum og helm- ingur strætisvagna var kyrr. Formaður verkalýðssambands starfsmannanna, CGT, er kommúnistar stjórna, sakar stjórnina um ofstopa. Hermennimir komu frá herb- ækistöð Frakka í Karlsruhe í Vest- ur-Þýskalandi og ýmsum her- stöðvum í Norður-Frakklandi. Borgarbúar í París geta nú tekið sér far með grænmáluðum her- vögnum í stað hinna venjulegu Þúsundir manna hafa flú- ið Armeníu og Azerbajdzhan Moskvu, New York. Reuter. ARMENSKUR embættismaður sakaði yfirvöld f Sovét-lýðveldinu Az- erbajdzhan í gær um að hafa staðið að skipulegum nauðungarflutning- um á Armenum frá lýðveldinu. Sagði hann þúsundir manna hafa flúið bæði Azerbajdzhan og Armeníu en svo sem kunnugt er af fréttum hafa átök brotist út á ný milli þjóðarbrotanna vegna deilunnar um yfirráð yfir héraðinu Nagomo- Karabakh í Azerbajdzhan. aldrei aftur treysta Azerum," sagði Manoögian og kvaðst hafa heimildir fyrir því að Azerar, sem játa múha- meðstrú, hefðu ráðist á kirkjur Arm- ena í borginni Kírovobad. grænu og hvítu strætisvögnum. Henry Krasucki, formaður CGT, var harðorður í garð sósíalista- stjómar Michels Rocards: „Þeir eru orðnir alveg ærir... Það er ekki hægt að leysa svona vanda- mál með lögreglu, hermönnum eða herbílum," sagði hann í viðtali í franska útvarpinu. Síðast munu herbílar hafa verið notaðir til að flytja Parísarbúa í byijun sjötta áratugarins. Gífurlegar umferðartruflanir urðu í París á mánudag og í gær er fólk reyndi að komast til vinnu á einkabílum. Sum verkalýðsfélög hafa sakað CGT um að reyna að veikja stöðu ríkisstjórnarinnar en sveitarstjómakosningar verða í landinu í mars næstkomandi. Mikið hefur verið um verkföll í haust, m.a. hjá hjúkrunarfólki, kennurum og námamönnum fyrir utan starfsmenn almannaflutn- inga. Þeir síðastnefndu kreijast kauphækkana og bættra öryggis- ráðstafana. Francois Mitterrand, forseti landsins, sagði í gær að lítill hópur flutningaverkamanna hefði haldið milljónum Parísarbúa í heljargreipum. Þess vegna hefði stjóminni borið skylda til að grípa ínn. Gífurleg menguní Dyflinni Dyflinni. Reuter. MENGUNARSKÝ sem grúfði yfir Dyflinni á írlandi í síðustu viku mældist sjö stig yfir mengunarstaðli Evrópu- bandalagsins, að því er segir í veðurskýrslum sem birtar voru í gær. Loftmengunin i borginni var sú mesta frá því árið 1982 þegar 56 manns lét- ust af völdum mengunar. Þykkur kolamökkur grúfði yfir höfuðborginni í frosti og stillum í síðustu viku en ástand- ið skánaði í þessari viku þegar veður breyttist. Mengun í Dyfl- inni fór yfir mörk Evrópubanda- lagsins en þau miða við að loftm- engun fari ekki yfir 250 míkrógrömm af reyk í hvetjum fermetra af lofti fjóra daga í röð. Á föstudag mældist 1.750 mg í hverjum fermetra. Ríkisstjóm landsins hefur lækkað verð á kolum sem valda minni mengun en stjómarand- staðan segir að grípa verði til víðtækari aðgerða til að koma í veg fyrir mannskaða. Utanríkisráðherra Eistlands væntir frekari skoðanaskipta Helsinki. Frá Tom Kankkonen, fréttaritara Morgunblaðsins. ARNOLD Green, utanríkisráðherra Eistlands, sem er i opinberri heimsókn í Finnlandi, segist ekki hafa áhyggjur af deilum um stjórn- arskrárbreytingar milli Eistlendinga og Æðsta