Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ A(f|U|VSy| amt TítvTi^aov MINNINGAR SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1989 o 08 C 31 Hannes H. Agnars- son - Minning Fæddur 1. nóvember 1910 Dáinn 9. janúar 1989 „Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgarþraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja en það er guðs að vilja, æ, gott er allt sem guði er frá.“ (V. Briem) Hér langar mig með nokkrum orð- um að minnast afa míns, Hannesar Hafsteins Agnarssonar eða afa nafna eins og ég kallaði hann alltaf. Hann lést 9. jan sl. Það skiptir víst engu máli hvemig dauðann ber að, alltaf skal hann reynast jafn beiskur þeim sem eftir lifa. Þótt við ýmsu hefði mátt búast síðustu misserin, þá var það ekki fyrr en undir lokin að ég áttaði mig á því að nú væri ég að missa þennan trausta vin minn og fyrirmynd, hann afa nafna. Upp í hugann koma marg- ar minningar um samverustundir fullar af ástúð og kærleika. Minning- ar um vin sem alltaf var til staðar ef eitthvað bjátaði á. Afi var Austur-Húnvetningur, fæddur að Fremsta-Gili í Langadal 1. nóv. 1910. Þar bjuggu foreldrar hans, hjónin Agnar B. Guðmundsson frá Hnjúkum, fæddur að Refsteins- stöðum í Þingeyrasókn, en Guð- mundur var hálfbróðir skáldkonunn- ar og húsfreyjunnar Ólafar frá Hlöð- um. Eiginkona Agnars var Guðrún Sigurðardóttir fædd á Höskuldsstöð- um á Skagaströnd,_ Hjálmarssonar, en móðir hennar Ásta Gunnlaugs- dóttir. Afi varð eins og flestir af hans kyslóð að takast á við lífsbaráttuna strax á unga aldri. Á bammörgu heimili var nóg að snúast enda vinna í sveitum landsins á þeim árum erfið- ari og vinnudagur lengri en mín kyn- slóð þekkir. 18 ára gamall flutti afi til Reykjavíkur og réð sig til sjós. Næstu árin var hann ýmist til sjós eða vann almenna verkamannavinnu þar til í stríðsbyijun. Öll stríðsárin vann hann á vélskóflu, var sá fyrsti ásamt öðrum manni sem lærði á slíkt hérlendis. í stríðslok var hann ráðinn sem verkstjóri og fiskimatsmaður hjá Kirkjusandi hf. þar sern hann starf- aði í rúm fimm ár. Árið 1953 hóf afi að keyra vömbíl á Vörubílastöð- inni Þrótti í Reykjavík. Á Þrótti var hann í rösk tuttugu ár eða þar til hann árið 1974 réð sig sem vakt- mann hjá Pósti og síma. Þar starfaði afi til ársins 1987 er hann lét af störf- um eftir langa og farsæla starfsævi. 8. október 1932 var mikill gæfu- dagur í lífi afa en þá gekk hann að eiga hana ömmu, Gróu Dagmar Gunnarsdóttur. Amma Gróa fæddist í Reykjavík 22. feb. 1912. Hún var dóttir hjónanna Gunnars Jónssonar f. á Uxahrygg á Rangárvöllum 29. júlí 1872 d. í Rvík 8. júlí 1921, og Valdimaríu H. Jónsdóttur f. í Litla- Gerði í Grindavík 3. mars 1882, d. í Reykjavík 13. des. 1963. Þrátt fyrir að kreppan mikla væri í hámarki á þessum tíma og ungu fólki því lítil framtíð búin létu afi og amma engan bilbug á sér finna. Ástfangin, samhent og með trú á lífið lögðu þau til atlögu við fram- tíðina. Með atorku og eljusemi tókst þeim í sameiningu að yfírstíga allar hindranir og í lok seinna stríðs réð- ust .