Morgunblaðið - 03.01.1989, Side 22

Morgunblaðið - 03.01.1989, Side 22
2861 flAUVIAl. .« It JÍVvOtnxr'JM U'U AjnuuunoH MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1989 Reuter Beðið fyrir Japanskeisara Búddhistar biðja fyrir Hirohito Japanskeisara fyrir framan höll hans á sunnudag meðan lögreglumenn halda þeim í hæfilegri fjarlægð frá höllinni. Hirohito hefur verið alvarlega veikur í þijá mánuði. Dómsúrskurður í Svlþjóð: Danmörk og WEU: Skrifstofutæknir Eitthvað fyrir þig? Innritun er hafin í námið sem hefst íjanúar 1989. Á skrifstofu Tölvufræðslunnar er hægt að fá bækling um námið, bæklingurinn er sendur í pósti til þeirra sem þess óska. Nánari upplýsingar veittar í símum 687590 og 686790. Qi mnttarxxcsM !fg TÖLVUFRÆÐSLAN Borgartúni 28. Meintur morðingi Palme í tveggja vikna varðhald framganga Hans Holmers lögreglu- stjóra, er áður stjómaði rannsókn- inni á morðmálinu, ekki gleymst. Einn af núverandi stjómendum rannsóknarinnar ritar grein í tíma- rit lögreglunnar og ræðst þar harkalega á Holmer. Segir hann Stokkhólmi. Frá Claes von Hofsten, fréttaritara Morgunblaðsins. HÓPUR lögreglumanna, er rannsakar morðið á Olof Palme, fær að hafa 41 árs gamlan mann, sem grunaður er um glæpinn, í varðhaldi i tvær vikur í viðbót. Það var dómstóll i Stokkhólmi sem komst að þessari niðurstöðu á gamlársdag. Maðurinn neitaði að taka sjálfur þátt í samningum málsaðila um varðhaldið enda þótt til þeirra væri stofnað að ósk hans. Veijandi hans sagði að fyrir því væru ýmsar ástæður en vildi þó aðeins nefna eina; andúð mannsins á þvi að ræða við fjölmiðla. Áhugi fjölmiðla á málinu fyrir hádegi á gamlársdag var þó ekki mikill borið saman við fjaðrafokið er maðurinn var handtekinn fyrir tveim vikum. Lítið er um að vera hjá fréttamönnum í Svíþjóð á gaml- ársdag og nefna má að enginn frétt- atími var í sjónvarpinu um kvöldið. Viðræður málsaðila fóru fram bak við luktar dyr. Ekkert hefur því enn verið sagt af hálfu yfírvalda um árangurinn af tveggja vikna þrot- lausum yfirheyrslum yfir hinum grunaða. Veijandi mannsins sagði að hann myndi kæra þennan varðhaldsúr- skurð en það gerði hann sömuleiðis eftir fyrri úrskurðinn. Hann neitaði því ekki að vissar upplýsingar gæfu til kynna sekt umbjóðanda síns en hélt því fram að aðrar upplýsingar styddu staðhæfingar hans þess efn- is að hann hefði hvergi komið nærri morðinu. Mjög erfitt er að meta hve traust- ar vísbendingar lögreglan hefur um sekt mannsins. Að sögn dagblaða þokast rannsókn lögreglunnar fram á við, þótt löturhægt gangi, en það virðist vera afar fátt um eitthvað sem hægt sé festa hönd á. Hins vegar hefur verið hægt að staðfesta að hinn grunaði hefur mörg gróf afbrot á samviskunni frá fyrri tíð og þau hafa óspart verið dregin fram í dagsljósið. Einnig hefur margsinnis verið bent á það hve maðurinn hefur í fyrri tilvikum ver- ið tregur til að viðurkenna sekt sína fyrr en í lengstu lög. Enda þótt athyglin hafí mjög beinst að umræddum fanga hefur Meirihluti fyrir aðild Kaupmannahöfn. Frá N.J. Bruun, fréttaritara Morgnnblaðsins. NÚ þegar jafhaðarmenn hafa vent sínu kvæði í kross virðist vera meirihluti fyrir því, að Danir gangi i WEU, Vestur-Evrópusamband- ið eða vamarbandalag Vestur-Evrópuríkja. Aðildarríki þess eru Bretland, Frakkland, Holland, Belgía, Luxemborg, Vestur-Þýska- land, Ítalía og nú síðast Spánn og Portúgal. Fyrir ári voru danskir jafnaðar- dagblaðið BT, að þegar svo mörg menn andvígir aðild að WEU og sögðu þá, að það legði allt of mikla áherslu á nauðsyn kjamorkuvopna. Ole Espersen, fulltrúi jafnaðar- manna í