Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR SUNNUDÁGUR 15. JANÚAR 1989
C 37
saman þessar línur þegar í ljós kem-
ur hversu lítið Ragga hefur flíkað
sínum einkamálum, heldur beint
áhuganum að öðrum. Líka þegar
hugsað er til þess að við náðum
ekki að þakka fyrir jólagjafimar.
Þær voru ekki valdar af handahófi.
Allar flíkur pössuðu, og dúkkan varð
strax uppáhald yngstu dótturinnar
og heitir Röggudúkka.
En nú er engin Ragga til lengur
nema í minningunum. Megi minning
hennar varðveitast.
Pétur Hauksson
Ragnheiður vinkona okkar er lát-
in. Af því tilefni langar okkur að
senda stutta kveðju sem örlítinn
þakklætisvott fyrir að hafa átt hana
að vinkonu i gegnum árin.
Foreldrar Ragnheiðar eða Röggu
eins og við ávallt kölluðum hana
voru Magnús Magnússon frá Sönd-
um á Akranesi og eiginkona hans,
Guðrún Símonardóttir. Þeim varð
12 bama auðið og var Ragga sjötta
í röðinni. Tvær elstu dætumar lét-
ust á unga aldri en Eggert, sem
var aðeins rúmu ári yngri en Ragga,
lést sl. sumar.
Fólkið frá Söndum hefur orð fyr-
ir að vera einstaklega gott og traust
fólk og var Ragga engin undan-
tekning.
Þessi fáu kveðjuorð um vinkonu
okkar verða þó ekki lofræða um
hana sjálfa þvi að við vitum að það
væri svo andstætt vilja hennar og
í misræmi við hana sjálfa og hvem-
ig hún lifði. Hún gekk hljótt um,
barst ekki mikið á en um leið svo
ákveðin og traust. Það var gott að
leita til hennar með efasemdir eða
vandamál. Svörin sem hún gaf vom
ef til vill önnur en við hefðum kosið
í fyrstu, en þannig var Ragga. Hún
var ætíð samkvæm sjálfri sér, gaf
ekki svör út í bláinn enda vel greind
og ákveðin og framar öllu traust.
Það sem batt okkur vinkonumar
vináttuböndum á sérstakan hátt var
að við sem ungar stúlkur kynnt-
umst starfi KFUM og K og Kristni-
boðssambandsins og eignuðumst
persónulega trú á Jesúm Krist.
Þetta gerði það að verkum að við
hittumst oft í samfélaginu á heimil-
um okkar eða í húsi félaganna.
Ekkert er dýrmætara en að eiga
lifandi trú á Jesúm Krist, það var
reynsla Röggu í lífi og dauða.
Minningar sækja á. Ein vin-
kvennanna hafði misst kæra syst-
ur, sem lést um aldur fram. Sama
dag og á sama tíma og hún var
jarðsungin var einnig jarðsunginn
dáður og virtur kristniboði, 'Olafur
Olafsson. Allar fómm við til að
fylgja kristniboðanum nema Ragga
þo svo að við vissum að helst hefði
hún viljað fylgja okkur en nú þurfti
vinkona hennar á henni að halda
og þar var hún einmitt þegar á
reyndi.
Ragga giftist ekki og var bam-
laus en systkinabörnin voru einnig
hennar börn og um þau fengum við
vinkonur hennar oft að heyra.
Börn og þeir sem minna máttu
sín, löðuðust að Röggu á sérstakan
hátt. Hún starfaði í mörg ár hjá
Styrktarfélagi vangefinna bæði í
Skálatúni og Bjarkarási en síðustu
ár vann hún við þjálfun sjúkra í
Hátúni lOb. Til marks um hve böm
löðuðust að Röggu: Ein af okkur
vinkonunum var nýorðin amma og
óþolandi montin af þeim sökum.
Hún var svo heppin að þá kom
Ragga og við hinar í heimsókn og
einmitt á meðan á þeirri heimsókn
stóð kom tengdadóttirin og bað um
á fá að skilja litlu telpuna eftir í
smá tíma. Amma lék á als oddi eða
þar til litla telpan hafði fengið meira
en nóg af öllu saman og brast í
grát sem amma réð ekkert við
hvemig sem hún reyndi. Komdu til
Röggu, Ragga skal hugga þig. Það
þarf ekki að orðlengja það að öll
sorg hvarf og litla telpan fór að
hjala í fanginu á Röggu. Amma
fyrirgaf telpunni af þeirri einföldu
ástæðu að það var hún Ragga sem
átti í hlut.
A síðasta ári hætti Ragga að
vinna eða eins og hún sjálf orðaði
það: „Eg er orðin löggilt gamal-
menni." Seinnipart sumars veiktist
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR,
Álfaskeiðl 39,
Hafnarfirði,
er lést 8. þ.m. veröur jarösungin frá Víðistaðakirkju þriðjudaginn
17. janúar kl. 15.00.
