Morgunblaðið - 03.01.1989, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 03.01.1989, Qupperneq 27
27 .....MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJIÍBAGUft B. -JANUAR11989''«" «r *' <: 51 ‘ : ieiri Irækt ids á nýársdag í heiminum. Hún birtist í mörgum myndum — í eflingu stórra við- skiptaheilda eins og Evrópubanda- lagsins, í hliðstæðri þróun í Norð- ur-Ameríku og Austurblokkinni. Hún kemur fram í því að mat á því hvað telst eftirsóknarvert færist undir alþjóðlegan staðal. Hún sést í því að öll tækni er meira eða minna af alþjóðlegum toga, að ekki sé minnst á afdrifaríkt áhrifavald þeirrar fjölmiðlunar sem háþróuð tækni breiðir yfir heiminn á enskri tungu. Lífsgæðakapphlaupið svo- nefnda ræður ríkjum í vestri og austri — þótt sýnist hvetjum um leiðir til að öðlast efnisleg gæði. | Og ekki verður betur séð en þessi eftirsókn eftir tæknitryggðri velferð leiði til þess að tilfinningin fyrir þeim gildum sem tengjast þjóðemi og þjóðmenningu sé á undanhaldi. Framfarir reistar á tækni og vísind- um virðast eftirlæti stjórnmálaskör- unga, en svo er sem menn ætli öðmm hliðum menningar að fylgja sjálfkrafa á eftir. Hugsunin snýst um tæknilegar og hagrænar fram- farir meðan þrengist um þann gmndvöll sem tilvera okkar sem sérstakrar þjóðar er reist á, þreng- ist um „land, þjóð og tungu“, þá þrenningu sanna og eina sem Snorri skáld Hjartarson hefur um kveðið fyrir okkur. Skáld eiga sín fögm svör við því hvað þjóð er. Orðabók Menningar- sjóðs gefur okkur líka ágæta skýr- ingu. Þjóð, stendur þar, er „stór hópur fólks sem á sér að jafnaði sameiginlegt tungumál og menn- ingu, stundar sameiginlega sögu- lega arfleifð og minningar og býr oftast á samfelldu landsvæði við gagnkvæm innri viðskiptatengsl". Eins og að líkum lætur leggur skil- greiningin þungar áherslur á það sem er sameiginlegt því fólki sem kallar sig þjóð: þjóð er samstaða um hvaðeina — um tungu, um minn- ingar, um siði og atvinnuhætti. Því er það með nokkmm hætti aðför Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands. að tilveru þjóðar, þegar umræða okkar um lífskjör og efnahagsmál þróast á síðari missemm í þá átt að þjóðinni er skipt í tvo flokka, — dreifbýlisfólk og þéttbýlisfólk. Það er augljóst að dreifbýlisfólki finnst það eiga á brattann að sækja, það sé að nokkm leyti afskipt, það sé t.d. ekki viðurkennt í verki að í dreifbýlinu er rekinn mestur hluti þess sjávarútvegs sem tryggir lífskjör okkar. Dreifbýlismönnum finnst einatt að þjóðarauður sogist um of til höfuðstaðarins og týnist þar í hringrás viðskiptanna. A móti koma ýmsar athugasemdir af höf- uðborgarsvæði. Það er ekki nýtt að einhver slík togstreita sé uppi. En það er á okkar valdi hvort við ölum á tortryggni eins og alltof oft er gert, tortryggninni milli höfuð- staðar og dreifbýlis, sem geta ekki hvort án annars verið eða hvort við neytum allra bragða til að kveða hana niður. Og þá í þeim anda, að það er reyndar eitt lykilatriði í menningu okkar að halda uppi byggð í landinu öllu, — því fari stór byggðalög í eyði er hafinn upp- blástur í íslenskri menningu og íslensku þjóðlífi og hann verður að stöðva alveg eins og uppblástur landsins sjálfs. Við verðum einnig að forðast það, að