Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 4
4 r.C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1989 Skyggnst inn í Jgj?4 á um starfssvið og skipulag. Lög um Rannsóknarlögreglu ríkisins voru sett árið 1976, þegar róttækar breytingar voru gerðar á skipan rannsóknarvalds og réttar- fars í opinberum málum. Markmið þessara breytinga var fyrst og fremst aðgreining dómsvalds og rannsóknarstjómar, en áður var rannsóknarlögreglan í Reykjavík undir stjóm Sakadóms og yfirsaka- dómari var yfírmaður hennar. Sam- kvæmt lögunum hefur RLR með höndum lögreglurannsóknir brota- mála í Reykjavík og nágranna- byggðarlögunum, að því leyti sem þær eru ekki í höndum lögreglu- stjóra þar, en helstu málaflokkar sem falla undir rannsóknardeildir viðkomandi umdæma em umferðar- slys og brot á umferðarlögum, brot á lögreglusamþykktum, brot á áfengislögum, önnur en þau, er varða ólögmætan innflutning áfengis og brot á lögum um tilkynn- ingar aðsetursskipta. Rannsókn á þorra hinna alvarlegri mála, sem upp koma á höfuðborgarsvæðinu, em hins vegar í höndum RLR. Auk þess skal RLR veita lögreglustjór- um og sakadómumm, hvar sem er á landinu, aðstoð þegar þeir óska og rannsóknarlögreglustjóri eða ríkissaksóknari telja það nauðsyn- legt. Ennfremur getur rannsóknar- lögreglustjóri að eigin framkvæði tekið í sínar hendur rannsókn máls utan höfuðborgarsvæðisins og sker ríkissaksóknari úr ágreiningi, sem kann að rísa á milli hans og viðkom- andi lögreglustjóra í sambandi við lögreglurannsókn. Auk rannsóknarlögreglustjóra starfa þrír lögfræðingar hjá RLR, Þórir Oddsson vararannsóknarlög- reglustjóri, og deildarstjóramir Amar Guðmundsson og Jón H. Snorrason. Eiginlegar rannsóknar- deildir, sem annast yfirheyrslur, em ljórar og nánar um skipulag og deildaskiptingu innan RLR er vísað í meðfylgjandi útdrátt og skipurit. Dæmisaga um rannsókn innbrotamáls Til að átta okkur betur á rann- sóknarferli afbrotamáls og starfs- sviði rannsóknarlögreglumanna skulum við taka eftirfarandi dæmi- sögu: RLR berst tilkynning um innbrot í einbýlishús. Þetta er á sunnudags- kvöldi og rannsóknarlögreglumaður fer þegar á staðinn. Fjölskyldan hafði farið að heiman á föstudag til helgardvalar í sumarbústað og uppgötvað innbrotið við heimkom- una. í upphafi rannsóknarinnar styðst rannsóknarlögreglumaður- inn við eftirfarandi staðreyndir: Húsið er í götu þar sem ekki em mörg hús og ekki mikil umferð. íbúar, sem ekki hafa hreyft við hlut- um á innbrotsstað eftir heimkom- una, upplýsa að sjónvarp, mynd- bandstæki og hljómflutningstæki hafí horfið, og gefa ennfremur upp tegundanafn og serialnúmer. Einn- ig upplýsa heimilismenn að brotin hafí verið upp læst skúffa í skrif- borði og þaðan horfíð bankabók á tiltekinn banka, eitthvað af íslensk- um peningum og ákveðin upphæð í erlendum gjaldeyri. Ennfremur tékkhefti á ákveðinn banka og •. ■>.* .