Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1989 C 19 honum. Ég hafði gert það tvisvar áður — hann var aðeins tveggja og hálfs árs. Þessi næmni hefur því lengi fylgt mér; í gegnum drauma og annað og ég hef fundið á mér þegar fólk er að koma í heimsókn. Svo giftist ég og maðurinn minn var ekki inni á þessum hlutum, frekar en öðrum sem ég hafði áhuga á. Mér þykir til dæmis óskaplega gaman að dansa — hann þoldi það ekki,“ seg- ir Lynne og hlær á meðan hún ræðir gildi þess að giftast einhverj- um sem hefur áhuga á því sem maður er að gera — annars sé allt ónýtt. „Ég skildi við hann þegar bömin voru uppkomin. Ég hef alltaf verið ákafur lestrarhestur og á meðan ég var gift las ég mikið af sálarrannsókna-, dulspeki- og yoga- bókum, meðal annars Edgar Cayce. Svo fann ég félagsskap sem getið var um í einni af bókunum — Spir- itual Frontiers Fellowship. Ég skrif- aði þeim og fékk að vita að þeir væru með deild í Baltimore. Ég fór að fara þangað og loksins hitti ég fólk sem ég gat talað við um alla þessa hluti. Þetta var seint á 7. áratugnum. Ég gerðist meðlimur og svo var ég beðin um að vera í framkvæmdastjóminni. Ég sagði allt í lagi, en ekki biðja mig um að gera neitt meira. Ég skal gera hvað sem er annað en að vera í foryst- unni? Og gettu bara hvað Innan árs var ég orðin formaður samtakanna . . . Ég varð að gera þetta. Svo ég sagði: „Guð, þú komst mér í þetta og þú bara verður að hjálpa mér.“ Ég hef alltaf haft áhuga á tölum og sá fljótlega samhengið milli talna og stjömuspeki, lærði líka á tarot- spil og veistu að þegar ég hef lesið út úr tölum og stjömum fólks — velti ég stundum tarotspilum fyrir það og undantekningalaust koma sömu hlutir upp á borðið. Nú hef ég haldið námskeið og fyrirlestra um nokkurra ára skeið og síðan vinn ég mikla sjálfboðavinnu, bæði í sambandi við samtökin og við ráð- gjöf. En ég er ekki í þessu til að græða peninga ogég geri það svo sannarlega ekki. Ég er hér til að hjálpa fólki." Ráðgjöfin tengist talnaspekinni. Með útreikningi er hægt að finna helstu kosti og veikleika og sjá hvar hæfileikar hverrar manneskju liggja. Stundum ráðleggur maður fólki að snúa sér að einhveiju öðm en það er að gera. Ég get nefnt sem dæmi að ég er með námskeið í gler- list fyrir eldri borgara þar sem ég bý. Fyrir nokkm vom hjá mér tvær systur og önnur þeirra hafði ótví- ræða hæfileika og var mjög flink. Ég benti henni á að þetta skyldi hún gera að vinnu sinni. Hún varð hálfhvumsa og sagðist vera orðin heldur gömul. En eftir smáfortölur ákvað hún að reyna. Núna er hún mjög eftirsóttur listamaður, hefur tekið þátt í fjölda sýninga og selur mikið. Það er aldrei of seint að byija, því öll reynsla sem þú færð í lífinu nýtist þér í næsta jarðlífi. Hefurðu ekki tekið eftir því einhvemtíma í lífínu, að þú byijar á einhveiju sem þú hefur ekki gert áður og þú bara kannt það. Þú veist hvemig á að gera hlutinn og hann liggur svo beint við. Þegar svona gerist er það vegna þess að þú ert að gera eitt- hvað sem þú hefur gert í fyrri jarðlífum — kannski bara rétt byij- að á, eða kjmnt þér. Fólk er oft hrætt við að byija á nýjum hlutum. Það kostar átak og breytingar — ég tala nú ekki um þegar þú þarft að breyta um hugs- unarhátt gagnvart sjálfri þér. Fólki finnst allar breytingar erfiðar, þótt það sé óhamingjusamt með hlutina eins og þeir em. Ef við hefðum allt- af hugsað svona, hefðum við aldrei lært að ganga. Lynne talar um að þegar við kynnumst fólki hér í jarðlífínu og bindumst tilfinningasamböhdum, séum við raunvemlega að taka upp þráðinn frá fyrri jarðvistum. Þannig fylgist sálimar að. Og að með talna- spekinni sé hægt að fínna út hveij- um maður hefur kynnst áður af þeim sem í kringum mann em. Þannig að þegar þú kjmnist ein- hveijum sem þér finnst þú gjör- þekkja og það er gagnkvæmt sé ástæðan sú að þið hafíð brallað eitt- hvað saman í fyrri jarðlífum. Lynne var spurð að því hvort hún stundaði líflestra og hvort hún sæi þessa hluti í talnalestrinum. „Ne-ei, ekki beint. Ég get fengið hugmynd um hvað fólk gerði. En talnaspekin gengur eiginlega ekki út á það og fólk verður að leita annað ef það þarf á líflestri að halda. En mín skoðun er sú að fólk eigi nóg með þetta jarðlíf og eigi að einbeita sér að því. Ég hef stund- að líflestra — sem þú ert kannski farin að sjá að er annað fag — en þá