þjóð okkar skiptist í tvo flokka eftir öðmm mælikvarða — þá sem búa við ömgga atvinnu og þá sem enga eða stopula atvinnu hafa. Við eigum okkur vonandi það markmið sameiginlegt að vilja vetja í verki sem í hugsjón það jafnrétti, sem talið er vera eitt helsta ein- kenni íslensks mannlífs. Við viljum vetja þá siðmenningu sem Sigurður Nordal ræðir um í frægum fyrir- lestri, þegar hann segir meðal ann- ars: „I vel siðuðu þjóðfélagi á að vera séð fyrir því að enginn sé beitt- ur ofbeldi eða rangsleitni fyrir að vera minnimáttar, allir hafi nóg fyrir sig að leggja og að enginn þurfi að kvíða komandi degi vegna skorts á brýnustu nauðsynjum." Og þetta felur þá væntanlega í sér að við gemm þá kröfu til okkar sjálfra að við beitum öllum tiltækum ráðum til að bægja frá auðmýkingu atvinnuleysis. Réttur allra vinnu- færra manna til verka er helgur réttur í augum Islendinga og hann hlýtur að halda áfram að vera helg- ur, eins þótt það geti kostað okkur að draga um skeið úr þeirri miklu neyslu á öllum sviðum sem við höf- um leyft okkur um stund. Takist okkur að gera sjálfum okkur grein fyrir því hvað felst í því að vera þjóð, þá hljótum við þvínæst að vilja átta okkur á því, hvert við viljum stefna, hvers kon- ar þjóðfélag við viljum hafa hér í framtíðinni. Við þurfum að snúa okkur að því sem við látum alltof oft sitja á hakanum: að skilgreina markmið okkar. En hvernig sem okkur kann að miða í þeirri við- leitni er jafnan hollt að hafa í huga hvað við eigum, á hvetju við getum staðið. Við eigum landið sem við göngum á, þetta land sem „var fengið sál vorri til fylgdar" eins og Hannes skáld Pétursson kvað: Ó dunandi eyja sem á dögum sköpunarinnar ennþá í smiðju elds, kulda og vatns engan stað á jörðu eigum vér dýrari því þetta land var sál vorri fengið til fylgdar. Og enginn getur tekið þetta land frá okkur nema við sjálf glutrum niður þeim frumburðarrétti sem við eigum til þess. Við eigum land sem að sönnu hefur verið illa leikið í aldanna rás, en við eigum líka þekkingu og sterkan vilja til að stemma stigu við uppblæstri þess. Þetta land er laust við mengun. Við erum ein fárra þjóða sem andar að sér hreinu lofti. Við eigum hreint vatn og hvort tveggja eru forréttindi í heimi sem hefur þungar áhyggjur af afleiðingum efnaiðnaðar og ann- arrar tækniþróunar. Við eigum orkulindir sem enn eru ekki nýttar nema að litlu leyti. Við eigum fengsæl fiskimiÖ og að þá mikilvægu þekkingu í góð- um mönnum sem þarf til að nýta þau skynsamlega. Það eru fríðindi hve fámenn þjóð- in er, hve nálægt við stöndum . hvert öðru, við getum komið skilaboðum hvert til annars hrað- ar en nokkur önnur þjóð. Við erum hraust og þokkalega af guði gerð. Við eigum með öðrum orðum mikið í sjóði. Við höfum nóg föng og þurfum ekki að koðna niður í eijum eða vanmetakennd. Það er meðvitund um siðmenningu okkar sjálfra sem fyrr og síðar er og verð- ur okkur uppspretta til fijórra fram- fara. Við skulum muna að menning er að gera hlutina vel, hvert sem verkefnið er. Menning er einnig að beita sér fyrir því að leggja gott til mála með staðfestu og hæfilegu umburðarlyndi, — og gæta þess ætíð að staðna ekki í fari hins nei- kvæða. Við sitjum í flokki menning- arþjóða, — óskum