Morgunblaðið - 03.01.1989, Side 31

Morgunblaðið - 03.01.1989, Side 31
C8Ci n.aiíM Tt(iigajíimuosom MORGUNBLAÐIÐ VlDSKlPn/AIVINNUIÍF ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1989 31 Orka Rannsóknir á vetni sem orkugjafa aukast VESTUR-ÞJÓÐVERJAR veija nú jafiivirði um tíu milljarða íslenskra króna á ári í rannsóknir og tilraunir á notkun vetnis sem orku- gjafa. Helstu ástæður þessa eru væntanlega áhyggjur Þjóðveija af þeirri mengun sem hlýst af notkun flestra annarra orkugjafa. Víða annars staðar binda menn nú síauknar vonir við vetni. Vetni hefúr þann kost helstaii að við bruna þess verður ekki til neitt hættulegra en vatn. Talsvert var rætt um notkun vetnis sem orkugjafa í kjölfar olíu- kreppunnar í byijun síðasta áratug- ar en nú virðist sem áhugi á notkun vetnis sé aftur að aukast. Þýsku bílaframleiðendurnir Benz og BMW hafa báðir reynsluekið vetnisknúð- um bílum og er sá fyrrnefndi nú að gera tilraunir með langferðabíla. I Sovétríkjunum hafa einnig verið gerðar tilraunir til að láta vetni knýja ýmsar gerðir farartækja. Sovétmenn hafa flogið þotu sem knúinn var af vetni að hluta og bandaríska geimferðastofnunin og flugherinn hafa einnig rannsakað notkun vetnis í svipuðum tilgangi. Raunar gerðu Bandaríkjamenn til- raun sem tókst til að knýja flugvél með vetni að hluta fyrir rúmum þremur áratugum. Þá má geta þess að eldflaugarnar sem koma sovésku og bandarísku geimskutlunum á loft brenna vetni. Sólarorka notuð til að framleiða vetni Þó eru ýmis ljón í veginum. Þótt yfrið nóg sé til af vetni á jörðu er það nær allt bundið súrefni sem vatn og þarf jafnmikla orku til að losa það frá súrefninu og vetnið skilar þegar það er brennt. Það þarf því að nota einhvern annan orkugjafa til að gera vetnið not- hæft. Andstaða við kjarnorkuver hefur valdið því að V-Þjóðveijar telja ekki fýsilegt að nota kjarnorku til að vinna vetni úr vatni og Jíta helst til sólarorku sem heppilegs orku- gjafa. Nokkur þýsk iðnfyrirtæki ætla að reisa 500 kílówatta sólar- orkuver fyrir ríflega milljarð íslenskra króna í tilraunaskyni í Bæjaralandi og nota orkuna til að vinna vetni. Hnattstaða Þýskalands gerir það þó óhentugt til vinnslu orku úr sól- arljósi og hafa þeir því einnig litið til suðlægari landa. I tilraunaskyni hafa V-Þjóðveijar samið við Saudi- Araba um að reisa 350 kílowatta sólarorkuver í nágrenni Riyadh og er einnig ætlunin er að nýta orku þess til að framleiða vetni. Enn hefur vísindamönnum ekki tekist að hanna sólarrafhlöður sem ná að breyta nema um það bil 15% af þeirri orku sem á þær fellur í raforku og enn eru ekki komnar á markað rafhlöður sem ná að nýta nema um 7%. Það þarf því talsvert landrými til að vinna raforku úr sólarljósi svo að einhveiju nemi og hafa vísindamenn við Princeton háskóla í Bandaríkjunum til að mynda áætlað að til að framleiða nægilegt rafmagn til að búa til nægt vetni til að knýja öll ökutæki Bandaríkjamanna þyrfti að þekja ríflega 60 þúsund ferkílómetra með rafhlöðum, það samsvarar ríflega hálfu flatarmáli íslands. í Bandaríkjunum eru menn einn- ig að þróa aðrar aðferðir til að vinna vetni úr vatni og vísindamenn þar hafa náð góðum árangri við að láta frumstæðar lífverur vinna vetni með aðstoð orku frá sólinni. Við Texasháskóla hafa verið gerðar til- raunir til að láta bakteríur sem nærast á lífrænum úrgangsefnum framleiða vetni. Erfitt að geyma vetni Annað vandamál blasir við þeim, sem vilja nýta vetni sem orkugjafa. Við eðlilegar aðstæður er vetni eld- fim lofttegund og dýrt er að geyma hana undir það miklum þrýstingi að hún verði að vökva. Vísindamenn hafa því gert tilraunir til að binda vetni ýmsum málmum en enn hefur ekki tekist að finna geymsluaðferð sem er það árangursrík að vetni sé meira en 1% blöndunnar. Það er nógu gott fyrir suma notendur vetn- is en ekki aðra. Þannig hafa tæknimenn hjá Benz verksmiðjunum áætlað að það elds- neyti sem þarf til að knýja fóksbíl 200 kílómetra vegi vel á fjórða hundrað kílóa. Það