Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 29
Scheving. Heyrst hefur að hann hafi átt að vera næstur í röðinni hjá Ragnari í Smára svo sem skilj- anlegt er, en að sú útgáfa hafi af einhveijum ástæðum dagað uppi. Ég hef þó fyrir satt, að alvarleg áform hafi verið um útgáfu á Sche- vingsbók, en strandað þótt furðu- legt megi kalla, á einhverjum spurn- ingum um rétt. Og eitthvað svipað hefur átt sér stað varðandi Svavar Guðnason. Annar stórmeistari í íslenzkri myndlist hefur legið óbættur hjá garði til þessa, en nú hefur verið tekið til hendinni og það myndar- lega. Ég á þar við nýútkomna bók Lögbergs og ASÍ-safnsins um Jón Engilberts. Ritgerð Ólafs Kvaran um feril málarans og stefnur er fagmannlega unnin og góð hug- mynd að fá annan höfund, í þessu tilfelli Baldur Óskarsson skáld, til að skrifa um persónuna á bak við verkin. Hér er í fyrsta sinn notuð ný íækni, sem felst í innbrotnum, tvöföldum síðum, sem gera kleift að prenta helmingi stærri myndir. Fyrst og síðast er þessi bók þó kjörgripur vegna þess að Jón Engil- berts var yfirburða málari, einn af risunum í íslenzkri myndlist og von- andi verður það árangur þessarar bókar, að hann verði hér eftir met- inn svo sem vert er. Það er á al- mennu vitorði, að ákveðin rétttrún- aðarklíka í listinni reyndi að halda Jóni Engilberts niðri. Ég varð sjálf- ur vitni að því, hve Jón varð hrygg- ur yfir viðtökum kolleganna á fýrstu abstraktsýningunni, sem hann hélt í Listamannaskálanum; þar hristu_ spekingarnir höfuðin ákaflega. Ég hygg þó að tíminn hafi leitt í ljós, að sumar abstrakt- myndir Jóns séu með því magnað- asta sem gert var af því tagi hér á landi eins og fram kemur raunar vel í bókinni. Allt hefur sinn tíma, sagði spá- maðurinn. Það var sannarlega kom- inn tími á þessa bók og þessvegna gleðilegt, hvað hún hefur tekizt vel. MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1989 C 29 DÆG1IRTÓNLIST/ Tónlist eba iönabur? r r r JOLAPLA TANIAR JÓLA HLJÓMPLÖTUMARKAÐURINN er sérkennilegur að því leyti að í þeim slag eru útgefendur ekki að biðla til plötuhlustenda í auglýsingum sínum nema að litlu leyti. Þeir eru að biðla til plötu- kaupenda, les: þeirra sem kaupa jólagjafír. Það gengur því allt út á það að sannfæra fólk um að þessi eða hin platan sé, jólaplatan í ár“ sem Siggi litli og Gunna vilji fá í pakkann og striðskostnaðurinn er svo hár að menn þurfa að selja 1—2.000 plötur til að borga hann. Gull- og platínuplötuflóðið er kannski ein broslegasta hlið auglýsingastríðsins. Sú viðurkenn- ing að fá gull- eða platínuplötu fyr- ir sölu er löngu orðin eitt af þeim auglýsingabrögð- um sem beitt er til að sannfæra plötu- kaupendur um það hvaða plata sé mest seld og þar af leiðandi jóla- platan í ár, les: besta jólagjöfin. Tónlistin sem á plötununum er er í aukahlutverki og skiptir minna máli en glamúrinn, enda er jólaplötumarkaðurinn eitt það helsta sem hijáir íslenska dæg- urtónlist. Betri en hvað? Hinn gamalkunni frasi sem menn skreyta sig með um hver jól líkt og þeir setja upp rauðar húfur er „ís- íensk tónlist aldrei betri“. Því er að vísu aldrei svarað hvað við er átt. Hefur íslensk tónlist aldrei verið betur tekin upp? Eru lagasmíðar betri en nokkru sinni? Textar betri en nokkru sinni? Hljóðfærasláttur betri en nokkru sinni? Þegar litið er yfir hljómplötu- markaðinn fyrir nýliðin jól, er ekki að sjá að þær plötur sem boðið er upp á séu gegnumsneitt betri en á síðasta ári eða árið þar á undan, eða áríð þar á undan. Ekki vil ég þó halda því fram að íslenskar plöt- ur séu almennt lélegri, enda eru slík fullyrðing ekki síður fáránleg en sú sem hér er gerð að umtals- efni. Mat á gæðum tónlistar hlýtur alltaf að mestu að ráðast af tónlist- arsmekk