þess sjálf að fá að sitja við sama borð og hámenn- ingarþjóðir. Allar stundir höfum við verk að vinna í þessum vanda. Við munum það vonandi vel að íslensk tunga er okkar besta sameign, okkar stærsta hnoss, ein helsta réttlæting tilveru okkar — sjálfur virðingarlyk- ill okkar að heiminum. Og við vitum það vonandi að þessi eign okkar má ekki rýma. Við höfum á síðustu misserum séð gleðilega vakningu hjá íslenskri þjóð. Það hefur tekist að opna augu hennar fyrir því hve alvarleg gróðureyðing hefur átt sér stað í landinu um aldir og breiða út skilning á því með hvaða ráðum er skynsamlegast að mæta þessum vanda. En til þess er nýr fróðleikur og ný sannfæring ævinlega faílin að hvetja til umhugsunar og lær- dóma: þegar við höfum lært að glíma við einn vandann ættum við þessvegna ávallt að spyija okkur, hvort þær aðferðir sem þar dugi kunni ekki að eiga við á öðrum sviðum einnig. Og þar með vísa ég beint til uppblásturs í þeim hluta þjóðemis okkar sem tungan er og er mörgum áhyggjuefni. Fyrir nokkm sendi ágætur samtíðarmað- ur okkar, sem hefur meðal annars fengist við að finna orð til að hægt sé að tala um verkmenningu á íslensku, mér lista þar sem hann ber fram ýmsar áleitnar spuming- ar. Nokkrar þeirra vil ég nefna hér okkur öllum til umhugsunar: Ef tungunni hrakar ár frá ári, eins og margir vilja halda fram, vita stjómvöld af því? Ber þeim einhver stjórnarfarsleg skylda til að bregðast við? Hvemig metum við það hvort tungunni hrakar? Hver getur helst metið breyting- una? Hvort er mikilvægara í því efni, mál hinna eldri eða yngri? Getur tungunni hrakað svo mjög að hún glatist? Þýðir hnignun tungunnar að sjálfstæði þjóðarinnar sé í hættu og þarf þá að gera sérstakar ráðstafanir? Hvaða ráðstafanir hafa verið gerðar á síðastliðnu ári? Eru ráðstafanir í undirbúningi á þessu ári sem nú fer í hönd? Svo mætti áfram halda. Eg ætla mér ekki þá dul að svara þessum' spurningum. Hitt er okkur ljóst að hér er um alvarlegt mál að ræða. Við vitum að það þarf meira til en að slá á slettur eins og hæ hæ og bæ bæ, sem unglingar, liðsmenn mínir, em nú að reyna að kenna ungviðinu, grænjöxlum, að er hlægileg kveðja á íslensku. Ungl- ingamir em áreiðanlegt fólk sem vert og hyggilegt er að treysta. Það er þar á ofan ekki nóg að leggja sig fram við að varðveita gömul orðatiltæki og réttar beygingar orða — þannig að píta sé ekki seld með egg eða físk heldur eggi og fiski á skyndibitastöðum. Umfram sjálfa varðveislu hins talaða og rit- aða máls þarf að smíða ný orð af glöggskyggni, svo íslendingar geti talað saman um sín eigin mál á öllum sviðum á sinni eigin tungu. Hér er þörf stórra átaka sem kosta vinnu og fé. Sú er samábyrgð okk- ar. Einkaábyrgð hvers og eins er að hafa löngun og vilja til að taka til í málfari sínu, vanda orðfæri sitt og auðga, rétt eins og menn vilja ganga vel um hús sín og fara góð- um höndum um eignir sínar. Héðan frá Bessastöðum sendi ég Islendingum öllum hlýjar kveðjur og góðar nýársóskir. Það hefur verið rætt um það undanfarið að illa sé komið fyrir þessu sögufræga húsi. Og það er satt og rétt, þótt það blasi ekki við augum gesta og gangandi, því allir þeir sem setið hafa þennan stað fyrir hönd þjóðarinnar, síðan lýð- veldið