Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 6
V6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1989 Halldór Sigurðsson hefur ferðast á íslensku vegabréfi um allan heim sem einn helsti fréttaskýrandi og sérfræðingur Danmerkur í málefnum Suður-Ameríku og Afríku. Hér segir hann frá lífi og starfi heimshomaflakkara sem oft hefur verið hætt kominn. eftir Pól Pólsson mynd Elsa María Ólafsdóttir ÉG VONA þú hafir ekkert á móti því að við tölum saman á dönsku. Ég get auðvitað talað íslensku, það tekur mig bara dálítinn tíma að skipta yfir; þegar ég heimsæki ísland fer heil vika í það ... Halldór Sigurðsson segir þetta brosandi — þó ekki afsakandi; þetta er skiljanleg ósk frá hálfdönskum manni sem flutti ellefii ára gamall frá íslandi fyrir 42 árum. Svo við ræðum saman á dönsku þar sem við sitjum á dimmu og köldu vetrarkvöldi í matsal Útvarpshússins við Rosenornsallé í Kaupmannahöfn, en Danska - ríkisútvarpið (DR hér á eftir, bæði hijóð- og sjónvarp) hefiir verið aðalstarfsvettvangur Halldórs um langt árabil. Hann er einn helsti sérfræðingur DR í málefiium Suður-Ameríku og Afríku — hefúr sent frá sér nokkrar bækur þar að lútandi — en hefúr einnig Qallað um Qölmörg önnur lönd í lengri eða skemmri tíma, þ. á m. íslandi. MEÐIMÐAÐ Halldór fæddist á Seyðisfirði 5. maí 1935, þar sem faðir hans, Hjörtur Sigurðsson, var rafveitustjóri. Móð- ir hans, Rigmor Sigurðsson, var frá Árósum á Jótlandi; þau Hjörtur höfðu ruglað saman reytum sínum meðan hann var þar við verkfræðin- ám. Það var mamma sem stóð fyrir því að öll fjölskyldan bæri sama eftimafn, segir Halldór. — Hún hafði þann möguieika í huga að við ættum eftir að flytja til Danmerkur og þótti fáránlegt að íjölskyldan hefði ólík eftimöfn: Sigurðsson, Hjartarson, Hjartardætur (ég á tvær systur); það brýtur í bága við danska nafnahefð og þess vegna fékk hún prestinn á Sqyðisfirði til að skrifa okkur öll Sigurðsson í kirkjubækumar. En það er ekkert skrýtið að mamma skyldi hugsa svona, því það var ekki gott að vera útlendingur á íslandi á þessum tíma, sérstak- lega fyrir Dani. Á stríðsámnum var ég á Hjarðarhaga við Jökulsá á Brú og aðstæðumar þar vom eins og þær höfðu verið um aldir. Hjarðar- hagi varð meðan ég var þar fyrsti bærinn í héraðinu sem fékk raf- magn, frá vindmyllu. En við vomm sem sagt látin vera þar systkinin því yfirvöld á Seyðisfirði vildu ekki að böm væm í bænum vegna her- stöðvarinnar sem þýskar orrustu- flugvélar bombardemðu annað slagið. Yið áttum þar góða daga og vorum reyndar fegin að komast frá Seyðisfirði, því við urðum oft fyrir aðkasti vegna mömmu. Hún var kölluð danski djöfullinn og ég lenti oft í slagsmálum út af því. Að sjálfsögðu var það sambands- slitamálið sem olli óvinsældum Dana á íslandi á þessum ámm, en ég var svo ungur að ég gat náttúr- lega ekki sett kjaftshöggin í það samhengi. Pabbi og mamma fluttu svo til Reykjavíkur árið 1944 og við systk- inin ári seinna. Þá fór ég að bera út og selja dagblöð og kynntist meðal annars þeim sérstæða manni Óla blaðasala. Það er ekki langt síðan ég var á íslandi og tók viðtal við hann og hann hafði ekkert breyst eftir öll þessi ár. Blessaður kallinn... Jæja, áfram með æviágripið: Foreldrar mínir skildu árið 1946 og við systkinin fluttum með mömmu til Árósa. Þar gekk ég í skóla til 17 ára aldurs, en þá réð ég mig til starfa hjá 0K (Ostasiat- isk Kompagni), sem er stærsta og frægasta fyrirtækið í sögu Dan- merkur. Það er það reyndar ekki lengur, A.P. Maller og Lego em stærri núria, en upp úr 1950 var það ævintýralega stöndugt, með yfir 100 útibú um allan heim og 35.000 manns í vinnu. Og flutn- ingaskipin vom eina raunhæfa leið- in á þeim tíma fyrir þá sem lang- aði út að skoða heiminn. Ég var hjá 0K í 10 ár; 5 ár hér í Kaup- mannahöfn og 5 ár í Suður- Ameríku, nánar tiltekið Brasilíu, og verslaði að sjálfsögðu aðallega með kaffi. Meiningin var hins vegar aldrei sú að flendjast í verslunarmennsk- unni; ég ætlaði mér alltaf í blaða- mennsku og leit á starf mitt hjá 0K sem stökkpall yfir í hana. Árið 1961 sagði ég því upp starfi mínu og lagðist í ferðalög. Ég var þá þegar farinn að skrifa og hafði unnið lítillega fyrir DR; til dæniis þátt um afnám einokunarverslunar Dana á íslandi. Það var merkileg lífsreynsla því þátturinn var ræki- lega ritskoðaður og ég varð að gera miklar breytingar á handritinu til að fá hann sendan út. Nýlendutími Dana á íslandi er af einhveijum ástæðum mjög viðkvæmt mál, sem kemur ekki síst fram í því að ísland er eina danska nýlendan sem sagn- fræðingar hér hafa nánast ekkert skrifað um. En ég byijaði sam sagt fljótt að vinna fyrir DR, varð fastur lausa- maður ’64 og fastráðinn ’75 og hef verið það síðan. í byijun sem sér- fræðingur í málefnum Suður- Ameríku, en eftir Kúbudeiluna ’62 opnuðust augu fólks fyrir því að þessi lönd væru ekki bara banana- lýðveldi með endalausum valdarán- um og byltingum. Spánn og Portú- gal bættust svo við því ég gat talað portúgölsku og spænsku. Og þrátt fyrir að þetta væru evrópskar þjóð- ir var ekki skrifað mikið um þær á þeim tíma. Síðan bættist Suður- Afríka við, því þar eru margar gamlar portúgalskar nýlendur, og svo framvegis . . . Það yrði alltof löng romsa að fara að telja upp öll þau lönd sem ég hef fjallað um. — Eitt þeirra er ísland ... Já, frá miðjum sjöunda áratugn- um og þangað til ég var fastráðinn ’75 má segja að ég hafi verið einn um að fjalla um ísland í DR, bæði í útvarpinu og sjónvarpinu, og síðan hef ég gert marga sjálfstæða þætti um íslensk málefni, sérstaklega fyr-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.