og þegar einhver segir t.a.m. að platan Dagar með Eyjólfi Kristjánssyni sé betri en platan Hold með Ham, er hann að vitan- lega að meta tónlistina út frá eigin smekk. íslenskar plötur ársins 1988 eru að mínu mati ósköp svipaðar að gæðum og plötur ársins 1987, og reyndar plötur síðustu tíu ára, eða svo. Eft- ir að hafa hlustað á jólaplötumar (og ég hef heyrt þær allar) finnst mér reyndar sem það hafi ekki komið út nema tvær til þijár nýjar plötur fyr- ir þessi jól og - reyndar ekki nema fjórar til fimm nýjar plöt- ur á árinu. Að vísu kóm út fyrir jólin ein plata með „nýgræðingnum" í íslenskri dægur- tónlist, en því miður var engan ný- græðing á þeirri plötu að finna, sem kannski var ekki nema vonlegt. Nú geta menn deilt um hvað ný- græðingur er og til að skýra betur mitt mál vil ég benda á plötu sem keflvísk hljómsveit sendi frá sér rétt fyrir jólin. Hljómsveitin heitir Ofris og platan Skjól í skugga. Þorri laganna á plötunni er að öllu venju- legur, en á milli em lög þar sem blásarar, óvenjulegur söngur og óvenjulegir textar ná að skapa eitt- hvað sem sker sig úr. Þar er kom- inn nýgræðingur, án þess að hér sé lagt nokkurt gæðamat á. íslensk tónlist betri en nokkru sinni sagði í auglýsingunni, en ein besta plata ársins var ekki með nýrri tónlist, heldur með 30 ára gömlum upptökum; geisladiskur með 26 lögum Hauks Morthens. Þar fór allt saman; framúrskarandi út- setningar, skemmtilegir textar, frá- bær flutningur og ekki er hljómur- inn miklu lakari en í stafrænu hljóð- gervlahrossaframleiðslunni. Geisla- diskur sem gefur góða ástæðu til að fá sér geislaspilara. Frumleiki Það finnst kannski einhveijum óréttlátt að vera að fara fram á það að menn séu sífellt frumlegir. Þeir eru bara svo margir sem eru að framleiða tónlist fyrir útvarpsstöðv- amar; tónlist sem gott er að flaka físk við eða gera við bíl við; tónlist sem fer inn um annað eyrað og út um hitt. Diskurinn hans Hauks sýn- ir að það er hægt að skapa dægur- tónlist sem lifír lengur en þá stund sem tekur að hlusta á lagið einu sinni, hafi menn á annað borð ein- hvern metnað. Auðvitað er ekki hægt að gera kröfu til þess að það geti allir sem senda frá sér plötu skapað eitthvað sem vert er að hlusta á oftar en einu sinni, en í Ijósi þess sem gefið var út fyrir síðustu jól er þetta kannski frekar spurning um að einhver geri það. Það er nú einu sinni frumleikinn sem skilur á milli tónlistarmanns og iðnaðar- manns; þess sem semur og flytur tónlist af sköp- unarþörf og hins sem gerir það af tómri fjárþörf. Haukur Morthens um 1960. Plata hans með 30 ára lögum er ein besta plata ársins. eftir Árno Matthíosson i HEILSUGÆSLAN í MJÓDD Nýir heimilislæknar Höfum opnað læknastofur í Álfabakka 12 í Reykjavík, sími 670440. Samúel J. Samúelsson, sérfræðingur í heimilis- lækningum. Viðtals- og vitjanabeiðnir kl. 9-12 og 13-16, símaviðtalstími kl. 11-12 alla virka daga. Sigurbjörn Sveinsson, læknir. Viðtals- og vitjana beiðnir kl. 9-12 og 13-16, símaviðtalstími kl. 9-10 alla virka daga. Skráning hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur. MIKILL AFSLATTUR Á GÓÐU GARNI Storkurinn KJORGARÐI, LAUGAVEGI 59. Aðalfundur AFS á íslandi verður haldinn í Ölfus- borgum 3.-5. febrúar 1989 DAGSKRÁ: - Venjuleg aðalfundarstörf - Framtíðaráætlun AFS á ísíandi - Kosningar Aðalfundurinn hefst laugardaginn 04.02. kl. 09.30. Farið verðurfrá Reykjavíkföstudaginn 03.03. kl. 19.30 og aftur til Reykjavíkur kl. 15.00 á sunnudag. Nánari upplýsingar og þátttökutilkynningar á skrif- stofu AFS á íslandi. Stjórin. SKÚLAGÖTU 61, PÓSTHÓLF 753IS-121 REYKJAVÍK, ÍSLAND. Nýsending «f kiólum, blússum og pilsum tfyrir þorroblótin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.