getur engan veginn talist nothæft fyrir vélknúin ökutæki. Japönum hefur orðið nokkuð ágengt við að bæta úr þessu og þarlendir spá því að innan þriggja ára muni þeim takast að þróa þre- falt afkastameiri geymsluaðferð. Heimild: Business Week m Virðisauka- skatti mótmælt Brussel, frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. HOTELA- og veitingahúsasam- band Evrópubandalagsins sam- þykkti á þingi sínu áskorun gegn þeirri stefiiu EB að selja á þessa þjónustu samræmt virðisauka- skattstig á bilinu 14—20%. Það er álit þeirra sem að ályktuninni stóðu að þessi ráðstöfun mundi leggja iðnaðinn í rúst. Sambandið lagði til að skattur á framreidd matvæli verði samræmd- ur þannig að ekki verði munur á þeim mat sem neytt er á staðnum og þeim sem tekinn er í burtu í hveiju formi sem er. Jafnframt mælist sambandið til þess að hótel- um og veitingahúsum verði ekki mismunað eftir flokkum og að lok- um þess að afsláttar skattstig verði látið gilda um þessa þjónustu innan EB. Á þessu ári hyggst sambandið gangast fyrir ráðstefnu í Hollandi um ferðamannamarkaðinn og tóm- stundir í Evrópu eftir 1992. Ráð- stefnan verður miðuð við áhugaefni hótel- og veitingahúsaeigenda. Iðnaður Velgengni gnenlenskrar prentsmiðju Kaupmannahöfh. Frá Grími Friðgeirssyni fréttaritara Morgunblaðsins. EITT best rekna fyrirtæki á Grænlandi er Suðurgrænlenska prentsmiðjan, og fyrirtækið stækkar stöðugt. Velta fyrirtæk- isins hefiir aukist um 24 % á milli ára í 26,2 milljónir danskra króna. Síðustu þijú árin hefur aukningin verið svipuð frá ári til árs. Hagnaður 1987 var 789.000 d.kr. meiri en árið á undan, sem er um 25 % aukning. Prentsmiðjan prentar m.a. tvö dagblöð, Sermits- iak og Atuagagdliutit, bækur blöð, póstkort, umslög ásamt ýmsu öðru. Prentsmiðjan fjárfesti árið 1987 fyrir um 2,4 milljónir danskra króna, m.a. í nýrri fullkominni prentvél, og í nýbyggingum fyrir stjórnun og aðstöðu fyrir starfsfólk. Fyrirtækið hlúir vel að starfs- mönnum, og hefur nýlega sent 8 lærlinga í iðnskóla til Danmerkur. Um það bil 45 manns starfa við Suðurgrænlensku prentsmiðjuna. Vetur í Portúgal 4, 6, 8, og 10 vikur Ferðaskrifstofurnar EVRÓPUFERÐIR, RATVÍS OG FERÐAVAL bjóða ykkur upp á 4, 6, 8 og 10 vikna ferðir til Portúgal ívetur. Hægt er að velja um gistingu á Madeira,í Algarve eða á Lissa- bon-ströndinni. Verð frá kr. 53.200,- Lissabon Algarve Einnig standa ykkur til boða styttri ferðir (3-30 dagar) með gist- ingu í íbúðum eða 3 til 5 stjörnu hóteium víðsvegar um Portúgal. Þið getið heimsótt heimsborgirnar Lissabon og London í einni ferð, spókað ykkur á strönd ALGARVE eða leik- ið golf á einhverjum bestu golfvöllum Evrópu. Madeira Þeir sem vilja hvílast og slappa af ífögru umhverfi býðst úrval af gististöðum á hinni margrómuðu eyju Madeira. Ef þig vantarferðafélaga, þá er hann e.t.v. á skrá hjá okkur. Nánari upplýsingar fúslega veittar á skrifstofum okkar evrópuferðir KLAPPARSTlG 25-27 101 REYKJAVÍK, SÍMI 628181. HAMR4B0RG 1-3, 211RÖPAV06I SiMI 641522. FERÐAmVALHF TRAVEL AGENCYV3EÍ7 HAFNARSTRÆTI18, 101 REYKJAVÍK, SÍMI 14480. Innritun nýrra nemenda hefst í dag milli kl. 14 og 18 í símum 68-74-80 og 68-75-80 í DANSSKÓLA HERMANNS RAGNARS Síðastliðin 30 ár hafa þúsundir íslendinga lært sín fyrstu spor í DHR og margir þeirra eru enn að. I DHR er ekki ein- göngu lögð áhersla á holla og góða hreyfingu, heldur létt og skemmtilegt andrúmsloft. Það sem við kennum í vetur: • Jazzleikskólinn • Jazzdans • Jazzballett • Stepp O Barnadansar • Suður-ameriskir dansar • Samkvæmisdansar • 10 hagnýtir dansar og gömu dansarnir Börn 3ja-6 ára. Börn 6-8 ára 9 ára og eldri 9 ára og eldri Börn 3ja-6 ára 7 ára og eldri 7 ára og eldri T rygging fyrir réttri tilsögn ídansi Fyrir fullorðna Endurnýjun skírteina fer fram laugardaginn 7. janúar milli kl. 14 og 18. Kennsla hefst mánudaginn 9. janúar. VERTU MEÐ Á 30. AFMÆLISÁRINU! VISA’ ~BOLHOLTI 6. SIMAR 68 74-80 OG 68-75-80.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.