Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 2
2“ C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1989 Skyggnst inn í ,..; •- ' ■ Eðli málsins samkvæmt eru rannsóknarlög- reglumenn fremur varir um sig gagnvart utan- aðkomandi aðilum og ekki síst þegar blaðamenn eru ann- ars vegar. Upplýsingaþörf fjölmiðla stangast oft á við leyndarþörf RLR á meðan mál eru í rannsókn, og flestir fréttamenn sem fjalla um lögreglumál hafa kynnst því að það getur verið fjandanum erfiðara að eiga við rannsóknarlögreglumenn þegar um viðkvæm mál er að ræða. Hörð samkeppni fjölmiðla gerir það hins vegar að verkum að frétta- mönnum hættir stundum til að birta ótímabærar upplýsingar af gangi mála án þess að séð verði að slíkur fréttaflutningur þjóni nokkrum til- gangi. Bogi Nilsson, rannsóknarlög- reglustjóri ríkisins, er lögfræðingur að mennt, og við fyrstu kynni virð- ist hann lítið fyrir það gefinn að flíka sjálfum sér eða stofnun sinni opinberlega, og á það raunar við um fleiri starfsmenn RLR. Bogi benti líka réttilega á, að margt í starfsemi RLR ætti lítið erindi í fyöl- miðla og nákvæm lýsing á starfsað- ferðum þar gæti til að mynda orðið eins konar leiðarvísir fyrir afbrota- menn um það, hvernig þeim bæri að hegða sér til að komast hjá óþægilegum afskipum RLR af sínum málum. Hann féllst þó á að ræða uppbyggingu og skipulag stofnunarinnar, en fyrst barst talið að samskiptum RLR og fjölmiðla, sem drepið er á hér að framan. Bogi taldi að þau hefðu yfirleitt verið góð og kvaðst hann ekki minn- ast þess að umfjöllun fjölmiðla hefði beinlínis skaðað rannsókn brota- mála eftir að hann tók við starfi yfirmanns RLR. Hins vegar þætti mönnum hjá RLR oft undarlegur hinn mikli áhugi fjölmiðla á rann- sókn einstakra mála og menn þar veltu því stundum fyrir sér í hverra þágu slíkur fréttaflutningur væri. Ótímabær fréttaflutningur af rann- sókn á viðkvæmu stigi gæti þannig orðið til að almenningsálitið dæmdi grunaðan mann fyrirfram, en í þessu sambandi er nauðsynlegt að hafa í huga, að Rannsóknarlögregla ríkisins hvorki dæmir né ákærir menn, heldur annast aðeins rann- sókn brotamála og niðurstöður þeirra rannsókna eru síðan sendar saksóknara til frekari meðferðar. Helgi Daníelsson yfirlögreglu- þjónn hefur á undanfömum ámm haft talsvert með dagleg samskipti íjölmiðla og RLR að gera. Hann tók undir þær skoðanir rannsóknarlög- reglustjóra að fréttamat þeirra RLR-manna og fyölmiðla færi ekki alltaf saman. Hins vegar kvaðst hann ekki kvarta undan samskipt- unum við fréttamenn og yfirleitt mætti treysta því, að þeir virtu óskir RLR-manna um að fjalla ekki um rannsóknir á viðkvæmu stigi ef því væri að skipta. Helgi taldi þó að nokkur misbrestur væri á því að blaðamenn, og þá einkum nýliðar, væra nægilega vel inni í ýmsum Þegar RLR flutti í Auöbrekku í Kópavogi 1978 batnaði rannsóknaraðstaðan til muna þótt segja megi að nú sé aftur orðið fullþröngt fyrir starfsemina. Sakbendingarklefinn var eitt af því sem til framfara horfði, en þar getur vitni bent á grunaðan mann án þess að eiga það á hættu að viðkomandi verði þess var. Klefinn er hljóðeinangraður og aðeins sést út um hann inn í sal þar sem Ragnar