Anna Pálsdóttir, Sigursteinn Hubertsson,
Guðrún Pálsdóttir, Sigurgeir Jónasson,
Rúnar Pálsson, Sif Eiðsdóttir,
Reynir Pálsson,
Elfn Pálsdóttir, Aðalsteinn fsaksson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Móðir okkar
GUÐBJÖRG JÓNASDÓTTIR
frá Hellissandi,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 17. janúar kl.
15.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Magnea Pótursdóttir,
Hrefna Pétursdóttir,
Pótur Pótursson.
hún alvarlega, fékk heilablæðingu
og lá á Landspítalanum í nokkra
mánuði og einnig á Reykjalundi.
Okkur til mikillar ánægju virtist
sem hún myndi ná sér og mikil var
gleði okkar nú um áramotin þegar
við hittumst allar eins og við höfð-
um gert um árabil.
Aðeins þrír dagar liðu. Nú er
Ragga dáin og fer útför hennar
fram á morgun, mánudag.
Það er venja á nýbyrjuðu ári að
líta til baka og minnast atburða er
hafa gerst á því ári sem kvatt er.
I hugum okkar er fyrst og fremst
þakklæti, þakklæti til Guðs sem
hagaði því þannig að þegar Ragga
veiktist í sumar þá var hjá henni
ungur vinur sem var að hjálpa henni
við að mála íbúðina og fékk hún
því hjálp samstundis. Það var nú
svo að við höfðum áhyggjur af að
vita af henni einni heima og hafði
ekki síst fjölskyldan áhyggjur. Við
báðum fyrir vinkonu okkar og lofum
Guð fyrir að hann skyldi bænheyra
á þann hátt að hún var ekki ein
þegar kallið kom. Við trúum ekki
á líf tilviljana heldur líf með Guði.
Við söknum vinkonu okkar sárt
og hefðum kosið að hafa hana leng-
ur á meðal okkar en það sem skipt-
ir mestu máli, já, öllu máli, er að
Ragga var tilbúin þegar kallið kom.
Hún vissi að ekkert dugir frammi
fyrir hásæti Guðs nema nafnið Jes-
ús.
Hún vissi að hvorki verkin henn-
ar né verkin okkar duga. Með þessa
trúarvissu lifði hún og í þessari trú-
arvissu dó hún.
Við sendum systkynum og börn-
um þeirra okkar innilegustu samúð-
arkveðjur. Við þökkum Guði fyrir
að hafa átt hana fyrir vinkonu.
Blessuð sé minning Ragnheiðar
Magnúsdóttur. Drottinn gaf og
Drottinn tók. Lofað veri hans heil-
aga nafn.
Sveina, Stína, Bettý,
Malla og Susie.
Opinn fundur á Hótel Borg,
miðvikudaginn 18. janúar:
ÍÍBSSTJÓHIIII
ÍHJBUíllrá
Á sama tíma og ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar heldur uppi
almennri verðstöðvun býður hún okkur upp á stórhækkun á ýmissri
þjónustu ríkisins og nýtt og hörmulegt met í skattpíningu.
• Aldraðir óttast um eignir sínar.
• ( miðri efnahagskreppu eru fyrirtækin skattpínd meira
en nokkru sinni fyrr.
• Nýir framsóknarsjóðir eru settir á stofn til að auka
ójöfnuð og miðstýringu.
• Skattaálögur á einstaklinga slá öll met.
• Þjónusta ríkisins stórhækkar þrátt fyrir verðstöðvun.
Nú er komið nóg. Samband ungra sjálfstæðismanna efnir til opins
fundar á Hótel Borg miðvikudaginn 18. janúar
kl. 17:30—19:00. Þar ætla nokkrir sjálfstæðismenn að reyna að
kenna ríkisstjórninni umferðarreglurnar í fáum vel völdum orðum:
Geir H. Haarde ræðir um skömmtunarstefnu ríkisstjórnarinnar,
Sigurður B. Stefánsson um skattaálögur í sögulegu Ijósi,
Sólveig Pétursdóttir fjallar um skattastefnuna og heimilin,
Lýður Friðjónsson um skattastefnuna og fycirtækin og
Pétur Sigurðsson um skattastefnuna og aldraða.
Þorsteinn Pálsson flytur lokaorð: Stöðnun eða frjálslyndi.
Fundarstjóri er Árni Sigfússon.
Lagðar verða fram nýjar upplýsingar um hvað nýju skattaálögurnar
hafa í för með sér fyrir einstaklinga, fjölskyldur, ellilífeyrisþega og
fyrirtæki.
Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.
SAMBAND UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA