Morgunblaðið - 03.01.1989, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 03.01.1989, Qupperneq 29
h í bj;'}/ji.mi/AT/rntom MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1989 29 Lög um bann gegn við- skiptum við S-Afríku tóku gildi um áramót LOG um bann gegn viðskiptum við Suður-Afríku og Namibíu tóku formlega gildi um áramótin, en þau voru samþykkt 20. mai s.l. Sam- kvæmt lögunum er óheimilt að flytja hingað til lands vörur sem eru upprunnar í þessum löndum, og einnig er óheimilt að flytja þangað vörur frá Islandi. Brot gegn ákvæðum laganna varða sektum eða allt að þriggja mánaða fangelsi þegar sakir eru miklar. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu íslands hafa undanfarin ár verið fluttar hingað til lands vörur fyrir um 30 milljónir króna að meðaltali frá S-Afríku á ári hveiju. Þar er að langmestu leyti um að ræða ávexti og grænmeti, en einnig hefur eitthvað verið flutt inn af kaffi, pappír, málmum, fatn- aði o.fl. Á fyrstu átta mánuðum ársins 1988 höfðu^verið fluttar inn vörur fyrir tæplega 34 milljónir króna frá S-Afríku, þar af ávextir og grænmeti fyrir rúmlega 32 millj- ónir. Útflutningur frá Íslandi til S- Afríku hefur verið óverulegur, en þangað hafa helst verið fluttar út- gerðarvörur og lýsi. Á fyrstu átta mánuðum s.l. árs höfðu verið flutt- ar út þangað útgerðarvörur fyrir tæplega eina milljón króna, en árið þar á undan voru fluttar út útgerð- arvörur og lýsi fyrir rúmlega fjórar milljónir króna til S-Afríku. Flateyri: Þrumur og eld- ingar vöktu fólk Flateyri. Þrumuveður gekk yfir Flat- eyri milli kl. 1 og 2 aðfaranótt 2. janúar. Þær upplýsingar fengust hjá Veðurstofu Islands Auðnutittl- ingar á Fljótsheiði Húsavík. VEÐRÁTTAN það sem af er vetri virðist hafa trufl- að lífríki náttúrunnar því alltaf eru að sjást fuglar á stöðum þar sem þeir hafa ekki sést áður. Fram við Engidal, framar- lega á Fljótsheiði, upp af Bárðardal, veitti húsfreyjan þar, Kristlaug Pálsdóttir, at- hygli stórum hópum auðnu- tittlinga, eða svo hundruðum skipti. Héldu þeir sig þar í lyngi og fjalldrapa en snjólétt hefur verið á heiðinni í vetur. í fuglabók Fjölva segir að auðnutittlingur hafi löngum verið eftirlætisfugl Þingey- inga og Eyfirðinga. Þar segir og að hann sé víðast farfugl sem leiti suður til Miðjarðar- hafs þó til sé íslenskt afbrigði sem sé staðfugl. Þó hann hafi sést hér að vetri til er sjald- gæft eða einstakt að sjá auðnutittlinga í hópum svo hundruðum skipti og ekki síst að hann sjáist fram á- heiðum eins og nú, 360 m yfir sjávar- máli. — Fréttaritari að éljaský hefðu raðast upp vestur í hafi og hefðu náð eitt- hvað inn á Vestfirði. Eldingu sló niður á Klofiiingsjalli þar sem rafinagnslína liggur yfir i Súgandaíjörð með þeim afleið- ingum að Flateyri og Suðureyri urðu rafinagnslausar í smátima. Fólk varð skelfingu lostið þegar ósköpin dundu yfir. Þeir sem voru sofnaðir vöknuðu upp, rúður ti- truðu í húsum og var sem fjörður- inn nötraði. Á tímabili var eyrin alveg upplýst. Þrumur og eldingar eru mjög sjaldgæft fyrirbrigði hér um slóðir og áttaði fólk sig ekki strax í upphafí á því hvað var um að vera. Sumir héldu jafnvel að um jarðskjálfta væri að ræða eða að þriðja heimsstyijöldin væri skollin á. — Magnea Nanna VE kemur til hafnar i Eyjum. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Nánast nýr bátur til Eyja Nanna VE komin heim eftir endurbyggingu í Portúgal Vestmannaeyjum. NANNA VE sem verið hefiir síðustu 16 mánuðina á endur- byggingu í Portúgal er komin til heimahafiiar í Vestmannaeyj- um. Báturinn er hinn glæsileg- asti og er fátt sem minnir á þá gömlu Nönnu er héðan sigldi fyrir einu og hálfu ári. Nanna var smíðuð í Hollandi 1955 og er því rúmlega þrítug. Það er þó fátt sem minnir á þenn- an aldur nú því báturinn er sem nýr að sjá. Að sögn Leós Óskars- sonar, skipstjóra og útgerðar- manns Nönnu, þá var skipt um nánast allt í bátnum nema hluta af skrokknum, aðalvélina og tog- spilin, en þau voru yfírfarin. Ný brú var byggð. Skipt um allar inn- réttingar og rafmagn og báturinn lengdur um tæpa 6 metra. 