aðeins þegar ég hef verið að hjálpa fólki sem á við mjög alvarleg vandamál að stríða. Sumir vilja fá liflestur sér til skemmtunar. Mér finnst það rangt — hann á aðeins að stunda til að hjálpa. Ég hef stillt mig inn á fyrmrn jarðlíf mitt sem stendur í beinu sambandi við það líf sem ég nú lifi og ég stillti inn á munk sem sat í notalegum klefa og skrifaði. Ég gerði mér grein fyrir því að í þeirri jarðvist vissi ég hluti sem ég sagði ekki frá og predikaði hluti sem ég vissi að vom ekki sannir. Eftir þetta vissi ég að þetta mátti ég ekki gera aftur í þessari jarðvist. Eg var byij- uð í guðfræði — og hætti. Ég er héma núna til að segja sannleik- — Hvers vegna finnst þér að fólk eigi bara að fá líflestur ef það á við alvarleg vandamál að stríða. Geta ekki allir haft gott af þvf? „Þetta er hjálparaðferð og þeir sem ekki þurfa á henni að halda em oft að leita að hégóma; hveijir þeir vom, hversu ríkir, eða frægir. Ég mundi vara fólk við þessari hé- gómlegu forvitni. í Bandaríkjunum, til dæmis, hefur verið mikið í tísku að fá líflestur — með því að hverfa til fyrri lífa í gegnum hugleiðslu — og þess vegna hefur orðið til aragrúi af fólki sem tekur að sér að leiða hina forvitnu. En, mikið af þessu fólki hefur ekki næga þekkingu til að bera og er stórhættulegt. Hug- leiðslan ér ekkert mál og það er enginn vandi að komast í svona afturhvarf, en mikið af þessu fólki hefur ekki þekkingu eða kunnáttu til að leiða fólk til baka til þessa jarðlífs, þannig að sálin festist í hlutverki frá fyrra lífí. Og það er allt annað en sniðugt. Það fylgir því mikil ábyrgð að hafa fengið þennan hæfileika og það er hræði- legur glæpur að misnota hann. Ég legg áherslu á að þetta er hjálpar- aðferð, og verður að notast sem slík, án þess að skapa ný vanda- mál.“ — Nú er trúin gmndvallaratriði í sálarrannsóknum og dulspeki. Hvemig stendur á því að presta- stéttin er þessu svona mótfallin? „Það sem er svo áhugavert við „Spiritual Frontiers Fellowship", sem ég gerðist aðili að og vinn fyr- ir, er að það var stofnað af prest- um. Prestum sem vildu færa and- lega hæfileika inn í kirkjuna. Þá á ég við umræðuna um líf eftir jarðar- dauðann, miðlun og lækningar. Sumir prestar em á þessari línu í dag, en mjög fáir. John Wesley, sem stofnaði Meþódistakirkjuna í Bandaríkjunum var einn af þeim. Hann hafði dulræna hæfileika og stundaði lækningar. Ef hann ætlaði sér að ganga inn í meþódistakirkjur í dag og stunda það, yrði allt vit- laust." — Hvers vegna? * „Vegna þess að leggi kirkjan og klerkastéttin blessun sína yfir þá staðreynd að fólk hefur þessa hæfi- leika, missa þau völd sín; fólk þarf ekki milliliði ef það hefur sínar að- ferðir til að ná sambandi við al- mættið. Kirkjan, hveiju nafni sem söfnuðir nefnast, er komin svo óra- langt frá grundvallarkenningum Krists. Hann reyndi ekki að laga sig að pólitískum stefnum og kjaft- æði, en hafði tvær meginreglun Elska skaltu Drottin Guð þinn og elska skaltu náunga þinn eins og sjálfan þig. Hann sjálfur lenti upp á kant við guðfræðinga síns tíma.“ — Á þessi andstaða rætur í því að prestar em skólagengnir emb- ættismenn í staðinn fyrir að vera þroskaðar sálir, sem em hér til að kenna og hjálpa? „Nei. Prestar í dag, svo við tökum dæmi, em aldir upp í vissu sam- félagi og meðtaka pólitfskar kredd- ur frá bamæsku. Þeir aðlagast því mannanna siðum, lögum og póii- tísku kreddum áður en þeir fara í guðfræðina og þegar þeir verða prestar samræma þeir boðskapinn því samfélagi sem þeir þekkja. En kennimenn trúarinnar em ekki endilega í kirkjum. Ég lít á mig sem kennimann — boðbera — og við emm það öll á okkar hátt. Með minni vinnu reyni ég að vekja athygli fólks á yfirskilvitlegum þáttum tilvemnnar; að það sé til fleira en jarðnesk augu nema og ég reyni líka að vekja athygli manna á þvf sem er sérstakt í sálgerð þeirra og hvaða þætti þeim ber að leggja rækt við. Og það gæti ég ekki gert innan kirkjunnar." — Margt fólk virðist vera hrætt við hugmjmdina um að fleira sé til en augað nemur. Hvers vegna held- urðu að það sé? „Það er vegna þess að þá þarf fólk að horfast í augu við þá stað- rejmd að það sem talið er mikil- vægt í jarðlífinu, er það alls ekki, en alltof mikið hefur verið lagt undir." UTSALA EN&LA60RNÍNI Laugavegi 17. S.22201. I ! !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.