Morgunblaðið - 03.01.1989, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 03.01.1989, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1989 KLM í umræðunni - ekki Flugleiðir — segja forráðamenn Arnarflugs Hollenska flugfélagið KLM er í umræðunni um eignaraðild með auknu hlutafé i Amarflugi, að sðgn Harðar Einarssonar stjóm- arformanns Amarflugs. Hvorki hann né Kristinn Sigtryggsson forstjóri vildu staðfesta að sendi- menn frá KLM sem komu hingað til lands í gær hafi komið til við- ræðna um eignaraðild KLM. Báðir segja þeir tilhæfulaust með öllu Faxamarkaður: Ýsan seld á 124 krónur ÝSA seldist á Faxamarkaði í Reykjavík á hærra verði en nokkra sinni fyrr í gær, á 124 krónur kílóið. Seld vora 4,7 tonn að meðaltali á 114,50 krónur kíló- ið. „Við urðum að kaupa ýsu á þessu háa verði í gær vegna þess að við höfðum skuldbundið okkur til að selja ákveðnum kaupendum ýsuna í dag. Við töpum um 11.500 krónum á tonninu,“ sagði Guð- mundur J. Óskarsson í fiskbúðinni Sæbjörgu í samtali við Morgun- blaðið. Guðmundur sagði, að hann keypti ýsuna ekki á þessu verði aftur. Verð á henni hefði verið mjög hátt, 85 til 100 krónur í nokkrar vikur, en nú keyrði um þverbak. Leyfilegt verð á ýsuflökum út úr búð hefði verið hækkað upp í 300 krónur kílóið rétt fyrir áramót og hefði það átt að dekka innkaupsverð upp á 85 krón- ur. Þetta hefði sloppið nokkum veg- inn f flestum tilfellum, „en stundum stóðum við aðeins uppi með ánægjuna, engan hagnað,“ sagði Guðmundur. að rætt hafi verið nm að Flugleið- ir yfirtaki Arnarflug. Þeir voru spurðir hvort viðræður stæðu við KLM um eignaraðild og aukið hlutafé í Amarflugi. Hvomgur vildi segja að þær viðræður stæðu, þótt málið hefði borið á góma. Hörð- ur sagði rétt, að Amarflug óskaði eftir að af því gæti orðið. Félögin hafa haft samstarf á liðnum árum. „Það er okkur ákveðinn styrkur að vera í nánu samstarfi við þá. Það samstarf hefur aukist," sagði Hörður Einarsson. Þeir vom spurðir álits á fregnum um að Flugleiðir muni yfirtaka rekst- ur Amarflugs með aðstoð ríkisstjóm- arinnar. Báðir sögðu það vera til- hæfulaust. „Við teljum að verið sé að leita leiða til að halda áfram sjálf- stæðum rekstri," sagði Hörður. Kristinn Sigtryggsson sagðist vera bjartsýnn á að takast muni að bjarga Amarflugi frá rekstrarstöðvun, en 300 til 350 milljónir króna munu þurfa að koma inn í fyrirtækið ef það á að takast, að sögn hans. „Ég hef ekki trú á að menn vilji sjá að einn aðili hafi með höndum alla loft- •flutninga á landinu ogtil útlanda." Frá slysstaðnum í Svínahrauni. Morgunblaðið/JúlíU8 Banaslys í Svínahrauni Selfossi. FULLORÐIN kona lést og sjö voru fluttir á slysadeild eftir árekstur þriggja bifreiða á Suð- urlandsvegi, f Svínahrauni, um hálfQögurleytið á nýársdag. Ein bifreiðanna, Subam-bif- reið, var á leið til Reykjavíkur og hinar tvær, Suzuki- og Toyota- jeppar, komu úr gagnstæðri átt. Konan sem lést var í Subaru- bifreiðinni. Hún hét Helga Þór- oddsdóttir, 78 ára að aldri, til heimiiis í Hörðalandi 2 í Reykjavík. Auk hennar vom í bif- reiðinni ökumaður og þrír far- þegar. Þrír vom í hvorri hinna bifreiðanna. Áverkar annarra sem meiddust í slysinu em ekki lífshættulegir. Ekki er vitað um nánari tildrög slyssins, en hált var og krapi á veginum. — Sig. Jóns. * > Atök innan Ferðaskrifstofimnar Utsýnar: Ingólfí Guðbrandssyni sagt upp sem stj órnarformanni Valur tekur við af Helga VALUR Arnþórsson tekur við starfi bankastjóra I Landsbank- anum í dag. Hann kemur í stað Helga Bergs, sem hætti um ára- mót. Helgi hefur verið bankasijóri Landsbankans síðastliðin 19 ár. „Mér hefur líkað ákaflega vel í Landsbankanum og kann vel að meta þá stofnun sem helstu §ár: málastofnun íslendinga," sagði Helgi Bergs í samtali við Morgun- blaðið í gær. Samstarfssamningur til þriggja ára var fjarlæg“ður úr hirzlum mínum þegar ég var erlendis, segir Ingólfiir INGÓLFI Guðbrandssyni, stjórnarformanni Ferðaskrifetofunnar Út- sýnar, var í gær meinaður aðgangur að skrifetofu sinni og aðgangur að fundi með starfefólki. Skipt hafði verið um skrá að dyram skrif- stofu hans. Sagt var upp samstarfssamningi við hann þess efnis að hann sinnti stjórnarformennsku og ákveðnum störfum fyrir ferðaskrif- stofuna. Andri Már Ingólfeson, sonur Ingólfe, hefur sagt upp starfi sínu sem framkvæmdastjóri hjá Útsýn og hafið störf hjá Ferðamiðstöð- inni. „Það hlýtur að vera eðlilegt þar sem þessir menn starfa ekki lengur hjá fyrirtækinu að þeir hafi ekki aðgang að því og trúnaðar- skjölum innan veggja þess,“ sagði Ómar Kristjánsson, eigandi Útsýnar, f samtali við Morgunblaðið. Engin ákvörðun hefur verið tekin af hálfu starfefólks um hugsanleg viðbrögð við atburðum þessum. Ingólfur Guðbrandsson Iét af starfi forstjóra Útsýnar fyrir rúmu ári, en hann hafði þá seit helming hlutar síns í fyrirtækinu Ómari Krisljáns- syni framkvæmdastjóra Þýzk- islenzka. Ómar hefur síðan keypt hlut Ingólfs allan í þremur þrepum, þann síðasta í lok síðasta árs. Þegar Ingólfur lét af forstjórastarfinu var gerður við hann samningur um stjómarformennsku og ákveðin störf í þágu fyrirtækisins og friðindi sem þeim fylgdu gegn því að hann færi ekki í samkeppni við Útsýn með / Lítið meiddur efitir útafikeyrslu á Oshlíð ísafírði. STÓR jeppabifreið lenti út af Óshliðarvegi á milli ísaQarðar og Bolungarvíkur f fyrrinótt. Ökiunaðurinn var einn í bifreiðinni. Hann fótbrotnaði og hlaut fleiri meiðsli og lá ósjálfbjarga f aftursæt- inu, þegar ungur lögreglumaður úr Bolungarvík fann hann um sjö- leytið um morguninn. Að sögn lögreglumannsins, Guð- mundar Páls Jónssonar, var hann á leið til vinnu sinnar, en hann er í lögregluliði ísafjarðar, þótt hann búi í Bolungarvík. Mikinn skaf- renningsbyl gerði á hann á leiðinni inn Óshlíð, svo við lá að hann yrði að stöðva bifreiðina. Rétt utanvert við innri vegskál- ann á Hlíðinni sá hann bflför sem virtust liggja út af veginum. Hann ók að lögreglustöðinni á ísafirði og fékk þar lögreglubfl með fiar- skiptatækjum og ljóskösturum og hélt til baka. Eftir skamma leit fann hann bflinn í flæðarmálinu og í honum einn mann. Hann lét lögregluna á ísafirði strax vita og kallaði hún út varalið ásamt sjúkrabfl og hjálp- arsveit skáta, þar sem vitað var að erfitt gæti verið að ná mannin- um upp. Hafði lögregluvarðstjórinn á ísafirði samband við Elías Sveins- son leigubílstjóra, sem er með jeppabifreið með spili, en slíkan útbúnað á lögreglan á ísafirði ekki. Björgunarsveitarmennimir komu hinum slasaða ökumanni fyrir á sleðabörum, sem síðan voru dregn- ar upp af leigubflnum. Líkur benda til að ekki hafi lang- ur tími liðið frá því slysið varð þar til lögreglumaðurinn kom á slys- staðinn. Ökumaðurinn var fluttur í Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði, þar sem gert var að sárum hans. Maðurinn er talinn hafa sloppið ótrúlega vel. - Úlfar Morgunblaðið/Úlfar Ágústason Guðmundur Páll Jónsson lög- reglumaður hefur starfað um þriggja mánaða skeið í lög- regluliði ísafjarðar. Telja má líklegt að gætni hans og at- hygli hafi bjargað lífi hins slas- aða ökumanns. starfi fyrir aðrar ferðaskrifstofur. Ingólfur sagði ? samtali við Morg- unblaðið, að sá samningur hefði ver- ið gerður til þriggja ára. Þegar hann hefði verið staddur erlendis hefði sá samningur verið íjarlægður úr hirzl- um hans og samrit af honum hefðu ekki fundizt. Uppsögnin væri því fyrirvaralaus og hann hlyti að líta á hana sem verulega röskun á högum sínum og þeirri ímynd, sem hann hefði skapað