öfyggismálanefnd þings- ins, segir hins vegar nú í viðtali við Vestur-Evrópuríki eru orðin aðilar sé ekki rétt, að Danir standi utan sambandsins. Þá nefnir hann, að afstaða þess til kjarnorkuvopna hafi breyst auk þess sem flokkur hans vilji, að Danir séu ekki bara áheyrendur í umræðum um af- vopnunarmál, heldur þátttakendur. Björn Elmquist úr flokknum Venstre og formaður öryggismála- nefndarinnar segir, að það sé ánægjulegt, að jafnaðarmenn skuli hafa áttað sig og bendir á, að Spán- veijar hafi ákveðið að vera með þótt þeir vilji ekki kjamorkuvopn í landi sínu. Þá upplýsti hann einnig, að Norðmenn væm að hugsa um að gerast aðilar að WEU.i lögreglustjórann hafa skaðað rann- sóknina þar sem hann hafi í bók, er hann skrifaði um málið, skýrt frá ýmsum smáatriðum varðandi upplýsingar lögreglunnar og jafn- framt hafi hann sagt frá nöfnum margra vitna. I grein í Sænska dagblaðinu fyrir skömmu var sagt að Holmer hefði hróflað við segul- bandssnældum með upptökum á samtölum félaga í PKK, smáflokki útlægra Kúrda. Þannig hafi hann reynt að skjóta stoðum undir til- gátu sina um aðild flokksins að morðinu á forsætisráðherranum. Svíþjóð: S AS-flugfélaginu ber- ast sprengjuhótanir Stokkhólmi. Reuter. SAS-FLUGFÉLAGIÐ hefúr hert öryggisgæslu á flugvöllum i kjölfar upplýsinga frá alþjóðalögreglunni Interpol um að ótilgreind hryðju- verkasamtök hyggist sprengja í loft upp eina af flugvélum félags- ins, að sögn talsmanns flugfélagsins í gær. Þetta var þriðja sprengju- hótunin sem flugfélaginu barst á þremur dögum því að á gamlárs- dag skýrðu talsmenn flugfélagsins frá því að hótun hefði borist um að ein af innanlandsvélum flugfélagsins yrði sprengd innan þriggja vikna. í gær hringdi síðan enskumælandi maður og sagði að spjöll yrðu unnin á flugvél í innanlandsflugi frá Gautaborg á mánudags- morgun. Miklar seinkanir urðu á innanlands- og millilandaflugi á mánudag vegna hertrar öryggisgæslu en ekkert fannst sem bent gæti til að skemmdarverka. Sænska dagblaðinu Aftonbladet barst sprengjuhótun á föstudag og var hún birt í laugardagsútgáfu þess: „Innan þriggja vikna verður SAS-flugvél í innanlandsflugi sprengd í hefndarskyni fyrir heim- sókn Arafats til Svíþjóðar". John Herbert, talsmaður SAS-flugfé- lagsins, sagði ekkert benda til þess að sprengjuhótunin tengdist flug- slysinu í Suður-Skotlandi í síðasta mánuði þegar 271 fórst með Boeing 747 þotu bandaríska Pan Am-flug- félagsins. í gær barst sænsku leynilögregl- unni sprengjuhótun fyrir milligöngu lögreglunnar í Búdapest. „Við tök- um hótununum alvarlega og örygg- isgæsla hefur verið hert á öllum flugvöllum," sagði Herbert. „En við vitum ekki hveijir standa að baki þeim. Lögreglan hefur ekki veitt okkur upplýsingar í smáatriðum," sagði Herbert. Sænsk dagblöð hafa leitt líkur að því að írönsk öfgasamtök hyggi á hryðjuverk í Svíþjóð vegfna hlut sænskra stjómvalda að viðræðum Reuter Farþegar benda á farangur sinn á flugvelli í Svíþjóð. SAS-flugfélag- inu bárust þrjár sprengjuhótanir um og eftir helgina og öryggis- gæsla var hert á sænskum flugvöllum. Miklar tafir urðu á flugi í Svíþjóð vegna sprengjuhótananna. leiðtoga Frelsissamtaka Palestínu- manna (PLO), Yassers Arafats, og bandarískra gyðinga í Stokkhólmi í síðasta mánuði. Herbert kvaðst engar upplýsing- ar hafa um þann þátt málsins. „Á þessari stundu vitum við ekki hveij- ir standa að baki hótununum. En Interpol hefur ráðlagt okkur að taka þær alvarlega," sagði hann. DREPTUISIGARETTUNNIAÐUR ÞER DREPUR HUN EN Reyklaust Island RIS 2000 ariö 2000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.