var stofnað, hafa haft metn- að til að hér sé komið að vistlegu þjóðarheimili sem sórhi sé að. A síðasta ári var lokið við miklar og löngu brýnar viðgerðir á neðri hæð Bessastaðastofu og fylgdi þeim umfangsmikill uppgröftur fomleifa. Bessastaðastofa er gamalt hús, 225 ára, og hún er meðal þjóðargersema okkar. Nú skal tekið til við að hlú að efri hæð hússins og þaki, því lofti sem skólasveinar á Bessastöð- um höfðu að vistarverum fyrir hálfri annarri öld, þar sem margt hefur verið skrafað um sjálfstæði íslands og sjálfsvirðingu. Aldimar hafa ekki skilað okkur miklum auði í mannvirkjum og því ber okkur að sýna öllum fomum gersemum virðingu og alúð. Gleðilegt nýtt ár. \ Megi farsæld og guðsblessun fylgja íslandi og þjóðinni allri á árinu sem nú fer í hönd og um alla framtíð. Ríkisspítalar: Einkarekstur lækna ekki umiram það sem eðlilegt er DAVÍÐ Á. Gunnarsson, forstjóri Rikisspítalanna, segir að hjá stofii- uninni starfi ekki læknar i fullu starfi, sem sér vitanlega hafi einka- rekstur umfram það sem eðlilegt geti talist. Rekstur lækna á einka- stofum komi heldur ekki niður á viðveru þeirra hjá Ríkisspítölum, enda sé gott eftirlit hjá stofiiuninni hvað slíkt varðar. igæti krónur un framfærsluyísitölunnar,“ sagði Gísli. Tollar af bílum voru 85—90% fram á árið 1985. Á því ári og á árinu 1986 voru tollamir lækkaðir veru- lega, eða niður í 10%, meðal annars til að lækka verðbólguna og liðka fyrir gerð kjarasamninga. Frá því í október hefur innflutningsgjald af bifreiðum hækkað og er nú orðið 16—66% eftir stærð bílanna. Gísli Guðmundsson segir að það hafi ákaflega slæm áhrif á bílainnflutn- ingsfyrirtækin og markaðinn þegar svona væri rokkað með bílverðið. Þá stönguðust þessar breytingar á við heilbrigða skynsemi og það sem yfirleitt væri talið eðlilegt því gjöldin væri hækkuð þegar innflutningurinn væri lítill en lækkuð þegar salan væri góð. Þá vildi Gísli koma því að, vegna umræðna um mikinn bílainnflutnig á undanförnum ámm, að undanfarin þijú ár væri búið að henda um 40 þúsund bíluin. Það sýndi að þörf hafi veri orðin fyrir endurnýjun. „Það er kveðið á um það í kjara- samningum lækna, að læknar sem ekki em í fullu starfi megi vinna ótakmarkað utan stofnunar,“ sagði Davíð. „Mér er hins vegar ekki kunnugt um að neinn af okkar læknum í fullu starfí sé með einka- rekstur sem ég hef fengið upplýs- ingar um að sé óeðlilegur." Davíð sagði að Ríkisspítalar hefðu töluvert eftirlit með læknum sinum. Nú væri til dæmis verið að ganga frá starfstímasamningi við læknana, þar sem nákvæmlega væri kveðið á um hvenær þeir ættu að skila sinni vinnu. „Við hjá Ríkisspítölum höfum lengi verið að vinna í því, í góðri samvinnu við okkar læknaráð, að svona hlutir geti ekki gerst hjá okkur," sagði Davíð. „Það væm þá slys ef eitt- hvað slyppi í gegn um það eftirlit.“ Davíð sagði að nokkrir menn, sem væm í hlutastörfum, hefðu mikinn einkarekstur. Við það gæti hann ekki gert athugasemdir, enda væri vel fylgst með því að læknar skiluðu umsömdum vinnutíma. „Mér finnst að læknar vilji sjálfir að það sé eftirlit með því að þessi mál séu í lagi, og við gætum ekki fylgst með án þeirra hjálpar," sagði Davíð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.