ráðs Sovétríkjanna. Hann segist þeirrar skoðunar að Eistlendingar og sovéskir ráða- menn eigi eftir að eiga skoðanaskipti um þessi vandamál í framtí- „Armenar eru nú fluttir nauðugir á brott frá Azerbajdzhan," sagði tals- maður armensku fréttastofunnar Armenpress í viðtali við fréttamann Reuters. „Azerar hafa tekið upp nýja stefnu. Þeir hyggjast flæma Armen- ana á brott í stað þess að myrða þá,“ bætti hann við. Kvað hann 12.483 Armena hafa flúið yfír landa- mærin frá Azerbajdzhan og að yfir- völd teldu von á allt að 200.000 til viðbótar. Hefðu yfírvöld í Moskvu verið beðin um að senda matvæli til lýðveldisins. Rúmlega 1.000 manns hefðu safnast saman í Jerevan, höf- uðborg Armeníu á mánudag, þrátt fyrir útgöngubann sem komið hefur verið á í borginni. Talsmaður utanríkisráðuneytis Azerbajdzhans sagði tugþúsundir Azera hafa flúið Armeníu að undanf- ömu og bætti við að stöðug mót- mæli færu fram í borginni Bakú. Hefðu um 100.000 manns haldið til á Lenín-torgi í borginni undanfama daga og spenna færi vaxandi á ný. Azerinform, hin opinbera fréttastofa Azerbajdzhans-lýðveldisins, skýrði frá því að allt að hálf milljón manna hefði safnast saman á torginu á mánudag. Líkt og í Jerevan er út- göngubann í gildi í Bakú. Leiðtogi þjóðkirkju Armena í Bandaríkjunum skýrði frá því í gær að hann hygðist leita eftir fíindi með Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleiðtoga er hann kemur til Bandaríkjanna í næstu viku. Sagði kirkjuleiðtoginn Torkim Manoogian erkibiskup, að svo virtist sem um skipulegar ofsókn- ir væri að ræða á hendur Armenum og gagnrýndi ráðamenn í Sovétríkj- unum fyrir að skýra ekki frá stað- reyndum málsins. „Armenar munu ðinni. Varðandi gagnrýni Míkhaíls Gor- batsjovs Sovétleiðtoga á forystu- menn eistneska kommúnistaflokks- ins í sjónvarpsávarpi á sunnudag og ógildingu Æðsta ráðs Sovétríkj- anna á fullveldisyfirlýsingu Eist- lendinga á laugardag sagði Green: „Þegar við lýstum yfir fullveldi landsins tókum við afar mikilvæga afstöðu til lýðræðisþróunar í Sov- étríkjunum." Green sagði í samtali við finnsku fréttastofuna FNB á mánudag að Gorbatsjov Sovétleið- togi hefði sagt að lýðveldisþróun í Sovétríkjunum myndi halda áfram. Utanríkisráðherrann sagði að Eistlendingar hefðu ekki tekið ákvörðun um hvort þeir opnuðu ræðismannsskrifstofu í Finnlandi. Hann sagði að í það minnsta yrði að auðvelda samgöngur milli land- anna og að Eistlendingar og sov- éska utanríkisráðuneytið leituðu leiða til að auka samskipti Eistlend- inga og Finna. Eistneski utanríkisráðherrann mun ekki hitta finnska stjórnmála- menn að máli í heimsókninni sem lýkur í dag. Hef meiri áhyggjur af heittrú- uðum í Egyptalandi en í Israel - segir Menachem Meir, sonur Goldu Meir, fyrrum forsætisráðherra ísraels „NÝSTOFNAÐ ríki Palestínumanna er ekki til nema á pappímum,“ segir sellóleikarinn Menachem Meir, sonur Goldu Meir heitinnar, leið- toga Verkamannaflokksins og forsætisráðherra ísraels árin 1969-74. Meir spjallaði við blaðamenn um málefni Ísraelsríkis þegar hann var staddur hér á landi í boði Bókrúnar, forlagsins sem gefúr út íslenska þýðingu sjálfsævisögu Goldu Meir. „Ég hef enga hugmynd um hvað