4,5 metrar voru settir inn í miðju skrokksins, hann lengdur aftur um 1,3 metra og skutnum slegið út. Þá var byggt yfir bátinn og ný spil sett upp. Ekki liggur enn fyrir endanlegur kostnaður vegna breytinganna en hann mun sennilega verða eitthvað nálægt 35 milljónum. Nanna var 9 sólarhringa á leið- inni heim og lenti í aftaka veðri sunnan við Færeyjar. Leó sagði að skipið hefði reynst mjög vel á heimleiðinni og hefði fengið mikla eldskím í óveðrinu en þeir þurftu að halda sjó í einn og hálfan sólar- hring meðan verst lét. Unnið er að þvi núna að gera Nönnu klára til veiða en hún mun halda til togveiða um miðjan jan- úar. Grímur Stjarnan: Ollu starfsfólki sagt upp vegua skipulagsbreytinga ÖLLU starfsfólki útvarpsstöðv- arinnar Stjörnunnar var sent uppsagnarbréf á föstudaginn og haldinn var fiindur þar sem þessi ákvörðun var tilkynnt. Veðrið á árinu 1988: Hálfii til einu stigi kaldara en í meðalári HITASTIG á landinu öllu á árinu 1988 var uin hálfu til einu stigi lægra en í meðalári. Úrkoma var nálægt meðallagi í Reykjavík en um 5% umfram meðallag á Akureyri. Sólskins- stundir í Reykjavík voru 50 færri en í meðalári og sólskins- stundir í Reykjavík í júní aðeins 72 og hafa aldrei verið færri síðan mælingar hófust árið 1923. Að sögn Öddu Báru Sigfús- dóttur, veðurfræðings, var frerpur kalt fyrstu §óra mánuði ársins, en ekki mikill snjór og ekki mikið um stórviðri. Mesta frostið mæld- ist rúmlega 30 gráður á Norð- Austurlandi seinni hlutann í jan- úar. Apríl var óvanalega kaldur fyrri hluta mánaðarins og í júní ríktu þrálátar vestanáttir með hvas- sviðri og rigningu. Fádæma sólarl- Fiskverð ð uppboðsmörkuðum 2. janúar. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Hæsta verft Læg8ta verA Meðal- verð Magn (lestir) Heildar- verð (kr.) Þorskur 54,00 46,00 50,64 19,444 984.567 Þorskur(ösl. dbl.) 34,00 34,00 34,00 4,253 144.602 Ýsa v Samtals 124,00 79,00 114,45 58,81 4,754 28,451 544.104 1.673.273 Seldur var fiskur af netabátum og svo verður einnig í dag. f gaer var ekkert selt ó öðrum fiskmörkuðum. ítið var sunnan og vestanlands, aðeins 72 sólskinsstundir mældust í Reykjavík en síðan 1923 hafa þær ekki nema tvisvar verið færri en 100. Veðrið breyttist í júlí og voru norð- og austlægar áttir ríkjandi það sem eftir var sumars og mjög úrkomusamt austan og norðanlands. Haustveðrið var frekar meinlítið þótt úrkomusamt væri sunnan- lands í október. Síðustu tveir mán- uðir ársins voru fremur hlýir fen mjög umhleypingasamt í desem- ber. Ástæðan er fyrirhugaðar skipu- lagsbreytingar sem taka eiga gildi 1. febrúar nk. Ólafúr Hauksson, útvarpsstjóri Stjörn- unnar, mun senn láta af störfúm og eigendur fyrirtækisins taka við stjórninni í staðinn. Þorgeir Ástvaldsson verður nýr út- varpsstjóri Stjörnunnar, Jón Axel Olafsson, framkvæmda- stjóri og Gunnlaugur Helgason, Olafur Hauksson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að gert væri ráð fyrir því að flest allt starfs- fólkið yrði endurráðið. Það hefði hins vegar verið talið rétt að eig- endumir tækju við algjörlega hreinu borði, án neinna skuld- bindinga, og hefði starfsfólkinu því verið sagt upp. „Þetta er þann- ig bransi að mér fannst nauðsyn- legt að þeir hefðu frítt spil í þeirri sókn sem framundan er. Það á að hrista upp í dagskránni og koma ennþá nær hlustandanum en nokk- ur önnur útvarpsstöð hefur gert.“ Ólafur sagði að nauðsynlegt væri að lífga upp á heildardag- skrána mjög reglulega. Útvarps- rekstur á Islandi stæði nú á vissum tímamótum. Það væri kominn á stöðugleiki þrátt fyrir samkeppn- ina. Menn væru famir að vita hvaða möguleikar væm fyrir hendi varðandi auglýsingar og annað. Ólafur sagðist einnig vilja taka það fram að þessar breytingar tengdust ekki á neinn hátt orðrómi um sameiningu Bylgjunnar og Stjömunnar. Allar sameiningar- viðræður hefðu verið lagðar á hill- una. Yitni vantar Rannsóknarlögreglan í Hafnar- firði lýsir eftir vitnum að því er ekið var á rauða Lada-bifreið, sem stóð mannlaus við félags- heimilið Gárðaholt í Garðabæ. Þetta átti sér stað um miðnætti að kvöldi 30. desember. Tjónvaldur, ökumaður blásanser- aðs japansks stationbíls, Datsun að talið er, fór af staðnum án þess að gera vart um tjónið. Er skorað á hann eða vitni að óhappinu að hafa samband við lögregluna enda er Lddan stórskemmd, jafnvel ónýt eftir ákeyrsluna. Hagstofa Islands: Húsaleiga óbreytt LEIGA fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði sem samkvæmt samningum fylgir vísitölu hús- næðiskostnaðar eða breytingum meðallauna skal haldast óbreytt í janúar, febrúar og mars 1989, frá því sem hún var í desember 1988. Húsavík: Flugeldar fyrir milljón Húsavík. I HAGSTÆÐU veðri skutu Húsvíkingar upp flugeldum fyrir eina milljón króna á gamlárs- kvöld svo mörg fögur ljós sáust á lofti. Vonandi boðar það birtu á komandi ári og ekki er þetta merki kreppu sem um er talað. Fjölmennur dansleikur var í fé- lagsheimilinu og fór hann vel fram. Ekki er kunnugt um nein óhöpp eða ólæti hér um áramótin. - Fréttaritari

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.