Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 28
28 ,C , MORGUNBLASIÐ MEIVNINGARSTRAIIIVIAR SUNNtJDAGUR 15. JANÚftR ,1989 fOYKDUST/Hvenær er tímabcert adgera úttekt á listamanni meb útgáfu bókar um hann? Innlendar listaverkabækur ÍSLENZKAR LISTAVERKABÆKUR bera vott um framfarir í prent- tækm. Ekkert vantar uppá tæknilegu hliðina. Hinsvegar kemur und- arlega fyrir sjónir, að á sama tíma og út koma bækur um menn á bezta aldri, vantar enn slíka bók um Gunnlaug Scheving. Ibókaútgáfu almennt verður sú sneið sem helguð er myndlist sífellt viðameiri og vandaðri. Er- lendis er þetta bersýnilega stóriðn- aður, enda lygilegt hvað hægt er að selja doðranta með mörghundruð litprentuðum síðum á lágu verði. Allt er nú smátt í sniðum hjá oss í þeim samanburði, eftir Gíslo og sízt getum við Sigurðsson keppt við verðið. Fyrir utan braut- ryðjandaverk Kristjáns heitins í Ultíma má segja að íslenzk útgáfa á listaverkabókum hefjist með metnaðarríkri útgáfu Ragnars í Smára á bókum um brautryðjendur okkar í myndlist; bókum sem ennþá standa enn fyrir sínu og eru kjör- gripir. Aðeins prenttækninni hefur fleygt fram. Síðan varð nokkurt hlé á útkomu listaverkabóka og hefst hún að nýju með vandaðri og ágætri bók um Sverri Haraldsson, þar sem nýtt og nútímalegt útlit kemur fram í útlitshönnun Torfa Jónssonar. Síðan hefur' Almenna Bókafélagið staðið að lítilli en fal- legri bók um Finn Jónsson; sömu- leiðis Kjarvalsbók og sá mikli smekkmaður og fagurkeri Haf- steinn Guðmundsson í Þjóðsögu hefur gefið út vandaðar bækur um Þorvald Skúlason og Kristínu Jóns- dóttur. Fleiri hafa stuðlað að vexti þessarar greinar, þ.á.m. Iceland Review með bækur um Nínu og Kjarval. En það er fyrst að verulegur fjör- kippur hleypur í útgáfu listaverka- bóka , þegar Sverrir Kristinsson í Bókaútgáfunni Lögbergi tók hönd- um saman við Listasafn ASÍ. Allt eru það hinar fegurstu bækur, hannaðar af Torfa og í íslenzkum listaverkabókum er alltaf vandað til ritgerðar um viðkomandi lista- mann. Það er samt eitt í stefnu- mörkun Lögbergs og ASÍ, sem ork- ar tvímælis. Hér á ég við að setja saman bækur um listamenn á milli fertugs og sextugs, menn sem líkur benda til að eigi langan feril ófarinn og eigi jafnvel eftir að ná sínu bezta. Á bak við þetta er þó áreiðan- lega einlægur áhugi á listmenningu okkar; gróðasjónarmið er það varla, því margt ábatasamara er hægt að leggja fé í. Spurningin er bara hvort framtakið sé gott frá langtíma sjón- armiði fyrir viðkomandi listamenn. í fyrra kom út ein slík bók um Tryggva Ólafsson, sem er tiltölu- lega ungur maður og ekki nokkur minnsta ástæða til að fara að gera úttekt á honum í bók. Mér skilst að von sé á bók um Hring Jóhannes- son á næsta ári og um hann gildir það sama. Vonandi á Hringur eftir að mála í svo sem 30 ár til við- bótar, en ég óttast að ótímabær bók um mann á miðjum aldri verði til þess að slík úttekt verði síður eða ekki gerð á honum, þegar ferli hans lýkur. Sama má segja um þá Jó- hannes Geir og Eirík Smith. í ljósi þeirrar útgáfu sem orðin er á listaverkabókum, hafa margir undrast, hversvegna enginn hefur ráðizt í að gefa út bók um einn af stórmeisturum okkar, Gunnlaug LEIKLIST /Hvem voru þeir ab svíkja? Englendingur í útlöndum ann 1. desember voru frum- sýndir í breska