Vignir aðstoðaryfirlög- regluþjónn stendur á þessari mynd. Hann sér hins vegar ekki inn í klefann til ljósmyndarans. Sakbend- ingin fer annars þannig fram, að hinn granaði er lát- inn stilla sér upp í salnum ásamt fimm öðram mönn- um, sem allir era klæddir í eins sloppa. Hinn granaði fær sjálfur að velja sér númer og stað í röðinni og er það gert til að hann geti ekki sakað lögreglumenn um að hafa haft brögð í tafli við sakbendinguna. málum era vörðuðu lögregluna og ættu sumir það til að ragla saman hugtökum, svo sem kæru og ákæra, ráni og þjófnaði og því hvort menn væra úrskurðaðir eða dæmdir í gæsluvarðhald. Eins væri algengt að blaðamenn töluðu um að lögregl- an gerði hluti upptæka, sem er al- rangt. Lögreglan leggur hald á hluti en gerir þá ekki upptæka. Það ger- ist á síðari stigum málsins. Helgi sagði að umfjöllun fyöl- miðla um lögreglumál hefðu gjör- breyst í Iqölfar hinna miklu saka- mála á síðasta áratug, Geirfinns- málsins og Guðmundarmálsins. Raunar urðu málaferli þessi til þess að róttækar breytingar vora gerðar á skipan rannsóknarvalds og réttar- fars í opinberam málum, sem m.a. leiddi til stofnunar Rannsóknarlög- reglu ríkisins. Helgi hefur haldið til haga skrifum fjölmiðia um lög- reglumál allt frá árinu 1977, og er það úrklippusafn orðið talsvert að vöxtum og merkileg heimild um sögu RLR allt frá stofnun hennar. Alltaf á varðbergi í ljósi þeirra viðfangsefna sem rannsóknarlögreglumenn þurfa að fást við fær maður á tilfinninguna að það þurfí sterkar taugar og harð- an skráp til að endast í þessu starfí. Þeir sem ég ræddi við um þetta atriði vora þó flestir sammála um að þetta vendist, en einn þeirra bætti við að líklega væri þetta starf ekki fyrir viðkvæmt fólk. Þeir vora ekki reiðubúnir til að tjá sig um einstök atvik úr starfinu enda töldu þeir að slíkt væri varla viðeigandi í blaðagrein. Það gefur líka auga- Ieið að þar sem mannlegir harmleik- ir, eymd og ógæfa eru daglegt brauð hafa menn viðfangsefni sín ekki í flimtingum. Era þeir kannski orðnir ónæmir fyrir þessum skuggahliðum mannlífsins? „Menn reyna auðvitað að brynja sig gagnvart þessum vandamálum eins og hægt er. En við eram mann- legir og þegar við lendum í alvarleg- um málum, eins og til dæmis morð- málum eða alvarlegum slysum, er ekki hægt að loka augunum og láta sem ekkert sé. Það á við um okkur eins og annað fólk að svona lagað situr í mönnum alla tíð,“ sagði einn viðmælenda okkar þegar þetta bar á góma. Annar, úr hópi eldri starfs- manna RLR, sagði að þótt margt af þessu vendist furðu fljótt gæti hann þó aldrei tekið því með jafnað- argeði þegar börn væru fómarlömb slysum eða brotamálum. „Eitt af því sem er hins vegar einkennandi við okkar starf er að menn eru alltaf á varðbergi, jafnvel þótt þeir séu ekki á vakt,“ sagði annar rannsóknarlögreglumaður sem við ræddum við. „Lögreglu- menn era aldrei lausir, að minnsta kosti ekki alveg. Við eram kannski á ferð í bænum og rekumst þar á síbrotamann í nýjum félagsskap og við föram ósjálfrátt að velta fyrir okkur hvort eitthvað óvænt sé nú í bígerð. Við erum oft að fást við sömu mennina ár eftir ár og að því leyti á þetta tal fjölmiðla um „gamla