Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1989 C 17 svo mikið vænt um okkur og var okkur svo kær. Afi átti við veikindi að stríða und- anfarin ár en var orðinn svo mikið betri og litum við fram á betri tíma en svo veiktist hann snögglega þann 2. janúar og var dáinn eftir þijá sól- arhringa. Efst í huga okkar núna eru jólin síðustu sem voru svo björt og góð. Nutum við samverunnar með afa sem var svo kátur og hress. Vegna vinnu mömmu okkar dvöld- urh við mikið í Stóragerðinu hjá afa og ömmu þar sem afi tók alltaf á móti okkur með sínu hlýja viðmóti. Afi var frekar rólegur maður og vildi að allir væru góðir og tók hann mik- inn þátt í gleði okkar og hafði óbil- andi trú á að okkur myndi vegna vel og vildi allt gera til að okkur gengi vel í skóla og í öðrum samskiptum. Ófáar eru bílferðimar sem við fórum saman í að skoða borgina og höfnina og í Þjóðleikhúsið meðan hann vann þar. Afi ólst upp á Eskifirði og höfum við haft tækifæri til þess að dveljast þar nokkrum sinnum, skoðað húsið sem pabbi hans byggði þar og veitt af bryggjunni eins og hann gerði sem lítill drengur. Hafði hann mjög gam- an af þessum ferðum okkar til Eski- fjarðar. Viljum við þakka afa fyrir allar samverustundimar og allt það sem hann gerði fyrir okkur og geymum við minninguna um góðan afa í hjarta okkar. Guð geymi afa og vemdi um alla eilífð. Blessuð sé minning hans. Hanns Stína og Óli Hjörtur. Hjörtur Bergmann Óskarsson málari lést á gjörgæsludeild Land- spítalans 5. janúar 1989. Banamein hans var heilahimnubólga. Hann fæddist á Eskifirði 9. júní 1921. Foreldrar hans vom: Aðalbjörg Tryggvadóttir sem lifir son sinn og Óskar Bjamason. Óskar var for- maður á fiskibátnum „Heim“ frá Eskifirði sem fórst 29. nóvember 1923 og dmkknaði ásamt þremur mönnum öðmm. Hjörtur ólst upp hjá móður sinni við mikið ástríki en kröpp hafa kjör- in verið hjá einstæðri móður í þá daga en allt fór þetta þó vel með guðs og góðra manna hjálþ. Til Reykjavíkur fluttust þau upp úr 1935 og hafa bæði búið þar síðan. Það var alltaf mikið og ástríkt samband þeirra á milli og leið varla sá dagur að Hjörtur heimsækti ekki móður sína eða hringdi til hennar. Saknar hún nú sárt einkabams síns sem allt- af reyndist henni góður sonur. Trúin á endurfundi styrkir hana í raunum hennar. Hjörtur lærði málaraiðn og vann við hana lengst ævi sinnar. Hann var listfengur í starfí sínu, duglegur og svo vandvirkur að af bar. Hans góða skapgerð og glaða lund hefur ömgg- lega gert hann að æskilegum starfs- félaga auk starfsleikni og afkasta. Arið 1983 réðst hann húsvörður við Þjóðleikhúsið og þar vann hann þangað til hann varð að hætta störf- um vegna veikinda. Hjörtur kvæntist systur minni, Jóhönnu Þórðardóttur frá Eyrar- bakka, 1. september 1951. Þau eign- uðust eina dóttur, Aðalbjörgu Rögnu flugfreyju, fædd 27. júní 1951. Hún giftist Ölafi Gunnlaugssyni, þau eiga tvö böm, Jóhönnu Kristínu 12 ára og Óla Hjört 10 ára. Þau sakna nú sárt afa, sem elskaði þau og snérist í kringum þau meðan heilsa leyfði. Hjá þeim geymast ógleymanlegar minningar um ástríkan afa sem bar hag þeirra fyrir bijósti. Jóhanna og Hjörtur