þau í það stórvirki að reisa hús við Langholtsveg 81 í Reykjavík, yndislegt hús sem er og mun ávallt verða sveipað dýrðarljóma í hugum okkar bamabamanna sem flest stig- um okkar fyrstu spor í því húsi. Á Langholtsveginum bjuggu afi og amma lengst af í hjónabandi sínu eða í rúman aldarfjórðung. Um miðj- an áttunda áratuginn ákváðu þau að_ minnka við sig húsnæði og fluttu í Álfheima 72, og áttu heima þar til æviloka. Afi og amma eignuðust 4 böm: Gunnar Valdimar f. 22. apríl 1933, prentari. Maki Siguijóna Simonar- dóttir og eiga þau 5 böm. Edda Hrönn f. 4. maí 1937, starfsm. O.J. Kaaber. Maki Garðar Sölvason og eru börn þeirra fimm að tölu. Guðrún f. 24. janúar 1948, bankastarfsmað- ur. Maki er Hrafn Sigurðsson og eiga þau 2 böm. Agnar, f. 30. júlí 1954, bifvélavirki. Maki er Anna Helga- dóttir og eiga þau 2 böm. Um mitt árið 1984 veiktist amma af illkynja sjúkdómi sem reyndist ólæknandi. Meðan á baráttu hennar við sjúkdóminn stóð, kom vel í Ijós hvem mann afi hafði að geyma og hvaða hug hann bar til ömmu. Fram- koma hans og dugnaður í þeirri erf- iðu baráttu lét engan sem með fylgd- ist ósnortinn og svo sannarlega væri heimurinn betri ef fleiri líktust hon- um afa. Amma lést eftir mjög erfiða sjúkdómslegu 28. febrúar 1985. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að búa fyrstu ár ævi minnar i húsi afa og ömmu á Langholtsveginum. Fram í hugann streyma minningar um árvissar beijaferðir í vörubílnum hans afa. Þá fengum við krakkamir að vera aftan á pallinum sem var sveipaður segli og þar vorum við í öruggum höndum yngri dóttur afa og elstu sonardóttur sem sögðu okk- ur sögur meðan á bílferðinni stóð. Minningar um lítinn dreng sem fann öruggt skjól hjá afa nafna þegar honum var stritt. Minningar um hlýj- ar hendur sem yljuðu litlum lófum á köldum vetrardögum og minningar um hin ástúðlegu svör sem lítill fá- fróður drengur fékk hjá honum afa sínum um hina miklu lífsgátu sem er svo óskiljanleg saklausum bams- huganum. A þessum árum fmyndaði ég mér að afí yrði alltaf hjá mér en það voru auðvitað aðeins bamslegir draumar. Þegar ég heimsótti afa á spítalann skömnmu fyrir andlát hans upplifði ég það að verða aftur lítill fáfróður drengur. Þá sat ég fullfrískur maður- inn með mest allt lífið framundan við rúmið hans og átti í raun að styðja hann og styrkja í baráttunni við dauðann. En í stað þess að hvísla að honum hughreystingarorðum vafðist mér tunga um tönn ég fyllt- ist trega og kveið framtíðinni. Þá rétti hann afi minn mér höndina og bað mig að bugast ekki, hann kviði ekki vistaskiptunum. Hann hafði sína einlægu trú og vissu um að hitta hana ömmu hinumegin. Svona var hann afi og svona vil ég muna hann. Afa nafna kveð ég með þessum fátæklegu orðum. Hann var tákn ~ mitt um allt hið góða ög trausta í lífínu og mun verða það áfram í minningu minni. Hannes Elísabet Gísladóttir frá Hvarfí — Minning Fædd 27. september 1904 Dáin 1. janúar 1989 Á morgun, mánudaginn 16. jan- úar, fer fram frá Laugarneskirkju jarðarför Elísabetar Gísládóttur frá Hvarfí í Víðidal. Hún var fædd á Staðarbakka í Miðfírði en ólst upp fyrstu ævi ár sín á Skárastöðum í Áusturárdal. Foreldrar hennar voru hjónin Gísli Guðmundsson Skára- stöðum og Halldóra Steinunn Péturs- dóttir frá Melum í Ámeshreppi, Strandasýslu. Böm þeirra hjóna urðu 7 talsins, 4 synir og 3 dætur. Eru nú af þeim 4 dáin, Jóhannes, Pétur, Halldór og Elísabet sem hér er kvödd. Eftirlifandi eru Guðmundur brúar- smiður á_ Hvammstanga, Unnur bú- sett á ísafírði og Kristín hér í Reykjavík, öll voru þau systkin vel