kunningja lögreglunnar“ ágætlega við. Sumir þessara manna gefa sig á tal við okkur á fömum vegi, eins og gamlir kunningjar gera gjarnan, þótt þessi „kunningsskapur" hafi vissulega orðið til við óvenjulegar aðstæður." Þess ber að geta í þessu sam- bandi að margir lögreglumenn era afar ósáttir við þetta „kunningja- tal“ fjölmiðla og telja að það geti valdið misskilningi hjá almenningi varðandi samskipti lögreglunnar við síbrotamenn. Efhahagsbrotin tímafrekust Ef tekið er mið af fjölda þeirra mála sem berast inn á borð hjá RLR er eng-um vafa undirorpið að hún er tiltölulega fáliðuð og býr við fremur þröngan húsakost. Þess vegna er nauðsynlegt að skipa málum í forgangsröð, sem fer að sjálfsögðu eftir eðli málanna og því hversu alvarleg brotin eru. Tíma- frekust í rannsókn era svokölluð efnahagsbrot, það er fjármálamis- ferli og kerfisbundin brotastarfsemi í atvinnurekstri. Slík brot eru að öllu jöfnu ekki mörg til meðferðar hjá RLR, en þau geta verið afar erfið í rannsókn. Flest málin tengj- ast hins vegar þjófnaðarbrotum og eru þau misjöfn að umfangi. Þar með eru talin mál sem tengjast þjófnaði og fölsun á tékkum sem era að verða býsna fyrirferðarmikil í málaskrám RLR eins og áður seg- ir. Þjófnaður og misnotkun á greiðslukortum hefur ennfremur færst mjög í vöxt að undanförnu svo og fölsun undirskrifta á skulda- bréf enda telja RLR-menn orðið tímabært að herða eftirlit og að- hald í þessum efnum. Raunar má segja að stór hluti allrar afbrotastarfsemi snúist um tilraunir manna til að auðgast á einn eða annan hátt, hvort sem um er að ræða eiturlyfjasjúklinginn sem reynir að afla sér peninga fyrir næsta skammti eða forstjórann sem svíkur undan söluskatti og skal hér ekki lagt mat á hvor er siðferðilega verr á vegi staddur. Umfang þeirra mála, sem era til rannsóknar hjá RLR hverju sinni, er mismunandi og tíðni einstakra nAúrsafn'RljR lJj6smvndur Aökoman getur oft verið ljót á innbrotsstað. Þessi mynd var tekin á skrifstofu í Reykjavík, sem brot- ist hafði verið inn í. málaflokka endurspegla jafnvel ástandið í þjóðfélaginu. Nú er Rann- sóknarlögreglan til dæmis að drakkna í málum er varða misnotk- un á tékkum og greiðslukortum og gætir í sívaxandi mæli óánægju starfsmanna stofnunarinnar vegna þessa, enda telja þeir að verið sé að eyða dýrmætum tíma og mann- skap í mál sem í raun séu ekki lög- reglumál heldur einkamál. „Okkur finnst stundum að verið sé að nota okkur sem eins konar innheimtu- stofnun fyrir bankakerfíð eða jafn- vel grýlu til að fá menn til að standa í skilum. Þetta er farið að angra okkur, ekki síst vegna þess að ástandið þyrfti ekki að vera svona ef eðlilegt aðhald og eftirlit af hálfu bankanna væri viðhaft í þessum efnum,“ sagði Bogi Nilsson, rann- sóknarlögreglustjóri, þegar þessi mál bar á góma. Breytt skipulag Þess verður stundum vart að menn beri óttablandna virðingu fyr- ir Rannsóknarlögreglu ríkisins og telji hana jafnvel ríki í ríkinu, líkt og tíðkast með sambærilegar stofn- anir víða erlendis. Því fer þó fjarri hér á landi. Eins og aðrar einingar samfélagsins lýtur RLR ákveðnum lögum og reglugerðum, sem kveða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.