hófu búskap í leiguíbúð sem þau heiðurshjón Sigríður Siguijónsdóttir og Ásgeir Kristófersson áttu í Bólstaðarhlíð 10 og bjuggu þar í 14 ár eða þar til þau fluttu í eigin íbúð. Þau hafa alltaf talið það lán lífs síns að kynnast þeim góðu hjónum og bömum þeirra en Ásgeir lést fyrir 4 árum og misstu þau þar góðan vin. Á yngri ámm ferðuðust þau mikið um landið með þeim hjónum, gistu tjöld og skoðuðu íslenska náttúm. Minntust þau þess- ara ferðalaga með þakklæti og gleði. Þó ferðunum fækkaði um landið þá vom vináttuböndin alltaf þau sömu. Hjörtur var prúður og þægilegur í allri umgengni og geðgóður maður sem átti ekki neina óvildarmenn. Gott er fyrir aðstandendur hans að minnast glaðra og Ijúfra stunda frá síðustu jóla- og nýárshátíð. Hjörtur var þá óvenju hress og gladdist inni- lega með fjölskyldu og vinum. En skjótt skipast veður í lofti, aðeins fáum dögum síðar barst honum kall- ið sem við öll verðum að hlýða hve- nær sem það kemur. Hjörtur hefur átt við veikindi að stríða undanfarin ár en var kominn til sæmilegrar heilsu er hann veiktist skyndilega og lá aðeins þijá sólarhringa á spítala þar til yfir lauk. Við Hjörtur ræddum oft saman í síma á undanfömum ámm og sakna ég þess nú að eiga ekki von á hring- ingu frá honum. Hann var alltaf glað- ur og skemmtilegur þótt ég vissi að hann gekk ekki heill til skógar. Ég og fjölskylda mín þökkum Hirti fyrir samfylgdina á lífsgötunni sem geng- in er og óskum honum allra heilla á þeirri sem nú tekur við. Við sendum fjölskyldu hans og vinum innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Svava Þórðardóttir Hvert stefnir í ðldriinarpiðnustu? Öldrunarráð íslands gengst fyrir málþingi um hvert stefni í þjónustu við aldraða föstudaginn 20. jan- úar kl. 13.00 í Borgarúni 6. Frummælendur verða fulltrúi heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytis og fulltrúar þingflokkanna. Að loknum framsöguerindum verða almennar umræður. Málþingið er öllum opið og menn hvattir til að mæta. Öldrunarráð íslands. Itölsk „BARR0K“ sófasett - fallegir litir HUSGOGN OG INNRETTINGAR SUOURLANDSBRAUT32 68 TE* 69 00 NAMSMENN ATHUGIÐ! Ný hraðvirk, létt og handhæg TA Triumph-Adler skríf- stofuritvél á verði skólarítvélar. Umboðsmenn um land allt: Bókabúð Ketlavíkur, Keflavík, Bókabúð Olivers Steins Hatnarfirði, Bókabúðin Gríma, Garðabæ, Grifill, Reykjavík] Hans Arnason, Reykjavik, Jón Bjarnason, Akureyri, Kaupf. V-Húnvetninga, Hvammstanga, Kaupf. A-Skaftf„ Hornafirði, M.M. búðin, Selfossi, PC tölvan, Akranesi Penninn, Reykjavik, Rás s.f., Þorlákshöfn, Stuðull s f Sauðárkróki, Sameind, Reykjavík, Skrifvélin, Reykjavík, Tölvuvörur hf„ Reykjavík, Traust, Egilsstöðum. Sendum i póstkröfu • Prenthraði 13 slög/sek • ”Lift off” leiðréttingar- búnaður fyrir hvern staf eða orð. • 120 stafa leiðréttingarminni • Sjálfvirk: miðjustilling undirstrikun feitletrun • Handfang og lok. auk ýmissa annarra kosta sem prýða eiga ritvél rnorgun- dagsins. Komdu við hjá okkur eða hringdu og fáðu frekari upplýsingar. Einar J. Skúlason hf. Grensásvegi 10, sími 686933 85.40

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.