gefin og gott fólk. Með þeirri sem nú er kvödd, er gengin merk og hógvær alþýðukona, sem batt ekki bagga sína á annarra herðar, og lifað hefur hina stórkost- legu umbreytingartíma sem gerst hafa í íslensku þjóðlífi. Alit frá fá- breyttum atvinnuháttum, einangrun °g þægindasnauðum hýbýlum til vaxandi velmegunar með véltækni og rafvæðingar bæði utan húss og innan. Elísabet var hljóðlát og trúföst Blónwstofa Friöfinm Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld tll kl. 22,- elnnig um helgar. Skreytingar við ÖJI tilefni. Gjafavörur. Ö,w kona, sem spann sinn þrefaldan silf- urþráð í vef ævidagsins hvar hjól lífshlaupsins óf henni stundir gleði ogsorgar. í daglegri umgengni bar hún ekki á sér skart sýndarmennsku né yfir- borðsháttar. Heldur klæddi hún góð- ar gáfur sínar og sálargöfgi, fómfús- um kærleika er hún bar í ríkum mæli með hlýju viðmóti. Það var bjart yfir á vordögum ársins 1916. Ég minnist er myndarleg hjón með sex böm sín koma í heimsókn á æskuheimili mitt. Þetta fólk kom frá Skárastöðum í Austurárdal og var að flytja búferlum í Valdarássel, lítið býli og örreitiskot í næsta nágrenni við heimili foreldra minna. Snemma tókust góð kynni á milli heimilis foreldra minna og þessara nýju nágranna. Enda vorum við systkinin á líkum aldri og bömin í Selinu eins og það var oftast kallað. Elsti sonur þessara hjóna var einu ári eldri en ég og systir hans var jafngömul mér. Yngri systkinin vom á líkum aldri og yngri bræður mínir og systur. Með okkur bömunum öll- um tókst góð vinátta. Við lékum okkur oft saman og skiptumst á ánægjulegum heimsóknum með boð- um hvors til annars og urðum sam- rýmd. Nú er þetta lörigu liðin tíð en hún gleymist þó ei. Ég hugsaði ekki um það þá, en hef síðan oft hugleitt það. Hversu lífsbaráttunni var þá á tíðum skorinn þröngur stakkur. Hvemig hægt var að framfleyta stórri fjölskyldu á jafn litlu og þæg- indasnauðu ábýli sem þetta hálsakot var. En samheldni og nægjusemi gaf hlýju og yl í litlu baðstofuna svo ávallt var bjart og vítt til veggja. Enda var iðin hönd sem bar björg í bú og brauð á garða. Eftir þriggja ára búsetu í Selinu þá flytur fjölskyldan búferlum að Valdarási. Þar var stærra og betra jarðnæði og möguleikamir fleiri og fjölgunar von í fjölskyldunni, er líður að hausti þá fæðist yngsti sonurinn í fjölskyldunni. „En skjótt hefur sól brugðið sumri.“ Húsmóðirin veiktist af banvænum sjúkdómi og er dáin fyrir vetur. Við kistu hinnar látnu móður er sveinn- inn ungi skírður nafni hennar. Við hið ófyrirséða áfall þegar húsmóðirin er svo fyrirvaralaust burtkölluð, þá koma umskiptin óhjákvæmilega nið- ur á bömunum. Faðirinn stendur einn uppi með bamahópinn sinn. Hlutskipti elstu dótturinnar, sem er 15 ára, verður að ganga í húsmóður- störfín, jafnhliða því að annast um ungan nýfæddan bróður sinn. Heim- ilisástæður voru því erfiðar og lítið um hjálp að fá. Enda undanfarandi hart í ári og fárra úrkosta völ. Á þeim árum voru engar alþýðutrygg- ingar eða bamabætur fyrir fjöl- skyldumann með sjö böm í ómegð. Að loknum vetri þá verður það úrræði að leysa upp heimilið og koma t Við færum okkar innilegasta þakklæti öllum þeim sem vottuðu okkur vináttu sína við andlát SKÚLA ODDLEIFSSONAR, Keflavík, og heiðruðu minningu hans. Sérstaklega þökkum við séra Ólafi Oddi Jónssyni