Þjóðarráðið ætlast fyrir," heldur Meir áfram. „í yfirlýsingu þess er minnst á grundvallarályktanir Sam- einuðu þjóðanna um Palestínumálið en það þýðir ekki að á þær sé fall- ist. Til að skýra afstöðu ísraels er rétt að rifja upp nokkur atriði. Bret- ar yfirgáfu Palestínu árið 1947. Sam- einuðu þjóðimar ákváðu að Palestínu skyldi skipt í tvö ríki. Gyðingar féll- ust á þessa skiptingu en ekki arab- ar. Árið 1948 stofnuðu gyðingar sitt ríki en arabaríki hófu stríð gegn ein- angmðu ísraelsríki. Síðan þá hefur ekki verið um frið að ræða. Það er erfítt að gera sér í hugarlund hvað það merkir. Það er líkt og Banda- ríkjamenn mættu vænta innrásar hiyðjuverkamanna á hverri nóttu frá Mexíkó og Kanada. Hryðjuverka- mennimir skeyta engu um líf bama og kvenna. Arabar héldu að þeir gætu þurrkað út ísrael svo við erum tortryggnir á meðan við heymm ekki bemm orðum frá Yasser Arafat eða Georg Habash að þeir viðurkenni ísrael og vilji semja um frið. Fyrstur kemur viljinn til að lifa í sátt og samlyndi og síðan koma tæknileg atriði eins og hvort um sjálfstætt ríki verði að ræða, hvort Vesturbakk- inn gangi í ríkjasamband við Jórd- aníu, hvar landamærin eigi að liggja o.s.frv. í sexdagastríðinu réðust arabar til atlögu við Vestur-Jerúsalem. Herinn okkar var öflugri og hrakti óvinina yfír ána Jórdan en í því felst að við ráðum síðan þá yfír Vesturbakkan- um. Þetta var ekki útþenslustefna enda höfðum við um nóg annað að hugsa við að rækta eyðimörkina.“ Verður að halda uppreisninni í skeljum — Hvemig stendur þá á land- námsbyggðum gyðinga á Vestur- bakkanum? „Við höfum ijölmarga araba innan okkar landamæra sem njóta fullra réttinda. Ég sé ekki hvers vegna gyðingar ættu ekki að geta lifað í arabísku ríki eins og arabar í ríki gyðinga. Við höfum beðið allan tímann eftir skynsömum samnings- aðilum af hálfu araba. Þegar þeir hafa komið fram hafa þeir verið myrtir eins og til dæmis Anwar Sad- at. Sömu örlög bíða Palestínumanna á Vesturbakkanum sem eru reiðu- búnir að starfa með gyðingum. Varðandi uppreisn Palestínu- manna á Vesturbakkanum og Gaza- svæðinu þá geri ég mér fulla grein fyrir þjáningum fólksins. Það er hræðilegt að böm og unglingar skuli send á _móti ísraelska hemum. Ekki sendu íslendingar böm út í þorsk- astríðið gegn Bretum. Ung böm ættu ekki að þurfa að upplifa slíkt, einkum þar sem við emm reiðubúnir til viðræðna. ísraelar verða hins veg- ar að halda uppreisninni í skefjum, annars yrði hver einasti vegfarandi grýttur.Ég minni á að strax eftir sexdagastríðið sagði Leví Eskhol, forsætisráðherra ísraels: „Við viljum frið, við höfum ekki áhuga á Vestur- bakkanum.“ Sama gerðist þegar móðir mín varð forsætisráðherra, það Morgunblaðið/Þorkell Menachem Meir. fyrsta sem hún gerði var að bjóða friðarviðræður. “ — Stjómmálaskýrendur segja margir hveijir að Arafat sé hófsemd- armaður innan PLO og ekki sé hægt að búast við að þjóðarráðið kæmi lengra til móts við lsraela en raunin varð. Hver er þín skoðun á þessu? — „Það fer náttúrlega eftir því hvað átt er við með orðinu „hófsemd- armaður". Ef í því felst að drepa á nætumar, myrða böm og taka gísla

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.