Þjóðleikhúsinu tveir nýir einþáttungar eftir leikar- ann, leikritahöfundinn og leikstjó- rann Alan Bennett. Einþáttungarn- ir nefnast Eng- lendingur í út- löndum (An Engl- ishman abroad) og Spuming um uppmna (A Qu- estion of Attributi- on) og sameigin- legt heiti einþát- tunganna á frum- málinu er Single Spies. Leikþættir þessir fjalla um stórnjósnarana tvo af þeim íjórum frægustu: Guy Burgess og Anthony Blunt. Hinir tveir sem á vantar í þennan fræga njósnarakvartett voru auðvitað Kim Philby og Donald Maclean sællar minningar. Alan Bennett hefur 'skapað sér góðan orðstír sem afburðasnjall leikritahöfundur bæði fyrir leiksvið og sjónvarp og ekki ólíklegt að íslenskir sjónvarpsáhorfendur kannist við einhver verka hans úr íslenska ríkissjónvarpinu. í Eng- landi er Bennett þó ekki síður þekktur sem leikari og vandséð hvort má sín meira þegar metnar eru vinsældir hans heima fyrir. Dettur manni helst í hug Noel Cow- ard ef nefna ætti einhvem sambæri- legan leikhúskarakter breskan. Að- alsmerki hans sem höfundar eru næm tilfinning fyrir persónum og frábært vald hans á tvíræðni alls konar í texta og er samheiti þátt- anna glöggt dæmi um það, því það getur hvort heldur sem er vísað til einþáttunganna sem slíkra eða ver- ið lævísleg undirstrikun á samkyn- hneigð þeirra Burgess og Blunts. Árið 1988 var gjöfult fyrir Benn- eftir Hóvor Sigurjónsson ett því fyrr á árinu sýndi BBC sex þátta röð einleikja sem nefndir vom Talking Heads. Bennett gerir reyndar gott betur í Single Spies en að vera höfundurinn, því hann er jafnframt leikstjóri Englendings í útlöndum og leikur síðan aðal- hlutverkið í Spumingu um upp- mna. Liðsmenn Bennetts í þessari uppfærslu em heldur ekkj af lakari endanum; Pmnella Scaíes leikur kvenhlutverkin tvö í báðum þáttun- Alan Bennett leikari og leik- ritahöfundur. um og Simon Callow leikstýrir Spumingu um uppmna og leikur aðalhlutverk í Englendingi í út- löndum. Þátturinn Englendingur I út- löndum rekur efni sitt til endur- minninga leikkonunnar Coral Browne er fór í leikför til Moskvu árið 1958 með Hamletsýningu The Shakespeare Memorial Theatre og rakst þar á Guy Burgess fyrir tilvilj- un. Hún snæddi svo með honum hádegisverð í íbúð hans og sat síðan um stund á spjalli við þennan fræga útlæga njósnara sem átti aðeins fötin sem hann stóð í og var mest í mun að biðja fröken Browne að útvega sér klæðskerasaumuð föt frá Savile Row í London. Alan Bennett nýtir sér þennan efnivið til að setja saman eitilskarp- an og bráðfyndinn háðleik um enskt siðferði — eða öllu heldur það sem kalla mætti enskan „séntilmanna- rnóral" — og sýnir áhorfendum Guy Burgess í niðurníddri kommissara- íbúð í Moskvu og yfir þessu er Guy Simon Callow leikari og leik- stjóri. greyið frekar óhress því hann sakn- ar lífsstílsins og klúbbfélaganna frá London, en samviskubit yfir föður- landssvikum er víðsfjarri honum. Þetta virðist einmitt vera kjami háðsádeilu Bennetts; hollusta Guy Burgess og hans líkra er við stétt og stöðu en ekki við land og þjóð. Og til að undirstrika þetta leggur Bennett honum þessi orð í munn: „Ég elska London. Ég elska Eng- land. Ég get ekki sagt að ég elski landið mitt því ég veit ekki hvað það þýðir.“ NÆSTA SUNNUDAG: Spuming um uppmna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.