sér vegna starfa að ferðamálum. „Þegar ég kom á vinnustað minn á mánudagsmorgun var búið að skipta um skrá á skrifstofu minni og mér meinaður aðgangur að henni. Mér var jafnframt meinaður aðgang- ur að fundi með starfsfólkinu þar sem ég hugðist skýra fyrir því gang mála. Eg og Andri sonur minn höfum ver- ið málsvarar starfsfólksins, þegar á það hefur verið hallað af eiganda fyrirtækisins og er það kannski ástæðan fyrir uppsögn minni. Starfs- fólki hefur án tilefnis og án samráðs við stjómarformann og fram- kvæmdastjóra verið sagt upp. Fram- kvæmdastjórastöðu Andra sonar míns fylgdi, þegar á reyndi, ekkert umboð til ákvarðanatöku og vegna þess sagði -Andri starfí sínu lausu og hefur hafið starf fyrir Ferðamið- stöðina. Ég hygg að Andri hafi hug á því að skapa því fólki, sem að tilefn- islausu hefur verið sagt upp hjá Út- sýn, vinnu að ferðamálum við hag- stæðari skilyrði en ríktu hjá Útsýn. Ég hef ekki neytt fógetaréttar til að komast inn á skrifstofu mína, þar sem ýmsar einkaeignir mínar eru, einkaskjöl og verðmæti af ýmsu tagi, en á auðvitað rétt á því. Eigi þetta eftir að verða síðustu afskipti mín af ferðamálum eftir þriggja áratuga starf, langar mig til að koma á fram- færi þökkum til þeirra fjölmörgu ís- lendinga, sem hafa treyst mér og fyrirtæki mínu til að sjá um skipu- lagningu ferða sinna til annarra landa," sagði Ingólfur. Setið á svikráðum „Þýzk-íslenzka á nú nær öll hluta- bréf í Útsýn. Andri Már Ingólfsson sagði starfí sínu lausu á föstudags- kvöldið og um helgina kom í ljós að hann hafði um nokkurt skeið þjónað tveimur herrum og reyndist ófáan- legur til þess að starfa löglega ums- amdan upþsagnartíma þar sem hann væri á förym til útlanda til samninga fyir hinn nýja vinnuveitanda. Eigend- ur Útsýnar gerðu sér þá ljóst að menn höfðu um tíma setið á svikráð- um við fyrirtækið og þar sem ljóst er að Andri Ingólfsson er undir mikl- um áhrifum frá föður sínum, Ingólfi Guðbrandssyni, þótti að sjálfsögðu ekki annað hægt en að endumýja ekki útrunninn samstarfssamning við Ingólf. Fullyrðing Ingólfs um að samstarfssamningurinn við hann hafi gilt til þriggja ára er ekki svara- verð,“ sagði Omar Kristjánsson. Uppspuni frá rótum Andri Már Ingólfsson hafði eftir- farandi að segja er Morgunblaðið ræddi við hann á Spáni í gærkvöldi: „Yfirlýsing Omars Kristjánssonar um að við höfum setið á svikráðum við sig og Útsýn er uppspuni frá rótum. Frá þvf að ég tók við starfi framkvæmdastjóra Utsýnar þegar fyrirtækið var í öldudal hef ég ein- beitt kröftum mínum af öllum mætti að því að reisa fyrirtækið við og koma á andrúmrúmslofti innan þess sem starfandi er við. Ég vann að því heils hugar allt fram að uppsagnar- degi mínum. Tildrög uppsagnar minnar voru fundir og samtöl við Ómar Kristjáns- son í desembermánuði er hann setti mér ný skilyrði fyrir starfinu. Upp komu ágreiningsefni varðandi starfs- mannamál meðal annars þar sem hann virti skoðanir mínar, röksemdir og beiðnir að vettugi. Það má segja að mælinn hafi fyllt þegar hann tjáði mér að til að starfa sem framkvæmd- arstjóri hans yrði ég að læra að hugsa og breyta eins og hann, sem er krafa sem ég hvorki get né kæri mig um að uppfylla. Hann hefur borið upp á mig að hafa fjarlægt gögn úr skrif- stofu minni í Utsýn. Þar hef ég ekki fjarlægt neitt úr eigu Útsýnar og raunar heldur hann ennþá persónu- legum eigum mínum á fyrri skrif- stofu minni, sem mér hefur verið meinaður aðgangur að. Væntanlegt starf mitt hjá Ferða- miðstöðinni bar mjög brátt að og var fyrst rætt á fundi á gamlársdag eft- ir að ég hafði skilað inn uppsögn minni. Um tryggð mína við Útsýn undanfama mánuði getur starfsfólk Útsýnar best borið vitni."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.