* 0 PtNflY FACIAL IMNTinCATlOH TECHNIQllt BASIC FACIAL OUTUNES i f 1 n ■ ■ 0 n n n n t W f • 0 © t t 1 ) W n n w n n o n o f n w t 0 é 0 t t 1 \ w 0 0 • 0 n "J 0 t n 0 © § t t ( \ w n w 0 n w n n ■j © n w \/ / f ö 0 t 0 n w n o n n o t n fl o t t Æh, { > v.y 0 t 1 í w 0 n w 1 t w 1 0 m 1 0 n # t f 0 0 0 n w 0 t n o n o © ’W t ö © é t n Q 0 o n:n 0 J n n w n 'W' ó 0 ^0^ w Leit að grunuðum manni hefst oft með því að vitnið þarf að raða andlitsdráttum inn í spjald, sem hér sést talsvert smækkað. Þetta er gert þegar vitnið fínnur ekki mynd af viðkomandi í myndasafni RLR. BOGI NILSSON tók við starfi rannsókn- arlögreglustjóra ríkis- ins af Hallvarði Ein- varðssyni árið 1986. Hann er lögfræðingur að mennt, fyrmm sýslu- maður í Suður-Múla- sýslu. ÞÓRIR ODDSSON vararannsóknarlög- reglustjóri hóf störf sem fulltrúi yfírsaka- dómara í Reykjavík að loknu lagaprófí 1968 og var skipaður aðalfull- trúi 1973. Hann var skipaður aðalfulltrúi við embætti rannsóknar- lögreglustjóra ríkisins við stofnun þess embættis 1977 og 1978 var hann skipaður vara- rannsóknarlögreglu- stjóri. HELGI DANÍELSSON yfirlögregluþjónn hóf störf í lögreglunni á Akranesi árið 1964, varð rannsóknarlög- reglumaður hjá rann- sóknarlögreglunni í Reykjavík 1972 og hef- ur starfað hjá RLR allt frá stofnun hennar 1977. Hann var skipað- ur yfírlögregluþjónn 1984 er Njörður Snæ- hólm lét af því starfí. RAGNAR VIGNIR aðstoðaryfirlögreglu- þjónn á að baki lengst- an starfsaldur í Rann- sóknarlögreglunni, eða 36 ár. Hann hóf störf hjá Rannsóknarlögregl- unni í Reykjavík 1952 og hefur starfað við rannsóknir brotamála allargötursíðan. ARNAR GUÐMUNDSSON deildarstjóri hóf störf við Fíkniefnadómstól- inn er hann lauk laga-. prófi 1973ogkomtil starfa hjá RLR árið 1978. JON H. SNORRASON deildarstjóri hóf störf hjá RLR árið 1979, en hann varþáílaga- námi. Að loknu prófí 1984 var hann ráðinn fulltrúi rannsóknarlög- reglustjóra og síðan skipaður deildarstjóri 1987. SKIPlLAt; OG DIII.DASKIPHNG Eiginlegar rannsóknar- deildir, sem annast yfir- heyrsiur, eru flórar: I. deild rannsakar aðallega svokölluð of- beldisbrot, það er manndráp og líkamsmeiðingar, nauðganir, sif- skapar- og skírlífsbrot, brot gegn frjálsræði manna og friðhelgi einkalífs, og ennfremur rán, þegar líkamsmeiðingar em afgerandi þáttur í brotinu og voveifleg dauðsföll. Deildin vinnur undir stjóm Þóris Oddssonar vararann- sóknarlögreglustjóra og auk þess starfa þar einn lögreglufulltrúi og fimm rannsóknarlögreglumenn. II. deild annast ýmis auðgunarbrot, nema þjófnað, gripdeild og rán. Undir deildina falla því fjármunabrot af ýmsu tagi svo sem fjársvik, íjár- dráttur, gjaldþrotamál og fölsun, nema fölsun tékka og úttektar- seðla við greiðslukortaviðskipti. Deildarstjóri er Amar Guðmunds- son og með honum starfa tveir Skipurit af núverandi boðvaldskerfi innan RLR. Unnið er að ákveðnum breytingum á þessu kerfi, sem ekki er unnt að greina frá á þessu stigi. HUHUUí.HtTUHLikliHiUiUlUUiUÍHUliiniliUiÍHimiUi I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.