og organista og kór Bústaðakirkju fyrir athöfnina í Keflavíkurkirkju. Börn, tengdabörn, barnabörn og langafabörn. bömunum fyrir hjá vinum og vanda- lausum. Elsti sonurinn fer í vinnumennsku og sömuieiðis dóttirin, sem ræðst vinnuhjú að Hvarfi í Víðidal og hefur með sér ungan bróður sinn ekki árs- gamlan sem hún gekk í móður stað. Þar hann alla tíð síðan í skjóli henn- ar ólst upp til fullorðinsára. Elísabet var snemma bráðþroska og dugleg til allra verka, enda kom hún sér vel á hinum nýja vinnustað með góðri framkomu og hlýju við- móti. Éftir nokkurra ára dvöl og samveru þá fella þau hugi saman, einkasonurinn á heimilinu Páll Guð- mundsson, sem var í forsvari fyrir búi aldinnar móður sinnar, sem búið hafði þar um langt skeið við velmet- inn eftiahag. Eftir að ungu hjónin höfðu gift sig, þá tók Elísabet við fullum bús- forráðum af tengdamóður sinni við hlið Páls manns síns sem alla tíð var henni eftirlátur og umhyggjusamur. Búnaðist þeim hjónum vel og var snyrtimennska og alúð hvarvetna í hávegum höfð ásamt gestrisni og viðmóts hlýju við gest og gangandi. Þau eignuðust 4 böm, tvær dætur og tvo syni. Tvö af þeim eru látin fyrir nokkrum árum. Dóttirin Þórdís og sonurinn Unnsteinn hafa bæði fest ráð sitt og stofnað sín eigin heimili og búsett hér í Reykjavík. Bamaböm þeirra Hvarfshjóna Elísa- betar og Páls eru orðin sex. Allt er þetta gott fólk og bamabömin sum hafa stofnað eigin heimili. Eftir að Páll og Elísabet hættu búskap bæði farin nokkuð að heilsu og bömin uppkomin og flutt að heiman. Þá flytja þau til Hvammstanga, þar ^ kaupa þau lítið hús og hyggjast eyða þar ellidögunum í kyrrð og næði. En stuttu síðar þá veikist Páll og er fluttur suður til Reykjavíkur þar sem hann andast fljótlega. Eftirlifandi eiginkona flyst einnig í kjölfarið til Reykjvíkur þar sem hún hefur átt heima síðan og nú síðustu árin á Elliheimilinu Gmnd. Þar undi hún vel hag sínum þó eigi væri þar hátt til lofts eða vítt til veggja í litla herberginu hennar. Aldrei hafði hún gert miklar kröf- ur til sjálfs sín en meira vert að vera nálægt sínum, bömum og bama- bömum, en njóta stærri umsvifa. Að lokum þegar ævidagurinn er allur þá geymist þó minningin um mæta konu, sem varðveitti þá góðu eðlis- kosti er henni hlutust að erfð. Hún bar gott fram úr góðum sjóði hjarta síns, slíkra er gott að minnast. Mína kæm fermingarsystur og æskufélaga með kærri þökk kveð ég fyrir langa og góða kynningu blessa ég minningu hennar. Fari hún í friði og friður Guðs hana blessi. Arinbjöm Árnason t Innilegt þakklæti færum við öllum þeim, er auðsýndu okkur hlý- hug og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okk- ar, tengdafööur og afa, MAGNÚSAR AXELSSONAR, Skólavegi 38, Keflavik. Kristín Þórðardóttir og fjölskylda. t Þökkum innilega samúð og vinarhug vegna andláts eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, BALDURS ÓLAFSSONAR fyrrv. bankaútibússtjóra, Boðahlein 20, Garðabæ. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks St. Jósefsspítala, Hafnarfirði og Hrafnistu, Hafnarfirði. Jóhanna Ágústsdóttir, Haraldur Baldursson, Gyða Guðmundsdóttir, Birna Baldursdóttir, Svavar Davfðsson, Lilja Hanna Baldursdóttir, Atli Aöalsteinsson, Guörún Ágústa Óskarsdóttir, Hjálmar Eiðsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.